Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1968, Page 18

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1968, Page 18
Bærinn í Odda árið 1810 Crein eftir Steingrím Matthíasson, lœkni góður að hann varð Ijómandi fyrirmynd allra í hugsun og breytni. Þess vegna vard hann tilbeðinn og dýrkaður sem guð og settur í hásæti himnanna til hægri handar guði almáttugum. Af öllum æfintýrum, sem faðir minn hafði sagt mér, var Jesú- æfintýrið allra bezt. Einna mest dáðist ég að kraftaverkum hans og því, að djöfullinn og allir draugar fæidust burtu hvar sem hann komr já, jafrwel það eitt nægði, að nafn hans væri ákallað. Það var fyrst er ég var kom- inn á 8. árið, sem ég rétt kunni að meta hina andlegu hlið jól- anna og varð hrifinn innst í hjarta þegar jólasálmarnir voru sungnir og guðspjallið var les- ið um elskulega litla barnið, sem fæddist úti í fjárhúskofa innan um ær og 'lömb. Ég hafði lært að syngja jólasálmana og var orðinn lagviss. Mörg vers- in kunni ég utan að, en sumt skildi ég þó ekki, eins og það sem þar stóð um meinvilla mann kind og andiegan s-eim, en ég kunni ekki við að vera að spyrja um slíkt, eins og ég væri kjáni og skildi ekki mennskt mál. Það var einstak- lega gaman að geta sungið með fullorðna fólkinu, en mér líkaði illa ef einhver söng hjáróma eða afi gamli (Jochum) brá fyr ir sig gam'la laginu með ringj- um í endann. Mikið hugsaði ég um jólasög- una alla og studdist ég þar við biblíumyndir, sem pabbi átti og ég hafði grandgæfilega athug- að. Það var miklu skemmtilegra að skoða myndir en að þurfa að vera að lesa langt mál um hlut- ina. Ég trúði því þá, að Jesú hefði fæðzt úti í fjáríhúsi. En seinna sá ég myndir, sem ótvírætt bentu til þess, að það hefði ver ið í fjósd, því María lá á auðum bás með nýfætt barnið og Jósef hafði breitt hey undir hana. Á annarri mynd sá ég barnið kom ið í litla snotra jötu með heyi fyrir undirsæng, og þar næst var kýr á bás og kálfur og boli á öðrum bás. María beygði sig yfir jötuna og brosti fram- an í barnið og það brosti á móti. Svipuð þeirri mynd var upphleypt mynd útskorin í tré og fal'lega máluð við hlið- ina á altarinu í Oddakirkju, og þar komu vitringarnir blessað- ir inn með rausnarlegu gjafirn- ar, gull, reykelsi og myrru, en sungu fyrst sálrn áður en þeir afhentu þær. Þetta rifjaðist upp fyrir mér seimna þegar ég lærði vísur á þýzku, sem skáldið Heine hafði ort, því þar stend- ur, að „boli baulaði og barnið grét og heilögu kóngarnir suTigu“. Það fannst mér angur- blíður kórsöngur, og bæði and lega og veraldlega eðlilegur, en kónga kállaði hann þá, því svo eru þeir ætíð í minnum hafðir í katólskum löndum og þrettánd inn er hátíðlegur haldinn þgirra vegna. En í því sambandi gleymi ég aldrei argvítuga fantinum honum Heródes, sem var grimm ari en nokkurt tígrisdýr. Að hugsa sié r, að þeissi þorpari sendi hermenn með beittum sverðum til að drepa alla litla drengi innain tveggja ára ald- urs og sjá svo um að Jesús kæmisit ekki undan. En þar skjátlaðist honum, þeim erkidóna, og það var auð- vitað engum meira að þakka en Jóseif. Þó verð ég að segja, að af öllum myndum að dæma þótti mér Jósef ófríður og enginn skörungur að sjá og ég hafði í huganum margt út á hann að setja sem ferðamann. Því þurfti hann að teyma und- ir Maríu? Mér var svarað, að asnar gætu verið rammstaðir og stundum ausið eins og íslenzk- ir hestar. Mér fannst samt ekk- ert vit í að teyma asnann alla leið frá Betlehem til Egypta- lands og þaðan aftur til Nazar- et. Ég hugsaði