Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq

Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1989, Qupperneq 9

Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1989, Qupperneq 9
og hljótt, eins og risavaxið pípuorgel. Svo stóð hann allt í einu einn á eyðilegum vegamótum undir grænni brekku með grá- bláu ferðatöskuna við hliðina á sér og plast- poka með smádóti í hendinni auk dagblaða og bréfa til Marteins. Landróverinn hikstaði sönglandi af stað áleiðis aftur niður í sveit- ina og pósturinn veifaði út um hliðar- gluggann. Hann tók ferðatöskuna og byijaði að rog- ast með hana upp afleggjarann heim að Fosskoti. Bærinn sjálfur sást ekki frá vega- mótunum, en hann hafði séð hann úr jeppan- um og vissi að það var ekki langt. Bara yfir hæðina og svo smáspölur heim túnið. Þegar ofar dró í brekkuna fór hann að heyra alls konar hljóð ijúfa fjallakyrrðina. Það var hrossagaukur og einhveijir aðrir fuglar að syngja. Svo heyrði hann líka vatnsnið og að lokum bættust svo við hvassir dísilskellir í traktor. Innan skamms birtist Marteinn á trakt- ornum efst á hæðinni. Hann var í ljósri úlpu og með gráan sixpensara og dúaði upp og niður í sætinu þegar traktorinn hlunkaðist ofan í holur og yfir lausagijót. Ökutækið hallaðist dálítið háskalega þegar Marteinn snarbeygði út af afleggjaranum nálægt Magga, tók svo úr gir og steig af öllum kröftum á bremsurnar og festi þær niðri með heimatilbúnum járnarmi. Svo klifraði hann niður, tók töskuna og sagði: — Þú ert semsagt Magnús. Bæjarhúsið var gamalt og hlutar þess verulega fomir, með hlöðnum veggjum og tyrfðu þaki. En meginhúsið var bárujárns- klætt timburhús með rauðmáluðu þaki. Marteinn fór strax með Magga upp á loft þar sem allt var í drasli, nema eitt lítið herbergi sem var þiljað af við gaflinn. Þar var uppbúið rúm, lítið borð og stóll og gluggi á veggnum. Út um hann sá yfir torf- þakið á skemmunni, yfir lygnuna á bæjar- læknum og þýfða móa, síðan tóku við ber- angursleg hæðardrög og mosavaxnar hraunbrúnir og loks eldfjallið. Niðri í eldhúsinu var jólakaka á diski, hnífur og glas með staðinni mjólk og Mar- teinn sagði Magga að fá sér eitthvað. Svo hvarf hann út á hlað. Litlu síðar þegar Maggi sat einn í eldhúsinu, maulaði jóla- kökusneið og drakk þessa skrýtnu, sætu mjólk og horfði út um gluggann á kvöld- skuggana læðast upp fjallshlíðarnar, sá hann Martein ganga á eftir tveimur brönd- óttum kúm niður með afleggjaranum og hverfa yfir hæðina. Hann var aleinn. Það heyrðist ekkert hljóð fyrir utan það sem hann framleiddi sjálfur með því að tyggja. Ekki einu sinni í fugli. Bara smá brak í stólnum þegar hann hreyfði sig. Allt í einu fór einhver einkennileg til- finning um Magga. Einhver fíðringur í maganum eins og járn bak við bringubein- ið. Hann hætti að tyggja og hlustaði, en heyrði ekkert. Hann gekk inn í stofuna. Þar var klukka á vegg en hún var stopp. Líka tvö rúm og stórt borð með rósóttum diski. í glugganum var ein fiskifluga að stanga rúðuna. Á einum veggnum voru nokkrar gamlar myndir af mönnum og konum á hestbaki og standandi framan við sveitabæ, brosandi í rokinu. Einn maðurinn var fínt klæddur og með stóra leðurtösku í hendinni. Maggi stóð lengi kyrr á miðju stofugólf- inu og horfði í kringum sig. Hring eftir hring. Hann andaði djúpt og fann hvernig lungun urðu stöðugt þyngri og hann hætti að geta kyngt. Svo komu þessi helvítis tár og það var svo erfitt að stoppa þau. Hann sá gráan sjóinn freyða við fjallsræt- urnar. Sá flagnaðar gluggakisturnar ... og hendumar á sjálfum sér að kroppa málningu upp úr