Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.1972, Page 31

Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.1972, Page 31
hér, að ég tel það afar nauð- synlegan þátt við kennslu í barna og unglingaskólum, að komið verði sem fyrst upp vönduðum skólabókasöfnum. Skólayfirvöld hafa sýnt allt of mikið tómlæti varðandi lesefni fyrir æskulýð, svo sem barna- bókaútgáfu. Bókaútgefendur hafa hins vegar gert sér æ bet ur grein fyrir þeirri ábyrgð, sem á þeim hvílir og vanda út- gáfu barnabóka meira en áð- ur var gert. En yfirvöld eiga vissulega að sinna þessum mál um. Það er mikill ábyrgðar hlutur, hvaða lestrarefni börn um er gefinn kostur á. Ég hef orðið var við það í starfi mínu, hversu mjög börn draga dám af sögupersónum og taka þær oft sér til fýrirmyhd- ar. Mér dettur i hug pörupilt- ur, sem ég kenndi eitt sinn í skólanum, 11—12 ára. Hann hafði haft óvenjumikla óknytti í frammi, svo ég sagði við hann: „Jæja, nú fer ég með þig til skölastjórans." Hann varð hvumsa við, þagði góða stund, en sagði svo: „Já, gerðu það bara. Ég veit hvað ég 'geri.“ „Hvað?“ „Ég ætla að ganga að honum og stappa á tána á honum. Fast. Það finnst mér sniðugt Ég las það í bók“.“ „Hvað um siðfræðikennslu i fikólum?" „Hún er ekki til á námsskrá og kristinfræðikennslan held ég að nái ekki tilgangi sinum, hvað þetta snertir. Hún ætti að byggjast meira á siðfræði. Mér finnst líka æskilegt að kenna t.d. unglingum á gelgjuskeiði undirstöðuatriði í sálarfræði. Reyndar gera margir kennarar það, enda þótt það sé ekki fast ur liður í námsefninu. Það er mjög nauðsynlegt, að þeir sem reynslu ’hafa, seigi Ifrá ein- hverju, sem unglingar geta dregið lærdóm af. Sjálfur nota ég oft ævintýri eða dæmisög- ur og vona að þær komist að einhverjn leyti til skila.“ „Hvernig hagar þú ritstörf- um þínum?“ „Ég nota aðallega til þeirra síðari hluta dags á veturna, skrifa þá oftast eitthvað á hverjum degi, en er ónýtari á sumrin. Ég handskrifa allt, tvi- og þrískrifa, en kioinan míin er mín önnur hönd og vélritar fyrir mig, því eins og máltæk- ið segir: betur sjá augu en auga. Og ég verð kritískari með árunum. LJíklega dregur það úr afköstunum." „Á að vera boðskapur í barnabókum?" „Ekki beinn boðskapur en óbeinn. Fyrst og fremst álít ég að barnabækur eigi að vera já- kvæðar, líflegar og skemmtileg ar. Þá er tilganginum náð. Og auðvitað þarf ekki að taka það fram, að þær þurfa að vera á góðu og eðlilegu máli. Sem betur fer eru börn gagnrýn- in, og þau eru vandlátari en margur hyggur.“ „Hvers vegna velur þú að skrifa fyrir börn?‘ „Það er einfaldlega vegna þess að börn eru betri og skemmtilegri lesendur en full- orðið fólk og umfram allt þakk látari. Ég hef oft fengið kveðj- ur og bréf frá lesendum mín- um bæði hér heima og erlend- is. Ég man t.d. eftir bréfi frá norskri fjölskyldu, hjónum og tveim börnum þeirra. Þau segj- ast sjá greinilega fyrir sér í huganum fjölbreytileik og feg- urð íslenzkrar náttúru eftir lestur bóka minna og nú eigi þau enga ósk heitari en ferð- ast til Islands Það muni vera eina óbrigðula lækningin við „Isl'andsife'bier“.“ „Kom ný bók út í haust?