Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1968, Side 30
Gyðin'gdwmsins. í Rómiverja-
bréfinu sikrifar hann:
„Eða vitið þér ekki, að allir
vér, sem skírðir erum til Krists
Jesú, erum skírðir til dauða
hans? Vér erum því greftraðir
með honum fyrir skírnina til
dauðans, til þess að eins og Krist
ur var upp vakinn frá dauð-
um fyrir dýrð föðurins, svo skul
um vér og ganga í endurnýj-
ung lífsins. Því að ef vér erum
orðinr samgrónir honum fyrir
liking dauða hans, munum vér
einnig vera það fyrir líking
upprisu hans.“
Þetta táknar með öðrum orð-
um, að samkvæmt skilningi
Páls fólst það í skírninni að
nýir trúbræður sameinuðust
Kristi í dauða hans til þess að
síðar sameinast honum í upp-
risu hans. Þegar Páll skrifaði
sín bréf hafði upprisu frá dauð
um verið leitað í Egyptalandi
í þrjú þúsund ár með því að
sameinast á táknlegan hátt guð
inum Ósíris, sem dó og reis upp.
Þannig var fagnaðarerindið,
sem Páli hafði fyrir guðlega
opi.nberun verið falið að boða
meðal heiðingjanna, að því er
hann trúði sjálfur. Þar var Jes-
ús boðaður sem guðlegur fre’ls-
ari mannkynsins, en ekki að-
eins Messías ísraelsmanna og
þetta fagnaðarerindi gerði ráð
fyrir þvi, að allir menn, hvort
sem þeir væru Gyðingar eða
grískir, þyrftu á sömu frelsun
að halda.
Þetta fagnaðarerindi var í
grundvallaratriðum frábrugðið
kenningu safnaðarins í Jerúsal-
em og var honum viðurstyggð.
Það var ekki aðeins að það
gerði heiðingja Gyðingum jafna
og svipti þá síðarnefndu þann-
ig andlegum yfirburðum, sem
þeir var mikils virði að væru
viðurkenndir; það gerði Mess-
ías ísraelsmanna einnig að frels
ara heiðingjanna, sem höfðu
sivipt hann lífi og voru þjóð
hans stöðugt andsnúnir.
Þegar forstöðumenn safnað-
arins í Jerúsalem höfðu gert
sér grein fyrir eðli og inni-
haldi kenningar Pá'ls, snerust
þeir þegar öndverðir gegn
henni. Þeir höfðu sterka að-
stöðu til að gera þetta þar sem
þeir gátu neitað að viðurkenna
Pál vegna þess hve seint hann
snerist til trúarinnar. Páll gat
á hinn bóginn ekki véfengt orð
þeirra, sem höfðu verið i læri-
sveinaihópi Jesú og sjónarvottar
að verkum hans. f trausti þessa
séndu þeir sendiboða til safn-
aðanna, sem Páll hafði stofnað
til að leggja áherzlu á að hjá
þeim í Jerúsalem væri að finna
upprunalega og sanna útlegg-
ingu á trúnni.
Starfsemi þessara sendiboða
frá Jerúsa'lem ógnaði starfi
Páls alvarlega eins og mál-
snilld bréfa hans vottar. Þeir
báru brigður á óskeikulleik
hans og héldu því fram innan
safnaðanna, sierfi Páll hafði
stofnað, að hann kenndi „ann-
að fagnaðarerindi“ og „annan
Jesúm.“ Ástandið varð að lok-
um það alvarlegt, að Páll ákvað
að gera sér ferð til Jerúsa'lem
til að semja einhverskonar
bráðabirgðafrið við leiðtoga
safnaðarins þar. Hann reyndi
að styrkja aðstöðu sína með því
að taka með sér nokkra heíð-
ingja, sem hann hafði snúið til
kristni og álitlega fjárhæð, sem
hann hafði safnað meðal safn-
aða sinna handa móðurkirkj-
unni í Jerúsalem. Páll virðist
hafa gert sér grein fyrir því, að
ferðin til Jerúsalem gæti orðið
honum hættuleg, og samkvæmt
frásögn Postulasögunnar fékk
hann nokkrar yfirnáttúrlegar
aðvaranir um yfirvofandi
hættu. Sýnir það hve brýnt
hann hefur talið að komast að
samkomu'lagi við leiðtoga safn-
aðarins í Jerúsalem, að hann
skyldi halda för sinni áfram
þrátt fyrir þessar aðvaranir.
