Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1968, Side 8

Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1968, Side 8
■T essa fyrstu daga nóvem- hermánaðar berast einnig frétt- Lr af vopnahléi milli ftala og Austurríkismanna, en meðal þeirra skilyrða, sem ítalir settu fyrir vopnahléi voru þau, jakaburði og gerði megnan usla í Meðallandi. Eyddust þar bæirnir Sandar, Sandasel, Rofa bær og Melhóll. Fólk komst allt af, en flýði sumt að Leið- velli, en talið er að jörðin Sandar eyðileggist með öllu. Hross á söndum hafa mörg fundist dauð í íshrönnum og mörg vantar. Rúmlega 70 kind- ur fundust dauðar, flestar frá Söndum og margt fé vantar. I Álftaveri gerði hlaupið einnig tjón. í Skálmarbæjar- hrauni fylltist kjallari en fólk- ið flýði í fjárhús. Frá Holts- bæjum flýði fólkið að Herjólfs- stöðum. Umhverfis Hraunsbæ eru víða háar ísahrannir. Manntjón varð hvergi. Tals vert af vikri sandi og ösku hefur fallið yfir Skaftártungu og allar sveitir Vestur-Skafta- fellssýslu, austan Mýrdals- sands. 111 beit, en fénaður þó óvíða á gjöf nema í Landbroti. Þá hefur og fallið mikil aska innantil í Öræfum, en einkum í Svínafelli. Eru þar hagar slæm- ir. í Suðursveit hefur fallið nokkur aska, svo að fénaður hefur látið illa við jörð. Gosið virðist heldur í rénun, þótt vottur af öskufalli í næstu sveitum við Kötlu alla daga frá því gosið hófst og til 18. okt. Þann dag var þykkt loft svo ekki sást til Kötlu, en dynkir heyrðust og þann 20 heyrðust enn miklir dynkir austur í Öræfum. Ef askan fýkur ekki bráðlega eða þvæst af er augsjáanlegt að eyða verður miklu af fénaði í Vest- ur Skaftafellssýslu með því að heyfengur var lítill í sumar. Bjargráða hefur verið óskað í skeytum frá hreppsnefndum V estur-Skaf taf ellssýslu. í nótt hefur fallið aska hér lítið eitt og mistur mikið í lofti.“ þeir komnir í á vesturvígstöðv- unum. Bandamenn mættu ekki í neinu draga neitt úr hernaðar- framkvæmdum sínum. Spá Churchills um að Þjóð- verjar mundu síðar færast í aukana átti sannarlega eftir að koma á daginn og mæða á hon- um sjálfum. Hinn 17. dag októbermánað- ar fékk forsætisráðherrann sím skeyti frá Kristjáni 10., þar sem hann segir, að sér taki sárt að heyra um hið mikla Kötlu- gos. Óstaðfestar fregnir herma, að Þýzkalandskeisari hafi sagt af sér og Þjóðverjar séu að missa kjarkinn og menn eru þegar byrjaðir að ákveða keis- aranum örlög, en sumir eru á þeirri skoðun að Sankti Helena sé of góð handa þeim manni, „sem leyst hafi alla ára helvít- is úr böndum.“ Þann 22. okt. birtist svar Þjóðverja til Wil- sons forseta, en það var í þá átt að þýzka stjórnin mótmælti ólöglegu og ómannúðlegu fram ferði gegn þýzka hernum á sjó og á landi og þar með gegn þýzku þjóðinni. Þjóðverjar voru nú á miklu undanhaldi og þær ákærur m.a. bornar á þá, „að þýzki herinn geri land- spjöll og leggi í auð að þarf- lausu byggðir á undanhaldinu, og hefur einhverskonar nefnd hlutlausra aðila verið sett til að meta þetta.“ Margir hafa sj álfsagt andað léttar á sjónum, þegar sú tilkynning kom, að kafbátum væri bannað að sökkva farþegaskipum. Því olli það sárum vonbrigðum hér á íslandi á vetrardaginn fyrsta, er sú fregn barzt hingað að botnvörpungnum Nirði hafi ver ið sökkt af þýzkum kafbáti. Njörður var þá á leið til Fleet- wood, hlaðinn fiski í ís. Þó skiptir mestu máli að skipverj- ar komust allir af og náðu landi í Londonderry á írlandi. Frá Kaupmannahöfn er það að frétta að Spánska veikin sé hin skæðasta drepsótt um lang- an tíma, öllum skemmtistöðum, skólum og háskóla hefur ver- ið lokað og allar samkomur bannaðar. Hér heima er uggur í mörgum vegna frétta um sí- aukin dauðsföll af völdum