Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.1972, Page 5

Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.1972, Page 5
Bókin kom út hjá Almenna bókafélag- inu í haust og er kaflinn birtur með leyfi útgefanda. Örlög slín vi'ti engi fyrir, þeim er sorgalausastr seíi stendur í H'ávamálum. Og það er einnig harmseíni sumra ís- lendinga sagna, að ýmsir menn vita örlög siín fyrir. Það er ekki aðeins, að þessi vitneskja vekur ugg og kvíða fyrir 'hörm'ulegum atburðum, áður en þeir gerast. Þessi vitneskja getur einnig orðið það afl, sem veldur því, að þeir gertust. Sú trú, að örlög manna séu ákveð- in fyrir fram, setur ekki að- eins svip á fornbókmenntir ís- lendinga: Eddukvœði, fstend- iniga Sögur og aðrar fornsögur. Hún hefur einnig rist sig svo djúpt inn í vitund þjóðarinn- ar, að enn í dag taka margir sér í munn hið forna spak- mæli: Enginn má sköpum renna. En fjarri fer þvi, að örlaga trúin sé sérstaklega íslenzkt fyrirbæri. Hún hefur engu Síð- 'ur mötað bókmenntir ýmissa annarra þjóða. Til að mynda er hún aflvakinn í sumum harm- leikjum Forn-Grikkja. En það er ein'kenni fslend- inga sagna, að samhliða ör- lagaskýringunni má oftast 'finna aðra skýringu á rás við- burðanna. Hún er sprottin af skaphöfn sjálfra persónanna. Og þessi tvö öfl eru svo sam- stillt, að straumar þeirra falla í sama farveg. Þennan tvenns konar skiln- ing á gangi lifsins verður les- andinn jafnan að háfa i huiga, ef hann á að geta notið til fulls sumra veigam'estu Íslend- inga sagna eins og Njáls sögu, Grettis sögu og Laxdælu. Hið innra efni Njáls sögu er barátta Njáls til að sporna við þeim örlögum, sem hann veit sjálfur að verða ekki umflú- in. NjáflH er forspár og veit fyr- ir ókoimna ævi sína og vina sinna. Hann er einnig vitur og góðgjarn og reynir í lengstu lög að áfstýra þeim ósköpum, sem hann veit, að eru fram- undan. En ráð N'jáls verða til þess eins að flýta fyrir þvi, er koma skal. Og hér er óhœtt að kveða enn fastar að orði. Svo er að sjá af Njálu sem flestir átakanlegustu atburðir söigunn ar séu bein afleiðing áf ráðum Nj'áls, þótt þau hafi verið gef- in í gagnstæðu skyni. Svo lít- ils má sín mannleg vizka gegn ofurval'di örlaganna. En þetta er ekki nema önn- ur hliðin á gangi sögunnar. Njáll er annað og meira en leiksoppur örlaganna. Hann er fyrst og fremst lifandi maður, og ráð hans eru engin sögu- brella, heidur óhjákvæmileg af leiðing af skapgerð hans og hugarfiari. í fyrra hluta sögunnar er Njá'll ráðgjafi vinar síns, •lii iwmm m> íí, V/\ II V Finna bau bar Höskuld veginn. Hér lýsir Þor valdur Skúlason einum örlagaríkasta atburði Njálu. Teikningin er úr Brennunjálssögu, sem Helgafell gaf út myndskreytta. Gunniars á HMðarenda. Meðal annars segir Njáll Gunnari, að hann muni eiga skammt eftir ólifað, ef hann höggvi tvísvar í sama knérunn og geti á eftir ékki haldið sætt sína. Þetta frétta óvinir Gunnars og koma þVi svo fyrir, að Gunnar verð- ur í varnarskyni að vega son manns, er hann hafði áður drepið. Qg er Gunnar ætlar af landi brott, eins og tilskilið var í sætt þeirra, getur hann ekki ytfirgefið iheimabyggð sina og 'hlýtur að snúa aftur. En eftir það varð ekki fei'gium forðað. Enn brattara var þó fram undan hjá Njáli, er synir hans höfðu vegið Þráin Sigtfússon, enida var Njál sjáilfur tæplega saklaus af þvl verki. En þá treysti Njéll viti sínu og góð- girni svo mjög, að hann hugð- ist framkvæma hið ófram- kvæmanlega. Það var að tryggja sættir við venzlamenn Þráins með þvi að taka Hösk- uld, son hans, til fóstuns. En samkvæmt hugsunarhætti ahra tíma verður það að teljast mjög ósennilegt, að heit og varanleg vinátta takist milli föðunbana og sonar hins vegar. Njáll unni Höskuidi meir en sonum sínum, og við það hlýtur að hatfa vaknað aifbrýðisemi hjá þeim í hans garð. Og svo fór, að þeir létu glepjast atf rógi vondra manna og drápu Hösk uld. Þótt Njáli félli drápið þunigt og hann vissi, að synir hans höfðu rangan málstað, stóð hann enn að baki þeirn og reyndi að ná sáttum fyrir þeirra hönd. Og þegar sáttum var svo langt komið, að safnað 'hafði verið saman fé til að bæta Höskuld með, œtlaði Njáll að tryggja sættimar enn betur með því að leggja ofan á sjóðinn góða gripi: silikislæður og bóta, sem persónulega vinar gjöf frá sjáifum sér til and- stæðinganna. En þessir gripir urðu til þess, að upp kom orða- senna milli Skarphéðins og Flosa, og sættirnar fóru út um þú'fur. Nú sá Njáll loksins, að til- gangslaust var að heyja lengur hina vonlausu baráttu við ör- lögin. Og er óvinir hans sóttu 'hann heim að Bergþórshvoli seinna þetta sama sumar, skip áði taainn sonum stnum að ganga inn í bæinn, þótt hann vissi, að þeirra biði ekkert annað en verða brenndir inni. Skýxingu á þessari ráða- breytni Njáls er að finna í orð- uim þeiim, er hann mælti iiitlu síðar sama kvöldið: „Trúið þér og því, að iguð er miskunnsam- ur, og mun hann oss eigi bæði láta brenna þessa heirns og annars." Þannig lýkur hinni stórtfeng- legu baráttu Njáls við örlög- in. Lengst atf ævinnar hatfði taainn reyn t að stiilila somu sína og tekizt furðanlega, síðan að sætta þá við óvinina, en nú átti hann aðeins einn kost éftir: að deyja með þeim, og þann kost tók hann af fúsum viija. Miklu fleiri dæmi væri hægt að nefna um afleiðingar af ráð- um Njáls, sem komu niður á sjáltfum honum eða vinum hans. En það er einnig athyglisvert, að höfuðandstæðingur Njáls, Flosi Þórðarson, lauk líka ævi sinini með því að ibeygja sig und ir örlög sin. .1 lok Njálu er þessi frásögn: „Það segja menn o

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.