Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1989, Síða 18
A U S T A N
U M
H E 1 Ð 1
Afturhvarf
til frumtrúar
Nýlega heyrði ég í Ríkisútvarpinu hugþekkan
þátt um Artúr konung. Þáttarsmiðurinn greip
niður í skáldverki, sem mér að sönnu var
ekki kunnugt fyrir. En sagnirnar um Artúr
konung eru almenningseign.
Á síðari öldum hafa
átfrekja mannsins og
félagslegur
umskiptingsháttur
raskað öllum
samskiptum hans við
sakramenti
sköpunarverksins. Hér
birtist frumsynd
mannsins með
nærgöngulli hætti en
nokkru sinni.
Ég sting ekki niður penna til að fást við
útvarpsþáttinn sér á parti. Eigi að síður er
hann kveikja eftirfarandi orða. Sjálfsagt er
og að þakka fyrir einkar ánægjulega stund
undir veðrahjálmi haustgrímunnar. Svo skal
gleðja söguþjóð sem gert var þetta vetur-
náttakvöld.
Kristni Og Heiðni í
Brezkum Fornsögum
Óvíða fléttast fomeskja og kristinn dóm-
ur svo listilega saman sem í sögnunum um
Artúr konung og riddara hringborðsins.
Fáir sagnafLokkar eru síðari tíma mönnum
drýgri uppspretta margskonar vangaveltu
um samleik tveggja siða, kristni og heiðni.
Slíks er að von: Keltneskar goðsagnir eru
mikill sjóður. Rás viðburðanna olli því einn-
ig, að kirkjan þróaðist með sérlegum hætti
um vestanverðar Bretlandseyjar framan af
miðöldum og jafnvel lengur. Trúarbragða-
saga þess hluta álfunnar er því heillandi
viðfangsefni, sem vekur margar spumingar,
er og heimahagi hugarflugs og sælureitur
góðra og vondra skálda.
í útvarpsþættinum kvöldið góða nutu
hlustendur brota úr sögubók. Þeim brotum
og íslenzkum búnaði þeirra verður að heilsa
með orðum Jónasar: Mættum við fá meira
að heyra. Efniskjaminn var þó ekki síður
umhugsunar verður en ytra byrði og atvika-
röð: Forn og nýr siður leiddu saman hesta
sína með átakanlegum hætti. Hinn fyrri
hafði á lofti merki lífsþorsta, fijósemi, ynd-
is og umburðariyndis. Hinn síðari veifaði
vendi syndar og sektar, yfirbótar og iðr-
unar, klerkavalds og kirkjuaga.
Gamalkunnugt efni úr ýmsum stað. En
framsetningin í senn lifandi og í góðu jafn-
vægi.
Eftir
HEIMISTEINSSON
Forneskja í Hillingu
Litlum vafa mun undirorpið, að margur
sér þann sið, er svamlaði um Evrópu fyrir
daga kristninnar í nokkurri hillingu. Fjar-
lægðin gerir fjöllin blá. Takmörkuð vitn-
eskja um þann löngu liðna veruleika heimil-
ar mönnum að hampa því einu, sem hjart-
anu er næst. Ofríki hins nýja siðar vekur
og samúð með þeim fornu mönnum, sem
urðu að þoka við tilkomu kristninnar.
„Gömlum kennum vér nú goðanum að geifla
á saltinu“ sagði Hjalti Skeggjason, þegar
Runólfur í Dal var skírður. Meira en meðal
mannhund þai-f til að taka undir með gleið-
gosanum Hjalta, er hann skopast að aldur-
hnignum höfðingjanum á örlagastund. Hlaut
þó margur að þola þyngri raunir en Runólf-
ur goði, þegar kristnin lagði Norðurevrópu
að fótum sér.
Hitt kann að gleymast þeim, sem baða
sig í hillingaljóma löngu liðinnar heiðni, að
hinn forni siður var flókabenda sundurleit-
ustu þankabrota og alls kyns atferils.
Ofrausn væri að tína til dæmi þessa hér
og nú. En gagnlegt er að hafa slíkt í huga
og veijast með þeim hætti glýju. Einnig er
saklaust að minnast þess, að kristninni
fylgdu samfélagshættir og menning, sem
eru hryggjarstykkið í tilveru okkar fram á
þennan dag.
HVAÐ ER ÞAÐ, SEM HEILLAR?
Líklega er það öðru fremur náttúrubarnið
í bijósti hvers manns, sem brýzt um, þegar
draumurinn um horfinn átrúnað skýtur upp
kollinum í bókmenntum, listum og jafnvel
mannlífstilbrigðum. Dæmi slíks er raunar
Upphafsstafúr úr írsku 8. aldar handriti af Mattheusarguðspjalli, gerður með
undursamlegri færni og ber vott um langa ræktun og mikla æfíngu. Kristni barst
snemma til írlands og komst þar í bland við fornan, keltneskan átrúnað.
að finna á ýmsum öldum síðari tíma sögu.
Manninum er eðlilegt að eiga ríkulegt, náið
og varanlegt samfélag við náttúruna. Þess-
ari þörf er löngum misboðið í borgasam-
félögum. Sjálfsagt hefur náttúrubamið aldr-
ei búið við aðra eins nauðung og nú, umlukt
steinsteypu, malbiki, manngrúa og tröll-
heimskum hávaða hvers konar upplýsinga,
sem menn að jafnaði varðar ekkert um.
