Lesbók Morgunblaðsins - 25.10.1953, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 25.10.1953, Blaðsíða 12
610 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Þjóðhöfðingi notar til að bæta kjör þegria sirma INNST við vestanverðan Persa- flóa er lítið lánd í Arabíu, sem Kuwait heitir. Það er ekki nenia 6000 enskar fermílur að flatarmáli og íbúar eru lítið fleiri en á íslanöi, eða um 170.000. Þarna ríkir Sheik, en annars er landið brezkt vernd- arsvæði. Löndin, sem að því liggja eru Iran, Irak, Saudi-Arabía og hið svokallaða hlutlausa land að sunn- an. Fyrir fáum árum lifðu íbúarnir þarna á líkanháttogforfeðurþeirra höfðu gert um aldir. Aðalatvinnu- vegirnir voru perluveiðar, fisk- veiðar, siglingar og skipasmíði. Höfuðborgin, sem einnig heitir Kuwait, var miðstöð kaupmanna, serp fóru-um rpeð úlfaldalestir sín- ar, og fyrir sighngar milli Asíu og Afríku. Árið 1936 var gerð fyrsta tilraun að leita olíu í Kuwait og boruð fyrsta holan í grennd við A1 Ba- hara, norðan við Kuwait-flóann. Sú tilraun reyndist árangurslaus með öllu. Tveimur árum seinna var svo farið að bora eftir olíu í Burg- ansveit, sem er sunnan við höfuð- borgina og þar fannst olía í æ rík- ara mæli. Allar framkvæmdir lögðust þó niður þarna 1942 vegna stríðsins, en byrjað var aftur seint á árinu 1945 og var framleiðslan komin upp í 450.000 tunnur á dag árið 1951. Þá var það að Iranar lokuðu olíulindum sínum fyrir Bretum og lögðu hald á hina miklu hreinsun- arstöð þeirra í Abadan. Og þá var það að Bretar fóru fyrir alvöru að hugsa um olíuna í Kuwait. Anglo-Iranian Oil Company og Gulf Oil Corporation gengu þá í félag og stofnuðu Kuwait olíufé- lagið. Síðan hefir framleiðslan þarna aukizt dag frá degi. í fyrra átti olíufélagið þarna 135 olíu- brunna og fengust úr þeim 800.000 tunnur af olíu á dag. Kuwait fær helminginn af öll- um ágóðanum af olíuvinnslunni og nemur það um 2500 milljónum ís- lenzkra króna á ári. En það eru lög þar í landi, að konungurinn (sheik- inn) á sjálfur allt þetta og hann varð því allt í einu einhver ríkasti maður í heimi. Hann gat farið með fé þetta hvernig sem honum þókn- aðist. Hann gat keypt sér skemmti- skip, látið byggja handa sér dýr- indis hallir, eða stungið fénu í handraðann, án þess að nokkur maður gæti sagt nokkuð. En hann var ekki á því. Hann ákvað þegar að hverjum eyri af þessum miklu tekjum skyldi varið til þess að bæta kjör þegnanna. Og hann lét ekki sitja við orðin tóm. Hann fól sérstökum mönnum að hafa framkvæmdir á hendi og hann sagði við þá: „Komið heilbrigðis- málum, skólamálum, samgöngu- málum og atvinnumálum í gott horf og sparið ekkert til þess“. Konungurinn heitir Abdullah Salim. Hann er sannur Arabi í orð- um og gerðum. Hann tók ekki við ríkisstjórn fyr en árið 1950, og gerði það með því skilyrði, að hann þyrfti ekki að breyta neitt hattum súium, að hann þyrfti ekki auð sinn Abdullah Salim að klæðast tignarskrúða og að öll- um þegnum sínum væri heimilt að leita til sín hvenær sem væri. Hann hefir haldið fast við þetta og hann hefir verið heppinn í ráð- gjafavali sínu. Ekki er vitað hvað olíufram- leiðslan í Kuwait er mikil nú, en talið er að þar sé í jörðu um 16000 milljónir tunna af olíu, eða hér um bil helmingur á móts við þær olíu- birgðir sem enn eru taldar í Banda- ríkjunum. Endist það því nokkur ár og tekjurnar eru vissar. En svo hafa einnig fundizt olíunámur í hlutlausa landinu þar fyrir sunn- an og er víst farið að starfrækja þær. Ókunnugt er hve mikið magn af olíu þar er unnið úr jörð, en við það olíunám hækka enn tekjur Abdullah Salim, því að hann og konungurinn í Saudi-Arabíu eiga þetta hlutlausa land í felagi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.