“ „1 haust kom út 6. bindi í endurútgáfu bóka minna, „Fluigferðin til Eniglands“. Út- gáfuiflorlag mitt BókatPorlag Odds Björnssonar á Ak- ureyri, gefur ritsafnið út i vönduðum búningi. Ég er þakk látur forlaginu fyrir, að það hefur fulian skilning á, að ekki þurfi síður að vanda til útgáfu barnabóka en bóka, sem ætlaðar eru fullorðnum. ÞU köl¥l Ut fynr nokkru á vegum Almenna bókafélagsins frumútgáfa á myndabókinni „Sólfaxi". Þetta er stutt saga um systkini, sem eiga heima í sveit og dýrin á bænum þeirra. Aðallega kemur þar við sögu folald eða trippi, sem villist að heiman og lendir í hinum ótrú- legustu raunum og ævintýrum. Annars byggist bókin að miklu leyti á myndunum, sem eru eftir einn af þekktustu yngri listmálurum okkar, Ein- ar Hákonarson. Myndirnar eru mjög fallegar og prentaðar í fjórum litum. Öll er útgáfan hin glæsilegasta og forlaginu til mikils sóma.“ „Kemur þessi nýja myndabók kannski út erlend- is?“ „Það vona ég, þótt ekkert sé ennþá ákveðið um þýðingar. Bókin er offsetprentuð og þess vegna á að vera auðvelt að setja inn erlendan texta við myndirnar. Á síðustu árum hafa íslenzk- ir útgefendur gefið út talsvert af erlendum myndabókum og er ekki nema gott eitt um það að segja, ef texti og myndir eru góðar og við barna hæfi. Því ættum við ekki að geta verið samkeppnisfærir á þessu sviði?“ „Nokkuð nýtt á döfinni? „Ég er nýbyrjaður á bók, sem kemur vonandi út á næsta ári. Og í deiglunni hjá mér er leikrit samið fyrir leikhús. Það fjallar um vandamálin í dag, um vanrækslu foreldra á upp- eldi barna og er ætlað stálp- uðum börnum og unglingum. Já, og svo auðvitað foreldrun- 'Um,“ bætir Ármann við brós- andi. „Verðurðu var við slíkt í starfi þínu sem kenmari?" „Já, því miður, þess eru dæmi að börn geta ekki stund- að nám sem skyldi vegna van- rækslu. Það sér á útbúnaði þeirra, þau koma bókalaus í iskólann og illa undirbúin, eru látin sjá um sig sjálf. En það er til of mikils ætlazt að börn á barnaskólaaldri stjórni lífi sínu. Okkur hinum, sem telj- umst fullorðin, gengur það nógu illa. Kannskii er hægt að skýra þetta með einni setn ingu. Fólk er svo ákaft í lífs- þægindakapphlaupinu, að það má ekki vera að því að sinna ’börnunujn," „Er vanræksla foreldra al- gsnig?" „Því er erfitt að svara. En þar sem ég þekki til láta lang- flestir foreldrar sér mjög annt um velferð barna sinna. Þeir fylgjast með framförum þeirra í námi og veita þeim alla þá aðstoð, sem þau megna.“ „Viltu segja nokkuð af þingi norrænna barna- og unglimga- bókahöfunda, sem haldið var hér í vor?“ „Það var tvímælalaust mikil lyftistöng fyrir alla, sem eiga hlut að máli og hvatning til að vanda vel til verka. Þá varð það til nýmæla, að Fræðsluráð Reykjavíkur ákvað að veita verðlaun á þessu árá fyr- ir barna- og unglinigabók og er það i fyrsta sinn, sem það er gert hériendis. Á þinginu var mikið rætt um gagnrýni í blöðum á efni, sem samið er fyrir börn og ungl- sé samvizkusamlega af hendi leyst. Ég persónulega er t.d. helduir á móti „'Stjörnuigjöifum" eins og þeirri, sem Úur geng- ust fyrir í fyrra, þótt áhuginn sé virðingarverðui' Ég álít bara að ekki sé rétt að af- greiða rithöfunda á þenn- an hátt. Þá er betra að fá heið- arlega gagnrýni. Ættum við að hafa stjörnur til viðmið- unar, þá dugar ekki minna en stjörnur himinsins." Guðrún Runólfsdóttir, eigin- kona Ármanns er fædd í Reykjavík en ættuð úr Borgar firði. Hún starfaði sem nudd- kona á læknastofu áður en þau giftu sig, en hefur síðan ekki unnið utan heimilisins. „Jú, einu sinni,“ segir hún, „tók ég að mér að hlaupa í skarðið í veikindaforföllum á Jæ'kninga'tof.u. Þá var elzta dótt ir okkar þriggja ára. Við átt- um heima á Eiríksgötu þá og einhvern veginn varð hún vör við að ég fór að heiman. Sú litla labbaði sig af stað í sömu átt á eftir mér og niður í bæ. Hún fannst ekki fyrr en eftir langa leit að lögreglan kom með hana heim. Þá hugsaði ég með mér: Nei, þetta miá ég ekki gera.