Lesbók Morgunblaðsins - 25.10.1953, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 25.10.1953, Blaðsíða 17
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 615 Leynivopn Kínverja Eifurbyrlun í stórum stíB FYRIR skömmu kom póstsending til Penryn í Kaliforníu. Hún var stíluð á einhvern Tommy Gee til afhendingar á pósthúsinu. Kon- unni, sem sá um póstafgreiðsluna, þótti pakki þessi grunsamlegur. — Þetta voru gömul amerísk tímarit, sitt úr hverri áttinni. En nú var pakkinn kominn frá Hong Kong, og þess vegna furðaði - konuna á því, að nokkur maður þar eystra skvldi vilja vinna til að borga hátt hurðargjald til þess að koma þess- um tímaritum til Bandaríkjanna, þar sem hægt var að fá þau fyrir sama og ekkert. Hún gerði því póst- stjórninni aðvart. Og þegar farið var að skoða pakkann, kom það í ljós, að miðbikið hafði verið skorið úr tímaritunum og í það hólf, sem þannig myndaðist, verið látin lítil askja. En í þessari öskju var um 100.000 dollara virði af eiturlyfinu „heroin“. Þegar Tommi Gee kom til þess að sækja pakkann, var hann hand- tekinn. Kom þá auðvitað í ljós að þetta var gerfinafn. Með yfirheyrsl- um komust menn að raun um, að / sending þessi var komin frá al- ræmdu kommúnista fyrirtæki, sem hefur aðalbækistöðvar sínar í Pek- ing, höfuðborg Kína, og er undir stjórn Po Yi-po, öðru nafni Heku Itsu Pa. Þetta var aðeins ein lítil sending af öllu því, sem þeir hafa dreift út um heiminn á undanförnum árum. — ★ — ÞEGAR rauðliðar náðu Kína á sitt vald, fengu þeir .aðstöðu til þess að framleiða meira af ópíum, en nokk- ur önnur þjóð. En úr ópíum er unnið heroin og morfín. — Stjórn Þjóðernissinna í Kína hafði barizt með oddi og egg gegn eiturlvfia framleiðslu, enda þótt henni tækist ekki að hefta hana. En rauðliðar gerðu þegar ópíumframleiðslu að tekjulind fyrir sig. Og þetta hefur þeim tekizt svo vel, að þeir hafa greitt allan herkostnað í Kóreu- stvrjöldinni með gróða af eitur- lyfjasölu. Það er enginn efi á því, að Po Yi-po starfar beint eftir fyrirmæl- um sovét yfirvaldanna. Hann ritar langar greinar fyrir Kominform blöðin um hinar „stórkostlegu framfarir, sem orðið hafi í Kína undir stjórn kommúnista“. Nýlega sagði hann í einu af þessum blöð- um: „Á þremur árum höfum vér útrýmt rúmlega tveimur milljón- um glæpamanna. Nú eru engir glæpamenn lengur í Kína og allt er í öruggari skorðum en nokkuru sinni áður“. Og öruggasta fyrirtækið í Kína er framleiðsla eiturlyfjanna undir stjórn þessa sama Po Yi-po. Hann sér um ræktunina og hann sér um framleiðslu heroins, en hún fer að- allega fram í Tientsin. Þetta er orðið risafyrirtæki. Mönnum er safnað þar saman, fátækum bænd- um og verkamönnum, til þess að vinna þegnskylduvinnu, fyrst við akrana í september og svo þangað til uppskerunni er lokið í apríl. — Akrarnir eru um allt land og allt að 500 ekrur eru teknar til ópíum- ræktar í sumum héruðum. Svo er framleiðslan flutt til Shanghai og Nanking. Til þess nú að koma eiturlyfjun- um úr landi, þá hefur Po Yi-po 4000 þaulreynda smyglara. Eitur- lyfin eru svo aðallega flutt til Jap- an, en þar taka japanskir kommún- istar við þeim og koma þeim á framfæri. Sölumennirnir eru aðal- lega götudrósir og bílstjórar. Og svo er setið um að koma sending- um með levnd um borð í amerískar flugvélar og herskip, því að toll- eftirlit er ekki jafn strangt þar, eins og þegar um kaupför er að ræða. — ★ — EN PO YI-PA hefur einnig sýnt fádæma frekju við að koma vörum sínum á markað. Árið 1950 bauðst hann ti-1 að kaupa svo og svo mikið af bómull í Bandaríkjunum með því móti að hann fengi að borga hana með ópíum. Hann fekk auð- vitað það svar, að bandarískir kaupmenn ræki ekki þess konar viðskifti. — Þá sneri hann sér til Imperial Chemicals Ltd. sem er brezkt firma í Hong Kong, og bauðst til að selja því 500 smálestir af ópíum og tryggja því greiða og hagkvæma sölu á því aftur. Brezka firmað hafnaði tilboðinu, en gerði nefndinni, sem hefur eftirlit mcð smygli eiturlyfja, aðvart. Þetta er nefnd, sem Sameinuðu þjóðirnar hafa skipað. Það er ekkert smáræði að bjóða fram 500 smálestir af ópíum í einu lagi. Það er meira heldur en notað er í öll lyf og á öllum sjúkrahúsum í heiminum á fimmtán mánuðum. Og þegar þetta boð kom hafði eng- inn haft hugmvnd um að slíkar feiknabirgðir skyldi vera til af þessari vöru í einum stað. En þegar tilboðum Kínverja var hafnað, var það svo sem auðvitað að þeir mundu reyna að smygla þessari vöru út um heiminn. Það kom líka á daginn, því að það sannaðist að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.