Lesbók Morgunblaðsins - 25.10.1953, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 25.10.1953, Blaðsíða 10
608 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ar hafi mótstöðuafl gegn þessum sjúkdómi. Jafnframt hafa farið fram rann- sóknir á því á hvern hátt sé hægt að útrýma sýklunum úr jarðvegi. Eitt af öruggustu meðulum til þess að eyða bæði hættulegum gerlum og skorkvikindum, hefur DDT reynzt. Það var fundið upp í Sviss, en fvrstu tilráunirnar með það voru gerðar í Beltsville. Vísinda- mennirnir þar fundu síðan upp „2,4-D“, sem hefur reynzt enn bet- ur og talið er að bjargað hafi þús- undum manna í stríðinu frá því að sýkjast af gerlum úr jörðinni. Menn heldu þá að með þessum tveimur lyfjum hefði tekizt að vinna bug á hættulegum gerla- gróðri og skorkvikindum. En sú hefur ekki orðið raunin á. DDT bítur ekki lengur á ýmis skorkvik- indi. Ekki vita menn hvort það er af því, að stofninn hefur orðið ó- næmur vegna þess, að þau kvik- indi, sem undan hafa komizt, hafa þolað eitrið og afkomendurnir taka þann eiginleika í arf, eða þetta er ein af hinum furðulegu sjálfsvarn- arráðstöfunum náttúrunnar. Þess vegna þarf nú að finna upp ný skordýraeitur, og þess vegna eru veggjalýs ræktaðar í stórum stíl í Beltsville, að þær eru notaðar sem tilraunadýr, — eiturtegundirnar reyndar á þeim. Og það eitur, sem nú er farið að nota, er gastegund, sem Þjóðverjar fundu upp í seinni heimsstyrjöldinni. Því er blásið yfir ósána akra, en svo er það ban- vænt, að þeir sem fást við þetta, verða að hafa gasgrímur. Annað efni hafa þeir einnig fundið í Beltsville, sem ekki er hættulegt mönnum. Það nefnist „allethrine“ pg er nú komið á markaðinn. Þá er og enn eitt efni, sem nefnt er „þrumuguð“. Er það unnið úr rótum plöntu, sem áður átti aðeins heima í Kína, en nú er farið að rækta í Bandaríkjunum * til þess að vinna úr henni skordýra- eitur. Þetta eitur er svo sterkt, að ekki þarf nema eitt pund af því í 2000 gallóna blöndu. En nýasta nýtt á þessu sviði, er skordýraeitur, sem blandað er í jarðveginn. Plönturnar draga það síðan til sín og um leið og eitthvert skorkvikindi legst á blöð þeirra og ætlar að sjúga úr þeim næringu, þá fær það eitrið í sig og stein- drepst. Hefur mönnum tekizt með þessu að verja blóm og runna og bómull, en ekki má nota eitrið þar sem eitthvað er ræktað til mann- eldis. í skógunum í Bandaríkjunum valda skorkvikindi meira tjóni á hverju ári heldur en skógarbrun- ar. Það væri því ekki lítils virði ef hægt væri að bjarga skógunum Smásaga KONA heitir Francis Marion. Hún er rithöfundur og um aldarfjórðungs skeið hefir hún ritað hugnæm og fög- ur leikrit fyrir kvikmyndajöfrana í Hollywood. En saga þessi byrjar fyr. Hún hefst þegar Frances var 16 ára gömul. Þá kom jarðskjálftinn mikli í San Francisco og faðir hennar missti aleigu sína. Frances varð þvi að fara að vinna fyrir sér og hún fékk stöðu sem fréttaritari við blað, og var það mjög sjaldgæft þá að stúlkur fengist við slíkt. Svo var það eitt kvöld, að ritstjór- inn bað hana að finna sig. Hann var hinn góðlátlegasti, brosandi út að eyr- um og sagði: „Nú ætla ég að gefa yður þýðingar- mikið tækifæri. Maria Dressler á að syngja í kvöld í fyrsta skifti í hinu nýa hlutverki sinu. Þér vitið hver gikkur hún er og stór upp á sig, þótt hún sé bæði ung og fögur. Nú ætlast ég til þess að þér farið til leikhússins undan þessari plágu. Og nú er ver- ið að gera tilraunir í þá átt í Belts- ville. Þeir hafa þar 3000 ekra stóran skóg, er þeir gera tilraunirnar á. Fyrst blása þeir fínum glermulning á trén, svo að glerkornin rífa og tæta börkinn á þeim. í þessar risp- ur setjast svo ótal skorkvikindi. Þá er eftir að útrýma þeim. Það er gert á þann hátt, að flugvél flýgur yfir skóginn og blæs yfir hann lit- uðu DDT dufti. Það sést því í risp- um trjánna hve mikið af þessu dufti loðir þar og hve mikið af því þarf til þess að drepa skorkvikind- in, því að það er um að gera að fá að vita hve lítill skammtur nægir, því að ef farið verður fyrir alvöru að strá dufti yfir skógana, þá þarf það að verða eins ódýrt og unnt er, þó þannig að það komi að gagni. og náið tali af henni að tjaldabaki áður en sýning hefst. Ef yður tekst það vel, þá skal ég hækka kaup yðar“. „En ef mér tekst það ekki?“ spurði Frances. „Ég sagði áðan að ég gæfi yður þarna tækifæri“. Og svo hélt Frances til leikhússins. Að tjaldabaki var fjöldi blaðamanna og ætíuðu allir að ná tali af hinni frægu leikkonu. Og þarna kom hún svo, bros- andi og fögur. Hún spurði alla blaða- mennina um nafn þeirra og frá hvaða blaði þeir væri. Og þegar Frances sagði til sín, rauk Maria Dressler upp eins og naðra. „Dirfðust þeir að reyna þetta enn einu sinni“, sagði hún. „Og svo senda þeir barn eins og þig. Ég verð að biðja þig að hypja þig þegar á brott og segðu ritstjóranum að hann sé ó- þokki. Til skýringar skal ég geta þess að ég ætla að stefna honurp. Það hefir lengi verið grunnt á því góða milli okk- Við sjáumst aftur

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.