Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.1972, Síða 27
Það var einstaklega skemmtileg-t að fylgjast með
þjálfun Páls bónda Pálssonar, sem dró hvergi af
sér. Hann hefur sýnt hverjum árangri er hægt að
ná með samstilltu átaki hins einbeitta sjúkraþjálf-
ara og þrautseiga og ósérhlífna sjúklings.
Steini litli, sem er tæplaga
ársgamall snáði, fæddist úti á
landi með klofinn hrygg. Var
flogið með hann samdægurs til
Reykjavíkur til skurðaðgerð-
ar.
—i Ég hef haft hann með
höndum öðru hverju frá því
hann var tveggja vikna, segir
María. Fyrst var verkefnið að
allega að koma í veg fyrir, að
liðir krepptust en síðan bætt-
ust smiám saman við fleiri æf-
ingar. Nú er éig að reyna að
kenna h<xnum að skríða. Oig
María veltir strák fram og aft-
ur á stórum bolta, þannig að
þunginn hvílir ýmist á höndum
eða fótum. öklana þarf lika að
þjálfa, alveg eins og á litlu telp
unni uppi, æfa vöðvana og
vinna gegn kreppu. Foreldrum
hans hafa verið kenndar þessar
æfingar og er sýnilegt, að þau
hafa gert þær samvizkusam-
lega. — Margt af því sem ég
geri við Steina litla miðar að
því að hjálpa honum að sprikla
og hreyfa sig. Við stefnum að
því að hjálpa börnunum til að
hjálpa sér sjálf, — hver árang-
uirinn verðuir, á svo tímdnn eft-
ir að leiða í djós.
— Þvi miður geta ekki öll
svona börn átt heima I Reykja-
vík, þar sem þau gætu stundað
æíing,astöð lamaðra og fatl-
aðra. Þá er ekki um annað að
ræða en kenna foreldrunum
nauðsynlegustu æfingar.
— Næsti sjúklingur gefur
ekki eins góðar vonir, segir
María — það er lítil broshýr
stúlka, hálfs annars árs, sem
hefur meðfæddan heilaskaða
og er spastisk, þ.e. að vöðvarn-
ir stífna upp öðru hverju.
Hreyfingarþroski hennar er
svo takmarkaður að ekki er
gott að segja til um þroskann
á öðrum sviðum. Börn kynnast
t.d. hlutum með því að seilast
e'ftir þeim og stinga þeim upp. í
sig, — en henni veitist það
erfitt. . . Hún sér hlutinn og
ætlar að ná í hann en stífnar
þá upp og það veldur henni
sársauka. Við reynum að beita
við hana æfingakerfi, sem
kennt er við enskan sjúkra-
þjálfara frú Bobath að nafni.
Það byggist á því að setja börn
in í stellingar, sem losa þau úr
spasmanum og byrja síðan að
æ?a vöðvana. Nú sérðu til
dæmis að hún er alveg afslöpp
uð og brosir eðlilega. En svo
getur allt í einu komið spasmi
í brosið. Hún er ósköp félags-
lynd þessi litla dama og vill
gjarnan láta leika við sig. Þær
segja hjúkrunarkonurnar uppi,
að ég sé búin að gera hana
óþæga.
— Sumir halda því fram, að
það þýði ekkert að Bdfa þessi
börn, en það hefur margsýnt
sig, að hægt er að ná umtals-
verðum árangri. Hann fer að
vísu eftir þvi á hvaða stigi
sjúklingurinn er, hvað heila-
sksnrmdin er mikil — en þótt
það taki langan tíma að ná ein-
hverjum árangri, finnst mér
það þess virði.
Maria sýnir okkur hvernig
hún reynir að kenna litlu stúlk
'i’.nni að velta sér við . . . til
þess verðum við að vita, hvern
ig heilbrigt barn veltir sér,
hvaða vöðvum það beitir frá
upphafi til enda veltunnar. Um
þessi börn þýðir ekkert að
segja ,,hún er hálfs annars árs
og á að geta gert þetta og
hitt. . . “ — við verðum að
byrja á byrjuninni. Heilbrigt
barn hefur lagt marga áfanga
að baki, áður en það tekur
fyrstu skrefin. . . og þessi
börn geta ekki stytt sér leið
fremur en önnur.
HINN HARÐGERI
ÍSLENZKI BÓNDI
Nú er liðið að hádegismat og
okkur er boðið upp á loft í
matsalinn, þar sem aðalréttur
dagsins eru steikt kindahjörtu,
fyllt sveskjum. Kaffisopa fáum
við niðri á deild áður en starf-
inu er haldið áfram.
Fyrsti sjúklingur Maríu eft-
ir hádegið er dæmigert sýnis-
horn hins harðgera íslenzka
bónda, sem ekkert fær bugað,
hvorki harðneskja landsins né
lömun eftir bifreiðarslys.
Páll Pálsson er frá Eskifirði,
stundaði þar búskap ásamt
systur sinni en varð fyrir því
óláni fyrir tæpum tveimur ár-
um að fá aðsvif við stýrið á
bifreið sinni og aka út af veg-
inum með þeim afleiðingum
meðal annars, að hann lamað-
ist. Hann hefur verið í stöð-
ugri þjálfun mánuðum saman
og fer svo vel fram, að til hef-
ur staðið að gera af honum
kvikmynd til að nota til
kennslu og sýna hverjum ár
angri má ná með þjálfun og
þrautseigju.
Útbúnaðurinn sem Páll er
þjálfaður i, er margs konar.
Fyrst er hann reyrður niður á
bretti, sem síðan er reist við og
þar stendur hann langa stund
Framh. á bls. 63
Hér er myndarlegt þríhjól notað til þjálfunar. . . .