Lesbók Morgunblaðsins


Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1968, Qupperneq 21

Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1968, Qupperneq 21
fundarstjóri, en Hage óskaSi eftir því, að þeir stjórnuðu fundinum til skiptist. Ekki er hægt að segja, að andrúms- loftið hafi verið lævi blandað, en óvissa ríkti. Á þessum fyrsta fundi lagði íslenzka nefndin fram skriflega greinar gerð um afstöðu sína. Hafði hún áður lagt hana fyrir ís- lenzku stjórnina. Þar var tekið fram, að íslendingarnir teldu semjandi á þeim einum grund- velli, að landdó yrð-i viðurkennt fullvalda ríki og sameigið mál beggja ríkjanna yrði aðeins kon ungur og konungserfðir. Þá tóku þeir það fram að semja mætti um skeið um sameigin- lega meðferð hokkurra mála. Daginn eftir lögðu dönsku nefndarmennirnir fram sína greinargerð og hefur nokkuð verið minnzt á efni henn- ar hér að framan. Síðan var skdpzt á skjölum að beita má á hverjum fundi til að reyna að ná samkomulagi, en 9.-11. júlí sátu þeir Bjarni, Einar, Hage og Arup á fundum í undirnefnd tíl áð reyna að ráða fram úr aðalágreiningsatriðunum. All- mikill árangur varð af þessu undirnefndarstarfi, en þó voru ýmis atriði óleyst og var samið um þau undir lokin. Þótt bilið væri svo langt á milli dönsku og íslenzku samningamannanna að það virtist nær óbrúanlegt á fyrstu fundunum, þá héldu nefndarmennirnir samt áfram að semja á víxl uppkast til samninga og héldu daglega við ræðufundi, eins og ég sagði áð- an. íslenzku sendinefndarmenn irnir höfðu einatt samráð við ráðherra og fullveldisnefnd, og Alþingi fylgdist með öllu því, sem daglega gerðist á fundum nefndanna. Var þess vandlega gætt að íslenzka nefndin tæki engar ákvarðanir aðrar enþær sem allir stjórnmálaflokkar þingsins og fullveldisnefnd væru samþykk. Vorum við stað ráðnir í að láta ekki atburðina frá 1908 endurtaka sig. — Þá var þess einnig vandlega gætt að aldrei yrði minnsti ágrein- ingur um neitt atriði innan nefndarhlutanna og átti það við fulltrúa beggja þjóðanna. Venj an var því sú, að einn maður talaði á fundunum fyrir hvora þjóð um sig og féll það oftast í hlut þeirra Hage og Bjarna frá Vogi. — — Samningaviðræðum lauk 17. júlí og daginn eftir, aem var fimmtudagur, ef ég man rétt kl. 2 e.h. voru samningamir undirritaðir. Nóttina eftir héldu Danirnir heim, en höfðu þá áð- ur efnt til dýrðlegrar veizlu um borð í Fálkanum. Ekki var ég þar viðstaddur, var ennþá mikið lasinn, en ekki hef ég heyrt neinar sögur fara af veizlu þessari, enda var bann- ið þá í algleymingi. Þetta er eitt höfuðeinkenni fullveldisáranna, að ákafar tilraunir hafa verið gerðar til þess að ala á stjetta- greining meðal þessarar vesælu þjóðar, þar sem fátækt og manufæð hafa öldum saman sljettað alit þjóðf jelagið, svo að varla hefir risið Imndaþúfa upp úr þeirri óræktarflöt. Og stundum hafa þessar tilraunir verið svo ofstækisfullar og öfuguggalegar, að sæmd og fullveldi andans, — fullveldinu, sem í dag er eiima tia ára gamalt, — hefir staðlð háski af þeim. Ami Pálsson, MWL L des., 1928 Fljúgiö í hinum göökunnu Rolls Royce flugvélum Loftleiöa Þægilegar hraöferöir , heiman og heim koftleidir ^ •— Um haustið vóru samning arnir samþykktir á Alþingi og samkvæmt ákvæði í stjórnar- skránni frá 1915 varð að bera þá undir atkvæði þjóðarinnar. Atkvæðagreiðslan fór fram 19. október þá um haustið og greiddu 12.411 atkvæði með frumvarpinu en 989 voru á móti því. I danska þinginu var Sam- bandslagasamningurinn sam- þykktur með 142 atkvæðum gegn 35 atkvæðum hægrimanna Hiim 1. desember gengu þéir svo í gildi og þar með var full- veldi íslands trygg.t, sagði Þor- steinn M. Jónsson að lokum. M. Þér spariö minnst 30% ÞAR 8EIVI IVA ER FYLLIEEGA SAMBÆRILEGT AÐ GÆVHJM VIÐ BEZTIJ ERLEIMÐ LAG- FREYÐAIMDI ÞVOTTAEFIMI ár Iva er lágfreyðandi. ★ íva leysist upp eins og skot. ★ íva skolast mjiig vel úr þvottinum. ★ fva þvær eins vel og hugsazt getur. ár íva er lang-ódýrasta lágfreyðandi þvottaefnið á markaðinum. HAG8ÝIMAR HIJ8MÆDIJR VELJA ÞVÍ AÞÐVITAO ÍVA íslenzk úrvalsframleiðsla frá FRIGG LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 37 L desember 196 8

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.