“ Við tygjum okkur til brott- farar og þökkum fyrir spjall- ið, þykjumst finna, að það já- kvœða, sem leitazt er við að draga fram í bókunum eigi sér góðan hljómgrunn í heimilis- andanum. Ármann Kr. yngri hefur verið á vappi inn og út úr stofunni, segir lítið en hugs ar kannski þeim mun meira. Nú sinnir hann engum kveðj- um, situr í brúnum pappakassa á eldhúsgólfinu og snýr til veggjar. Við sjáum bara á hnakkasvipnum, að þetta er ekki pappakassi, heldur eitt- hvert glæst farartæki og Ár- mann Kr. yngri er á hraðri leið inn I sitt eigið ævintýri. H.V. Síðustu æviár Einars Bene- diktssonar Framh. af bls. 36 sat einn sér úti í horni og sötr- aði kaffi. Kvæði hans hafði ekki verið flutt og var aldrei flutt. Kristjáni ofbauð þessi framkoma við skáldið, eins og reyndar fleiri vinum þess, sem minnast þessa enn með hryll- ingi, svo nærri gekk það þeim sumum, að sjá skáld sitt svo hart leikið og fá ekki að gert. Kristján leitaði uppi Benedikt Sveimsson og sagc1 honu'm að skáldið væri á Þingvöllum, en líkast til hafa ráðamenn reikn- að með að Einar kæmi ekki, fyrst honum var ekki boðið. Benedikt sem var mikill vinur Einars, beitti sér þá fyrir því, að einhverra úrræða væri leit- að til að draga eitthvað úr þeirri vansæmd, sem skáldinu var sýnd, og varð það að ráði, að Kristján minntist Einars sér staklega daginn eftir með ávarpi frá Lögbergi, sem hann og gerði. Þá var Einar farinn af Völlunum, hann fór um kvöldið hins fyrra dags, einn, að nokkur hlutaðist til um ferð ir hans. Flest getum við, þó minni sé- um i sniðum en Einar, látið okkur renna grun í hugrenn- ingar hans á heimleiðinni til Reykjavíkur, — enda hefndi skáldið sín grimmilega og orti öklaeld, þar sem hann risti ráðamönnum þjóðarinnar níð. Enginn maður hafði séð Einar bregða svip þennan dag og hann hélt reisn sinni í fasi og allri framkomu. Einar bar ekki sorg sína á torg, jafn- vel ekki við vín, þó að margt væri honum andstætt þessi ár- in og hann gerðist gamlaður. Ég hef aðeins eina sögn um það, að hann hafi sýnt merki klökkva á þessum árum, þegar heimili hans hafði leystst upp, konan yfirgefið hann og hon- um var fjárvant, þó að hann ætti enn nokkrar eignir og ald urinn færðist yfir hann. Hann sat að drykkju með nokkrum stúdentum og þeir sungu eða sögðu fram kvæðið um rjúpuna eftir Jónas Hallgríms- son. Á eftir sat Einar keikur í sætinu að varada- og mikilúð- legur og tautaði fyrir munni sér í sífellu: — Á sér ekkert hreysi, útibarin rjúpa — en tárin streymdu niður kinnarn- ar. ■— Dagur með sjúkra- þjálfara Framh. af bls. 59 til að venja hann við upprétta stöðu. Jafnframt gerir hann æf ingar til styrktar handleggjun- um með þar til gerðri trissu. Þá er hann settur í göngubrú fyrir framan spegil og María lætur hann gera ýmsar æfing- ar til að auka styrkleika og jafnvægisskyn. — Þar