Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1962, Side 3

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1962, Side 3
KIRKJUSTAÐUR HEKLUHRAUNI kvöldið áður en hann færi í hernað. Mun Ásgrími hafa þótt þetta illur fyrirboði, því að hann skipaði að bera sveininn út, en slíkt var þá alvanalegt, jafnvel þótt höfðingjar ættu í hlut. Sveinninn lá þar á gólfi og var fenginn þræll til þess að fara með hann. En pá heyrðist mönnum sveinninn kveða þessa vísu: f Jl Þjóðsögum Jóns Árnasonar er þessi munnmælasaga, skráð af séra Skúla Gíslasyni á Breiðbólstað í Fljóts- hlíð: — Einhvern tíma gengu skólapiltar nokkrir frá Skálholti heim tíl sín um jólin, að fjallabaki austur á Siðu og í Skaftártungu. Þeir fóru hinn sama veg suður aftur í góðu veðri. En þegar peir komu vestur í Hekluhraun, hvarf einn þeirra snögglega, svo að þeir vissu ekk- ert hvað af honum varð. Leituðu þeir Ihans lengi, en fundu ekki, og hurfu frá við svo búið og ætluðu að hann hefði farizt í einhverri nraungjánni. Var það og rétt til getið, að hann féll í hraungjá eina, og hrapaði lengi sem í gljúfri, datt seinast hátt fall og kom niður á gras- lendi. Þegar hann hafði svo gengið þar um stund, fann hann, að hann var kom- inn á slegna jörð. Um síðir kom hann að bæarhúsum, sem stígur lá að, þaðan rakti hann annan stíg og kom þá að kirkju; síðan gekk hann heim aftur til EFTIR ÁRNA ÓLA bæarins, og var hann ólæstur. Hann gekk inn og til baðstofu, og fann þar fyrir sér uppbúið rúm, lagðist upp í það og sofnaði skjótt, því hann var bæði jþreyttur og þrekaður eftir fallið. Hann dreymdi þá, að aldraður maður kæmi til sín, og segði sér, að hér væri kirkju- staður í sókn þeirri, sem af hefði farið á næsta Heklugosi á undan, og hefði ihraunið lukst yfir húsin, allt heimilis- fólkið hefði dáið, en hann einn lifað eftir, grafið fólkið og jarðsungið, því hann hefði verið prestur þar í sókninni. „Þegar þú vaknar“, mælti hann, „skaltu leita eldfæra undir höfðalagi þínu, en kerti finnur þú á hillu þar uppi yfir, muntu þá bráðum finna mig dauðan; bið ég þig að jarða mig að kirkju minni á réttan hátt, og lesa þá ræðu yfir mér, er þú munt finna. Vistir munu þér nægja hér til hálfs þriðja árs“. Eftir það vaknaði maðurinn og fann eldfærin og kertið, þar sem honum var til vísað; sá hann þá, að borð stóð skammt frú rúminu; sat þar maður við á stól, og hallaðist örendur fram á borðið, og lá ræðan á borðinu fyrir framan hann. Maðurinn fór nú að öllu eins og fyrir hann var lagt; síðan fór hann að byggja stöpul með þrepum í upp að gjá þeirri, sem hann hafði fallið niður um; var hann lengi að því, þangað til hann gat lagt stiga af stöplinum upp í gjána, og klifrast upp. Fór hann svo til byggða og fékk sér mannhjálp og festar, til að síga niður og ná því undan hrauninu, sem fémætt var.