Lesbók Morgunblaðsins - 25.10.1953, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 25.10.1953, Blaðsíða 4
602 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Í2L ir hlutir, t. d. lítill skápur frá Tjörn á Vatnsnesi, útskorinn og með ártalinu 1653, skáphurð og þverfiöl af skáp með merkilegum og sérstæðum skurði, ártalinu 1699 og nafninu Thorarinn Einars- son, þá eru tveir kistlar, skápur og lítil dragkista eftir Hallgrím bíld- höggvara Jónsson (d. 1785), eftir hann er líka stór skápur við vest- urvegg með útskornum súlum og einkennilegri spónlagningu. Rétt framan við innganginn að kirkjudeildinni hanga í umgerðum: efst skrautritað ljóðabréf til stúlku frá Árna skáldi Böðvarssyni á Jörva (1715—77), þar fyrir neðan er teikning með texta eftir Eggert Ólafsson, sem hann kallar „Maal- verk Islendskunnar 1766 og þess Skyring í Modurmaale". Neðst er lítill silkidúkur fínlega útsaumað- ur með myndum, og í boga yfir: „Minni Bjarna Thorarensens Amt- manns í Nord og Austur Amti R af D.“ Dúkurinn er saumaður af Ágústu Grímsdóttur, amtmanns, Jónssonar. — Hinum megin við innganginn stendur stór og myndarlegur skáp- ur úr dökkleitri eik frá 16. öld, þýzkur að uppruna, og hefur verið í eigu Staðarhóls-Páls. Þar inn af er gamalt skrifborð, sem átt hafa þeir feðgar Ólafur stiftamtmaður Stephensen og Magnús sonur hans í Viðey. Á því liggja tvær fornar íslenzkar fiðlur og fyrir ofan hanga tvö langspil, sitt af hvorri gerð, og er annað þeirra fornlegt. Þar hanga líka nótnablöð forn úr skinni og tvær flautur, sem Svein- björn rektor Egilsson hefur átt. Framan á milligerðinni fyrir inn- an hanga svartir flosborðar en að innan kniplingar og blúndur úr íslenzku bandi, og á gólfinu fyrir neðan standa kniplilárar. Innar á veggnum hanga þrjár ábreiður, eru tvær þeirra með fléttusaum, er önnur með nafni Þóru dóttur Stefáns skálds Ólafssonar í Valla- nesi og ártalinu MDCCV, hin er með austurlenzkum blómamynd- um og áletrun „Helga Björnsdóttir anno MDCCXXI“ — en hún mun hafa verið kona séra Eiríks Þor- steinssonar í Saurbæ í Eyjafirði. Þriðja ábreiðan, sem hangir í mið- ið, er mjög skrautleg; saumuð með listsaum í mörgum litum, með myndum af höfuðdyggðunum og úr Tobiasbók. Hún mun vera saumuð um 1700 af dætrum séra Hjalta Þorsteinssonar í Vatnsfirði, en uppdrættirnir eru taldir vera frá 16. öld. Á gólfinu eru fimm allstór sýni- borð, eru þau tvö innstu með alls- konar skrauti úr silfri og látúni, sem tilheyrt hefur kvenbúningum, eru þar á meðal svo margir lista- vel smíðaðir gripir, að engin tök eru á að lýsa þeim, en benda má á hið vandaða víravirki, sem pft- ast er hreinasta snilld. í þriðja borðinu eru sýndar silfurbaldíring- ar á treyjuboðungum, húfum og krögum o. fl. í hinu fjórða eru út- saumaðar handlínur, klútar og skrautprjón o. þ. h. og í hinu fimmta spjaldvefnaður, eru sum böndin ofin af framúrskarandi list- fengi og kunnáttu, oft með löngum áletrunum, stundum heilum vers- um fyrir utan fangamörk. f skápunum beggja vegna við innganginn er fjöldi merkilegra gripa, þó þeir verði ekki taldir hér nema að litlu leyti. í skápn- um að austanverðu eru silfurmun- ir frá ýmsum tímum, spænir, marg- ir þeirra útskornir og ágætisverk, postulíns-, leir-, gler- og tinmunir. Hér skal aðeins bent á skeið frá 15. öld með mynd heilags Ólafs á blaðinu og þessari áletrun: „ORA PRO NOBIS SANCTE OLAUE MERTIR DOMINI“ — og ferða- veski með vínskál, skeið og hnífa- pörum úr gylltu silfri í renesans- stíl, sem talið er að Guðbrandur biskup Þorláksson hafi átt, og ann- að ferðaveski með skeið og hnífa- pörum Stefáns amtmanns Þórar- inssonar, og krystalsbikaratvo.með fangamörkum, annan hefur Skúli fógeti Magnússon átt, en Bjarni Pálsson, landlæknir, hinn. —

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.