Lesbók Morgunblaðsins - 25.10.1953, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
609
V
ur. Ég hefi sagt honum að hann skuli
aldrei fá að hafa eina línu eftir mér
í blaði sínu. Hann veðjaði við mig
að sér skyldi takast það — og nú
sendir hann saklaust barn eins og þig
til þess að vinna veðmálið. Farðu og
segðu honum að þetta bragð hafi mis-
tekist“. !
Svo bauð Maria Dressler hinum
blaðamönnunum inn í búningsher-
bergi sitt. En Frances stóð eftir agn-
dofa. Hún þorði ekki að hverfa aftur
án þess að hafa fengið erindislok, því
að henni hafði skilizt á ritstióranum
að þá yrði hún rekin frá blaðinu. Og
hana langaði ekki til að koma heim
og segja föður sínum, að hún hefði
misst atvinnuna. Þess vegna stóð hún
kyrr í sömu sporum.
Eftir nokkra stund komu allir
blaðamennirnir. Þeir litu ekki á hana
en heldu sína leið. Hún heyrði að
hljóðfæraflokkurinn var að stemma
hljóðfæri sín, og hún heyrði fótatak
áhorfenda, sem voru að þyrpast inn
í leikhúsið. Hún heyrði kallað á svið-
inu: „Tíu mínútur eftir“. Hún sá hina
ýmsu leikara koma og taka sér stöðu
á bak við tjöldin. Svo kom Maria
Dressler svifandi út úr herberginu sínu
og helt inn á leiksviðið. Þar var henni
tekið með dynjandi fagnaðarlátum.
Frances heyrði hana syngja og dansa
og hún heyrði dynjandi hláturkviður
í áhorfendunum þegar þeim líkaði
söngurinn. Hvað eftir annað kom
Dressler fram og skifti um þúning, en
flýtti sér upp á leiksviðið aftur og
leit ekki við Frances.
Svo lauk sýningunni. Og þegar
tjaldið var að síðustu fallið, streymdi
skrautklætt fólk inn á þak við tjöld-
in til þess að þakka söngkonunni og
hylla hana. Leiksviðinu var lokað og
leikendur fóru að týnast burt. Sein-
ust kom Maria Dressler og nú sá hún
að Frances stóð þar enn í sömu
sporum.
„Þú ert slyngari en ég helt“, mælti
hún. „Þú ætlar að láta mig aumkvast
yfir þig. Það er ekki fallegt bragð, en
látum það vera. Viltu koma með mér
yfir í gistihúsið og borða með mér?
Þá skal ég segja þér sögu. En þú
verður að muna mig um að segja rit-
stjóranum að ég ætli að lögsækja
hann“.
® 0 ®
Þegar þær skildu um kvöldið vildi
Maria endilega að Frances færi í loð-
kápu sína, þótt hún væri mjög við
vöxt. Og svo kyssti hún Frances að
skilnaði og sagði:
„Við sjáumst aftur“.
En svo liðu 30 ár að þær sáust ekki.
Á þessu tímabili hafði frægð Dresslers
fyrst aukizt stöðugt. En svo kom að
því, að enginn vildi helzt heyra hana
né sjá. Um eitt skeið komst hún þó að
hjá kvikmyndafélagi og var látin leika
á móti nýum og óþekktum skopleik-
ara, sem Charlie Chaplin hét. Myndin
varð uppsláttur fyrir Chaplin, en blöð-
in sögðu að leikur Maríu Dressler
væri fyrir neðan allar hellur.
Eftir það lifði hún við sult og seyru
og fekk af náð inni hjá .vinkonu sinni
einni. Svo var það einn dag að fund-
um þeirra Frances bar saman í lyfja-
búð. Þá var Frances orðin einn af
helztu rithöfundum í Hollywood. Hún
bauð nú Maríu með sér og fekk þá
að heyra raunasögu hennar. Þegar þær
kvöddust sagði Frances:
„Við sjáumst aftur“.
