Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1968, Qupperneq 9
* ______MORG
MÖR
frá Brautarholti á K]'alarn©si verður
til sölu í sumar
á bryggju hór í Reykjavík.
Vœutanl. kaupendur gefl sig fram hið fyrsta
í verzl. Von
Laugavegi 55.
Kol höfðu hækkað mjög í verði og þá þótti gott að geta fengið mó.
Auglýsing úr Morgunblaöinu 19X8.
að ófriði væri þegar hætt, á
landi, sjó og í lofti, að gjör-
vallur her Austurríkis og Ung-
verjalands leggi þegar niður
vopn, að kallaðar verði heim
allar þær austurrísku hersveit-
ir, sem berjast á vígvellinum
frá Norðursjó að landamærum
Svisslands.
AUSTURVÖLLUR
GRIÐASTAÐUR
ÓSKILAHROSSA
f Reykjavík þykir sumum eft-
irlit lögreglunnar með lögum og
reglu engan veginn fullnægj-
andi, eins og eftirfarandi pist-
ill, merktur með AB bendir til:
„Enginn þarf að dveljalengi
í höfuðstaðnum til að verða
þess var að eftirlit með lögum
og reglu er bæði miklu bág-
bornara en höfuðstað sæmir.
Varla líður svo nokkur nótt, að
drukknir menn geri ekki usla
og hávaða á götum úti og raski
næturró þeirra sem sofa vilja. 1
Og sjaldnast verður þess vart :
að lögreglan hafi hendur í hári i
þessara óróaseggja. Beitarhross
ganga á grasblettum bæjarins, ;
eða híma í portum og undir
húsveggjum. Er Austurvöllur
aðal griðastaður óskilahross-
anna, þó að hann muni eigi
beinlínis verið ætlaður til þess
í upphafi. Þá eru vesalings
brakkarnir. Þau gera sér fót-
skriðubrautir á fjölförnustu
götum bæjarins, um hábjartan
daginn, svo mannhætta er að
ganga þar um. Þá gegnir það
furðu, að eigi skuli haft betra
eftirlit með tjörninni, þegar
hana leggur en raun er á. VirS-
ingarleysið hér á landi fyrir
lögum og reglum er viðbrugS-
ið. En skyldi það ekki að nokkru
leyti eiga rót sína að rekja til
þess að fólkinu lærist það þeg-
ar í barnæsku. Krakkar, sem
aldrei hefur verið bannað verða
aldrei löghlíðnir borgarar.“
Stórkostlegustu tíðindi þessa
mánaðar eru vitaskuld þau, aS
kl. 11. hinn 11. nóvember var
bardögum hætt á vesturvíg-
stöðvunum í Evrópu og þar með
lauk heimstyrjöldinni fyrri
Lokum heimstyrjaldarinnar og
vopnahlénu hafa verið gerð ýt-
arleg skil í Morgunblaðinu fyr-
ir skömmu og verður því ekki
orðlengt um það hér.
MIKIL VA FYRIR DYRUM
Ensáer eldurinn heitast-
ur sem á sjálfum brennur og á
íslandi vekja þessi gleðitíðindi
ekki þá athygli, sem annars
mátti aetla vegna þess að niú
er mikil vá fyrir dyrum og
margir eiga þegar um sárt að
binda. Um það er ófriðnum
lauk, komu raunar engin blöð
út á íslandi, svo slæmt var á-
standið. Hinn 2. nóv. er talið,
að um 80 manns liggi rúmfast í
bænum, en þá er veikin talin
væg. Næstu daga á eftir færist
hún svo mjög í aukana, að viku
af nóvember er talið að helm-
ingur bæjarbúa liggi, og þá
hafa þegar orðið tvö dauðsföll
af völdum veikinnar. Morgun-
blaðið kom út 6. nóv. en síðan
ekki fyrr en sunnudaginn 17.
Þessa daga náðu hörmungarn-
ar hámarki og þeim, sem voru á
fótum fannst því líkast, að bær
inn væri kominn í auðn. Vinna
lagðist niður, búðum var lokað,
bankar höfðu ekki opið nema
örstutta stund og úti við sást
fólk varla á ferli. Þó virtist
svo sem eldra fólkið stæði sig
betur og sæist oftar á fótum.
Mjög erfiðlega gekk að koma
mjólk um bæinn, landsíminn
varð að hætta að afgreiða sím-
töl út á land, aðeins einn af
starfsliðinu var uppistandandi.
Dögum saman sást ekkert lífs-
mark við sum hús, og þegar
betur var að gáð, kom í ljós,
að heimilisfólkið lá allt fár-
veikt.