Frá árangri ferðarinnar er
skýrt í 21. kapítula Postulasög-
unnar. Líta verður á vitnisburð
hennar í ljósi þess afsökunar-
tilgangs, sem gegnsýrir þetta
rit, eins og þegar hefur verið
bent á.
Jakob tók á móti Páli að við-
stöddum öldungum safnaðarins
í Jerúsalem, og þar var honum
gefið tækifæri til að skýra frá
starfi sínu meðal heiðingjanna.
Koma Páls hefur augljóslega
valdið uppnámi með Gyðingum
þar, og Jakob kemur beint að
efninu, er hann segir:
„Þú sér, bróðir, hve margir
tugir þúsunda það eru meðal
Gyðinga, sem trú hafa tekið, og
a'llir eru þeir vandir að því að
lögmálið sé haldið. En þeim hef
ur verið sagt það um þig, að
þú kennir öllum Gyðingum, er
búa meðal heiðingja, fráhvarf
frá Móse, þar sem þú segir, að
þeir skuli hvorki umskera börn
sín né fylgja siðum vorum.
Hvað á þá að gjöra? Víst munu
þeir spyrja það, að þú ert kom-
inn.“
Ásökunin var í raun og veru
rógur, en byggðist þó á því, að
hægt var að leggja fleiri en
eina merkingu í röksemdafærslu
Páls. Þessi ábending Jakobs
var kænleg aðferð til að leysa
þau vandræði, sem heimsókn
Páls hafði valdið. f framhaldi
af þessu leggur hann fyrir Pál
próf í gyðinglegum rétttrúnaði
„Gjör því nú þetta, sem vér
segjum þér. Hjá oss eru fjór-
ir menn, sem bundnir eru
heiti: tak þú menn þessa að
þér og lát hreinsast með þeim,
og ber kostnaðinn fyrir þá, að
þeir geti rakað höfuð sín, og
mega þá allir sjá,' að ekkert
er til í því, sem þeim hefur
verið sagt um þig, heldur gæt-
ir þú lögmálsins sjálfur í breytni
þinni“.
Með þessu var Páli komið í
klípu. Jakob hafði vikið kæn-
'lega að veikasta atriði aðstöðu
hans, sem var í því fólgið, að
enda þótt hann í kenningu
sinni hafnaði forréttindum Gyð-
inga þá reyndi hann sjálfur að
vera áfram rétttrúaður Gyðing
ur. Nú skoraði Jakob á hann að
sýna rétttrúnað sinn opinber-
■lega, því að atihöfnin, sem Páll
átti að taka þátt í, lausn
undan svonefndu Nasarítaheiti,
fór fram í musterinu. Ef hann
neitaði þessu, jafngilti það yf-
irlýsingu um fráhvarf frá trú
feðranna; en eif hann gerði
jíetta, játaði hann með því gildi
Gyðingdómsins fyrir söfnuðinn
í Jerúsalem.
Páll sá sig tilneyddan að
láta undan, en framhaldið var
honum afdrifaríkt. Meðan at-
höfnin fór fram í musterisgarð-
inum, réðst múgur Gyðinga að
lionum og hefðu rómversku her-
sveitirnar frá Antóniukastala
ekki skorizt í leikinn, hefðu
dagar Pá'is verið taldir. Til að
komast hjá ákæru og dómi gyð-
inglegra yfirvalda, höifðaði P'áll
til rómversk borgararéttar síns
sem veitti honum rétt til að
vera færður fyrir dómstól
keisarans. Þegar lýst hefur
verið björgun Páls í sjávar-
háska á leiðinni til Róm, skilur
höfundur Postulasögunnar við
hann þar í fangelsi. Ekki ligg-
ur fyrir hver urðu örlög hans
að 'lokum. Samkvæmt gamalli
arfsögn leið hann píslarvættis-
dauða í Róm, og rík ástæða er
að ætla, að honum hafi orðið
árangurslaust að skjóta máli
sínu til keisarans.