Við slíkar aðstæður leitar íöngunarfullur
hugur ekki aðeins inn til dala og fjalla,
heldur einnig um öxl, til þess tíma er menn
byggðu jörðina með öðmm hætti en nú er.
Þar kann gyðja að búa við vatn í djúpum
skógi. Fossbúinn kveður. Armaður dvelur í
felli og vakir yfir jörðinni. Hér er gott að
vera. Gesturinn er kominn heim. Geðgróin
meðvitund segir honum, að nú hafi hann
fundið átthaga sína. Sú meðvitund er sterk-
ari miklu en skilgreiningar klassiskrar
menntunar og rannsóknarniðurstöður raun-
vísinda. Gangleri allra tíma hefur fundið
sjálfan sig.
En sem hann unir þarna við vatnið í faðmi
gyðjunnar, umvafinn skilmálalausri — já
einmitt skilmálalausri — návist ármannsins
og hlustar á fossbúann kveða, má vera hann
heyri rödd úr austurlenzkum heimi, raust
kristinnar kirkju og hennar skilmálafulla
Guðs: Þú skalt. Þú skalt — ekki. Ávarpið
veldur komumanni ónæði. Það felur í sér
kröfu, sem hann ekki fær uppfyllt og leiðir
því til sektarkenndar. Synd og dómur eru
á næsta leiti, — ásamt endurlausn, sem að
vísu er ókeypis, ef hrein trú og sönn iðrun
koma til, en allt um það miklum mun út-
smognari en áhyggjulaust tómlæti fjallsins
og vatnsins og léttstíg kátína lækjarins.
Reyndar er ekki fullvíst, að sá nútíma-
gestur, sem leitar á þessa fornu slóð, láti
sig skilmála kristins dóms miklu varða. Þó
búa þeir með honum, í undirvitund hans,
ef ekki vill annað til. Trúararfleifð kirkjunn-
ar virðist og vera honum tákn þess ofríkis,
sem hann leitast við að flýja: Eða er ekki
kristnisagan saga vesturlandamenningar?
0g hefur hefur ekki vesturlandamenning
leitt okkur á þá refilstigu, sem ganga næst
lífi náttúrubarnsins? Hugsanaferillinn er
ekki óhóflega skýr. Myndin af kristnum
dómi þaðan af síður fullnægjandi. Gesturinn
dregur fram skuggahliðar hins nýja siðar,
meðan hann starir hugfanginn í stijála
geisla fomeskjunnar. En áhrifin eru ótví-
ræð, hillingarnar bjartar, — og formælingin,
sem komumaður þylur yfir kristninni, af-
dráttarlaus.
Veröldin Sem Sakramenti
Kristinn dómur á marga strengi í hörpu
sinni. Hinn dýpsti hljómar á þessa leið: Ál-
góður Guð skapaði himin og jörð og þar
með hvert kykvendi undir sólunni. Að lykt-
um skapaði Guð manninn og fól honum
umsýslu jarðarinnar og uppbyggingu mann-
legs félags. Þegar manninum mistókst um-
sýslan, skarst Guð sjálfur í leikinn, gekk
fram á jörðu í mynd farandpredikara ofan
úr sveit, skírðist í vatni jarðar, úthellti blóði
sínu á krossi og helgaði jörðina, mannheim
og allt, sem lífsanda dregur. Manninum er
því ætluð heilög tilvist í helguðum heimi.
Náttúruna ber honum að umgangast með
aðgát og virðingu, sem er í samhljóðan við
lotninguna fyrir skapara náttúrunnar og
endurlausnara. Veröldin öll er sakramenti,
helgur leyndardómur.
Á síðari öldum hafa átfrekja mannsins
og félagslegur umskiptingsháttur raskað
öllum samskiptum hans við sakramenti
(sköpunarverksins. Hér birtist frumsynd
mannsins með nærgöngulli hætti en nokkru
sinni: í stað þess að þjóna lífinu gerir maður-
inn lífið að leiksoppi háskalegra duttlunga
og er nú á góðri leið með að eyðileggja
þann helgidóm, sem honum var falið að
gæta. Þessi frumsynd mannsins á fátt eitt
sammerkt með þeim „syndum“, sem kirkjan
er löngum sproksett fyrir að halda á lofti.
Hitt er ljóst, að laun frumsyndarinnar er
dauði. Hann vofir nú yfir komandi kynslóð-
um, skyggnist niður um opið á ozonlaginu
og raular í takt við vélargnýinn í Amazon-
skógunum.
Menn þurfa ekki að hverfa aftur til heiðni
í því skyni að bjarga náttúrubarninu í bijósti
sér. Aftur á móti gæti verið ráðlegt að
hverfa aftur til kristni, ef menn hyggjast
bjarga lífi sínu og barna sinna yfirleitt.
Náttúruvernd Og Kristin
Frumtrú
Spámenn Gamla testamentisins höfðu á
stundum uppi hrakspár og kölluðu menn til
afturhvarfs. Nú á dögum er fátt um spá-
menn. Þó eru þeir til. Spámenn okkar daga
er einkum að finna meðal náttúruverndar-