Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1968, Page 31

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1968, Page 31
H. C. Andersen sat aleinn við liótelgluggann og fannst hann vera svo einmana. Eftir Ernst Philipson Hitt jólakvöldið í Róm (1840) var allt annars eðlis. Þá voru engin hátíðahöld, engir sam- fundir félaga og vina frá Norð uriöndum. Allt grátt og eyði- legt. Fyrr um daginn hafði H.C. Andersen farið með málaran- um Carii Löffler um borgina og sýnt honum meðal annars Capitola, Péturskirkjuna og Vatikanið. „Han,n sagði um allt“, segir Andersen, „að það væri snoturt, jafnvel Colosse- um var snoturt. Þá var þolin- mæði mín næstum þrotin. Við örkuðum í regni og leðju alla leiðina, og komum til Lepri þreyttir og svangir. Ég borð- aði fyrir þrjá heila paoli“. Aft- ur víkur s káldið okkar að buddunni. Dagurinn var kaldur og ömurlegur, engtnn hafði hugsað fyrir neinni jólagleði, hver sat í sínu horni. Það vildi ekki loga í ofninum hjá Andersen og hugurinn flaug heim, í norður. „Nú er kveikt á hundruðum marglitra kerta á jólatrénu, börnin hrópa í gleði sinni. Nú sitja þau við borðið beima, syngja söng og drekka skál vinanna, sem dveljast að heimain . . . “ í 1 jósaskitftunum flakkaði hann einmana um strætin, keypti sér þrúguklasa fyrir þrjá bajok, brauð og ost fyrir fimm. „Þetta er fátæklega kvöldmáltíðin mín“, segir hann í dagbók sinni. Og „Ævintýri lífs míns“ bætir hann við: „Ég var ekki aðeins líkamlega veik ur, það var eitthvað, sem lá á mér, lá í loftinu. Jörðin skalf. Tíber streymdi upp á stræt- in, menn fóru um á bátum. Hitasótt hreif með sér fjölda fólks. Þaninig missti greifiim Borghese konu sína og þrjá syni á fáum dögum. Það var slubb og næðingur, allt ann- að en notalegt". — Það má vist líka með sanni segja, og sam- anburðurinn við jólin í Róm 1833 'lyfti ekki skapinu mik- ið. Klukkan hálf tíu skreið hinn einmana Dani í bólið! Jólin í Berlín 1845 voru fá- brotin og næstum sorgleg fyr ir H.C. Andersen, þar sem hann dvaldist um þrigigja vikna skeið í þýzka höfuðstaðnum. „Tíminn sýndist líða hraðar með hverjum deginum, sem leið“, segir hann, „en ég ofreyndi mig. Að lokum var ég bæði líkamlega og andlega uppgef- inn. En mitt í öllum þessum fá- dæma straumi vinahóta og til- rauna til þess að létta mér líf- ið var eitt kvöld autt, Eitt kvöld, þegar ég fann skyndi- lega þrúgandi einmanaleikann. Það var jólakvöld! Einmitt kvöldið, sem ég með barnslund sá umvafið dýrðarljóma, þegar ég varð að sjá jólatréð, gleðj- ast vegna gleði barnanna, sjá þá vöxnu verða börn á ný, einmitt þetta kvöld, sem allir héldu, að ég hefði ráðstafað fyrir löngu, einhversstaðar þar sem ég vildi helzt dveljast, — þetta kvöld sat ég aleinn í hót- elherberginu mínu og hugsaði heim til Kaupmannahafnar. Jenny Lind var í Berlín. Mey- ei'beer hafði, eins og hann orð- aði það við mig áður, komið því í kring, að hún kom hér fram. Aðdáunin var alveg dæma laus, ekki aðeins á listakon- unni, heldur og einnig á kon- unni sjálfri, og þær tvær í einni vöktu slíka hrifnínigu og eldmóð, að leikhúsið var í bók- staflegri merkingu umsetið, þeg ar hún söng. í öllum bæjum, alls staðar þar sem ég kom, var rætt um hana, en þó þurfti þess ekki með, hún var mér sterkt í hug, og lengi hafði ég gælt við þá dýrlegu hugsun að eyða jólakvöldinu hjá henni. Ég var sannfærður um, að ef ég yrði í Berlín, myndi ég eyða kvöld- inu í fagnaði hjá henni.