Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1962, Side 9
Hann hélt sig þó Aest þar, sem kon-
ungur, hirðmenn hans og aðrir ríkis-
menn lögðu leiðir sínar, og honum tókst
furðanlega að koma sér inn undir hjá
aðlinum í höfuðborginni, og margur
drjúguf silfurpeningur hefir hrotið þar
í lófa séra Þórðar. Það var heldur ekki
svo auðhlaupið að því, að vísa á dyr
brosandi og hseverskum karli, sem gat
beðið sér lífsnæringar á latínu, slett
grísku og haft yfir heilar þulur á he-
brezku. Hér var auk þess á ferð þaul-
vígður Drottins þjónn, sem þjónað hafði
málefni Guðs um 30 ára skeið út við
hið yzta haf. — Þetta reyndist Þórði
líka eitthvað annað líf, en rífa herta
þorskhausa í kuldanum og myrkrinu
austur í Reykjadal. Séra Þórður gat líka
síðar litið yfir farinn veg, og sagt eins
og Skúli fógeti: „Lifi ég í Höfn með
gleði.“ Þó fékk Þórður, áður en lauk,
að bragða á þeirri bitru reynslu, að
leiðir verða langþurfamenn.
ALTARISKLÆÐIÐ FORKO STULEG A.
Sú saga er alkunn, að séra Þórði hafi
einhvernveginn tekizt að smygla sér
inn í dyngju drottningar, þar sem hún
var að sníða sér kjól úr dýrindis vefn-
aði, ásamt hirðmeyjum sínum, og þá
hafi Þórður sagt: „Það er synd að eyða
svona fögrum dúki utan á syndugan lík
ama, þegar Reykjadalskirkja á ekkert
altarisklæði." Hafi þá drottning brugðið
við og gefið Þórði forkunnar fínt altar-
isklæði handa kirkjunni. Auðvitað er
saga þessi úr lagi færð. Flakkarar og
landshornamenn gátu ekki rápað inn í
neina konungshöll, án þess að rekast á
lífvörð og dyraverði, sem stugguðu
þeim snarlega sinn veg. Þó er saga þessi
sönn í meginatriðum.
Mað bréfi dags. 29. apríl 1759 skrifar
Lúðvik Harboe Finni biskupi og sendir
honum altarisklæði, og segir þar, að
Þórður frá Reykjadal hafi í fynstu snúið
sér til barónessu, kammerherrafrúar
Wendel, að kirkjan þarfnist aitarisklæð-
is, en svo hafi þessi frú skýrt Charlottu
Amalíu prinsessu frá þessu, og hún þá
gefið klæðið.
Um altarisklæði þetta segir Grunna-
víkur-Jón í maí 1759, í fréttum frá ís-
landi: Séra Þórður sendir nú Reykjadals
kirkju sinni að gjöf eitt altarisklæði af
rauðu flaueli með gyllintykkjum, yfir
5 álna á lengd, en að vísu 3 álnir á
breidd. Það hafi kostað 120 ríkisdali.
Frú nokkur að nafni Wendel hafi gefið
peningana til þess, en önnur frú hjálp-
að til.
Finnur biskup var of mikill fyrir-
hyggjumaður til þess að láta þetta „for-
kostulega“ klæði í leka torfkirkju, þar
sem það hefði fljótt fúnað og mús-
étizt, og í bréfi til amtmanns, 14. júlí
1762, segir hann, að Harboe biskup hafi
tilkynnt sér, að hinn hágöfugi gefandi
(augustissima-donatrix) hafi boðið, að
altarisklæðið skyldi leggjast til Skál-
holtskirkju (1760), með því að það
væri samboðnara henni. Tæplega er
hugsanlegt að drottning hafi gert þessa
breytingu, nema fyrir tilmæli biskups.
Jafnframt hafði drottningin ákveðið,
að Skálholtskirkja bjóði Rejtkjadails-
kirkju aftur í staðinn aðra nauðsynlega
kirkjugripi, við hennar hæfi, og segir
biskup, að sumt hafi hún þegar fengið,
en sumt hafi hann beðið ráðsmanninn
að kaupa. Bkki geti hann þó sagt um
full reikningsskil, því hann viti ekki
hvað hið forkostulega klæði hafi kostað.
Árið 1767 bauð amtmaður biskupi að
láta virða altarisklæðið góða, til þess
að vita, hvort það væri fullborgað
Reykjadalskirkju. Konunglega gjöf var
ekki hægt að misbrúka, til þess hafði
Finnur biskup hvorki vilja né völd.
