Lesbók Morgunblaðsins - 25.10.1953, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 25.10.1953, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 605 FERÐIR FUGLANNA LÓUR í LANGFLUGI ÞAÐ KEMUR oft fyrir, að farfuglar hrekjast af leið vegna veðurs. Sjaldn- ast verður sagt um það með vissu hve langt þeir hafa hrakist. Þó vita menn með vissu að eitthvað um 1000 lóur hröktust þvert yfir Atlantshaf fyrir nokkrum árum. Komið var fram í desember og jörð farin að frjósa í Skotlandi svo að þær gátu ekki lengur gengið sér til matar þar. Lagði hópurinn því á stað og mun hafa ætlað til írlands, að því er menn hyggja. Skall þá á austan hvassviðri og náðu þær ekki írlandi en lentu fyrir norðan það og út yfir Atlantshaf. Nú er það venjulegt á þessum tíma árs, að yfir Atlantshafi sé vestlægir vindar, en að þessu sinni vildi nú svo til, að austanáttin náði þvert yfir hafið, og hún bar hópinn alla leið vestur til Newfoundland, eða hófsamur, laus við hatur og ótta — þann köllum við lærðan. Maður verður ekki Brahmani (prestur, sá er tilheyrir þeirri stétt, sem æðst er talin í hinni ævafornu stétta- skiptingu Indlands, sem kenning Budda er hin fyrsta uppreisn gegn), vegna hárfléttu sinnar, vegna ættar sinnar eða fæðingar. Aðeins sannleiki og réttlæti gerir manninn Brahmana. Kallið hann ekki Brahmana vegna uppruna hans eða móður hans. í raun og veru er hann fullur hroka og hann er auðugur. — En fátækan mann, sem er laus við ágirnd, þann kalla ég Brahmana. Margir menn sem hylja herðar sín- ar með hinu gula klæði (prestarnir) eru hvatvísir og ágjarnir. Slíkir menn fara til lágra staða vegna illra verka sinna. Maður er ekki mikill vegna þess að hann treður aðra undir hæl sínum. Aðeins sá, sem hefur samúð með öllu, sem lífsanda dregur — aðeins sá einn er mikill. Indlandi, febrúar 1953 um 2000 milur. Talið er að lóur geti flogið 45 mílur á klukkustund og sé nú gert ráð fyrir að veðurhæðin hafi verið um 55 mílur á klukkustund, þá ætti þær að hafa flogið þessa leið á sólarhring, eða þar um bil. Sjálfsagt hafa þær verið svangar þegar þær lögðu á stað og hafa því verið illa undir það búnar að þreyta svo langt flug, enda voru þær örmagna þegar þær komu vestur yfir hafið. Sumar drápust þegar fyrstu dagana, en flest- ar réttu við, því að veður. var þá óvenju gott. En í lok desembermán- aðar fór að snjóa, og þá lögðu ló- urnar aftur á stað og flugu til suð- vesturs. Menn vita svo ekki hvað um þær varð, veturinn var harður og búizt var við því að þær hefði allar fallið. Nú mun einhver spyrja hvernig standi á því að menn vissu að þessar lóur voru komnar frá Bretlandseyum. Jú, ein þeirra var skotin í Newfound- landi og um fótinn hafði hún hring, sem var merktur þannig: „British Birds No. X 5046.“ Með þessum hring hafði lóuungi verið merktur í hreiðri þá um vorið í Cumberland. Þannig gefa fuglamerkingar upplýs- ingar um ferðir fuglanna. Enn lengra ferðalag. Hinn 10. september 1951 var fugl, sem Bretar nefna ,,shearwater“ merkt- ur á eynni Skokholm, sem er í írska hafinu. En 20. nóvember sama ár, var hann veiddur skammt frá Rio de Janeiro í Brazilíu. Er það fyrsti fugl- inn, merktur í Bretlandi, sem náðst hefir í Suður-Ameríku. Þessi fugl hefir ferðast um 4000 mílna leið, eða helmingi lengra veg en lóurnar hröktust. En þó er þar ólíku saman að jafna. Lóurnar eru landfuglar og gátu því hvergi hvílt sig á leiðinni yfir Atlantshaf og hvergi fengið næringu. En þetta er sjófugl og gat bæði hvílt sig og aflað sér fæðu á leiðinni. Samt sem áður þykir þetta ferðalag hans merkilegt, því að það virðist benda til að sjófuglar ferðist lengra heldur en menn höfðu gert sér í hugarlund aður. íslenzkir fuglar í Bretlandi. Á hverju hausti kemur mesti fjöldi norrænna gæsa til Bretlandseya og hefir þar vetursetu. Þar á naeðal er islenzka heiðargæsin, sem Peter Scott, forstjóri Severn Wildfowl Trust, hefir lagt svo mikið kapp á að merkja hér undanfarin sumur. í kjölfar gæsanna koma einnig söngsvanirnir til Suðureya, hálslangir og tignarlegir, með hæglátum vængja- slögum, en skilar þó drjúgum áfram. Það er trú manna á eyunum, að svan- irnir sé kóngssynir og kóngsdætur í álögum og þeim megi því ekkert mein gera. En svo var það í seinni heims- styrjöldinni, að aðkomumaður þar tók upp á því að skjóta svanina og sendi þá til kaupmanna í Englandi og fékk hátt verð fyrir. Þetta mæltist afar illa fyrir á eyunum og maður- inn var kærður fyrir lögreglunni. Málið kom svo fyrir dómstól, en þá kom upp úr kafinu, að söngsvanur- inn var ekki friðaður. Vegna óánægj- unnar meðal eyaskeggja út af þessu, var svo skjótt brugðið við og söng- svaninum bætt á lista friðaðra fugla. Þá er og himbriminn vetrargestur hjá Bretlandseyum. líann er fæddur og uppalinn við íslenzk fjallavötn. En fiskimenn í Bretlandi eiga bágt með að trúa því. Þeir halda að himbrim- inn sé ófleygur, því að allan veturinn heldur hann sig á sjónum og lyftir sér aldrei til flugs. Hann er þarna um sex mánaða skeið. En þegar kem- ur fram í maí hefur hann sig allt í einu á loft og flýgur í einum áfanga til íslands, um 700 mílna leið. (Úr grein í „The Sphere”). NAFNKUNNUR heimskautafari hafði alltaf á skipi með sér hina ljótustu konu, er hann gat fundið. Henni var ekki ætlað neitt verk á skipinu, hún var þar aðeins til uppfyllingar. Þetta þótti mörgum skrítið og vinur heim- skautafarans spurði hann þvi: — Hvernig stendur á því að þú hefur alltaf þessa kerlingarskrukku með þér og ætlar henni ekkert verk? — Ég hef hana mér til leiðbeiningar. Þegar svo er komið, að mér fer að lítast á hana, þá veit ég að tími er til þess kominn að hverfa heim aftur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.