Þessi sannfæring mín varð svo sterk, að ég neitaði öllum heimboðum vina minna í Berlín, og þegar kvöldið kom — var ég ekki boðinn til Jennyar Lind, en sat aleinn á hótelinu, fannst ég vera svo yfirgefinn og ein- mana, opnaði gluggann minn og horfði upp í stjörnubjart- an himininn. Hann veu- mitt jólatré, svo viðkvæmur var ég. Sumir vilja ef til vill nefna þetta tilfinningasýki. Þið kann- ist við nafnið — ég kannast við tilfinninguna. Morguninn eftir var ég sár, barnalega sár vegna þessa eyðilega jólakvölds og ég sagði Jenny Lind frá ömurlegri reynslu minni. „Ég hélt að þér væruð hjá prins- um og prinsessum", sagði hún. Þá sagði ég henni, að ég hefði afþakkað öll heimboð til þess að geta verið hjá henni, ég hefði verið búinn að hlakka til þess lengi, lengi, já og kom- ið til Berlínar þess vegna. „Barn“, sagði hún brosandi, strauk hendi sinni um enni mér, hló við mér og sagði: „Þetta datt mér aldrei í hug, og þar að auki var ég boðin út, en nú verðum við að endurtaka jólakvöldið, nú skal ég kveikja á trénu fyrir barnið. Það sknl- um við gera á gamlárskvöld hjá mér.“ Og það stóð heima. Síðasta kvöld ársins stóð þar lítið tré með fallegu skrauti og ljósum, bara handa mér. Jenny Lind, fylgiþernan hennar og ég, við vorum fjölskyldan. Þrjú börn úr norðrinu saman á gaml- árskvöld. Og ÉG var barnið, sem jólaljósin voru kveikt fyr- ir. Mörg næstu jólakvöld dvald- ist H.C. Andersen á dönskum hernagörðum, þar sem þetta laghenta skáld var alltaf vel- komið og eftirsótt til þess að klippa út og líma jólatréssknaut og skuggamyndir, sem margar hverjar eru nú á safninu í Óð- insvéum. Það var s>vo 1869 í Nissa, sem skáldið átti eitt af sínum síðustu hátíðlegu jólakvöldum. Um það fórust honum svo orð í bréfi til Dorotheu Melchior: „Við fáum jólatré á jólanóttina Allir borga nokkra franka og stúlkurnar gefa gjafir, sem eru svo dregnar út í happdrætti. Ég hef verið beðinn að gefa eitt eða tvö handrit. Það kalla ég vel sloppið." Seinna í bréf- inu segir Andersen: „Hér á gistihúsinu eru um hundrað manns af mörgu þjóð- erni. Klukkan átta á jólanótt gengum við inn í stóra salinn, þar sem voldugt grenitré stóð, alsett marglitum kertum og smá- skrauti. Þjóðfánarnir héngu í trénu og ekki hafði danska fán anum verið gleymt. Hann var svo umkringdur ljósum, að ég sat eins og barn og óttaðist að hann myndi brenna, en hann bnann ekki og ljómaði eins og ég vona að hann geri ætíð. — Nú 'hófst happdrættið oig ég fékk fulla körfu af gotteríi, stúlkunum til mestu ánægju (þessi gjöf hefur ef til vill ekki verið sérlega heppileg, því skáldið þjáðist alltaf af tannpínu). . . Allt í einu stóð upp roskinn maður og sagði: „Hér meðal vor er maður, sem við getum öll þakkað fyrir marga yndislega stund, hverr- ar þjóðar sem við annars er- um. — Við eldra fólkið, stönd- um í þakkarskuld við hann, en þó sérstaklega börnin. Og nú gekk til mín lítil stúlka og rétti mér stóran lárviðarsveig með blaktandi borðum í dönsku fánalitunum. Ég fékk einnig kveðjur utan úr bænum. Frá rússneskri stúlku fékk ég fal- lega, kristilega bók og bráð- fallegt, undið pennasbaft með penna. Amerísk kona sendi mér undursamlega failega stóra rós í stórkostlegum vasa, sem ég kem því miður ekki fyrir í töskum mínum. — Þér sjáið, að jólin urðu gleðilegri en ég bjóst við.