Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1968, Side 2

Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1968, Side 2
ið úr skipinu meðal annars 83 flöskum af þessum rómaða elex ír, samtals 207 króna virði. 15 tómar flöskur fundust um borð, þegar skipið kom til Vest- mannaeyja. Ekki er Reykjavík nein stórborg um þetta leyti, en þó gerðist það að unglings- piltur varð fyrir harkalegri líkamsárás í Þingholtsstræti og sama kvöld réðust þrír menn á gamlan mann á Bergstaðastræti og misþyrmdu honum mjög. BJARNDÝR GANGA A LAND Hinn 11. febrúar hafa bjarn- dýr gengið á land austur á Sléttu. Hefur eitt þeirra verið skotið á Grjótnesi og auk þess þykjast menn vita þar af fjór- um í landi. Talið er og að fjög- ur bjarndýr hafi gengið á land í Skagafirði í Sléttuvík, en ná- kvæmar fréttir eru þó ekki komnar um það. Hins vegar er það víst, að Hjörtur Klemens- son á Skagaströnd skaut í fyrra dag ísbjöm á ísnum fram af Skagaströnd. Stóð björninn þar yfir dauðum útsel og var hann búinn að fletta spikinu af selnum. Stór vök er í ísnum undan Árbakka á Skagaströnd og eru þrír skíðishvalir í henni en ekki hefur enn verið hægt að ná þeim, með því að vökin er svo stór, en hún er óðum að minnka. Sama dag eru fréttir um merkilega félagsstofnun austur á Eyrarbakka; þar hefur 8. febr. verið stofnað Flóaáveitufé- lag, sem hugsar til að koma á- veitunni í framkvæmd, samkv. lögum frá síðasta Alþingi. Um framkvæmd verksins er allt ó- ráðið ennþá, en fundurinn sam þykkti að fara þess á leit við landsstjórnina að hún tæki að sér að framkvæma verkið. 1 regnir utan af landi herma að frostharkan hafi ver- ið gífurleg, 28 stig á ísafirði, 33 og hálft á Akureyri og 36 stig á Grímsstöðum á Fjöllum. Þá lagði ísi alla innfirði. Kolla- fjörður var ein íshella svo að menn gátu gengið til Engeyj- ar og Viðeyjar. Svo mikil ísa- lög urðu við Breiðafjörð, að póstflutningi var ekið í land úr Flatey. Svo mjög lagði sjö 3 Faxaflóa að frá Skólavörðunni í Reykjavík sást einungis blámi af auðum sjó fyrir Sel- tjarnarnesi. Fugl mun hafa far izt í hrönnum í þessum miklu harðindum. Síðla marzmánaðar geta menn skemmt sér við að horfa á „Frænku Charleys" hjá Leikfélagi Reykjavíkur í Iðnó, en fregnir af heimstyrj- öldinni greina að hún sé nú nokkuð í kyrrstöðu, eða þá at- burðir séu mjög á huldu. Þó hafa 60 þýzkar flugvélar far- ið í herför til Parísar og segja Þjó'ðverjar það gert í hefndar- skyni fyrir loftárásir á þýzkar borgir. Ótta miklum sló að borg arbúum í París við þessar árás- ir og fjöldi manns ruddist nið- ur í neðanjárnbrautargöngin og urðu þar svo mikil þrengsli, að 66, einkum konur og börn, tróð- ust þar undir og biðu bana. f aprílmánuði er heldur lítið um innanlandsfréttir, en sumar gengur í garð og víðafangs- hlaupið fer fram, kapparnir hlaupa frá Austurvelli, suður Laufásveg, inn undir Öskju- hlíð, þaðan norður yfir veg- VIÐ 33000 TONNA ARSFRAMLEIÐSLU VERÐUR STARFSLIÐ VERKSMIÐJUNNAR 340 MANNS Sendum íslenzku þjóðinni drnaðaróskir vegna 50 dra fullveldisafmælisins ÍSLENZKA ÁLFÉLAGIÐ ISAL í janúar voru skipin föst í höfninni. leysur og torfærur og niður á Laugaveg, gegnt gasstöðinni og léttu eigi fyrr en í miðju Aust- urstræti. Sigurvegari varð Ól- afur Sveinsson. I maí 1918 þykir Ölfus- árbrúin nokkuð slitin orðin, einkum gólfið og í Neðri deild Alþingis flytja þingmenn Ár- nesinga frumvarp um heimild handa landsstjórninni til við- halds brúnni. Vegamálastjóri hefur krafist þess, að sýslu- nefnd Árnessýslu geri þetta en sýslunefndin sneri sér til Al- þingis því áætlað var að við- gerð kostaði 10 þúsund krónur. Ekki er að sjá að margt ger- ist merkilegt í menningarmálun um þetta vor, þó heldur Einar Jónsson málverkasýningu í maí mánuði í húsi Verzlunarskólans við Vesturgötu og fær góða dóma í nafnlausri grein í Morg- unblaðinu. TÓMAHLJÓÐ 1 RÍKISKASSANUM Gengi á erlendri gjaldmynt um þetta leyti er eftirfarandi: Bandaríkjadollar 3,40 kr., sænsk króna 111 kr. franskur franki 60 krónur, norsk króna 104 krónur, sterlingspund 15.60 krónur, þýzkt mark 65 krón- ur. Menn hafa áhyggjur af framvindu efnahagsmálanna þá ekki síður en nú: „Efni landsmanna ganga óð- um til þurrðar og horfurnar hinar bágbomustu. Brcytni þjóðarinnar fram aff þessu virð- ist helst hafa borið þess vott, að landið eigi ótæmandi gull- PACER STAR er lang-ódýrasta LJÓSPRENTUNARVÉLIN á markaðnum. HANDHÆG, FLJÓTVIRK, GEFUR MJÖG SKÝRAR OG GÓÐAR MYNDIR. LJÓSPRENTAR ALLA LITI, BÆÐI PRENT, VÉLRITUN OG SKRIFT. VERÐ AÐEINS KR. 3.084.00 (óbreytt verð). Sisli <3. <éofínssn l/. Vesturgötu 45 Símar 12747—16647. 18 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 1. desember 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.