Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1989, Síða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1989, Síða 7
L J O Ð H O R N Dul og heima leg draumlög Ekki þarf lengi að lesa ljóð Snorra Hjartarsonar til að skynja tengsl hans við Jónas Hallgrímsson: samsömun við náttúruna og einstök lýsing hennar er þeim sameiginlegt og mikil hámákvæm lita- notkun; báðir bera í bijósti heita þjóðemis- kennd, sem víða á sér stað; mér fínnst ég oft fínna í ljóðum þeirra sama trega. Báðir vom orðhagir með afbrigðum og settu sam- an ný orð, sem féllu að hugsun þeirra; og þótt orðanna röð virðist í fyrstu einföld og auðskilin, ljúkast þau upp með öðmm hætti fyrir lesanda, þegar glögglega er rýnt. Samt fínnst mér rangt að segja, að ljóð Jónasar og Snorra séu lík þótt skyldleikinn sé auð- séður. Snorri slær t.d. að jafnaði á hljóðlát- ari strengi þótt sami tilfinningahiti búi und- ir niðri. Eitt ljóða Snorra Hjartarsonar heitir Jón- as Hallgrímsson: Döggfall á vorgrænum víðum veglausum heiðum, sólroð í svölum og góðum suðrænublæ. Stjaman við bergtindinn bliknar, brosir og slokknar, óttuljós víðáttan vaknar vonfrjó og ný. Sól rís úr steinrunnum straumum, stráum og blómum hjörðum og söngþrastasvcimum samfögnuð býr. Ein gengur Iéttfætt að leita: lauffatín gjóta geymir nú gimbilinn hvíta, gulan á brár. Hrynja í húmdimmum skúta hljóðlát og glitrandi tár. Þetta ljóð er sett ljóðstöfum að hefð- bundnum hætti, og innan hvers erindis kall- ast orðin á í hálfrímu: víðum/heiðum/góðum o.s.frv. Einungis í lokin ríma saman að fullu brár/tár og fyrir vikið öðlast þau hærri sess í huga lesenda, enda í samræmi við efni ljóðsins. Erindin em þmngin vísunum í kvæði Jónasar, alkunn og önnur minna les- in, en öll em orðin valin og saman sett með það sjónarmið fyrir augum, að ekki raski í neinu þeirri saknaðarkennd, sem ríkir og kristallast í lokalínunum tveimur; skyldi Snorri hafa búið til orðin vonfrjór og húm- dimmur? Allir íslendingar, sem fara til Kaup- mannahafnar, ættu að þekkja Hviids Vin- stue. Þar er gott að sitja í svalanum. Eitt ljóða Snorra heitir eftir þessum ágæta kjall- ara, en hugurinn er hjá Jónasi, sem sat á Hvíti yfír öli á kvöldi síns „skapadags“. Hviids Vinstue Brenna augun þín brúnu frá borðinu þama í köldum skugga þíns skapadags. Heyri ég hikandi þung hinztu fótatök þín hverfa í ysinn að utan. Heyri þau heyri þau óma í hugar míns djúpi sem fyr á langferðum lífs mins og brags. Form þessa ljóðs er að því leyti hefð- bundið, að erindaskipan er regluleg og þau em jafnlöng, tvær fyrstu línumar standa saman í ljóðstöfum, en sú síðasta sér. Rím er aðeins milli lokalínu fyrsta og síðasta erindis, en hrynjandi mótast af réttum þrílið- um. Ljóðblærinn mótast af heitum söknuði og samkennd: „brenna augun þín“, „köldum skugga þíns skapadags" og endurtekningin „Heyri ég ... heyri þau ... heyri þau“ verð- ‘ ur einkar áhrifamikil. „Heyri ég ... óma ... á langferðum lífs míns og brags“ stendur þar. Og glögglega óma þau í A heiðinni: Á heiðinni Geng ég og þræði grýtta og mjóa rökkvaða stigu rauðra móa; glóir, liðast lind ofan þýfða tó, kliðar við stráin: kyrrð, ró. Litir haustsins i lynginu brenna; húmblámans elfur hrynja, renna í bálinu rauðu, rýkur um hól og klett svanvængjuð þoka sviflétt. Húmflæðin djúpum dökkva hylja glæður og eim; við eyra þylja náttkul i Iyngmó, lindir, mín æðaslög dul og heimaleg draumlög. Hér mætti ef til vill nefna fyrst bragar- háttinn, foman að uppmna og Jónas átti snaran þátt í að endurvekja; þessi erindi em þó komin býsna langt frá uppmna sínum. En einkum er náttúmskynjunin lík: hjartað slær með landinu, maður og náttúra era eitt. Líti menn til samanburðar á Huldu- ljóð. Og þó em efnistökin að mörgu leyti ólík. Á heiðinni er ákaflega kliðmjúkt ljóð, sett stökum ljóðstöfuni í hveijum tveim línum, rímað reglulega og bragtöframir em m.a. í því fólgnir, að lokalína hvers erindis er styttri og fær aukna áherslu af rímat- kvæð'nu, sem er stýfður liður. En auðvitað á ekki að fella svona fágað- an kveðskap í umræðu um form. Hrífíst lesandi af ljóðunum ná þau til hjartaróta. SÖLVI SVEINSSON JÓN ÚR VÖR Þar sem ég hef lengi átt heima Nú hefur bæjarstjórnin samþykkt eftir miklar umræður og margar vangaveltur sinna vísustu manna og kvenna að taka frá mér yndi augna minna Snæfellsjökul og aðra Ijósadýrð himinsins. Mannúðin skipar henni að byggja fyrir mína glugga hús handa öðru gömlu fólki, eins og ekki sé hægt að sjá þessa sömu fegurð frá öðru sjónarhorni en mínu. Veröldin er ekki nógu stór, segja þessir vitru og umhyggjusömu valdsmenn, sem telja atkvæðin sín. En ekki þarf hjarta þess sem er á leið til grafar á viðkvæmum skóm að halda, lítur sér nær. Minn tími Grúfi mig yfir dagbók mína, sem enginn les nema ég sjálfur og breyti orðanna röð, yrki ferhendur, er vekja bros hjá fólki dagblaðanna, kannski... kannski. Gömlu óortu Ijóðin mín berja að dyrum hjá mér, hikandi, einsog þau taki strax til baka hvert högg, vilja fá að vera með. Nóg er ort, svara ég. En þó spyr ég stundum: Hvað ætluðu þau að segja, þessi kvæði? Opna samt ekki.' Það er orðið áliðið. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 19. DESEMBER 1989 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.