Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq

Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1989, Qupperneq 27

Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1989, Qupperneq 27
Hrafii. Myndin er úr bókinni „Fuglar á íslandi“ eftir Hjálmar R. Bárðarson og er birt með leyB höBindar. eiga sína bæjarhrafna. Krummi hefur vit á því að skipta sér niður á bæina. Er það gömul trú að hann haldi þing að hausti og að þar sé ákveðið, hvernig vetursetu skuli hagað. Bæjarhrafnarnir vaka yfir hveiju smáræði sem til fellur á bænum. Oft er hart í ári og bágt til bjargar. En þótt krummi sé gráðugur og þurftafrekur getur hann komist af með furðu fátæklegan kost. En þegar hann kemst í æti stendur allt á botni í honum. MlNNINGAR UM HRAFNINN Minningarnar um hrafninn og sambúð hans við okkur mennina eru flestar naprar. Hver er sá, að hann ekki fyllist reiði þegar hann kemur að lambi, sem krummi er búinn að kroppa úr augun eða rekja úr garnirnar? Og ekki eru fallegar aðfarir hans við eggja- rán úr hreiðrum annarra fugla. Æðarfuglinn reynir að veijast árásum krumma í lengstu lög. En oft ráðast tveir til þrír hrafnar á eina æðarkollu. Þegar einn ræðst framan að henni og hún reynir að beija hann frá sér heggur annar nefinu í eggin undir stéli hennar og rífur þau eitt og eitt úr hreiðr- inu. Sá þriðji vofir e.t.v. yfir vesalings koll- unni með dólgslegu gargi og æsilegum hót- unum. í þessari viðureign er æðarkollan oftast dæmd til þess að tapa. Það er ömurlegt að ganga um æðarvarp, sem heill her af hröfn- um hefur gert árás á. Það er eins og loftár- ás hafi verið gerð á hreiður þessa friðsama nytjafugls, sem á engan leitar, og búa vill í friði við allt og alla. En krummi fer ekki að lögum. Honum þykja æðaregg lostæti og einnig hann á gráðuga unga, sem mikið þurfa. Kríunni verður oft betur ágengt í vörn- inni gegn hrafninum. Hún er félagslyndust fugla. Þegar óvinurinn birtist snýst hún sameiginlega til varnar. Hundruð, jafnvel þúsundir kría skipa sér í fylkingu og ráðast gegn hrafninum eða fálkanum ef þeir nálg- ast varpland hennar. Oft tekst þeim að sjálfsögðu að hremma egg hennar eða unga og fljúga með þá í burtu. En oft verða þeir líka að leggja á flótta undan þessum litla flughraða og vígreifa fugli, sem heggur hvössu nefi sínu vægðarlaust í bak þeirra. Kríufylkingarnar eru eins og sveitir orr- ustuflugvéla, sem ráðast gegn stærri og þungfærari flugvélum. Tamning Auðveld En skapgerð hrafnsins eru ofin fleiri þátt- um en grimmd og tortryggni. Einnig hann á til mannblendni og spekt. En þá hlið á sér sýnir hann þó ógjarnan. villtur. Það er auðveldara að temja krumma en flesta aðra fugla. Á háskólaárum mínum ól ég eitt sinn upp hrafnsunga heima í Vig- ur. Við sigum í bjarg eftir honum og tókum hann ófleygan úr hreiðrinu. Krummahjónin ætluðu vitlaus að verða meðan við sigum niður í klettana að hreiðri þeirra. Þau köst- uðu sér yfir okkur eins og steypiflugvélar og reyndu að slá til okkar með vængjunum. En ekkert dugði. Við komumst að hreiðri þeirra. Þar gat að líta þijá gargandi hrafns- unga, alla ófleyga. Þeir glenntu upp rauð ginin og hugðust 'selja líf sitt dýru