Þó hefir því verið trúað hér á landi,
í hartnær tvær aldir, að í þessu efni
hafi biskup unnið hálfgildings ofbeldis-
verk, í skjóli þess, að lítilmagni
eins og séra Þórður og fátæk afdala-
kirkja áttu hlut að máli. En eins og
sézt á framanskráðu, er þessi hugmynd
alröng. Finnur biskup fór hér bæði
hyggilega og heiðax-lega að ráði sínu.
— Séra Þórður hefir aftur á móti, vegna
sinnar gömlu sóknarkirkju, orðið sár-
gramur þessum ráðstöfunum, og ekkert
er líklegra, en að saga sú sé sönn, að
eftir þetta hafi hann aldrei kallað Finn
biskup annað en „þjófinn í Skálholti.“
ÞÓRÐI VÍSAÐ FRÁ KAUPMANNA-
HÖFN.
27. apríl 1759 vonx séra Þórði veitt
20 rd. árleg eftirlaun. Færði hann sig
brátt upp á skaftið og sótti um að fá
auk þessa 5—6 rd. árlega af hverri
kirkju í Kaupmannahöfn. Þá brast þol-
inmæði konungs og stjórnarinnar og
var Þórði skipað að hverfa snarlega
heim til íslands. Þórður þraukaði samt
og sendi konungi þrjár bænaskrár, og
kvaðst heldur vilja missa eftirlaun sín
en flytjast til íslands. Gaf konungur
honum þá gálgafrest. En vorið 1762
kærðu þeir Rantzau stiptamtmaður og
Lúðvík Harboe Þórð fyrir slæma hegð-
un, stöðugar sníkjur, afskiptasemi og
ráp. Var honum tilkynnt að hann fengi
ðkeypis far og gæti kosið sér s'kip, en
yrði fluttur með hervaldi um borð,
ef hann færi ekki með góðu. Tók Þórð-
ur sér fari með Eyrarbakkaskipi, þó
sárnauðugur.
ÞÓRÐUR FER f SKÁLHOLT.
Þórði tókst að smeygja sér inn í Skál-
holt, sem varð að mestu atihvarf hans
þau 14 ár er hann átti ólifuð. Menn
skyldi nú ætla, að hann hefði sezt í
helgan stein, en Þórður var ekki við
það heygarðshornið. Hann þjáðist af
óyndi hér á landi, en þráði Kaup-
mannahöfn. Hann þeytti skæðadrífu af
bréfum yfir stiftamtmann, með beðni
um vegabréf. Hann skrifar konunginum
og biður hann opna sér sína blessuðu
Jerúsalem, leysa sig hér úr dyflisunni
eins og englarnir, sem bi'utu upp
fangelsi Péturs postula. Hann reyndi
allar krókaleiðir, en allt kom fyrir
ekki.
ÞÓRÐUR SÆKIR UM VEGABRÉF
TIL GRÆNLANDS.
Þórður skrifaði stiptamtmanni og bað
hann um vegabréf til Grænlands, því
hann sæi í bréfum hins íslenzka prests,
EgiliS Þórhallsonar, að þar væru land-
kostir góðir. Hann vissi sem var, að
leiðin til Grænlands lá um Kaupmanna
höfn, en stiptamtmaður hefir fljótt séð
í gegnum þessa broslegu brellu.
ÞÓRÐUR BIÐUR UM MEÐAL
VIÐ KLÁÐA.
26. júlí skrifar Þórður Schumacher
jústitráði í Khöfn og biður hann að
senda sér meðal við kláða. Ekki þykir
honum sjúkdómar þessi þó allskostar
virðulegur, því hann tekur fram að hann
sé ekki landlægur á sínum kroppi, held
ur hafi hann fengið þessa sneypu „af
öðrum“. — Jafnframt biður hann júst-
itsráðið að hlutast til um það við kóng,
að hann fái að koma til Hafnar. Hér sé
hann þjáður af megnu óyndi, kláða og
tóbaksleysi.
kóngsins borgar, en hann, gamall og
guðelskandi Drottins þjonn, m,egx ekki
þangað koma.
SKÁLHOLTSSVEINAR IIÝÐA ÞÓRÐ.