-------- Séra Skúli getur ekki um nafn á kirkjustaðnum þarna undir hrauninu. Hefði það þó verið auðvelt, því að ekki gat verið um annan kirkjustað að ræða en Eystra Skarð. Munnmælasagan er ekki bláber uppspuni, því að á þessum slóðum, þar sem nú eru aðeins hraun, sandar og vikrar, var áður kirkjusókn, sem af tók með váveiflegum hætti. Prestsetrið Eystra-Skarð (kallað svo til aðgreiningar frá Skarði á Landi, er þá var kallað Vestra-Skarð), var þarna í miðri byggð. Ber öllum heimildum sam- an um að það hafi staðið suðaustur af Selsundsfjalli (Háafjalli) eða austur af Fálkahamri. Sjást nú engar minjar þess, því að margra metra þykkt hraun er þar sem áður var bærinn og kirkjan og heimaland. Einstaka örnefni halda þó enn uppi minningu um staðinn. Gras- brekka gegnt landsuðri í Háafjalli heitir enn Skarðstorfa. Sandorpið hraun milli Selsundsfjalls og Rauðubjalla og inn að Látið mög til móður. Mér er kalt á gólfi. Hvar myni sveinn in sæmri en að síns föðurs arni. Þarfat járn að eggja né jarðar men skerða. Léttið ljótu verki, lifa vil eg enn með mönnum. Trippafjöllum, er nefnt Skarðsland á korti Herforingjaráðsins. í Eldviðar- hrauni, sem er nokkru framar, og aust- arlega í því, eru tveir sléttir dalir, girtir hrauni, og heita Skarðshólmar. S aga Eystra-Skarðs varð ekki löng, en nokkrir einkennilegir atburðir tengj- ast henni, og þó er lokaatburðurinn ein- kennilegastur, því að þá hverfur staður- inn án þess að áreiðanlegar heimildir sé til um hvenær það varð. Hér var þó ekki um neitt smákot að ræða. Þar var stórbú og risuleg bygging, svo talið er að þar hafi verið 50 hurðir á járnum. Þar var prestur og aðalkirkja. Annálum ber saman um það eitt, að Hekla hafi grandað staðnum. Ekkert er getið um manntjón og ekki er þess heldur getið hvaða prestur hafi þá setið staðinn. Og niáldagabækur þegja alveg um þennan atburð. Hér skal nú tínt til það sem vitað -r um sögu staðarins. lfur gyldir hét hersir ríkur í Noregi. Hann bjó á Fíflavöllum í Tinds- dal á Þelamörk. Sonur hans hét Ásgrím- ur. er þar tók við búi eftir hann. Kona hans hét Þorkatla og ýmist kölluð bringa eða hringja. Hún ól manni sínum son Þá brá föður hans svo, að hann ákvað að sveinninn skyldi lifa og spáði því að hann myndi verða merkismaður af þess- um fyrirburði. Drengurinn var látinn heita Þorsteinn og ólst hann upp hjá föður sínum. Annan son átti Ásgrímur líka, er Þorgeir hét. Þegar þorsteinn hafði þroska til, fór hann í víking. En meðan hann var burtu sendi Haraldur konungur hárfagri Þór- orm í Þrumu á Ögðum að heimta skatt af Ásgrími. Vildi hann ekki gjalda skatt- inn, en bauðst til að gefa konungi vin- gjafir. Það þótti konungi ekki nóg og sendi Þórorm annað sinn og lét hann taka Ásgrím af lífi. Þá var Þorgeir son- ur Ásgríms 10 ára að aldri. En er Þor- steinn kom heim og frétti þetta, brenndi hann inni Þórorm og hjú hans öll og rændi búið í Þrumu. Hafði hann þá bú- ið ferð sína til íslands, en kvaðst nú fúsari að leita þangað „aö honum yrði þar eigi brugðið um það, að hann hefði eigi hefnt föður síns“. Slíkur var metn- aður manna, en enginn vígam.aður hefir Þorsteinn verið. Hefndin var skuld sem hann átti að gjalda, ef hann skyldi telj- ast maður með mönnum. S íðan fóru þeir bræður til íslands og Þórunn móðursystir þeirra með þeim. Er talið að þetta muni hafa verið um 920. Þau komu skipi sínu í Rangárós, en þá var allt land numið um hinar neðri byggðir Rangárþings og sennilega einn- ig hið efra, svo að þau hafa orðið að kaupa sér lönd. Þau fengu bólfestu efst á Rangárvöllum, inn undir Heklu. Þór- tmn fékk Þórunnarhálsa, sem nú nefn- ast Næfurholtsfjöll, og er talið að bú- staður