“ Árið 1873 fór H. C. Andersen til Sviss með vini sínum Nik- olaj Bögh sér til hressingar, og er hann kom heim settist hann að hjá Ballin-systrum í Nýhöfn nr. 18, en þar hafði hann áður átt heima. Á jólun- um fékk hann fjölda gjafa eins og venjulega. Einkum mat hann mikils blómstrandi pottaplönt- ur, — ekki eingöngu fegurðarinnar, heldur einnig vegna fjármálahliðarinnar, því þá mátti skera blómin af og gera af þeim blómvendi! Slíkt dytti okkur hinum víst aldrei í hug. — Hin trygglynda Dor- othea Melchior hafði útbúið fallegt jólaborð í fremri stof- unni hjá Andersen. „Um leið og frú Melchior opnaði dyrn- ar að stofunni,“ stendur í dag- bókinni, „varð ég svo undrandi og hrærður, að ég brast í grát“. — Það var að vísu ekkert eins dæmi að Andersen gréti, það gerði hann oft, og í þessu til- viki stóð það efcki í neinu sam- bandi við hinn áleitna sjúk- dóm hans. Síðasta jólakvöld H.C. And- ersens var árið 1874. Það leið friðsamlega eins og árið áður. Hann borðaði miðdegisverð hjá Melchiorhjónunum, sem voru stoð og stytta gamla mannsins, allt þar til hann lézt á heim- ili þeirra næsta ár. Að loknum snæðingi fór H. C. Andersen heim í Nýhöfn í fylgd Melchiors etatsráðs. í stofum Andersens logaði á lampa og fjórum kert- um. Ballin-systurnar höfðu skreytt jólaborð og á því lágu meðal annarra nokkrar smá- gjafir frá frú Melchior. — Skáldið fékk nokkrar heim- sóknir þennan dag, meðal ann- arra kom krónprinsinn, síðar Friðrik áttundi, og gamli mað- urinn gekk ekki til náða fyrr en klukkan hálf eitt. Hámark þessara jóla var þó án efa bréfið, sem H. C. And- ersen fékk frá Dagmar stór- hertogafrú — síðar keisara- frú — , en hún skrifaði á þessa leið: „Forlátið, að ég nú í til- efni jálahátíðarinnar segi í þessum línum, það sem mér ligg ur á hjarta." Nú koma nokkr- ar setningar um veikindi skálds ins og óskir um bata, en síðan stendur: „Ég er þess fullviss, að jólahátíðin verður yður ham ingjurík, jafnvel þótt þér njót- ið hennar á sjúkrabeði, en þó sendi ég yður kveðjuna gömlu: Gleðileg jól! Við þá kveðju bæti ég mínu innilegasta þakk- læti fyrir allt hið fagra, djúpa og sanna, sem aðeins þér kunn- ið að vefja í lítið ævintýri og þá ekki sizt í síðustu jólagjöf yðar til okkar. Yðar þakkláta Dagmar.“ Áður en næstu jól runnu upp hafði gamla skáldið fengið hægt andlát á „Rósemd“ hjá Mel- chior etatsráði og Dorotheu konu hans, tryggu vinunum tveimur, sem höfðu yljað ævi- kvöld þessa gamla, sjúfca manns og hlúð að honum síð- ustu jól hans, siem án efa hefðu verið einmanaleg: en H.C. And ersen var ekki gieymdur. Og hann gleymist aldrei, enda þótt hann gæfi okkur ekki jólaæv- intýrið! 23. des. 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 31

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.