Til eru heimildir um það, að skóla-
piltar í Skálholti hafi getað leitað til
séra Þórðar með tilsögn, aðallega í
grísku og la-tínu, varð þó minna gagn
að en ætla hefði mátt, stóð þar fyrir
gáski piltanna og sérvizka og kenjar
Þórðar. Þórður var alltaf Þórður og
strákar eru alltaf strákar. Sunnudaginn
11. desember 1768 var ákveðið að láta
til skarar skríða, og láta Þórð taka út
réttmætt sraff á sínum kroppi, því hann
þótti bæði málugur og hnýsinn. Sem að
líkum lætur, tók Þórður þessari hýð-
ingu ekki með þökkum, skrifar hanp
biskupi bréf, mjög hátíðlegt og dönsku-
skotið, þar sem hann lýsir aðförunum.
Hafi maddama kirkjuprestsins sent
sig út í göng með ljós, hvar skólasvein-
ar hafi yfirfallið sig og harðhnjaskað,
dregið föt fram yfir höfuð og barið sig
með hrísi, og það í tvígang. Þegar þeir
loksins „héldu upp“ var bak prests, að
hans ósk, besigtað af ráðsmanni, bryta
og vefara Skálholtsstaðar. „Svo er þá
mín vinsamleg begering, að þessi dii-fsku
full óskikkan og óþokikaháttur mætti
tilheyrilega straffast fyrir yðar háæru-
verðugheita tilstilli."
Daginn eftir var máil þetta rannsakað.
Komu þá allir skólasveinar úr fjöllum
og höfði aldrei heyrt svona hýðingu
nefnda. Kærði Þórður þá fyrir amtmanni
og fóru bréf um málið milli hans og
biskups. Lét biskup í það skína, að Þórð
ur hafi átt þessa hýðingu inni hjá strák-
um, fyrir margfalda tilstorkan við þá
— Bæði amtmaður, biskup og s>kóla-
meistari gerðu þó sitt að bæta Þórði
þessa hrellingu, hýrga hann og koma á
sáttum. en Þórður var ekki má'lurn mæl-
andi, heimtaði ýmist lög og rétt, eða
í bætur 5 hundruð á landsvísu, 20
ríkisdali, eða 10 pund tóbaks, en
í öðru orðinu vildi hann láta
allar sakir falla niður, bóta
laust. Stundum kenndi hann biskupi um
þessa hremmingu, stundum rektor eða
amtmanni, eða hann vildi láta stefna
öllum skólanum til eiðfestingar. Hjaðn-
aði síðan öll þessi vitleysa niður.
Þessi aðför verður þó aldrei með réttu
metin öldungnum séra Þórði til van-
sæmdar, heldur hlýtur skuggi hennar að
falla á bök hinna óstýrilátu skólasveina.
MANNÚÐ FINNS BISKUPS.
Finnur biskup var, þrátt fyrir sína
stjórnsemi, frjálslyndari maður en Jón
biskup Árnason. Hann hefir jafnvel
brosað í kampinn í laumi að uppátækj-
um Þórðar og skringilegum kenjum
hans. Hann umbar hverja bersöigli, sem
Þórður hafði í frammi við bans herra-
dóm, líkt eins og konungur, sem ekki
reiðist einum og sérstökum hirðmanni
sínum.
undanförnum árum hafa
margir af færustu spilurum heimsins
fundið upp ýmsar nýjungar við gömlu
sagnakerfin. Eru þessar nýungar að
sjálfsögðu æði misjafnar, en sumar hafa
náð vinsældum og þá verið kenndar
við höfuindinn.
Nýlega hefur komið fram smá við-
bót, sem segja má að hæfi mörgum
sagnkerfum. Er þetta svonefnda Flint-
sagnkerfi, sem kennt er við Jeremy
Flint, en hann er yngstur þeirra, sem
hlotið hafa nafnbótina, Life Master, í
Bretlandi.
Sagnkerfi þetta eða viðbót, á ein-
göngu við þegar annar aðilinn hefur
opnað á 2 gröndum. Byggist kerfið á
því, að auðvelda spilununum að ná
réttri lokasögn, því eins og margir
spilarar kannast við, þá kemur það oft
fyrir að erfitt er að ná réfctri lokasögn
þegar annar spilarinn hefur mikil spil,
en hinn lítil eða léleg.
