Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1968, Page 12

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1968, Page 12
Er Gunnhildur enn ú glugganum hjá Agli? Eftir Magnús Finnsson SIÐUR er jafnan í íslenzk- um skólum, að eitthvað sé nemendum til gamans gert síðustu kennslustund fyrir jól. Þegar ég var í sjötta bekk Menntaskólans í Reykjavík, kom Ólafur M. Ólafsson, sem kenndi okk- ur íslenzku, með allskemmti lega dróttkvæða vísu í bekk inn og var hún brotin til mergjar frá bragfræðilegu sjónarmiði. Við bekkjarsyst- kinin höfðum þá hlotið nokkra æfingu í slíku og vegna sérstöðu vísunnar, hafði ég a.m.k. mjög gaman af þessari kennslustund og hún er ef til vill hugstæðust mér að sex árum liðnum. Tilefni vísunnar var miðils- fundur, sem haldinn var á Ak- ureyri veturinn 1934, og birtist frásögn um hann eftir Konráð Vilhjá’lmsson í Lesbók Morg- unblaðsins, sunnudaginn 15. október 1961. Grein Konráðs hét: ,,Ek vil kveða visu“. í greininni segir Konráð, að 7 til 8 persónur hafi setið þenn- an miðilsfund, en miðill var Guðnii Asgeirsson, þá mennta- skólapiltur, en síðar stofnandi AA-samtakanna í Reykjavík. Meðal annarra fundarmanna, sem Konráð nefnir, var Margrét frá öxnafelli og Guðrún Ra- gúels, en Konráð skrifaði vís- una jafnóðum upp og hún var mælt af munni fram. Höfund- ur sagðist heita Egill Skal'la- grímsson. Konráð birtir í grein sinni skemmtilegt viðtal við Egil. Hann kemur að með miklum þjósti og kastar fram kveðj- unni: „Heilir“. Áður hafði hann lofað að vera stilltur. Konráð svarar: „Heill og sæll!“ en síð- an spyr hann: „Ert þú fornmaður?" „Já“, svarar Egill. „Ert þú Norðlendingur?" spyr Konráð. „Nei“, gellur í Agli mjög á- kveðið. „Ert þú Sunnlendingur?" „Nei“, svarar Egill enn, en með minni ákefð. „Ert þú Vestfirðingur?“, spyr Konráð, og er þá sem komu- maður missi þolinmæðina, og segir: „Egill Skalla-Grímsson var ek“, og skömmu síðar, er fund- armenin hafa lýst ánægju sinni yfir heimsókninni, gellur í Agli. „Ek vil kveða vísu“. Og þar með er komið að vís- unni, sem er einkar skemmti- leg, því að þar er unnt að hafa einhvem samanburð. Þar er kominn ská'ldjöfurinn mikli, sem Snorri hefur sagt frá og ort hefur marga vísu, — kvæði og drápur. Egill gaf leyfi til þess, að vísan yrði skráð. Hún hljóðar svo: „Skulum ei gull gimast, gráti veldr ór máta. Öllu í eilífð spillir of dátt látit at velli. Fár veit, hversu féit fári veldr ok sárum. Geld ek glapa kaldra, get ei vist með Kristi“. Blessaður karlinn hann Egill. Hann hefur þá ekki öðlazt í hirnninum þá sæluvist, sem allir þrá; en of seint er að iðrast eft- ir dauðann. Þótt Egill hafi og mikið breytzt frá því er við hitt um hann síðast á Mosfelli — gefur loforð um að stilla sig — hefur hann þó heimt aftur þrótt sinn, og sitúlkumar þurfa ekki að gera gys að honum lengur. Hitt er vitað, að þótt elli kerl- ing hafi leikið hann grátt á síðustu dögum jarðlífsins, svall honum ávallit móður í brjósti, þegar til kveðskaparins tók og dróttkvæðin, sem hann orti á Mosfelli eru engu lakari, en þau, er hann fór með ungur að árum. Þess vegna er forvitni- legt að brjóta vísuna, er Agli lá svo á að koma að forðum daga á Akureyri, til mergjar. Ef við lítum fyrst á form vísunnar, virðist hún við fyrstu sýn hita bragreglum drótt- kvæðra vísna og hún ber öll ytri einkenni bragarhíáttarins, nema hvað kenmingar vantar al- gjörlega. Hvað hefur komið fyr ir Egil — kenningameistarann miklia, sem í lifanda lífi hafði svo mikið dálæti á þeim. Rímið er dróttkvætt, en ekki galla- laust, svo sem komið verður að síðar, og oft hefur Egill haft skáldlegri orðaröð í vísum sínum. Vísan er í átta vísuorð- um, svo sem vera ber, og vísu- heilmingarnir tveir eru nokkuð aðskildir. í fyrri helmingi vís- unnar felast varnaðarorð Egils, en í hinum síðari er töluverður klökkvi og Egill segist gjalda glapa sinna. Sæluvist himnarík is virðist langt undan. Fyrsta