Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1968, Page 5

Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1968, Page 5
'Hátíðarsamkoman við stjórnarráðshúsið 1. des. 1918. verið vitnað til grasleysisins ár ið 1881 en eftir því sem fregnir berast nú, mun grasleysið meira og almennara í ár en þá var. Þetta ár var grasleysið sérstak lega tilfinnanlegt á vallendis- jörðum. Mýrarnir voru miklu skárri og nutu þeirra margir í það sinn. En nú eru mýrir sagð- ar að sínu leyti engu betri. Suð- ur í Róm hefur páfinn tekið að sér að tala máli keisaraekkjunn ar rússnesku, en hér heima hafa menn meiri áhuga á hugsanleg- um mjólkurskorti vegna þess að heyskapurinn bregst. „Bærinn verður að koma sér upp kúabúi í liaust, hvað sem það kostar. Gerum ráð fyrir að liann kaupi 50 kýr og afli fóð- urs handa þeim. Minna má það tæplega vera. En með skömmt- un væri hægt að bjarga ung- börnum bæjarins með þeirri mjólk sem það kúabú gæfi af sér.“ Fregnir að austan segja frá því að Geysir sé nærri al- veg hættur að gjósa. Einu sinni á mánuði eða á sex vikna bili kvað hann gjósa dálítið en eigi eins hátt og mikið eins og hver inn gerði áður. 15. ágúst er auglýst í Morg- unblaðinu að bifreið frá Stein- dóri muni fara alla leið til Eyrarbakka en á Nýjalandi verða haldnir hljómleikar næstu kvöldin og salurinn upp lýstur með bensínluktum. Þar leika þeir saman Þórarinn Guðmundsson, Eggert Guð- mundsson, Stefán Guðnason og Eggert Guðmundsson. Það líð- ur á ágúst og fréttir um út- lendar tilraunir með gas og mó vekja nokkra athygli hér heima, ennfremur grein um ó- hollustu kaffisins, sem helst má drekka eftir messu á sunnu- dögum. E rlendar símfregnir um á- Ferdinand ríkiserfingja í Aust- urríki og konu hans í borginni Sarajevó í Bosníu. Sá atburður varð til þess að heimstyrjöldin hófst. Endalok Princips urðu þau, að hann andaðist úr tær- ingu í fangelsinu. NÝI SATTMALI Hinn 24. dag júlímánaðar er þess getið, að doktor Sigurður Nordal hafi verið skipaður prófessor við Háskóla íslands í stað Björns M. Ólsens dokt- ors, en í Englandi og Svíþjóð séu gerðar tilraunir til að búa til föt úr pappír og hafi tekist vel. Þó sé lítil eftirspurn ennþá eftir þessum fötum. Jóhannes Jó sepsson auglýsir eftir ungum íþróttamanni, sem vanur sé ís- lenzkri glímu, og geti hann fengið atvinnu við íþróttasýn- ingar sínar í Ameríku. Enn meiri tíðindi eru í aðsigi og laugardaginn 27. júlí kemur Morgunblaðið með aukablað og framan á því stendur með stóru letri: „Nýi sáttmáli“. Öðru meg in á síðunni er sáttmálinn á dönsku en hinum megin á ís- lenzku. Þetta er frumvarp til dansk-íslenzkra sambandslaga. Seint í júlí er spánska veikin enn furðanlega væg og sam- kvæmt fréttum frá ísafirði veiðist síldin bærilega. En benzínskortur er nú orðinn til- takanlegur: „margar bifreiðar og bifhjól hafa orðið að hætta akstri. Bensín er ófáanlegt hjá kaupmönnum, en heyrst hefur þó að það sé fáanlegt hjá ein- staka mönnum, en þá selt á 5 krónur kílóið." í júlí lok eru rottur að verða hreinasta plága í Reykjavík, á hverju kvöldi sjást þær á hlaupum í tugatali við geymslu- húsin á uppfyllingunni, sumar á stærð við væna kettlinga og mörg hús í bænum eru „full af rottum“. Þær eru jafnvel orðn- ar svo spakar, að þær eru hættar að hræðast fólk. En á vesturvígstöðvunum er engan veginn tíðindalaust; Þjóðverjar byrjaðir undanhald. í Reykja- vík er veturinn undirbúinn með tilliti til eldiviðar og kolaleys- is. „Nú sem stendur vinna í Kringlumýrinni um hundrað manns, mest kvenfólk og börn. Er mórinn að mestu þurr og hefur nokkuð verið þegar flutt til bæjarins, þeim sem pantað hafa. En það er óhemja eftir handa þeim sem mó vilja kaupa. Enginn vafi getur verið á því, að ódýrasta eldsneytið á þess- um tímum er góður mór. Það er ekki að búast við þvi, að menn almennt geti brennt kolum í vetur fyrir 300 krónur smálest- ina.“ Það hefur komið fram í ný- útkomnum hagtíðindum, að vöruverð hefur hækkað um 209- 211 prs. frá 1914 og þykir mörgum mikið. Og ehki eru uppörfandi fregnirnar um gras leysið úti á landsbyggðinni: „Um undanfarin ár hefur oft 1. desember 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 21

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.