Lesbók Morgunblaðsins


Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1968, Qupperneq 4

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1968, Qupperneq 4
Hannes Pétursson: > Hringjarinn Brattar og bláar dalaliliSar. Hvitkalkað stórt hús sem gnæfir á grænum hól, og annað hús, líka hvítkalkað, teygir úr sér í grösugum hallanda. Það er kirkjan — skrýtin kirkja. Enginn turn, hún minnir á kollótta kind sem liggur á meltunni. Og samt ber hún leyndardómsfullan tignarsvip, því aldrei hafði ég augum litið stein- kirkju fyrr — stór steinkirkja langt uppí í sveit, traustlegri en kirkjan heima þar sem þó býr miklu fleira fólk en hér í þessum djúpa dal. Hvernig stendur á því? Blá fjöll, hvít hús og svartklætt fólk. Ég finn að héðan eru langar leiðir heim, lengra en þetta hafði ég aldrei ferðazt. Og ég er víst staddur á afar mikilsvirturo stað, hafði fengið veður af því dagana á undan, heyrt það í tali fólksins, raddblæn- um. Og þarna á eitthvað mikið og merkilegt að gerast, prestar eru komnir að sunn- an og norðan, jafnvel sjálfur biskupinn. Mér þykir upphefð í áð vera þama í fylgd með foreldrum mínum, líkt og mér sé auðsýndur með því sérstakur trúnaður, en er þrátt fyrir það ragur og hikandi, því allt er stærra í sniðum en hæfi aldri mínum, ekki ósvipað fötum sem eru manni alltof víð. Og svo er ég kominn inn í forkirkjuna. Hvílík sjón! Fullorðinn maður hangir þar í loftinu, eða öllu heldur: tekst á loft í sífellu og flýgur upp undir þak. Hann er að hringja klukkunum, en þær eru svo miklar að þær kippa honum til sín í hvert •■skipti sem þær sveiflast í ramböldunum. Ég sé undir iljar honum, horfi á sauð- skinnskóna s-em hann hefur á fótunum. Hljómurinn dunar, hringjarinn kemur og fer. Ég dáist að tilburðum hans, en ótt- ast þó um hann. Dettur mér ef til vill í hug að hvenær sem er geti hann henzt bein- ustu leið gegnum þakið og eitthvað út í geiminn? Því ekki það? I»etta eru gríðar- stórar klukkur, miklu stærri en klukkurnar heima, ég hafði aldrei heyrt um það tal- að, hvað þá séð það sjálfur, að þær lyftu Rósant liringjara upp af turngólfinu. En þarna kippa þessar risaklukkur fullorðnum manni eins og hnoðra upp í háaloft — inn í glymjandi dyninn. Eru þær að hringja honum en hann ekki þeim? Eru þær kannski að tuska hann til, leika sér að honum, hæðast að honum? Þær láta eins og ljónstyggur hestur sem þýtur fram og aftur með tamningamanninn hangandi í fax- inu. Hvílíkt öryggisleysi. Gott að standa sjálfur báðum fótum á jörðinni. Litlu seinna hleyp ég angistarfullur, sviptur allri von, hring eftir hring kringum stóra hvítkalkaða húsið uppi á hólnum. Eitthvað sem er kröftugra en ég hefur þá líka kippt jörðinni undan fótum mér, hrekur mig aftur og fram, tuskar mig til. Ég er búinn að missa sjónar á foreldrum mínum, þau eru horfin mér eitthvað inn í mann- fjöldann. Ég Ieita og leita en finn þau ekki. Fóik reynir að stöðva mig, koma mér til hjálpar, en ég hleyp áfram, hleyp og hleyp, finn þau hvergi. Jú loksins. Og ég stend aftur báðum fótum á jörðinni, sloppinn ofan úr nötrandi turni. Organsláttur Símastaurarnir standa í röð við allar götur, háir trjástofnar með þéttum lárétt- um jámgreinum — og á hverri þeirra sægur af hvítum aldinum úr gleri. Þau eru eftirsótt skotmörk sumra strákanna. Á þeim dynur grjóthríðin í skjóli rökkurs, og má því oft sjá hvar símaverðir, skóaðir göddóttum jámkrókum, prila upp trjábolina í lagfæringarskyni. Hátt uppi búa þeir um sig, hvergi smeykir, eins og þeir hafi sog- skálar á fótunum. Hafgolan slær til buxnaskálmunum, og yfir höfði þeirra flýgur skáhallt einn og einn sjófugl með starandi augnaráði. í