þeim. Hann sá mömmu fyrir sér sofandi, augun ekki alveg lokuð ... Það var hlýtt að koma undir sængina.. .vatnið seytlaði af kvistinum ... Plúpp, plúpp ... Þeir mættust á miðjum afleggjaranum. Marteinn stansaði þegar hann sá hann. Maggi stanseði líka. Hann saug upp í nefið og setti töskuna niður. Marteinn gjóaði aug- unum á ferðatöskuna sem hallaðist svolítið þar sem hún stóð á malarhryggnum á miðj- um veginum. Hann var að naga stilkinn á puntstrái og loðinn endinn á því dinglaði þegar hann tyggði. Hann horfði fyrst lengi á Magga án þess að segja neitt. Eins og hann væri að reyna að muna eitthvað. Skuggarnir læddust upp eftir hlíðinni að baki Marteini. Það heyrðist í hrossagauk. Maggi sparkaði í mölina. Hljóðið virtist ótrú- lega hátt í kyrrðinni. Marteinn tók út úr sér puntstráið. — Hvert ertu að fara, frændi? spurði hann og hallaði undir flatt. — Bara... heim, svaraði Maggi. — Jæja... Það er nú dálítið langt. — Ég veit það. — Já. Þú ert náttúrulega nýbúinn að fara þetta. Marteinn gekk út fyrir veginn og tyllti sér á stóran mosavaxinn stein. Maggi fylgdi honum með augunum. — Veistu það aðég hef aldrei farið svona langt? Maggi starði oní mölina. — Nei, væni minn. Það lengsta sem ég hef farið er líklega þegar-ég fór austur á Höfn í Hornafírði í jarðarförina hans Guð- mundar bróður. Afa þíns. Þá langaði mig líka heim. Hann þagnaði og horfði á fjallið. Maggi klóraði sér í nefínu. — Átt þú nokkurn bróður? spurði Mar- teinn svo. — Nei. — Ekki ég heldur. Ekki lengur. Hann varð eftir í kirkjugarðinum á Höfn. Marteinn benti inn á öræfín. Maggi var sestur á ferðatöskuna sína á miðjum afleggj- aranum. Hann horfði inn á hálendið. — Þetta er mín kirkja, sagði Marteinn. Eftir andartaksþögn bætti hann við: — Þetta er minn kirkjugarður. Maggi kunni ekki við annað en að virða ijöllin dálitla stund fyrir sér, áður en hann leit við. Þá var Marteinn staðinn upp og búinn að stinga aftur upp í sig puntstráinu. — Labbaðu með mér hérna upp fyrir, væni, ég ætla að vita hvort sú einhyrnda er borin. Maggi skildi töskuna eftir á veginum. Skugginn af henni náð þvert yfir veginn. Sú einhyrnda var borin. Lambið skjögraði svolítið og riðaði þar sem það fylgdi henni eftir niður dálítinn slakka. Marteinn sagði Magga að nota tækifærið og grípa það. — Það verður ekki svona auðvelt í fyrra- máli, sagði hann og brosti, svo skein í gular tennur á stangli. Það var enginn vandi að ná því og það var físlétt, en fæturnir asnalega stórir og sterklegir miðað við búkinn. Það skalf pínu- lítið. Marteinn settist í slakkann og Maggi rétti honum Iambið. Móðir þess staðnæmd- ist í um það bil metra fjarlægð og jarmaði örlágt. Maggi settist við hliðina á Marteini. Marteinn henti frá sér puntstráinu og strauk lambinu vinalega um vangann með öðrum þumlinum, svo stakk hann hinni hendinni í vasann, náði í gamlan vasahníf og opnaði hann fímlega. Blaðið var orðið mjótt vegna þess hve oft var búið að brýna það. Geislar kvöldsólarinnar dönsuðu á stálinu eitt augnablik. Svo greip Marteinn fast um höfuð lambsins og skar eldsnöggt mark í bæði eyru þess. Pínulitlar ljósar skinnpjötlur með hvítum hárum duttu niður á buxna- skálmarnar hans. Það rann blóð niður á fing- urna. Lambið jarmaði sárt og sú einhyrnda steig skrefi nær. — Sona geyið ... sona geyið, sagði Mar- teinn og tók aftur að stijúka lambinu blíðlega með þumlinum meðan hann hreins- aði blóðið af hnífsblaðinu á lærinu á sér, lokáði hnífnum og stakk honum aftur í vas- ann. Hann rétti Magga lambið. Hann tók við því og þótt það sparkaði fyrst róaðist það brátt þegar það