Lesbók Morgunblaðsins - 25.10.1953, Blaðsíða 16
614
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
Fyrri öldum íslands frá,
aerið köldum stundum,
brást ej höldum heill að íá
hér með völd i mundum.
Lofts þar dóttir Ólöf á
ennþá tóftir varðar.
Jukust þrótti jöfrum frá
jarla dróttir harðar.
Föstum auði fylgdi hér
Fáfnis rauða svæði,
og hér snauður átti sér
ásjá, brauð og klæði.
Beztu þættir buðla-kyns,
Bjarnar ættir knáar,
heillavættir valda-hlyns,
vörðu gættir háar.
Efni þylja nú skal nýtt,
— nauð ei dyljum, bræður —;
skörungs hylja holdið hvítt;
Herrans vilji ræður.
Nú er djarfur drengur sá,
döglings arfinn prúður,
svifinn starfi sínu frá,
syrgir hvarfið brúður.
Vcrður skarð að Skarði þá,
skjöldungs-garði aldar,
fyrr en varði fallið á
forna barðið skjaldar.
Svinnir halir hljóðna sorg,
hnípa svala riðin;
glúpna salir gráts í borg,
geyma fjalir liðinn.
Innst í ranni’ í andaðs bæ
— angur kann ei friða —
hellir svanni af hvarma sæ
hlátra banni griða.
Því í veði verða sér
vífið gleði snauða
gæfu léða af Guði sér,
— gengna að beði dauða.
Stökkt er yndi’ og styrkur manns
strá, er vindar halla,
svipult lyndi sævar-ranns,
sól á tindum fjalla.
Grátin standa börn á brá
beggja handa megin,
föður anda svifa sjá
sólar-lands á veginn.
Fjáðan listum vaida vörð
virðar misstu hljóðir;
hans er kista huldist jörð
hrelling gisti þjóðir.
Ei aí skornum efnum gaf,
aðals bornum kyni,
Drottinn fornum drengskap af
döglings horfnum vini.
Stór í lundu stillir brands
stýrði mundum örum;
bezt á grund í bygging hans
bændur undu kjörum.
Áþján barði ör og fær
út frá garði lista;
ríku Skarði skreið ei nær
skortur harður vista.
Æ með hressta höfðingslund
hersir gestum skeytti;
kærleik beztum kætti fund,
kostnað mestan veitti.
Glumdi að skálum gleði nóg
göfgum sálum alin;
fjarri hálum hug og róg
hljómaði mál um salinn.
Frelsis-andi unni hans
ættarlandi hylli,
bænda standi um byggðir lands,
bóka og handa snilli.
Svo á daginn lífsins leið
láns við haginn sama,
unz í sæinn sólin heið
seig við slaginn rama.
Kveður lýði klaka lands
konungs prýði herja.
Gullbaugs hlíði geri hans
Guð frá stríði verja.
Hér í landi langa tíð
lukku-standi fagni
eyðis branda ættkvísl fríð.
Óður strandi og þagni.
13. mars barst mér svo eftirskráð bréf
frá hinu aldna höfuðskáldi, og var það
mér ósvikinn útmánaðageisli:
BRÉF MATTHÍASAR
Akureyri, 7/J. ’17.
Góði virt! j '>
Þið eruð miklir braglístarmenn,
Þingeyingar, og. hvergi fæðast nú
fleiri í héraði samtýtúi í lándi voru.
— Hafið heilir kveðið og sent mér
„Umskiptinginn". — Kalla ég að yður
hafi tekizt all-liðmannlega sú tiiraun.
En þótt vons heldur vel hafi tekizt,
heíði ég óskað eítir annarri enn betri!
— Hvernig? — Þvi get ég ekki svarað
með fám orðum. Vandinn er meiri en
sýnist, sé frumkvæðið ort með fjöri
og andagift. Þýðingar og eftirstæling-
ar skilja nær æfinlega eftir sál frum-
kvæðisins — ef form og efni hafa
verið eitt! Aldrei hef ég náð Heine
í smákvæðaþýðingum, því síður hef-
ur Stgr. eða H. Hafstein tekizt það,
— heldur; Jónasi Hallgr. einum —
þar sem hann notaði þjóðkvæðahátt
(c: Stóð ég úti í tungsljósi) eða forn-
yrðislög,_t. d. í: Ganga gulfætt — göt-
ur bláar; en aftur hefur mér og fleir-
um tekizt að þýða kvæði eins og
Byrons, — hvernig veit ég að vísu
ekki, en segja vil ég við vinvaninga:
„Haldið ykkar höndum frá, sveinar!'*
— Stöku hendingar í umskipting yð-
ar hafa orðið miður mergjaðar eða
of bundnar — eins og öll ríman er —
við frumkvæðið.
Fyrsta erindið hefði farið betur,
finnst mér, svona:
Heilsar Skarði skáld í ár,
skjöldungs garði fríða
gæddum arði gulls og fjár,
girtum barði hlíða.
Orðinu: En fyrir láglandi, sc. hafið
þér ekki náð, sízt svo Breiðfirðinginn
hrífi!
Útgef. Kvöldvak. ætlar að prenta
bæði kvæðin,* og læt ég engar nót-
ur fylgja. —
Þótt fornskáldin væru litlir andans
og hjartans menn, og hafi týnt eða
skemmt hið skársta, sem til var,
kunna hinir beztu þeirra formsins
og tungunnar ódauðlegu listir, sem
vér aldrei getum til fulls af þeim
lært. — Formið hefur frelsað oss, —
kvæðin, listina og málið.
Fyrirgefið nú ruglið!
Yðar með vinsemd og virðingu.
Matthías Jochumsson.
E.skr.:
Ég gleymdi að taka fram, að síðari
hluti runhendu minnar er yfirleitt bet-
ur — oftl. ágætlega parafraseraður í
hringhendu yðar.
*Það mún háfa faiúzt fyrir. — JC. V.
M. J.