símastaurunum býr hljómlist eins og í öðrum trjám. En liön er ekkl samin af vindinum og því alveg óskyld hljómlist laufskóganna, og hún heyrist ekki nema eyrað sé lagt fast upp að staurnum. Þá dunar hún inni í viðinum, gengur þar í einhæfum, seiðmögnuðum bylgjum — rafmagnaðir bassatónar á flugaferð. Við krakkarnir hnöppumst oft í kringum eina af þessum risavöxnu liljóðpípum, þrýstum að henni öðru eyranu og hlýðum grafalvarleg á hljómlistina. Við vitum hvaðan hún berst, liún kemur neðan úr jörðinni, og við vitum líka 'nver liljófæra- leikarinn er — það er Grýla sjálf, hún situr einlivers staðar langt undir yfirborði jarðar, í dimmri livelfingu, og spilar á orgel sem er miklu stærra en kirkjuorg-elið. Ég sé hana skýrt fyrir mér. Hún er svartklædd í víðu pilsi og króknefið skjagar fram. Þarna hamrar hún á orgelið, rær sér á stólnum og fettir sig og grettir eftir hljóðfallinu. Og hún þreytist aldrei, heldur situr frá morgni til kvölds niðri í skuggafullum bústöðum og styttir sér stundir við hljóðfærið. Hún spilar ekki sálmalög, ekki lieldur ættjarðarlög sem allir kunna, aðeins tónsmíðar sem hún býr til jafnharðan sjálf, hún spilar af fingrum fram tóna sem ógerningur er að læra, sem enginn gæti sungið nema hún ein. Og hún skiptir sér ekkert af okkur krökk- unum, því hún er niðursokkin í hljóðfærasláttinn. Mér finnst raunar að hún viti ekki að það heyrist til hennar. Hvemig stendur að minnsta kosti á því, að liún skuli aldrei rjúka upp af stólnum snarhringlandi vitlaus og öskra, að það sé eins gott fyrir okkur að snáfa burt, annars fáum við að kenna á því? Nei hana grunar áreiðanlega ekki að við liggjum á hleri, samt er vissara að fara að öllu með gát. Og oft í viku röðum við okkur í hring, þrýstum öðru eyranu upp að flísóttum staurnum og lilýðum með alvörusvip hinum seiðandi bassatónum. Cesturinn Hvíldardagur á hásumri. Ég Iigg í leti sunnan við baðstofuþilið. Sólskinsveður og heimafólkið flest á útreiðatúr. Bæjarlækurinn skoppar gegnum túnið sem mókir í hlýjunni og hefur breitt ofan á sig silkislæðu úr flugnasuði og mófuglasöng. Am- boðin hvílast inni í skemmu, skjólflíkur hanga í göngunum á stórum nöglum og gúmmístígvélin standa upp við veggina tvö og tvö. Ég teygi úr mér á grónum stalli sem er undir gluggunum. Framundan er túnið í hólum og dældum, upp af því melbungur og síöast hamrastallar í löngum röðum allt upp að himínröndinni. Xúnið er eyja, hvert tún er græn eyja í sveitinni. Stundum kallast fólk á, þar sem eyjarnar liggja þéttast saman, stundum njósnar það góðlátlega hvert um annað í sjónauka ellegar með því að hlera símtöl. Hér eru mýrasundin breið á annan veginn, hins vegar öldóttir brattar. Ég hef skjól iaf þessum staðháttum og eins af torfbænum þar sem ég þekki nú orðið hverja smugu. Kvölds og morgna höktir mjólkurbíllinn um veginn niður við á, dág og dag heyr- ist daufur gnýr flugvélar hátt í lofti, og það er heimsstyrjöld — en langt í burtu. Ég tek lífinu með ró undir baðstofuþilinu og horfi í kringum mig á allt og ekkert. En svo hrekk ég við! Dökk þúst er á hreyfingu suður og upp í brekkunum, dökk þúst sem virðist liafa sprottið upp úr jörðinni — og hún nálgast! Hvað er á seyði? Úr þessari átt ber aldrei gest að garði. f einni svipan hefur kvíðablandin eftirvænting náð tökum á mér. A ég að bíða hér og sjá hvað úr þessu verður? Á ég að snara mér inn? Ég ákveð eftir fljóta umhugsun að hreyfa mig ekki að svo stöddu. Þústan mjakast nær, ég fylgi henni fast eftir með augunum og sé bráðlega að 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 23. des. 1®68

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.