Lesbók Morgunblaðsins - 25.10.1953, Blaðsíða 1
Friðrik Ásmimdsson Brekkan:
Amtmannsstofan hefir fengið nafn af einkennisbúningi Bjarna Þorsteinssonar amtmanns.
SÝNINGARSALUR sá, er tekur
við inn af „Vefjarstofunni“, er
hvað gripaval snertir að mestu
leyti áframhald af henni, tré-
skurður, útsaumur og vefnaður, að
viðbættum búningum, ásamt siif-
ursmíði (og látúns), einkum
skrauti, sem tilheyrt hefur kven-
búningum. Þá eru hér og nokkrir
merkisgripir erlendir, og hafa þeir
flestir tilheyrt þekktum íslenzkum
mönnum.
Salur þessi hefur fengið nafnið
„Amtmannsstofan“ eftir einkenn-
isbúningi Bjarna amtmanns Þor-
steinssonar, sem þar er til sýnis á
„gínu“ í skáp inni við gaflinn. —
Þar eru einnig tvennir skautbún-
ingar, eins og þeir voru á síðari
hluta 18. aldar og fram yfir miðja
19. öld, — er önnur samfellan saum-
uð af Guðrúnu Skúladóttur fógeta,
Magnússonar. Einn skautbúning-
ur er þarna af nýu gerðinni, þ. e.
samkvæmt teikningum Sigurðar
Guðmundssonar málara. Þá er þar
peysubúningur frá því um miðja
19. öld, er peysan prjónuð úr fínu
svörtu ullarbandi — mjög vönduð
vinna — og karlmannsbúningur
frá sama tíma, silfurhneppt stutt-
treyja og buxur úr svörtu vaðmáli
og skotthúfa. Lengst til hægri eru
kvenreiðföt, upphár höttur með á-
föstum hálskraga og axlaslagi og
svört síðhempa lögð með flosborð-
um. Er búningur þessi talinn vera
frá því um 1800, höfuðbúnaðurinn
getur þó verið talsvert eldri. Þá