Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.1972, Page 30
NýJega er komið út yíirlits-
rit um íslenzkar barna- og ungl-
ingabækur á árunum 1900 >—
1971 títgefandi er Rithöfunda
samband Islands, en Eiríkur
Signrðsson, skólastjóri á
Akureyri, tók saman.
I»etta er aðeins stutt kynn-
ingarrit, en segir þó sína sögu.
í>ar kemur í Ijós, að þeir, sem
fengizt hafa við að skrifa fyr-
ir börn og unglinga hér á landi
á þessu tímabili, eru 160 tals-
ins, konur og karlar, en þar af
86, sem ritað hafa fleiri en
eina bók. Alls munu þær bæk
ur, sem taldar eru í ritinu,
vera 568 auk annars eifnis úr
f jölmiðlum, og má þvi segja, að
vel sé að verið. Hitt er svo
annað mál, hvaða sess bama-
bókmenntir skipa í vitund al-
mennings hér á landi.
Sá, sem einna afkastamestur
er af íslenzkum barnabókahöf-
undum, er Ármann Kr. Einars-
son. Alls hafa komið út eftir
hann 8 bækur, og auk þess
hefur hann samið 4 leikrit fyr-
ir börn. Ármann er mjög vin-
sæll höfundur og sögur eftir
hann hafa verið þýddar
á norsku, dönsku, þýzku,
sænsku og færeysku. Er það
fremur sjaldgæft, að íslenzkir
barnabókahöfundar afli sér
vinsælda á erlendum vett-
vangi, enda ekki mikið af því
gert að kynna íslenzkar barna
bókmenntir erlendis.
Fyrir skömmu knúðum við
dyra hjá þeim hjónum,
Ármanni Kr. Einarssyni og
konu hans, Guðrúnu Runólfs-
dóttur, en þau hafa búið sér
vistlegt heimili að Braut-
arlandi 12 i skjólgóðum Foss-
voginum.
Elzta dóttir þeirra hjóna,
Ásdís Hrefna, er búsett i Flor-
ida í Bandaríkjunum. Sú í mið
ið, Hrafnhildur Elka, vinnur
hjá Samvinnutryggingum, en
starfar sem flugfreyja á sumr-
in. Hún var stödd í heimsókn
hjá systur sinni, en heima hitt
um við ásamt hjónunum yngstu
dótturina, Kristínu Guð-
rúnu, sem er að ljúka við nám
í Kennaraskólanum og son
hennar, Ármann Kr. yngri, tæp
lega eins og hálfs árs, kotrosk
inn augastein á heimilinu.
Ármann Kr. Einarsson er
fæddur og uppalinn að
Neðradal í Biskupstungum og
var einn af 8 systkinum, sem
upp komust. Hann fór snemma
að leggja fyrir sig ritstörf og
við spurðum, hvað hefði helzt
orðið honum hvatning til þess.
„Ég veit það eiginlega ekki,“
segir Ármann, „þó býst ég við
að mikil náttúrufegurð í heima
sveit minni hafi haft áhrif á
tjáningarþörfina. Það hlýtur
að segja til sín að eiga Gullfoss
og Geysi að nágrönnum og
reyndar styðst ég oft við um-
hverfið á þessum slóðum í bók
um minum enn. Og ég hafði
fljótt mikla ánægju af að lesa,
þótt frekar væri lítið um bóka
kost á heimilinu. Ég man, að
ég hreifst mjög af sögunum í
Bernskunni, fannst þær stór-
kostlegar og fór að reyna að
setja eitthvað saman sjálfur.
Við systkinin gáfum út blað að
gamni okkar. Gosi hét það og
var handskrifað og ætlað okk-
ur. Ég átti víst að heita rit-
stjóri, en eintökin eru nú öll
glötuð. Fyrsta sagan, sem birt-
ist eftir mig á prenti
var jólasaga í Ungu íslandi og
þá var ég innan við fermingu.
Fyrsta bók mlin, Smásögur fyr-
ir fullorðna, kom út, þegar ég
var 19 ára, og satt bezt
að segja, þori ég ekki að fletta
henni núna. Margt býr í fjöll-
unum er fyrsta bókin, sem ég
skrifaði fyrir börn. Hún kom
út árið 1937, þegar ég var í
Kennaraskólanum. Síðan rak
hver aðra. Eftir 1940 hef ég
samið 3 skáldsögur fyrir full-
orðna og 24 fyrir börn. Nú er
að koma út heildarútgáfa
af öllum barnabókunum og
komið að 7. bindi.“
„Þú hefur jafnframt rithöf-
uindarstanfinu stundað kennslu
við barna- og 'unglingaskóla.
Hvernig fer það saman?“
„Mér finnst það fara vel sam
an. Ég starfa við al-
menna bekkjarkennslu auk
dönsku við Hlíðarskóla fyrri
hluta dagsins. Ég hef ánægju
af að kenna og kæri mig ekki
um að hætta, enda held ég, að
það sé barnabókahöfundi
stuðningur að hafa persónulegt
samband við ungu kyn-
slöðina."
„Er erfiðara að stunda
kennslu í dag en áður var?“
„Nei, það held ég ekki. Að
vísu hafa miklar breytingar
orðið og aðrar kröfur komið
til. Börn fylgjast meira með
almennum málum nú en áður.
Það gerir útvarp og sjónvarp
og börn í elztu bekkjum barna
skóla og unglingar lesa mest
allra. Þau þyrstir blátt áfram
í lesefni. Þau taka meiri þátt í
því, sem er að gerast í kring
um þau nú og taka afstöðu til
allra hluta.
Mér dettur í hug samtal, sem
ég heyrði milli tveggja ungra
drengja í sumar. Annar spyr
hinn: „Hvort heldur þú með
Spassky eða Fischer?" „Fi'sch-
sr,“ svarar hinn. „Af hverju?“
„Af þvi að allar kellingar
halda með Spassky.“ Bf til viil
ekki grundvölluð afstaða en
afstaða þó. Drengir lesa líka
mikið um tæknifræðileg efni,
sem ekki þekktist áður og má
segja, að smekkurinn hafi
breytzt að því leyti.
Nú er mikið talað um val-
frelsi í æðri skólum og það
hefur að sjálfsögðu áhrif
á unglingana. Reyndar finnst
mér, að vel mætti auka vál-
ifnelsi í uniglingaskólúnx. Hins
vegar er ég mótfallinn því,
sem gert er ráð fyrir í nýja
grunnskólafrumvarpinu, að
lengja skuli skólaskyldualdur-
inn. Sem betur fer er svo kom-
ið hjá okkur, að þeir sem hafa
vilja til, geta haldið áfram
námi eftir skólaskyldu. En
þeir, sem eru tilneyddir að
sitja lengur á skólabekk en
hæfileikar þeirra eða áhugi
segir til um, spilla frá sér.
Ég vil gjarnan koma því að
Fjölskyldan ásamt málverkinu af Neðradal í Biskupstungum, þar sem Ármann Kr. Einarsson er fæddur og alinn upp.