hennar hafi verið þar sem elzta Næfurholt var. En Þorsteinn fékk land þar sunnar og austar, milli Selsunds- fjalls Og Vatnafjalla og inn að Heklu. Hann bjó í Skarðinu eystra. Hann fékk þeirrar konu er Þuríður hét, dóttir Gunnars sonar Sigmundar Sighvatssonar hins rauða, er veginn var að Sandhóla- ferju. Þorgeir bróðir Þorsteins keypti síð- ar Oddalönd af Hrafni Hængssyni og bjó fyrstur manna í Odda. Af honum eru Oddaverjar komnir. (Dóttir hans var Helga er átti Svartur Ulfsson, þeirra son Loðmundur í Odda, faðir Sigfúss, föður Sæmundar fróða). Landnám Þorsteins mun nú ekki þykja búsældarlegt, ekki annað en hraun og eyðimerkur. En þegar land- námsmennirnir komu, var þarna öðru vísi um að litast. Hekla hafði þá ekki gosið um langa hríð, og gömlu hraun- in, sem þöktu láglendið, voru öll gróin og í þeim .miklir skógar. f Ferðabók Eggerts og Bjarna segir: „Mestur skóg- ur á Suðurlandi var á Rangárvöllum umhverfis Heklu. Hann er nú eyddur og áttu Heklugosin upptök að eyðingu hans. Þess er og getið í annálum, hversu við síendurtekin gos hennar, til- teknir hlutar af skógi þessum eyddust og það sums staðar árfært". Gömul ör- nefni benda og til þeirra tíma, er allt landið þarna var skógi vaxið. í Keldna- landi, sem nú nær upp að Pálssteini, eða að landamerkjum Eystra Skarðs, eru þessi örnefni: Eldiviðarhraun, Fagradalur, Kolviðarhraun, Laufflata- hraun, Litli Skógur (eyðibýli), Skógar- mannavað, Skóghraunsrúst (eyðibýli), Skógsalda, Tröllaskógur (eyðibýli), Tröllaskógsalda, Tröllaskógshraun. — Þarna hefir verið hið ágætasta sauð- land og gott undir bú. Sést það og á því, að í Keldnalandi eru taldar rústir 16 eyðibýla. Að vísu hafa þau ekki öll verið í byggð í senn, því að þegar fram í sótti, var alltaf verið að flytja bæina undan hamförum náttúrunnar. Því að náttúran beitti þarna stórvirkum eyð- ingaröflum, eldgosum og sandroki. Þetta gerðist þó ekki fyrr en löngu eftir landnámstíð, því að fyrsta gos Heklu eftir landnám er talið hafa verið 1104, og varð þá mikið sandfall. En fram að þeim tíma, eða um tvær aldir, höfðu bændur þarna fengið að búa í friði fyr- ir Heklu. Á þessum öldum hefir þarna verið blómleg sveit og stórbýli, eftir því sem segir í annálum. Hér má nú skjóta inn einu af hin- um einkennilegu atriðum í sögu Eystra Skarðs. Þorsteinn mun ekki hafa búið þar lengi er svo bar við, að skip kom út í Rangárósi, og voru skipverjar allir veikir. Þóttust þeir hafa orðið fyrir gerningum. En er landsmenn vissu það, vildu þeir ekki eiga nein skipti við hina sjúku menn og forðuðust þá. Munu þeir hafa óttazt að drepsótt hefði komið upp í skipinu og vildu ekki eiga á hættu að smitast. Þegar Þorsteinn frétti þetta, þótti hon- um ódrengilega breytt við sjúka menn og óttaðist að þeir myndi farast af bjargarleysi. Safnaði hann þá hrossum og fór fram í sand til hinna sjúku manna og flutti þá alla heim til sín. Er þetta langur vegur og mun ekki hafa verið fyrirhafnarlaust að koma mörgum sjúkum mönnum alla leið. En er heim kom, tók ekki betra við, því að Þuríður húsfreyja brást við hin reiðasta og „kvað eigi meðai endemi í vera, hvað hann tók til“. Ætlaði hún svo að flýja i 33. tölublað 1962 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.