verði. En þeir máttu lifa eins lengi og þeir vildu. Við ætluðum bara að taka einn þeirra og kenna honum dálítið af mannasiðum. Krummagreyið litla var gripið og stungið niður í tágakörfu. Hann bar sig ósköp eymd- arlega og foreldrar hans eltu okkur heim eftir eynni, nærri því heim að bænum. Þar var litli krummi tekinn upp úr körfunni og sleppt inn í tóma hlöðu. Þar átti fyrsti þátt- ur uppeldisins að fara fram. Síðan var hon- um boðinn matur, æðaregg og lundabringa. En hann vildi ekkert eta, gaf aðeins frá sér ófögur hljóð og vildi í engu þýðast sinn nýja fóstra. Hann var óskaplega einmana, þarna sem hann sat á meis í hálfrokkinni hlöðunni. Hreiðri hans í bjarginu, foreldrum pg systkinum, öllu þessu var hann sviptur. í þokkabót var hann, ófleygur og varnar- laus, ofurseldur geðþótta mannanna, sem allar hrafnakynslóðir frá örófi alda höfðu legið í stöðugu stríði við. Nei, það var sannarlega engin furða þótt þessi litli krummaungi væri hrelldur og hijáður þetta fyrsta kvöld í hinni nýju vist. Að morgni er hann aftur heimsóttur og boðin egg og fuglakjöt. En hann þiggur ekkert. Þó er hungrið byijað að segja til sín. En það er um að gera að láta vel að krumma, tala við hann, vera hjá honum, bjóða honum krásirnar hvað eftir annað, gera honum ljóst að engin hætta sé á ferð- um. En hvernig á hann að geta treyst mann- inum, sem hefur tekið hann frá pabba Og mömmu og lokað hann inni í þessu nötur- lega gímaldi, þar sem hvergi sér í heiðan himinn? Nei, það líður að kveldi annars dags. Alltaf öðru hveiju kemur maðurinn og freist- ar litla krumma með allskonar lostæti. En þótt hungrið skeri hann innan lætur hann ekki bugast. Hann gargar aðeins að mannin- um. Það skal. hann hafa, ótætis frelsisræn- inginn. Nýr dagur rennur upp. Hálfur annar sól- arhringur er liðinn síðan krummaunginn var tekinn úr hreiðrinu. Enn kemur maðurinn í heimsókn í hlöðuna. Hann ijálar við dyrn- ar, kallar í litla krumma, lætur hann finna að hann og maturinn er að koma. En nú er mótstöðuþrekið að bila. Litli krummi kemur vappandi fram hlöðugólfið, baðar út vængjunum, flýr síðan aftur inn í hornið á meisinn. Maðurinn býður honum æðaregg. Nú verður engin andstaða. Krummi litli sýpur úr egginu og hámar í sig lundabring- una. Hungrið hefur hrakið varúðina og tor- tryggnina á flótta. Maðurinn gælir við hann, skorar á hann að taka nú sönsum, lofar að koma aftur síðar um daginn me'ð meiri hressingu og hlýlegt viðmót. Svo líður hver dagurinn á fætur öðrum. Litli krummi verður stöðugt viðráðanlegri. Hann tekur manninum, fóstra sínum með glaðhlakkalegu krunki, grimmdin er horfin úr röddinni, óttinn og skelfingin líka. Oftast kemur hann flögrandi á móti honum, etur allt sem honum er boðið, stækkar og nálg- ast það að verða fleygur. Maðurinn situr langtímum hjá honum og talar við hann. Krummi veltir vöngum spekingslega, það klukkar í honum þegar hann er orðinn sadd- ur og þegar maðurinn strýkur höfuð hans og bak ofurlaust sígur á hann höfgi. Hann gefur frá sér syfjulegt værðarhljóð, sem er greinilegt tákn sátta milli þessara fornu óvina: Mannsins og hrafnsins. Enn líður nokkur tími. Sá dagur rennur upp litli