Lesbók Morgunblaðsins


Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1968, Qupperneq 7

Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1968, Qupperneq 7
Risastórar jakaborgir stóðu uppúr sandinum eftir Kótlugosiö. hagaði svo til, að sandarnir um hverfis voru sumstaðar haerri en sveitin, eða sumt af henni, og var því veruleg vá fyrir dyr- um. I viðtali við Vísi sagði Gísli Sveinsson sýslumaður svo frá. Jökulhlaupið var ægilegt yfir að líta. Flóðið breiddist á stuttum tíma yfir allan Mýr- dalssand og umkringdi Hjör- leifshöfða. Hrikaleg jakabákn báru við himinn og svo var jakaburðurinn mikill að víða sást ekki í vatnið fyrir honum, nema þar sem stór straumar náðu framrás. SJórinn utan við sandinn var alþakinn stórum og smáum jökum. Þrír vélbát- ar úr Vestmannaeyjum og flutn ingabáturinn Skaftfellingur voru í Vík og verið að ferma þá og afferma í óða önn, þegar gosið kom. Var því hætt vegna þess að búist var við straum- köstum og byljum af jökul- hlaupinu. Kl. 5 var kominn ægilegur straumur í sjóinn. Var þá bátunum eigi vært og lögðu þeir af stað hver af öðr- um. Fyrst í stað óttuðust menn að Vík mundi stafa hætta af flóðinu en svo varð eigi. Ekki vissu menn gerla hvern ig þeim leið, er bjuggu austan við flóðasvæðið, og því var það, að stjórnin beitti sér fyrir að hraðboði yrði sendur úr Hornafirði og alla leið vestur í Skaftártungu til að fregna þar af ástandi. Þorleifur Jóns- son alþingismaður í Hólum gaf stjórninni svohljóðandi skýrslu um ástandið, „Þorbergur sonur minn, sem fór sendiferðina að Hlíð í Skaft ártungu til að fá fregnir af Kötlugosinu kom aftur í gær- kvöldi og skýrir svo frá því. Kötlugosið byrjaði um nónbil 12. okt. með vatn- og jökul- hlaupi yfir Mýrdalssand, aust- an Hafurseyjar. Hlaupið geyst- ist fram Hólmsá, sópaði burtu Hólmsárbrú með steinstólpum. Fólk flýði Hrífunesbæinn en bæinn sakaði þó ekki. Hlaupið fór í Kúðafljót með miklum Húsum í Vík er mikil hætta búin af flóði. Síðan byggðin kom þar á sjávarbakkanum, hefur aldrei komið gos, svo að sennilegt er, að Víkurbúar sofi ekki fast næstu nætur.“ Skömmu eftir að gosið byrj- aði, sást reyk- og gufumökkur héðan úr Reykjavík og bar hátt við himinn. Jókst hann stöðugt og þegar tók að dimma, sáust eldglæringar og eld- strókar í mekkinum. Mátti svo að orði kveða, að allt austur- loftið hafi sýnzt sem eitt eld- haf, þegar dimmt var orðið: „Vitum vér þess engin dæmi, að nokkurt eldgos hafi sézt svo glögglega héðan úr bænum og má því draga af því ályktun, að þetta sé eitthvert hið mesta gos, er sögur fara af. Síma- sambandið í Vík var slitið í gærkvöldi, vegna þess að stór- hættulegt var að nota símalín- una, sökum þess, hvað loftið var þrungið af rafmagni." U m þessar mundir voru menn farnir að eygja lok ó- friðarins í Evrópu, en þá gerð- ist það er varð til að ýta und- ir hatur og tortryggni, að Þjóð- verjar sökktu póst- og farþega skipinu Leynster, sem var í förum yfir írlandshaf. Þýzkur kafbátur réðist á það og segir í blöðum frá þessum tíma, að menn séu hræddir um, að þar hafi farizt rúmlega 500 manns. Af 100 konum og börnum, sem voru um borð tókst aðeins að bjarga 15. Blöð um allan heim telja þetta hið hræðilegasta grimmdarverk, sem framið hafi verið á sjónum, síðan Lusitaniu var sökkt og spyrja, hvernig unnt sé að trúa á friðarvilja Þjóðverja, þegar þeir leyfi, að haldið sé áfram svo djöfullegu athæfi. Þegar skipið var tekið að sökkva, var öðru tundur- skeyti með vilja skotið aftur. Varð þá sprenging í vélarúminu og ónýtti björgun- arbát, sem í voru 70 menn. Tættust þeir sundur í smáagn- ir. Hér heima vekja þó frásagn- ir af Kötlugosinu langmesta at- hygli þessa dagana. Annan dag gossins fréttist að meiri og minni eldblossar hafi sézt frá Hólmavík, þegar kvölda tók. Dynkir heyrðust þar allmiklir alla nóttina, en ekki urðu menn varir við titring. f Vestmanna- eyjum voru glæringarnar svo miklar, að albjart varð með köflum í Eyjum eftir að dimma tók. Eldur sást við og við úr jöklinum, en öskufall var þar ekkert. Frá Garðsauka í Rang- árvallasýslu var símað til Morgunblaðsins, að öskufallið væri að minnka og menn gátu slökkt lampaljósin, sem logað höfðu allan daginn vegna myrk urs af völdum gossins. Eld- glæringar sáust jafnvel af Sterling, sem var á siglingu fyr ir Vestfjörðum. i að virðist vera að víðast hvar á landinu hafi fólk orð- ið talsvert vart við þetta gos, m.a. í Reykjavík: „Sem betur fer er það ekki oft, sem Reyk- víkingar fá aðra eins sjón að sjá eins og í fyrrakvöld. f austri, norðan við Henglafjöll- in gat að líta slíkt flugelda- skrúð, að enginn hefur annað eins séð. Voru það leiftur af gufumökknum og þutu elding- arnar í bendu hver um aðra og voru jafnvel tugum saman í loftinu í senn. Voru sum leiftr- in svo björt að náttmyrkrið rofnaði í svip og sást glöggt fjallahringurinn í austri, en menn fengu ofbirtu í augun. Var þetta stórfenglegri sjón en svo að hægt sé að lýsa henni með orðum.“ ALFTAVERIÐ í MESTRI HÆTTU Enn er ekki vitað hvort manntjón hefur orðið: „Engar sannar fregnir hafa; menn fengið af því að ferða- menn hafi verið á söndunum austan Múlakvíslar. Tveir menn frá Ásum í Skaftártungu komu yfir kvíslina áður en jökulhlaupið kom og náðu heilu og höldnu til Víkur. Vissu þeir eigi til þess að nokkrir menn hefðu verið á eft ir sér.“ í Hjörleifshöfða var einn bær og bóndinn þar var staddur í Vík þegar gosið hófst, og tepptist þar þar til hlaupið rénaði svo að sandurinn varð fær. Aftur á móti einangraðist konan og annað heimilisfólk þar á bænum á meðan. Talið var að Álftaverið mimdi í mestri hættu alira sveita. Það var alveg innikró- að miili vatna, enda gosstaður- inn tiltölulega nærri. Einnig Þú kaupir auðvitað miða í von um vinning. Fjórðungs- líkur á miða. Happdrætti SÍBS býður aðeins eina röð og aðeins heilmiða og verð- ið ólpreytt. Og svo færðu vinning og ert harla ánægð- ur. Og jafnvel þótt þú vinn- ir ekki, geturðu samt verið ánægður og sagt við sjálf- an þig: „Peningunum var vel varið. Ég styð sjúka til sjálfsbjargar." AUKAVINNINGUR 1969 EHV0UTO1800S 1. desember 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 23

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.