Lesbók Morgunblaðsins - 25.10.1953, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 25.10.1953, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 613 sjós og lands, tillagði sér fjölda kvik- fjár, dekkbát til fiskiafla, og hafði rausnarbú, var fjárgeymslumaður mik- ill og höfðinglega sinnaður". Hann sat á Alþingi, varaþingmaður fyrir Snæfellinga, 1845 og aftur 1849. — Dr. Hannes Þorsteinsson ritar, að hann hafi verið „fjáður vel og haft á sér ríkismannsháttu. Kona hans var mesta sæmdar- og höfðingskona". — Kon- ungur sæmdi Kristján sýslumanu kammerráðs-nafnbót 1848. — Hann fékk lausn frá sýslumannsembætti fré fardögum 1860, og andaðist á Skarði 3. júlí 1871, á 70. aldursári. (Sýslum. æv. II. bls. 741—743). RUNHENDA Heilsar skáld Skarði, skjöldungs hofgarði, gæddum auðs arði undir svalbarði. Fegurð frjódala, feiti búsmala, auðlegð eybala, arði hlés sala. Fjöllin faðm mynda, fannir gull-linda, vötn sig fram vinda völlu rakstrinda. En við láglandi liggur hinn víttþandi bjartur og blikandi breiði skjálfandi. Gaf þar Geirmundi, gildum Hjörs kundi, goð í Glólundi garð hjá marsundi. Réð þar hersjóli ríkur á gjafstóli fyrst í Freys skjóli Fáfnis glæbóli. Og frá forn-öldum íslands misköldum brást ei heill höldum hér með stórvöldum; á þar enn tóftir Ólöf Loftsdóttir, jöfra inndróttir, jarlar torsóttir. Fylgdi hér auði ósloginn rauði; hér átti’ hinn snauði heimvon að brauði. Beztir kynþættir, Bjarnar stórættir (valda holl-vættir) vörðu Skarðs gættir. Nú skal nýtt þylja, — nauð má ei dylja —: hold skal nú hylja hér að Guðs vilja. Nú er hinn djarfi döglinga arfi svifinn frá starfi; sorg er að hvarfi. Er nú skarð Skarði, skjöldungs hofgarði fallið fyr varði fyrir skjaldbarði; hljóðna sorg halir, hnípa dyr-svalir, glúpna grátsalir, geyma lík fjalir. Innst í salranni elskuðum manni hellir út svanni hlátra griðbanni; sér hún í veði sína lífs- gleði, lán, er Guð léði líða’ að nábeði. Stökkt er manns yndi strá í misvindi, sævar staðlyndi, sól á fjalls-tindi; grátin börn standa beggja til handa, kveðja faranda föður síns anda. Margir þar misstu merka forystu, snauðir sút gistu sárt við hans kistu. Gafst ei af skornum skammti velbornum döglings vin horfnum af drengskap fornum. Stórmenni’ í lundu stýrði gjafmundu, beztu menn undu byggð á hans grundu; ör og snar barði áþján frá garði, skreið ei nær Skarði skorturinn harði. Tók með hug hresstum hersir við gestum, kærleika beztum, kostnaði mestum. Hló að glymskálum gleði fjörsálum fjarri hug hálum hans að frjálsmálum. Unni frjáls andi fóstur-kynlandi, bænda bústandi, bóklist menntandi. Lífs við láns-haginn leið svo á daginn, unz sveif í sæinn sól við hel-slaginn. Kveður nú lýði lénsmanna prýði. Góðri gulls hlíði Guð forði stríði. Lifi láns-standi lengi hrósandi ætt hans í landi. — Endast kveðandi. (Ljóðmæli M. J., Rv. 1936, bls. 332). UMSKIPTINGUR Heilsar Skarði skáld í ár, skjöldungs- garði -sala gæddum arði auðnu’ og fjár undir barði svala. Fegurð dala hyllir hann, hrannar sala veiði, eyjabala auðugan, ær og smala’ á heiði. Fjöllin mynda faðminn blá, fanna lindar glóa; fram við vinda vötn að sjá vallar-strindið frjóa. Neðar lykur lága strönd ljósblár, mikilgjörður, — verpur bliki á bæði lönd — breiður, kvikur fjörður. Áður mundi Geirs þar gaf, gildum kundi Hjarar, goð í lundi, er glóði af, garð hjá sundi marar. Réð þar sjóli’, er randir skar. á ríkisstóli mildur fyrst — í skjóli Freys hann var — Fáfnis bóli gildur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.