krummi fái að fara út. Hann er orðinn fleygur og fær, myndarlegur og rogg- inn hrafn. En hvernig skyldi hann bregðast við frelsinu? Skyldi hann ekki fljúga burtu og slst í för með foreldrum sínum og systkin- um, sem nú eru komin á 1 egg? Hrekkjóttur Og Þjófóttur Litla krumma er hleypt út úr hlöðunni. Hann má fara hvert sem hann vill og hann hefur sig til flugs, hátt á loft. Poreldrar hans koma óðara á vettvang, fagna honum og bjóða honum að koma með sér. En litli krummi lætur sér fátt um finnast. Hann flýgur með þeim nokkrar hringferðir en snýr síðan aftur til jarðar og stefnir rak- leitt til fóstra síns. Hann hefur tekið tryggð- um við hann, hann treystir manninum, sem hefur fóstrað hann, gefið honum að eta, talað við hann og gælt við hann. Hann vel- ur sér svefnstað á spýtu fyrir utan gluggann hans og eltir hann oft út og inn, eins og tryggur hundur. Hann kynnist öðru heimilis- fólki og þekkir það auðveldlega frá gestum. En þrátt fyrir tamninguna hefur náttúran ekki verið lamin úr litla krumma. Hann er hrekkjóttur og þjófóttur svo mikill bagi er að. Ekkert má vera á glámbekk. Hann stel- ur öllu, sem hann nær í og felur. Allt gljá- andi og litfagurt er honum einkar hugleik- ið. Hann stelur tóbaksdósum sýslumanns- ins, hnöppum og nælum. Hann rogast með stærðar biblíu ofan úr bókaskáp og situr og flettir henni spekingslega þegar að hon- um er komið, og rífur hvert blað um leið og hann flettir því. Hann fer í kaupstað og lendir í kasti við lögregluna, en kemur ávallt heim aftur. Þrátt fyrir hrekki sína og kvinnsku nýtur hann vinsælda. Fólkinu þykir gaman að kænskubrögðum hans og öll hrafnaíjölskyldan nýtur hans. Svona gat þá krummi skinnið verið almennilegur. Það voru þó ærlegar taugar til í honum. Maður- inn finnur líka að það er ekki aðeins krummi, sem 'hefur lært af honum. Krummi hefur líka kennt manninum. Hann hefur lært það, að einnig þennan harðlynda, grimma fugl er hægt að temja og blíðka, eyða tor- tryggni hans og skapa hjá honum traust. Þannig hafa báðir lært nokkuð, maðurinn og hrafninn. í íslenskum þjóðsögum er margt sagna um hrafninn. Lúta þær flestar að speki hans og spádómsanda, kaldlyndi hans og harðleikni. Margar sögur eru sagð- ar, sem eiga að sanna það, að guð borgi fyrir hrafninn. Það verður mönnum oft til bjargar að þeir hafa gefið krumma bita. Hann forðar þeim undan snjóflóðum og skriðum, vísar þeim á rétta leið úr villum, skapar þeim jafnvel lífslán alla ævi. Hann boðar feigð og lán eða' ólán í ástum. Það getur því vérið varasamt að erta úfið skap hrafnsins. S JALDSÉÐIR HVÍTIR HRAFNAR En þrátt fyrir aðvaranir þjóðtrúarinnar hafa tslendingar þó löngum átt í stríði við hann. Ásókn hans á lambfé og nytjafugla hafa stöðugt skapað honum óvini. Sjaldséðir hvítir hrafnar, segir máltækið. En þeir eru þó til. Fyrir nokkrum árum sást alhvítur hrafnsungi vestur á Snæfells- nesi. Hann náðist meira að segja og var fluttur til Reykjavíkur til sýningar. En þessi vesalings hvíti krummi átti ekki sjö dagana sæla. Svörtu hrafnarnir hröktu hann og hrelldu. Þeir vildu ekki viðurkenna hann sem bróður og frænda. Þeir vildu helzt ekkert hafa saman við hann að