fyrir mitt leyti, að ég hefði héldur fengið mér tvö hross góð og sezt sjálfur á bak og vel treyst Maríu til að stjórna sínum gæðing. Því það er auðséð á öllum helgi- myndum, að henni var vel treyst andi til að ríða góðuim hesti og reiða barnið sitt. Ég man líka hvað ég spekúl- eraði út af myndunum af vitr- ingunum og gjöfunum, sem þeir færðu litla barninu. Gullið kunni ég ve'l að meta og fannst þeir ramsnarílegir karlamir, engu siíður en Þonvaldur í Núpakoti, sem oft gaf mér fallega peninga. Reyke'lsið fannst mér einnig tilvalið hvort sem væri í fjér- húsi eða fjósi, og ég þekkti ilm- inn ágæta, því mamma var vön að kveiikja á reykelisissitanigum í baðstofumni, einmitt á jóium- um, því aldrei átti það betur við. En til hvers var myrran? Enginn sem ég spurði vissi það gjörr og það var fyrst á min- um námsárum í Khöfn, að ég lærði að þekkja myrru ásamt öðrum lyfjaeifnum. En mér fannst lítið til þess koma, því bragðið er beiskt og ilmar ekki telj- andi, og til lækninga var það aðeins notað við kverkaskít. Gott að ég vissi það ekki í Odda, því þá trúði ég því, að það væri jafnvel reykelsinu fraimar að öllu áigætu. Eftir þessar mestmegnis and- legu hugleiðingar skal ég nú minnasit hinna veraldlegu gæða jólanna og þess fagnaðar, sem þau færðu okkur börnunum í Odda ekki einasta sjálfa jóla- dagana, heldur í marga daga bæði á undan og eftir. Fyrst var nú tilhlakkið. Ógn er gott að vera barn. Aldréi kumni maður betur að njóta ýmisisa gæða fyrir fram en þá. Og ætíð kom nýtt og nýtt tillhl'akk, en elkkert var betra em jóilatilíhlakk- ið. Það má segja að það byrjaði mieð fyrsta suinnu- degi í aðventu og hjá sumum jafnvel fyrr, en það örfaðist fyrir alvöru síðustu tvær vik- urnar fyrir jól. Því þá hófst dag frá degi hinn margvíslegi undirbúningur undir hátíða- 'haldið. Hvað okkur elztu syst- kinin snerti var móðir okkar sérlega fundvís á ýms verkefni handa okkur. Ég var t.d. mont- inn að vera einn um að útvega glerbrot í viðbót við þorsk- kvarnir þær, sem fyrir voru, til að hafa fyrir peninga í púkkinn. Ég leitaði uppi ræskni af brotnum leir- og glerílát- um úti í öskuhaug og gamalli safngryfju. Líkt og ég væri að grafa eftir fornmenjum, og mér varð mikið ágengt. Síðan sett- ist ég að brjóta með hamri gler in í mátulega stóra parta. Það var mikið vandaverk og tafð- ist ég nokkuð fyrir það að elzta systir mín truflaði mig og stríddi mér á því, að ég væri ekki verkinu vaxinn. Ég gat þó sýnt henni að þar skjátlað- ist henni, enda þakkaði móðir mín mér fyrir vel unnið verk, því brotin voru eftir hennar skoðun vel tilsnikkuð og skiftu mörgum hundruðum. Hún bað mig geyma þennan sjóð undir einhverju rúmi í baðstofunnl svo lítið bæri á. Ég skreið und ir rúm Kristgerðar gömlu (sem var niðursetningur) og kom kassanum fyrir bak við kopp- inn hennar. Meðal margs annars, sem gjöra þurfti og mér var falið að annast var að hreinsa spil. sem fyrri árin tvö höfðu geng- ið sér til húðar í púkki og fleiri spilum. Þau voru furðu óhrein, og með fingraförum, enda stundum spilað með þeim úti í fjósi. Með strokleðri náði ég mesta skítnum og fannst ég hafa vaxið að verki. Svona var margt fleira. T.d. þótti mér sér- lega gaman að vera til aðstoð- ar við að taka niður ljósahjálm ana í kirkjunni, taka þá síðan sundur og fægja álla partana. Sömuleiðis að fægja marga ljósastjaka stærri og minni. Ljósahjálmarnir voru tveir og 18 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 23. des. 1068

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.