Páll virðist hafa verið hand-
tekinn árið 55, og eftir það er
svo að sjá sem hann hafi ekki
haft persónuleg samskipti við
söfnuði sína.Hver urðu þá ör-
lög hans?
Eðlilegt gæti virzt að geta
þess til, með tilliti til þess hver
ógn Páli stóð af söfnuðinum í
Jerúsalem, að málstaður hans
hafi hlotið að bíða lægri hlut,
er hann hafði verið handtek-
inn sjiállfur. Nú voru skoðana-
bræð’ur 'hans skildir efitiiir varn-
arlausir gagnvart útsendurun-
um frá Jerúsalem. Að þetta hafi
raunverulega gerzt, virðist síað
fest af spásagnarorðum, eign-
uðum Páli, er hann kvaddi öld-
unga safnaðarims í Efesus; orð-
in eru tilfærð af höfundi Post-
ulasögunnar, sem vissi hvað
hafði gerzt:
„Ég veit að inn muni koma
ti'l yðar eftir burtför mína ólm-
ir vargar, sem eigi þyrma hjörð-
inmi. Oig úr yðar eilgin hóp munu
rísa upp menn er fara með
rangsnúna lærdóma, til þess að
teygja lærisveinana á eftir sér“.
Ef þetta ástand hefði hald-
izt, hefði túlkun Páls á krist-
indóminum eflaust horfið af
sjónarsviðinu og sú trú, sem
Jesús vakti, hefði aðeins litfað
sem trú lítils sértrúarhóps inn-
an Gyðingdómsins. En þetta
átti ekki eftir að gerast. Árið
66 gérðu þjóðernissinnaðir
Gyðingar uppreisn gegn róm-
verskum yfirboðurum í Júdeu.
Eftir fjögurra ára hernaðar-
átök var ríki Gyðinga yfirunn-
ið, Jerúsalem eydd og musterið
jafnað við jörðu. f þessum blóð-
ugu átökum leið kristna kirkj-
an í Jerúsalem undir lok.
Afleiðingar þessara hörmu-
legu atburða urðu þær, að fram
tíð kristninnar var gerbreytt.
Tök móðurkirkjunnar í Jerúsal
em voru losuð og einstakir
söfnuðir, dxeifðir um Róma-
veldi, urðu að mæta örlögum
sínum óstuddir. Gagnger undir-
okun gyðinglegs kristindóms
leiddi eðlilega til þess, að kenn-
ing Páls var meira metin en
áður og hann var rómaður sem
helzti frumkvöðull kristninnar.
f þann mund er höfundur Post-
ulasögunnar skrifaði sína sögu
um fyrstu daga kirkjunnar,
þar sem hlut Páls er haldið
fram, voru aðrir menn að leita
að ritum Pá'ls, sem þá voru tal-
in innblásin kenning meistara
og helgs manns. Að lokum var
tekið saman Pálsbréfasafnið
sem varð síðar hluti af Nýja
testamentinu, en geymir í senm
vitnisburð um mótbyri og end-
urreisn Páls í kirkjunni. Fyr-
ir mótun kristinnar guðfræði
hefur endurreisn hans haft var-
anlegt gildi. Grundvallarkenn-
ingar kristindómsins eiga ræt-
ur að rekja til kenningar Páls:
holdtekja Guðssonarins í Jesú
frá Nasaret, til þess að verða
frelsari mannkyns.
Jón Hnefill Aðalsteinsson
þýddi.
