Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1989, Síða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1989, Síða 5
Wien fyrir 5 ámm. Matur var líka nægileg- ur -það voru gefnir aukaskammtar af kjöti, og Mutter slátraði hænu. Svo keypti ég allt það, sem hægt var að fá af leikföngum, og raðaði því á lítið borð við jólatréð. Matar- borðið skreytti ég eftir föngum, svo að það var reglulegur jólablær yfir stofunni. Strák- arnir voru í fínustu fötunum sínum og ljóm- uðu af ánægju. Hvar verðum við næstu jól - og hvernig verða þau?“ spyr Katrín. Bók- in veitir að vissu leyti svarið. Frásögn Katrínar lýkur þegar hún er á leið heim til íslands um haustið 1945. En þá var annar drengurinri hennar dáinn svo hætt er við að jólin 1945 hafi verið mörkuð mikilli sorg þó stríðinu væri þá lokið og öryggið heima á íslandi hafi tekið við af óvissunni og hör- mungunum í Þýskalandi. JÓL A GRÆNLANDI Menn hafa svo sem haldið jól þó ekki væri jólatré eða .öðru skrauti til að dreifa. Allir reyna þó að gera sér eitthvað til hátí- ðabrigða. Peter Freuchen dvaldi mörg jól á Grænlandi og oft við illan kost. Eitt sinn var hann við Repulse-flóa hjá manni sem Cleveland hét. Einnig dvöldu þar tveir dan- skir magisterar. Menntamennirnir tveir og Peter vildu geðjast gestgjafa sínum og auka á jólagleðina með því að gefa honum hver sínar tvær vínflöskur, með þeim afleiðingum að Cleveland sinnti engu nema að drekka og segja sögur þar til aðfangadagur var að kvöldi kominn. Þá fóru þeir félagar að steikja gríðarstórt hreindýrslæri í ofni. En Cleveland vildi stytta biðina eftir lærinu með því að fá sér enn í glas ávo aftur var sest við að drekka, syngja og segja sögur. Það er skemmst frá að segja að steikin varð næstum ein brunarúst í ofninum. „En okkar ráðsnjalli gestgjafi rak í hana spik- gaffal og dýfðí henni ofan í vatnstunnuna og meðhöndlaði hana á ýmsan hátt, meðal annars velti hann henni um gólfið... Við skárum mestu brunaskorpurnar af steikinni og Cleveland fór að fást við sérgrein sína, tilbúning ídýfunnar, sem hann þuldi yfir einhverja törfaþulu. Því miður var athygli hans glapin frá þessu vandasama starfi við það, að hann þurfti jafnframt því að sýna mér muninn á fornum og nýtísku dansspor- um. Við það flækti hann fæturna um gólf- sópinn og datt kylliflatur á gólfið og hin dýrmæta ídýfa flaut út um allt. “ segit' Peter í bók sinni Ævintýrin heilla. En Peter þreif gólfdulu og þurrkaði í snarti upp ídýf- una og vatt úr henni ofan í pottinn aftur. „Maturinn var góður, magisterunum þótti ídýfan nokkuð beisk en samt bragðgóð. Ég bragðaði hana ekki sjálfur, svo að ég get ekki neitt um hana sagt af eigin reynslu,“ segir Peter. Að lokinni máltíð drakk Cleve- land það sem eftir var af veigunum og sofn- aði loks út frá því, menntamennirnir tveir tóku upp bréf sín og jólaböggla að heiman en Peter skreið ofan í svefnpokann sinn á eldhúsgólfinu og sofnaði. Á jólanóttina sluppu læmingjar Clevelands út og skriðu um Peter allann, hann drap nokkra þeirra en Cleveland hoppaði um á meðan og loðn- ar lappir hans og flagsandi hárið gerðu hann, að sögn Peters, ógurlegan ásýndum. Peter dró pokann sinn inn til magistranna og allir sofnuðu á ný. Daginn eftir svaf Cleveland til klukkan fjögur og þegar Peter fór fullvissaði Cleveland hann um þetta væru dásamlegustu og friðsömustu jól sem hann hefði lifað - hér hefði hin rétta jóla- gleði ríkt. ÁRID 1913 Þessi jólahátíð á Grænlandi er líklega nokkuð fjarri þeim hugmyndum sem metn- aðargjarnar íslenskar húsmæður gera sér um jólahald. Svo lengi sem elstu menn muna hefur mikið verið lagj; uppúr jólunum hér á landi. Menn hafa stytt sér skammdeg- isdrungann með margvíslegum jólaundir- búningi, _um það vitna gömul blöð meðal annars. Ég fletti að gamni mínu nokkrum desemberútgáfum Morgunblaðsins og byij- aði árið 1913, á fyrsta útgáfuári blaðsins. Þann 7./desember 1913 segir í auglýsingu að jólatré komi með e/s Botniu í Liverpool. „Sá sem vili fá sér fallegt jólatré en þó ódýrt bíður eftir þeim“, segir þar, við skulum vona að skipinu hafi ekki seinkað eins og oft gerðist á þeim árum. Menn halda kannski að jólamarkaðir og basarar sé seinni tíma uppfinning. Svo er ekki aldeilis. I verslun- inni Edinborg var jólabasar á aðventu árið 1913 „sá fullkomnasti í allri borginni. Hentugustu jólagjafir fyrir hvern sem er, alt frá ómálga barni til örvasa