Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1989, Blaðsíða 19
fólks. Úr þeim garði berast viðvaranir, ill-
spár, — ásamt með predikun til afturhvarfs.
Náttúruverndarspámenn höfða til heil-
brigðrar skynsemi okkar hinna. Þetta er
eðlilegt: Sannleiksgildi þess, sem þeir hafa
fram að færa, liggur að jafnaði í augum
uppi. Gallinn er hins vegar sá, að jafnaðar-
lega lúta menn ekki rökum heilbrigðrar
skynsemi, né heldur kæra þeir sig um að
horfa á það, sem í augum uppi liggur.
Manneskjan er flóknara fyrirbæri en svo,
að hún láti stjórnast af röklegum skilgrein-
ingum eða raunvísindalegum ályktunum.
Saga allra alda — og engrar svo mjög sem
hinnar tuttugustu — 'sýnir, að mergjuð veig
lifandi trúar fær ein brotizt inn í þann laun-
kofa hugskots og tilfinninga,, sem veldur
straumhvörfum í mannheimi, — til góðs eða
ills.
Um þessar mundir þarf mannkynið á
róttæku afturhvarfi að halda. Afturhvarfi
til lotningar fyrir lífinu. Afturhvarfi til holl-
ustu við höfund lífsins, helgara þess og
endurlausnara. Náttúruvernd mun hollast
að boða í nafni skapara himins og jarðar.
Vilji kirkjan leggja það úrslitalóð á vogar-
skálarnar, sem hún ein hefur í hendi sér,
kynnu kristnir menn að sjá þann kost vænst-
an að víkja til hliðar mörgu smælki, sem
sundrar þeim sín á milli og spillir samneyti
þeirra við aðra menn.
Fyrr nefndi ég frumsynd. Nú bregð ég á
loft orðinu „frumtrú". Það skýrir sig að
nokkru leyti sjálft. Að hluta til þarfnast það
skýringa, sem ekki er rúm fyrir hér.
Markmiðið er ljóst: Að leiða náttúrubarn-
ið heim í átthaga sína, þar sem Gangleri
finnur sjálfan sig og lífi jarðar er borgið, —
um stund.
Höfundur er prestur og þjóðgarðsvörður á
Þingvöllum.
Manninum er ætluð heilög tilvist í helguðum heimi. Náttúruna ber honum að umgangast með aðgát og virðingu, sem er
í samhljóðan við lotninguna fyrir skapara náttúrunnar. Veröldin öll er sakramenti. Myndin er frá Mývatni.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 19. DESEMBER 1989 19
EINAR MÁR GUÐMUNDSSON
STUTT SAGA
i
Svo lengi hafði þokugráminn ríkt
að loksins þegar létti til
vorum við enn niðurlút.
Gamlir menn með skeggstubba
örkuðu um hreppi; víðs vegar
gengu unglingar með staf.
Sumir fengu ofbirtu í augun,
blinduðust eða sáu furðulegar sýnir:
Um stræti úr gegnsæum bláma
óku roðaslegin ský,
draumar sem hvergi. rættust
gengu um götur.
Þegar við fórum úr tötrunum
komu sparifötin í Ijós.
II
Var andrúmsloftið sem seytlaði
á milli bláhvítra fjallanna
hitabylgja úr fjarlægri heimsálfu
eða steig það úr djúpum hafsins
og glitraði í fjársjóðum
sem minntu á demanta?
Á hafsbotni sátu dugmiklir kaup-
menn
og mokuðu upp saltnámum,
auð þorp fylltust af fólki
og nótt eina gekk vinnuskúr í
svefni.
Við vöknuðum þegar vörubíll hlað-
inn
rúsínum ók framhjá húsinu.
III
Kannski varþetta einsog á miðöld-
um
þegar ótal verslunarleiðir opnuðust
við múslimi
og meðal annars dagatalið kom til
sögunnar.
Þegar gulnuð blöðin hrundu úr
gestabókinni
skráðu nýir hópar nöfn sín.
Regn klingdi á þökum.
Grænir seðlar uxu.
Við brottför flugvélarinnar
leit hann um öxl en hlíðarnar
voru farnar.
IV
Þegar þú
speglaðist í búðarglugganum
hélstu að þú værir genginn aftur
einsog niðursetningarnir sem
stóðu fyrir utan þinghúsið
og veifuðu gjaldþrota skýjum.
Útgerðin fór að mestu fram innan-
dyra
en kreppan kom aðeinsyfir okkur á
kvöldin
þegar fjöllin gleyptu kaupfélögin
og bankarnir átu börnin.
Svo margir voru speglarnir
að ég hélt þú hefðir orðið
eftir þegar þú fórst...
á meðan myrkrið spriklaði í
gluggunum
qg bryggjurnar hrundu yfir þorpin.
V
Þegar steinarnir
voru hættir að hafa sambönd
blöskraði okkur sem bjuggum
við alræði vindsins.
En skýin voru harðlínumenn
ogengin von um umbætur frá guði.
Jafnvel sólin þáði mútur...
og tunglið svo spillt
að það lét vikuritin
mynda sig nakið
Þá snerum við okkur til regn-
dropanna,
en þeir höfðu ýmist sagt af sér
eða voru fyrir löngu hættir að
skipta sér af stjórnmálum.
Höfundur er skáld í Reykjavík.
Mynd: Steingrímur Eyfjörð.