Einkennilegt er það, að rit-
höfundurinn H. C. Andersen,
sem ritað hefur svo mörg ynd-
isleg ævintýri, hefur aldrei rit-
að reglulega JÓLASÖGU.
Hann, sem gaf dýrum og dauð-
um hlutum mál og dreifði um
ævintýri sín fjölda góðra vætta
og engla, hefur í skáldskap
sínum aðeins nálgast ytra
ramma jólahelginnar. Ef til vill
má orða þetta þannig, að JÓL-
IN í skáldskap Andersens séu
þar aðeins sem baksvið, til dæm
is í „Síðasta draumi eikistrésins
gamla“, sem þó ber undirfyrir-
sögnina „Jólaævintýri", af því
að sagan gerist á jólanótt, þeg-
ar ofviðrirð brýtur gamla tréð
niður, og að „á jóladagsmorg-
uninn, þegar sólin rann upp,
var storminum slotað".
í þrem öðrum ævintýrum er
einnig einskonar jólablær, enda
þótt engin þeirra sé raunveru-
lega jólasaga. í „Skógavætt-
inni“ er kveikt á jólatrénu í
stofunni: „það voru gjafir og
gleði. Fíólínið ómuaði í stofu
bóndans, eplaskífurnar hurfu
eins og dögg fyrir sólu, og
jafnvel fátækustu börnin
sögðu: „Það er þó sannaiiega
yndislegt 'á veturna.“ í „Far-
lama drengnum" segir frá göml
um hernagarði, þar sem „ljóm-
andi vel skreytt jólatré stóð
um jólakvöldið í gamla ridd-
arasalnum“, og í „Grenitrénu11
er sagt frá gleði trésins, er það
stendur fagurlega skreytt í stof
unni, en er síðan rúið öllu sínu
skrauti og kastað í skúmaskot
á háaloftinu. Það er biturt æv-
intýri.
Raunar er miklu meira af
JÓLUNUM í nýjársævintýrun-
um tveimur: „Tólf með póst-
vagninum" og Litla stúlkan
með eldspýturnar". í fyrra æv
intýrinu kemur póstvagninn
með tólf ferða'menn, mánuðina
tólf, og síðasti farþeginn, sem
stígur af vagninum, er gömul
kona með glóðarker.
„Hún bar urtapott með litlu
grenitré. Ég ætla að hugsa vel
um það og hlú að því, svo að
það verði orðið stórt á jólun-
um, nái alveg upp undir loft
og standi með marglitum kert-
um, gylltum eplum og pappírs-
skrauti. Glóðarkerið yljar eins
og ofn, ég tek ævintýnabókina
upp úr vasanum og les upphátt,
og öll börnin í stofunni sitja
hljóð, en brúðurnar í trénu
lifna, og litli vaxfuglinn efst
í trénu veifar bómullarvængj-
uinum, flýguir oifan úr trjátopp-
unuim og ikysisir aila í stiofunni,
bæði s'tóra og smláa, já og líka
fátæku börnin, sem standa úti
fyrir og syngja jólasönginn um
Betlehemst j örnuna“.
„Litla stúlkan með eldspýt-
urnar“ er almennt áliðið vera
jólaævintýri, en gerist þó á
gamlárskvöld: „Það var níst-
ingskuldi mieð fjúki og fann-
komu, og það var orðið dimmt
um kvöldið: það var líka síð-
asta kvöldið á árinu: það var
gamlárskvöld!“ Á einum stað
skjóta jólin þó upp kollinum:
„Hún kveikti á þriðju eldspýt
unni. Þá sat hún undir prýðis-
fallegu jólatré: það var enn
stærra en það, sem hún hafði
séð gegnum glerhurðina hjá
ríka kaupmanninum síðastliðið
iaðf'angadagskvöld“. Ævintýrið
er varla skrifað í neinu jóla-
skapi, því það varð til einn
góðan sumardag, er almaniakjs-
ritstjóri einn sendi skáldinu
þrjár tréskurðarmyndir og bað
hann að skrifa sögu um eina
þeirra. Andersen valdi mynd-
ina af litlu stúlkunni á dyra-
þrepinu og gerði hana heims-
fræga.