sælda. Einn og einmana húkti hann í gili vestur á Snæfells- nesi. Mig minnir að sá sem náði honum hafi læðst að honum sofandi og handsamað hann þannig. Svo mjög var af honum dreg- ið. Slíkt hefði aldrei getað hent fullfrískan hrafn. Og nú stendur hann einhversstaðar uppstoppaður eins og veraldarviðundur! I íslenzkum skáldskap hefur hrafninn frá upphafi komið allvíða við. Huginn og Mun- inn, hrafnar Óðins, fljúga hveijan dag yfir jörðina, segir í Grímnismálum. Hrafninn fylgir hermanninum, og hreysti hans gaf fuglinum æti. Jafnvel Egill Skallagrímsson notar hrafninn til þess að sýna hreysti höfð- ingjans: Rauð hilmir hjör, þar var hrafna gjör. Þá kemur vizka hrafnsins fram í Rigs- þulu er kráka á kvisti fræðir konunginn um, hver köllun hans sé. Greinilegt er að hrafninn setur niður þeg- ar kristnin tekur að festa rætur. Skáldin og þjóðsagan fara þá að setja hann meira í samband við myrkur, myrkraöfl, feigð og dauða. Hrafninn verður fugl vetrarins. Menn yrkja um hann í sambandi við hörð vor: Hóla bítur hörkubál hrafnar eta gorið. Titlingarnir týna sál tarna er ljóta vorið. Oft er þröngt í búi hjá krumma og kost- ur fábreytilegur: Allt er frosið úti gor, ekkert finnst við ströndu mor svengd er metti mína. En þótt víða sé kuldalega talað um hrafn- inn í íslenzkum skáldskap heyrast einstakar samúðarfullar raddir í hans garð, þar sem túlkaðar eru ýmsar hliðar á afstöðu manns- ins til hans. Ágætt dæmi um það eru Vögguvísur um krumma eftir Jóhann Jóns- son: Hrafninn flýgur um aftaninn, hans eru í kjörin góð. Sumarið leið og laufið féll, og lyngið varð rautt sem blóð. Seint flýgur hrafninn á kvöldin. Hrafninn flýgur um aftaninn, hrynur af augum tár, því hann ér svartur sorgarfugl og söngur hans feigðarspár. Seint flýgur hrafninn á kvöldin. Hrafninn flýgur um aftaninn, með hrím á svörtum væng. En bezt er að hirða ei hót um það og hjúfra sig undir sæng. Seint flýgur hrafninn á kvöldin. Hrafninn flýgur um aftaninn hann á ei skárra völ. Margur hlaut gogg og góða kló, sem gæfan varð aldrei föl. Seint flýgur hrafninn á kvöldin. BlSKUPINN KUNNI Hrafnamál Sagan hermir að Sveinn biskup spaki í Skálholti og jafnvel fleiri biskupar þar hafi kunnað hrafnamál, og vissu af því skapa- dægur manna. En nú er enginn biskup í Skálholti og við skiljum hvorki mál hrafna né annarra fugla. Engu að síður skyldum við öll minnast þess, að fuglar og dýr eru samborgarar okkar í þessari fögru veröld. Sambúðin við þau og skilningurinn á háttum þeirra veitir margvíslega gleði og fullnægju. Það hljómar e.t.v. sem öfugmæli, að jafn- vel persónuleg kynni við hrafninn, skapa í senn skemmtun og tilbreytni og aukinn skilning á þeirri eilífu baráttu, sem háð er í náttúrunnar ríki fyrir framhaldi lífsins á jörðunni. Við skulum þessvegna halda áfram að kynnast honum og öllum fuglum, segja börnum okkar sögur af þeim, opna þeim töfraheima fuglaríkisins, þar sem fegurð lífsins birtist í óteljandi myndum og blæ- brigðum. Hðfundur er fyrrum alþm., ritstjóri Morgun- blaðsins og sendiherra. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 19. DESEMBER 1989 27 *

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.