Öllum var ljóst að neyðar-
ástand ríkti. Um þetta leyti fór
fólk líka að hrynja niður úr
lungnabólgunni, sem fylgdi í
kjölfar pestarinnar. 8. nóv. var
skipuð nefnd til að annast
hjálparstarf. Var byrjað á að
athuga ástandið, bænum skipt
í 13 hverfi og eftirlitsmaður
settur yfir hvert hverfi. Hjúkr-
unarstofa var sett á stofn og
þar var læknir viðstaddur all-
an sólarhringinn. Læknamir
veiktust margir eins og aðrir,
en þeir sem uppi stóðu áttu
Iangan vinnudag, sumir frá kl.
7 að morgni til kl. 2 að nóttu.
Ástandið á mörgum heimilum
var orðið verra en orð fá lýst.
Sum börn höfðu bæði misst föð
ur og móður og áttu engan að.
Á einu heimili í bænum fund-
ust 7 börn umhirðulaus, en
móðirin svo sjúk að hún gat
enga björg veitt, hvorki þeim
né sjátlfri sér. Um 12. nóv. var
I pestin í hámarki, en þann dag
: var friði fagnað um flest lönd,
það var daginn eftir vopna
j hléð. Én í Reykjavík var eng-
in fagnaðarhátíð. Hvergi var
fáni dreginn að hún, en víða
mátti sjá þá dregna í hálfa
stöng, dapurlegri dagar hafa
naumast gengið vfir þetta land
á þessari öld.
NU nefnir enginn
KÖTLU
17. nóv. er talið að veikin sé
í rénun, þann dag kom Morg-
unblaðið út að nýju. Á forsíðu
þess er grein, sem heitir Sótt-
in mikla. Þar segir svo:
„Árið sem nú er að líða mun
lengi í minnum haft, sem ár
friðarins. Óskin, sem allar þjóð
ir heimsins hafa borið fyrir
brjósti, hefur gengið eftir.
Sverðin eru sliðruð á vígvelli
Evrópu.
Hvar hefði spáð því að svo
mikil tíðindi gerðust hér á með-
al vor að menn minntust naum-
ast á vopnahléð, byltinguna
þýzku og landflótta þess þjóð-
höfðingja, sem mest hefur verið
um rætt síðustu árin, þeirra
vegna? Hver hefði spáð því að
svo viðburðaríkir dagar biðu
vor, að við gleymdum Kötlu,
spúandi éldi og eimyrju yfir
nálægar sveitir? Nú nefnir eng
inn Reykvikingur Kötlu, frem-
ur en hún hefði aldrei verið til
og engir fánar cvifu að hún á
þriðjudagmn var til þess að
fagna friðnum. f stað þess
drjúptu fánar á miðri stöng,
sem sýnilegt tákn drepsóttar-
innar, sem dauðinn hefur feng-
ið að vopni í okkar afskekkta
landi.“
Utan úr heimi hafa borizt
öðru hvoru fregnir af inn-
flúenzunni, sem í sumar hefirr
geysað víðsvegar um Evrópu
og nú upp á síðkastið einnig
vestan hafs. En það virðist svo
sem menn hafi eigi álitið veik-
ina jafn skæða og raun er á
orðin.
„Um það leyti sem Morgun-
blaðið hætti að koma út var
mjög tekið að brydda á því, að
sölubúðir væru lokaðar allan
Hvað ei að ske?
Jú Koratron er komið
Hvað er Koratron-fatnaður? Það er varan-
legt útlit. Þarf aldrei að strauja — aldrei
að pressa — tapar aldrei lagi — pokar
ekki — hleypur ekki. Setjið hvaða Kora-
tron-flík sem er í þvottavél og hún kemur
út sem ný.
DÚKUR H/F.
Otrúlegt, en satt
Tkx
BUXUR
þorf aldrei að pressa
VERÖLDIN OG VIÐ
Fyrir um það bil tíu órum
gaf Setberg út Fjölfræðibókina.
Hér sem annars staðar naut
hún mikilla vinsælda, ékki sízt
vegna hinna mörgu ógætu
mynda, sem hana prýddu. Bókin
seldist upp ó nokkrum árum
í óvenju stóru upplagi.
Þessi nýja bók, VERÖLDIN OG
VIÐ, minnir að mörgu leyti á
Fjölfræðibóktna, enda er hún
kölluð Ný fjölfræðibók.
Athugandi er þó, að hér er
um alveg nýja bók að ræða,
bæði lesmál og myndir, allt
nýtt af nálinni. Bókin er ætluð
til þess að vekja áhuga og
forvitni lesenda um fjölmörg
viðfangsefni: Jörðina, plöntur
og dýr, vélar og tækni,
daglegt líf og þarfir, stjörnur
og sólkerfið, uppgötvanir og upp-
finningar og ótal margt fleira.
200 lesmálssíður í stóru broti
með 1600 myndum
SETBERG
NÝ fjölfrœðibók
Freysteinn Gunnarsson þýddi og staðfœrði
1. desember 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 25