H.C. Andersen hefur heldur
ekki úthellt miklu bleki til þess
að lýsa sínum eigin jólum!
Gleggstar eru lýsingarnar af
jálahátíðinni miklu í Róm 1833,
ömurlegu jólunum í sömu borg
1840, hinum einmanalegu jólum
í Berlín 1845 og hátíðlegu jól-
unum í Nissa 1869. Hér má þó
nefna jólin 1822 og 1823, er
hann kom til Kaupmannahafnar
úr skólanum í Slagelse og hélt
jólin hátíðleg hjá Jonathan
Balling pakkhúsráðsmanni í
Nýhöfn nr. 18. Balling fór með
skólasveininn í Konunglega
leikhúsið, og í „Ævibókinni"
segir Hans Christian: „ég
skemmti mér konunglega, þeg-
ar ég kom til borgarinhar í
jólaleyfinu."
Árið 1883 hélt H.C. Ander-
sen jólin hátíðleg í Róm í hópi
listamanna frá Norðurlöndum,
þar sem Thorvaldsen var mið-
depillinn. I dagbók sína skrif-
ar hann svo um jólakvöldið:
„Við fengum ekkert húsnæði
í borginni, því þetta var einka
samkvæmi með söng. Þessvegna
fórum við út í stóra húsið í
Villa Borgheses-garði við Pinje
skóginn rétt hjá Amfileiksvið-
inu.“ *Um morguninn fóruAnd-
ersen og nokkrir aðrir lista-
menn þangað til þess að undir-
búa hátiðina. Málari, mynd-
höggvari og H.C. Andersem
bundu kransa, og Andersen
segir frá því með örlitlu stolti,
að hans krans hafi verið falleg
astur, og hafi þessvegna verið
ætlaður dönsku prinsessunni
Karlottu Friðriku (síðar gift
Friðriki sjöunda). Hún bjó í
Róm, en tók hinsvegar ekki
þátt í hátíð listamammannia,
vegna kaþólskrar trúar sinnar.
„Klukkan þrjú“, segir Ander-
sen, „fór ég heim til þess að
snyrta mig og klæða mig uppá“.
Hann var jú dálátið hégómleig-
ur eins og við vi'tum! Sænsk-
ur málari hafði málað skjald-
armerki Norðurlandanna
Þriggja og hengu þau uppi
skreytt laufi og lárberjasveig
um. H.C. Andersen hafði skreytt
borðið með blómsveig, og við
hvern disk lá efeusveigur til
þess að skreyta með hárið. „Við
byrjuðum við jólatréð", segir
Andersen. „Það var skrautlegú
stórt lárviðartré og á því
hengu ávextir og gjafir. Tilvilj
un réði því, að ég fékk beztu
og dýrustu gjöfina: silfurbikar
með áletruninni: „Jólakvöld í
Róm 1833“. Hann kostaði 6V2
skudo“, bætir skáldið við, ná-
kvæmur í fjármálum að venju:
— Undir borðum var sungið
ljóð eftir H.C. Andersen, sem
eins og sjá má hefur verið
þarna potturinn og pannan.
Hann var annars ötull í und-
irbúningi slíkra samkvæma og
lagði margoft hönd að ýmsum
skemmtiatriðum á dönskum
herragörðum, þar sem hann var
tíður gestur allt sitt líf. Klukk
an 11 fór Thorvaldsen og
nokkrir af þeim eldri frá gild-
inu. „Ég fór líka með“, segir
Andersen. „Þegar borgarhliðin
í Róm voru ekki opnuð, er við
börðum í fyrsta sinn, barði ég
aftur. „Chi es?“ spurðu þeir.
„Amice“, svaraði ég, og þá opn-
uðu þeir litla lúgu, sem við
smeygðum okkur í gegnum. —
Og þannig voru þessi jól —
ógleymanleg fyrir H.C. Ander-
sen.
30 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
23. des. lð®8