atkvæði fyrsta vísu orðs er strax atihugavert. ,,Skul“ er stutt atkvæði, en á að vera langt. Viðurhendingin (þ.e. síðara rím í vísuorði. Fyrra rím heitir frumhending) „gul“ kemur allt of snemma í vísuorðinu. Samkvæmt brag- reglunum á hún alltaf að vera í næst síðasta atkvæði vísuorðs- ins. Til upplýsinga þeim, sem ekki þekkja hendingarnar, skal þess getið, að hending er tví- tekning eða endurtekning sama samhljóðs á eftir sama eða ó- líku sérhljóði. Ef sérhljóðið er hið sama í báðum atkvæðum, heitir hendingin aðalhending, annars skothending. Aðalhend- ingar eru hafðar í jöfnu vísu- orðunum, en skothendingar í oddavísuorðunum. Af þessu sést, að fyrsta vísu- orð á að vera skothending, en það er aðalhending. Undantekn ingar frá þessu eru þó til og gelur aðalhending tekið sæti skothendinga. Við þetta er þar af leiðandi ekkert athuga- vert. Annað vísuorð — aðal- hending, svo sem vera ber — er lýtalaust hvað lengd og hendingar varðar. Þær eru á réttum stað. Hið þriðja — skot- hending — er einnig rétit að þessu ieyti. f fjórða vísuorði kemur við- urhendingin allt of snemma. Þar fellur Egill í sömu gröf og í fyrsta vísuorði. Þetta vísu- orð er einnig í lengsta lagi og vafasamt er, hvort langt t í „dátt“ geti staðið með einu t-i í „látit“. Fimmta vísuorð er einnig athugavert. Þar er næst síðasta atkvæðið, „féit“ of stutt. Viðurhendingin er bæði léleg og á alröngum stað. Ekki má búast við því, að Egill hafi borið fram „hversu" sem í því væri raddað r. Það er því hæp- ið, að óraddað r í „hversu" geti staðið með hinu raddaða r-i orðsins „fár“. Sjötta vísuorð getur staðizt, þótt aðalhendingin sé ekki fúll- komin. Sárum hefur verið sór- um á dögum Egils. Hér hefur orðið 'hljóðvarp í ríminu, en á dö.gum Egils má ætla, að það hefði ekki náð að þróast svo tnjög. Getur vísuorðið því stað- izt. Síðustu tvö vísuorðin, hið sjöunda og áttunda, virðast vera sá hluti vísunnar, sem er hvað kjarnyrtastur. Þau eru eins konar rúsína í pylsuend- anum, en þegar nánar er að gætt kemur í ljós, að atkvæðið „glap“ er stutt, en á að vera langt. Að öðru leyti, er þessi næst síðasta ljóðlína í lagi, en í hinni síðustu er „get“ of situtt. Formgallar vísunnar eru því þessir: fjögur atkvæði eru of stutt: skul, féit, glap og get. Rímið er rangt í 1., 4. og 5. vísuorði. Sé skyggnzt í orðafar vís- unnar, er neitunin í fyrsta vísuorði „ei“ mjög vafasöm fyr- ir orðið „eigi“. „Ei“ í þessari merkingu kemur hvergi fyrir í fornu máli og er nýleg orð- myndun eða stytting úr „eigi“. f lok annars vísuorðs er orð- ið ,,máti“. Þetta orð er töku- orð síðari alda og er lítt hugs- anlegt, að það hafi þekkzt á dögum Egils. Finnur Jónsson telur í Lexikon poeticum, að orðið sé nýlegt. í þriðja vísu- orði er „eilífð". Þetta er há- kristið orð, sem aðeins kemur fyrir í helgikvæðum og heil- agramannasögum. Þá má segja, að orðið ,,féit“ í fimmta vísu- orði sé mjög kynlegt. Ákveðni greinir þessa orðs er mjög vafa samur í skáldskap Egils. Fjórða vísuorð ,,of dátt látit at ve'lli" stendur sem frumlag sagnarinnar ,,spillir“. Þetta dæmi er vafasamt í skáldskap Egils og er hugsunin þar á bak við fremur ófullkomin. Slíkt hefði Egill tæplega látið frá sér fara í lifanda lífi. Þá er fyrsta vísuorð eiinnig hugsað sem frum lag við annað vísuorð, en teng- inguna vantar á milli. Svipað þessu er þekkit í vísu Egils: „Það mæ'lti mín móðir ... “, í þriðja og fjórða vísuorði. Skal þess getið, að Egill var barn að aldri, er hann varpaði fram þeirri vísu. Er sú vísa raunar háttlauisa. Ef fjórða vísuorð er kannað örlítið betur, er vart unnt að hugsa sér, að Egill hefði talað um að láta dátt að gulli. Mál- tilfinning manna er sú, að ótækt sé að láta dátt að dauðum hlut- um. Hinis vegar er unnt að 'láta dátt að 'lifandi einstaklingum, Framhald á bls. 27. 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 23. des. 196E

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.