í flestum sagnkerfum er svar við opn-
un á 2 gröndum krafa um úttekt og
þess vegna verða spilarar stundum að
segja pass sökum þess, að þeir eiga
ekki nægilega marga punkta, en aftur
á móti sæmilega góða skiptingu, sem
gæti orsakað, að um úttekt væri að
ræða. Þegar um slík spil er að ræða,
vill Flint, að svarhöndin segi 3 fcígla
og sá sem opnaði verður þá að segja
3 hjörtu og síðan er honum skylt að segja
pass ef svanhöndin segir lægstu sögn
fyrir ofan í einhverjum lit.
Til að skýra þetta betur er rétt að
líta á eftirfarandi dæmi:
ÞÓRÐUR LEITAR TIL FRANSKA
SENDIHERRANS.
Hinn 12. ágúst 1768 gerir Þórður eina
atiennu enn, þó ekki á stiptamtimann,
því hann hafði fengið sig fullsaddan við
hann, en sendir honum bréf, er hann
skyldi koma á framfæri við sendiherra
Frakka í Kaupmannahöfn, og talar Þórð
ur mjög hlýlega um hina elskulegu trú-
bræður sína (hina kaþólsku) og heitir
á sendiherrann, að hann komi því til
leiðar við kong, að hann fái siglinga-
leyfi, enda sé þeim báðum mikil nauð-
syn að hittast, svo þeir geti rætt trú-
mál og samræmt skoðanir sínar í þeim
efnum. Og með svona hesti fyrir sín-
um vagni, bætir séra Þónður nýrri
bón við, sem ekki hafði áður skotið upp
kollinum; hann sækir urn að konungur
kosti för sína. — Kvaðst hann hafa lifað
hér í útlegð í sex ár. Það sé hart, að
skálkar og illræðismenn, sem fyrirgert
hafi sínu lífi, megi sigla til þessarar
S. 7-6
H. 10-8-7-6-4-2
T. G-4
L. 10-5-3
C.
S. 7
H. 6-5-3
T. G-4
S. 10-8-7-6-4-2
H. 7-6
T. G-4
L. 10-5-3
D.
S. K-2
H. Á-G-8
T. D-G-10-9-4
ÆVIKVÖLD SERA ÞORÐAR.
Séra Þórður kvaddi þennan heim í
Skálholti, á miðjum túnaslætti sumarið
1776, 78 ára gamiall, þá var hans storm-
sama lífi lokið. En honum hafði tekizt
að festa sig betur í minni þjóðar sinnar,
heldur en hundruðum annarra kirkjunn
ar þjóna, sem voru honum virðulegri
og steyptir í fyrirmyndarmót.
Aldrei var séra Þórður við konu
kenndur. Geta því engir metorðagjarnir
eða ættræknir menn hér á landi talið
sér til gildis að vera niðjar hans.
Kjartan Sveinsson
Ungur sjómaður vildi láta tattóvera
mynd af kærustunni sinni á brjóst sér,
áður en hann færi aftur á sjóinn. „Það
er alveg sjálfsagt", sagði tattóveringa-
maðurinn,“ en hvernig lítur hún út?“
Sjómaðurinn dró mynd upp úr pússi
sínu. Þá sagði tattóverarinn: „Nú Sallí,
ég held ég þurfi nú ekki mynd af
henni.“
L. 10-8-7-6-5-4-2 L. 8-6-2
Sagnir hafa gengið þannig:
2 grönd 3 tíglar
3 hörtu ?
Spil A: Hér segir svarhöndin pass
því 3 hörtu er einmitt sú sögn, sem
líklegust er.
Spil B: Hér segir svarhöndin 3 spaða,
sem sá er opnaði verður að segja pass
við.
Spil C: Hér segir svarhöndin 4 lauf,
sem sá er opnaði verður að segja pass
við.
Spil D: Hér segir svarhöndin 3 grönd.
Þar sem þetta er ektki lægsta sögn yfir
3 hörtum, þá þýðir sögnin að um er
■að ræða góð spil og þó sérstaklega
í tígli, þar sem svarhöndin segir ekki
annan lit, en hefur áður sagt tigul.
Venjulega er þessi sögn álitin vera
krafa um slemmu.
Spilarar ættu að reyna kerfi þetta
og gera breytingar á því ef þeim finnst
kerfið of þunglamalegt. Hugsanlegar
breytingar eru t.d. að svara með 3 hjört-
um eða 3 spöðum yfir 3 tígla, eftir
því hvernig spilaskiptingin er.
33. tölublað 1962
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 9