sem Páli getur ekki stuðzt við hendurn- ar, er mikið átak fyrir hann að gera þessar æfingar, sem miða að því, að hann fái stjórn á hnjánum. Hann getur staðið sjálfur en vegna jafnvægisleys isins verður að styðja við hann. Ennfremur er tilfinningu fyrir stöðu fótanna ábótavant. Úr göngubrúnni er Páll færð ur yfir á bekk, þar sem hann gerir margs konar æfingar. — Mjaðmir hans voru til dæm- is alveg lamaðar, segir María, en nú getur hann lyft þeim þó svo að ég ýti á móti með öllum mínum þunga. Ínga Og milíilvíogi i>«ss, að-hún — Æfingarnar, sem ég geri núna eru samkvæmt svoköll- uðu PNF kerfi, Það byggist á æfingum, sem hafa hagnýt markmið, til dæmis þessi hreyf ing handleggjanna er sú, sem við notum til að færa skeið frá diskinum að munninum. Þetta kerfi hefur verið kennt hér á námskeiði, sem norskur sjúkra- þjállfari halfði á vegium' félags okkar, — ég lærði þetta í Dan- mörku 1969. Hún æfir handleggina og fcitleggina, beyigja — rétta . . . b.eygja . . . rétta . . . fram oig aftur — og tíminn líður — Sérðu ekki sjálfur um ökl ana Páll minn, segir hún loks. — Jú, jú, það get ég alveg, svarar hann og brosir hressi- lega. Þessi æfingastund er orð- in býsna löng og er sýnilega heilmikil áreynsla bæði fyrir kennarann og sjúklinginn. — Þú erfiðar meira við þetta, Páll en margur maðurinn við vinnu sína? — Ætli það ekki, svarar hann, — enda dett ég út af á kvöldin. En Páll er ekki aldeilis bú- inn, næst er hann settur í stól, þar sem hann hjólar til að styrkja fæturna enn betur . . . og þar kveðjum við hann og snúum til næsta sj úklinigs . . . Þannig heldur starfið áfram. Hver sjúklingurinn tekur við af öðrum, menn og konur, sem hafa orðið fyrir slysum eða eiga við annan krankleika að striða. Venjulega lýkur vinnudegi sjúkraþjálfarans klukkan tæp- lega fjögur síðdegis en eftir það er alltaf einn á vakt heima hjá sér. Hann kemur, þegar síminn boðar hann og sinnir þeim sjúklingum, sem þörf er á utan venjulegs vinnutima. Helg unum skipta þjálfaramir með sér. Á þriðjudögum hins vegar hittast sjúkraþjálfararnir og læknar endurhæfingardeildar- innar, þeir Ásgeir B. Ellerts- son og Haukur Þórðarson, yfir- læknir. Við fáum 1-eyifi til að sitja fund þeirra þennan þriðjudag. Einn sjúkraþjálfaranna Ella Bjarnarson gerir grein fyrir ástandi sjúklings, sem hún hef- ur haft í þjálfun um nokkurra vikna skeið. Síðan er rætt um upplýsingar, sem fram koma í sjúkraskýrslu, þá um batahorf- ur og möguleika á að auka þær með breyttri lyfjagjöf. Hver leggur sitt til málanna og þeg- ar ákvarðanir hafa verið tekn- ar, eru mál annarra sjúklinga reifuð. Sýnilega er fyllsta sam- vinna milli læknanna á deild- inni og sjúkraþjálfaranna. Helzta vandamál deildarinnar verður bezt tekið saman í einni setningu Hauks Þórðarsonar, yf irlæknis. „Þér hafið vafalaust heyrt í dag, að hér háir okk- ur fyrst og fremst skortur á starfsfólki. Við þurfum fleiri sjúkraþjálfara og við þurfum að geta kennt sjúkraþjálfun á íslandi." Við ljúkum úr kaffibollunum og kveðjum. Starfsdegi Maríu Ragnarsdóttur er lokið. Hún af klæðist vinnubúningnum, vipp- ar sér í fötin og kápuna og er þotin út í hríðina til að sækja börnin sin tvö og fara með þau heim. Þar bíður annar vinnu- dagur — og annar heimur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.