Klukkustundu síðar átti hún tal við
Irving Thalberg, einn af forstjórum
Metro-Goldwyn-Meyer kvikmyndale-
lagsins.
„Irving", sagði hún, „nú hefi ég
fundið þá konu sem þezt er fallin til
þess að leika aðalhlutverkið í nýa leik-
ritinu mínu. Það er Maria Dressler, og
ég get fengið hana til þess.“
„Nú held ég að þér séuð með óráði",
svaraði Irving. „Dressler á sér engrar
uppreisnar von. Ég vil ekki heyra á
hana minnst. Og hún hæfir alls ekki
því hlutverki í kvikmynd, enda þótt
hún gæti eitthvað“.
„Bíðið þangað til ég hefi sannað hið
gagnstæða", sagði Frances og lagði
heyrnartólið á símann.
® 0 ®
Allt kvöldið og alla nóttina sat
Frances við að skrifa. Hún var að
breyta leikritinu sínu. Og þegar Irv-
ing hafði lesið hina nýu útgáfu af
því, þá mælti hann hlæandi:
„Þér hafið beitt mig kvennabrell-
um, Frances. En látum það gott heita
og náið þér í Dressler".
Mörgum er enn í fersku minni hvern-
ig Dressler vann sér frægð að nýu.
Hún varð einhver vinsælasta kvik-
myndaleikkona og hún varð góður
ráðgjafi margra ungra stúlkna i Holly-
wood. Raunirnar, sem hún hafði rat-
að í, höfðu gert hana blíða og við-
kvæma, og það kom fram í viðmóti
hennar við alla.
Nokkrum mánuðum áður en hún dó,
vorum við nágrannar, og mér mun
aldrei úr minni líða hvað hún var
alúðleg og blátt áfram og hvað hún
dæmdi rétt um menn og málefni. Hún
sagði mér að sig langaði mest til þess
að leika í kvikmyndum, sem hefði
göfgandi áhrif á fólk, gerði það að
betri mönnum.
Skömmu seinna sagði læknirinn
henni sannleikann, að hún ætti ekki
nema nokkra mánuði ólifaða. Og með-
an hún lá banaleguna heimsótti Franc-
es hana á hverjum degi og sat tím-
unum saman við rúm hennar og ræddu
þær þá margt saman. Svo var það
einn dag, að hringt var til Frances
frú sjúkrahúsinu og sagt að hún þyrfti
ekki að ómaka sig þangað oftar, því
að María lægi nú í dauðadái og mundi
ekki vakna aftur til þessa lífs. En
Frances flýtti sér þó þangað og sett-
ist við rúm vinkonu sinnar.
Þegar leið undir kvöld sá hún að
augnalok Maríu bærðust ofurlítið og
heyrði að hún stundi. Svo rétti María
fram skjálfandi hönd og Frances tók
í hana. Hún laut niður að hinni dey-
andi konu og sagði:
„Þetta er Frances“.
Svo leið nokkur stund. Þá hvíslaði
María seinustu orðum sínum:
„Vertu sæl, Frances. Við sjáumst
aftur".
( Fulton Ourder).
ILL NAUÐSYN
PRESTUR gekk einu sinni fram á
aikunnan iðjuleysingja, sem var að
keppast við að höggva grjót.
— Mér þykir vænt um að sjá að
þú hefur nú fengið atvinnu, Jón, sagði
prestur, og ef þú verður alltaf svona
duglegur, þá kemstu úr öllum krögg-
um.
— Já, það er nú svona, sagði Jón, að
fyrir mánuði var ég kallaður fyrir lög-
reglurétt, vegna þess að ég hafði barið
konuna mína, og dómarinn sagði að
ég mundi verða sektaður um 200 krón-
ur ef þetta kæmi nokkurn tíma fyrir
aftur.
— Þú hefur þá séð að þér og farið
að vinna eins og heiðarlegur maður,
sagði prestur.
— Nei, ég verð að vinna til þess að
geta borgað sektina.