manns“, seg- ir í auglýsingu. Gaman væri að geta gengið skamma stund inn í umrædda verslun og séð hvað fólk gaf börnum og örvasa gamal- mennum á þeim tíma. Alténd voru ekki til á þeim tíma pónyhestar úr gúmmíi né raf- magnshitapokar. Þegar Þórbergur Þórðarson kom fákunn- andi sveitadrengur í höfuðborgina voru draumadísirnar hans allar með silkisvuntur og vafðar sjölum. Kannski þær hafi keypt sér svuntuefni hjá Agli Jcobsen. í það minnsta voru þar til fyrir jólin 1913 65 gerðir af langsjölum sem kostuðu frá kr. 0.75 og allt upp í kr. 12.50. Ekki skorti heldur silkiefnin, fimmtíu gerðir til af mi- slitu silki og kostaði kr. 7.20' í svuntuna. Einnig gátu vonglaðar ungmeyjar þeirra tíma skoðað 60 tegundir af einlitu silki í slifsi. Fyrir alvarlegar húsmæður sem höfðu „veitt vel“ á mislitu silkisvunturnar aug- lýsti Sturla Jónsson, Laugavegi 11 gardínu- tau, margar tegundir, þau voru meira að segja „seld afar-ódýrt fyrir jólin“ samanber auglýsingu. Á stórum jólabasar sem opnað- ur var í Vöruhúsinu var gefinn 15 prósent afsláttur af ýmsum vörum „svo allt seljist fyrir jólin og ekkert verði eftir,“ segir kaup- maðurinn fullur bjartsýni í auglýsingunni. Það hafa greinilega ekki allir verið sárfá- tækir á þeim árum. í sama blaði minnir Jón í Vaðnesi fólk á að ná í margarinið góða áður en það þijóti. Sennilega hefur fólk borðað svona mikið af smjörlíki á þessum tíma af því það þótti fint þá að vera sæmi- lega holdugur og dýrafitan var ekki orðin sú uggvænlega grýla sem hún er í dag. Þetta hafa verið dýrðartímar fyrir nauta- sjúkt fólk sem átti peninga. Þá gátu menn meira að segja reykt án þess að vera sífellt minntir á krabbameinshættu og æða- þrengsli. Kaupmenn reyndu meira að segja að tæla fólk til tóbakskaupa með lokkandi auglýsingum: P.I. Thorsteinsson og Co (Godthaab) segir: Spánskar cigarettur eru þær langbestu í bænum. Kaupið einn pakka til reynslu. Skilgreiningin „góður eigin- rnaður" var líka til. Árið 1913 þurftu menn ekki að hamast í húsverkum og barnapössun _ til þess að öðlast það sæmdarheiti. Þá dugði mönnum samkvæmt auglýsingu að gefa konum sínum Köhler saumavélar sem feng- ust hjá Agli Jacobsen með lítilli mánaðaraf- borgun. Síðasta auglýsingin sem ég tilgreini frá árinu 1913 höfðar til stéttar sem nú er nánast ekki til. „Allar vinnukonur bæjarins ætla alveg að æra húsmóðurina ef hún eigi kaupir jólamatinn í Nýhöfn. Besta ráðið til friðar og ánægju á heimilinu er þess vegna að kaupa alla matvöru í Nýhöfn“. Nú eru hvorki vinnukonur né verslunin Nýhöfn lengur til enda er heimilisfriður landsmanna vafalaust eftir því. Arið 1923 Tíu árum seinna eru nýkomnir olíuofnar og kveikir í járnvörudeild Jes Zimsen. Sú verslun lifir enn góðu lífi þó flestir séu löngu hættir að eiga stofuhitann undir olíuofnum þaðan. En alla tíma hafa menn átt yl sinn undir ýmsu öðru en ofnum. Þeim hefur ábyggilega hlýnað í geði konunum sem fengu í jólagjöf frá ástmanninum dömu- veski úr lakki, rúskinni eða aligaatorskinni sem Hljóðfærahúsið seldi fyrir jólin 1923. Hitt er jafn augljóst að kona með krókódíla- veski hefur ekki látið sjá sig með hvetjum sem var í þá daga, fremur en í dag. Það hefur því ugglaust komið sér vel að í verslun- inni Goðafossi gátu menn fengið rakvjelar, rakhnífa, raksápur rakkústa, slípólar og rakspegla. Maður sér i anda uppá pússuð og glæsileg pör storma á skemmtun þá sem „Bestyrelsen" fyrir „Det danske selskap í Reykjavík" auglýsir beint fyrir neðan aug- lýsinguna frá Goðafossi „middag með Bal paa Hotel Island 2. juledag KI. 7 Aften. ÁRIÐ 1933 Árið 1933 er kreppan í algleymingi. Það er huggun til þess að hugsa að mitt í því auraleysi öllu hefur „aldrei gefist tækifæri til þess að kaupa jafn ódýra borðlampa og nú“, segir í auglýsingu Raftækjaverslunar Eiríks Hjartarsonar Laugavegi 20. Tuttugu prósent afsláttur var veittur af þessum umræddu lömpum. Þetta sama ár kosta jóla- kjólarnir frá 15 krónum og uppí 38 krónur hjá Ninon í Austurstræti 12. Én þó sumar konur hafi kannski getað marið það að eign- ast nýjan kjól fyrir þessi jól var ekki allt fengið. Eldhússtörfin hjá sumum hafa sjálf- sagt liðið fyrir það að föstudaginn 22. og laugardaginn 23. desember tilkynnir Vatns- veitan lokun fyrir vatn í þeim hluta austur- LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 19. DESEMBER 1989 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.