fann að það gat með engu móti losað sig. Það hristi hausinn snöggt annað slagið eins og til að freista þess að losna við sársaukann úr eyrunum. Það slett- ist dálítið af heitu blóði framan í Magga. Marteinn teygði út höndina til þeirrar einhyrndu og hún nasaði í áttina til hans áður en hún hörfaði. Hún tók sér stöðu rétt fyrir framan Magga og horfði á hann. Hann lét lambið niður og það hljóp rak- ieitt til móður sinnar sem hnusaði af því og kumraði svolítið. Hún hljóp nokkur skref burt áður en hún leyfði lambinu að sjúga. Dindillinn tifaði eins og lítil vél. Ef ekki hefði verið dálítill rauðleitur kragi um háls- inn á lambinu, hefði ekki verið að sjá að neitt hefði komið fyrir það. Þeir gengu heimleiðis og tóku á sig dálít- inn krók til að sækja ferðatöskuna niður á veg. Nú var sólin alveg sest og ekki einu sinni sólskin á hæstu tindum fjallanna. Það var eins og þau hefðu dregið dimmbláa sæng upp yfir haus. Frændurnir gengu eftir afleggjaranum. Marteinn hélt á töskunni. Maggi bjóst við að hann myndi kannski segja eitthvað meira um hvað það væri langt norður og að mamma hans væri sjálfsagt farin á sjó, en hann gerði það .ekki. Það var gott. Það heyrðist dálítill kliður í bæjarlæknum og stöku jarm í kind og lambi. Ofan og handan við húsið gnæfði snjókrýnt orgel- fjallið og Maggi var allt í einu viss um að ef hann legði sig fram gæti hann heyrt í því ótrúlega fallega, djúpa og tregafulla tóna. Hann beygði sig niður, sleit upp stórt puntstrá og stakk stilknum upp í sig. Á morgun ætlaðfhann að segja Marteini að Guðmundur bróðir hans væri kominn heim. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 19. DESEMBER 1989 9 RAGNAR INGI AÐALSTEINSSON frá Vaðbrekku Um ótímabæran en dýrðlegan hetjudauða nútímamannsins / tækninnar vagni á viskunnar braut hann vefur sinn efa í rökhyggju kalda. Svo deyfir hann holdið gegn þjáningu og þraut og þarf ekki lengur á Guði að halda. En litrík er sagan og fræg er hans för það er fátt sem rís hærra í aldanna straumi. Og stöðugt hann berst við að bæta sín kjör til að brauðfæða hold sitt ínautnum ogglaumi. Er ljáberinn slær hann nú högg eftir högg samt hopað ei fær hann þótt staðan sé erfið. í hlutverki Drottins hann dæmir af rögg og deyr fyrir trúna á heilbrigðiskerfið. J.W. GOETHE Söngvarinn Helgi Hálfdanarson þýddi „Hver á þá rödd sem að oss ber að utan styrkum rómi? Hún óska ég að inni hér í eyrum mínum hljómi!“ Svo skipar kóngur. Skjaldsveinn kann því skil. „Þið sækið öldung þann!“ Svo hljóðar konungs krafa. „Heill yður, göfga hetjulið! HeiII, fagri kvenna blómi! Sem bjartar stjörnur birtizt þið, vor bezti þjóðarsómi. Mín augu lokist! eigi skal slíkt ofurskart í veizlusal mér skylt með gleði að skoða. “ Svo luktust sjónir söngvarans; um salinn tónar líða; hver kappi hreifst af kvæði hans og kvennasveitin fríða. Og konung snart hið Ijúfa lag; að launum fyrir söng og brag hann gullna festi gefur. „Nei, ekkert gull mér gefið skal; það gefðu köppum þínum sem fjenda skarann fella í val með fránum augum sínum. Gef ráðherranna flokki fyrst, svo fái þeir í engu misst af því sem þeim er kærast. Ég syng sem fugl á sumargrein, hvort söng minn nokkur metur, um heiðurslaun ég hirði’ei nein; mín harpa launar betur. Ef biðja skal, ég bið um eitt: hið bezta sem á skál er veitt; mér gullinn bikar berið!“ Hapn hóf að vör og tæmdi í teyg: „Ó, tæri svaladrykkur! Að launum fyrir veitta veig ég vel mun kveða um ykkur sem aftur hugsið hlýtt til min, á himni þegar sólin skín, og gjaldið guði þakkir. “

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.