veik r að er merkilegt og geng- ur ef til vill kraftaverki næst, að ekkert manntjón varð að Kötlugosinu 1918, enda þótt jökulhlaupið steyptist yfir byggðir og vegi, næstum á augabragði. Daginn sem flóðið braust fram voru leitarmenn og réttarmenn úr Álftaveri á hættulegum slóðum og urðu að forða sér undan flóðinu en allt fór vel. Hurð skall nœrri hælurn á Söndum, þar slapp heimilis- fólkið með naumindum út und- an flóðinu. Og máður nokkur úr Skaftártungu slapp naumlega yfir Hólmsárbrú um það bil sem flóðið sópaði henni burtu. En það var ekki bara bóndinn í Hjörleifshöfðá, sem staddur var vestan við sand þegar gos- ið hófst. Nokkrir menn austan úr sveitum voru í kaupstaðar- ferð í Vík þegar gosið hófst og fengu engar fregnir af á- standi í sínum heimasveitum, fyrr en skýrslan kom frá Þor- leifi Jónssyni. CHURCHILL REYNDIST SANNSPAR Um miðjan október var sitaða Þjóðverja orðin harla vonlítil í styrjöldinni og ýmsar umleit- anir um vopnahlé höfðu farið fram. Sumir sáu þá þegar á- stæðu til bjartsýni en í Man- ehester hélt maður að nafni Winston Churchill ræðu og sagði meðal annars, að banda- mannaþjóðirnar mundu allar af einlægum hug fallast á hið á- kveðna og drengilega svar Wil- sons forseta við friðarbeiðni Þjóðverja. Það sem mesta þýð- ingu hefði, væri hin ákveðna krafa um tryggingu áður en bandamenn gengu inn á að linna hinni miklu sókn gegn ó- vinunum. Ef engin trygging væri gefin, þá mundu Þjóðverj ar færast í aukana og komast úr þeirri klípu, sem nú væru Fimmtíu ár eru liðin síðan þessi mynd var tekin af húsunum við Bankastræti, en flest er þar óbreytt enn í dag. Að neðan: Miðbærinn 1918. innar erlendis, og sumir taka sig til og skrifa pistla í blöðin um, að nú ættum við að ein- angra okkur, og umfram allt að fljóta ekki sofandi að feigð- arósi. „Er það vonandi að lækna- stétt landsins taki nú rögg á sig og geri nú allar nauðsyn- legar ráðstafanir til að firra landið þeim háska, sem yfir vof ir, þar sem pest þessi er.“ í enda október ganga ávörp og svör milli Þjóðverja og Wil- sons Bandaríkjaforseta en Ludendorff, yfirhershöfðingi Þjóðverja, hefur sagt af sér. í nóvemberbyrjun er Kötlugosið farið að réna og það hefur komið í Ijós af sjó, að hlaupið hefur hlaðið upp stórum tanga suður af Mýr- dalssandi, til að sjá var eins og borg stæði þar, því þar stóð jaki við jaka á tanganum. Guð- mundur Björnsson landlæknir skrifar um þetta leyti fjórar greinar um spönsku veikina, telur að lúngnabólgan, sem muni fylgja henni verði einna hættulegust og lýkur grein sinni svo: „Ég býst ekki við, að hún Katla gamla taki miklum stakkaskiptum, þó farið væri að kalla hana þýzku Böggu eða dönsku Siggu, — víst er um það að innflúenzan er nú sjálfri sér lík, er innflúenza, þótt farið sé að kalla hana spönsku pestina." Daníel Halldórsson auglýsir móofna í októberbyrjun, en auglýsingatæknin er á þessum tíma ekki komin eins langt og nú er orðið. Þó vekur það feikna athygli að Haraldur Árnason lætur saumavélarnar sínar auglýsa fyrir sig, eins og sézt af þessari frétt: „Sniðugur er Haraldur. í skemmuglugganum sínum hefur hann sýnt saumavélar undan- farna daga, en þær stóðu kyrr- ar eins og dauðir hlutir eru vanir að gera, þegar þeir eru látnir í friði. Nú hefur hann fest litla rafmagnsmótora við saumavélarnar, svo þær ham- ast við að sauma endalausan borða sem á er letraður sá gull vægi sannleiki — eða er það ekki — að bezt sé að verzla hjá Haraldi.“ REYKJALUNPUR, sími um Brúarland. Skrifstofa í Reykjavík: Bræðraborgarstíg 9, síml 22150 24 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 1. desember 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.