Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1989, Blaðsíða 29

Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1989, Blaðsíða 29
. £ Stóri Kroppur, þar sem greinarhöfundurinn ólst upp. Heimilisfólkið er í þurrheyi og hefur sezt niður til að fá sér knffí. Myndin er tekin um 1920. s i ívX.. lili| Kristíeifur Þorsteinsson bóndi á Stóra Kroppi og faðir greinarhöfundar að slætti í túninu heima. Frá Stóra-Kroppi að Signýjarstöðum er 15 kílómetra vegalengd. Gott var að hafa þann áfanga að baki, því að nú var dagur skammur. Svipuð vegalengd var framundan: frá Signýjarstöðum að Barnafossbrú. Það var „punkturinn“ sem stefnt var að í næstu lotu. Eljagrímur gamli er þekktur að því að vera örlátur á mjallgjafir sínar við Okið og umhverfi þess eigi sízt framan af vetri. Þegar Okið sendir þær rausnargjafir aftur frá sér niður í Hálsasveit með fúslega veittri hjálp sterkviðris af austri, þá hefur það stundum komið fyrir, að það hefur sýnt fótgangandi, einmana ferðamanni í tvo heimana. Þegar ég lagði upp frá Signýjar- stöðum, hélt ég ekki niður vegarslóðina, sem lá niður á alfaraveginn fram Hálsasveit, heldur beindi stefnu minni beint af augum norðaustur holtin ofan vegarins. Það skipti engum togum, sem hendi veifað brast á iðulaus stórhríð, svo að ekki sá út úr aug- um. Ekki man ég til, að það hvarflaði að mér að snúa við af þessari heljarslóð og reyna að þreifa Signýjarstaði uppi. Ég hélt því ferðinni áfram með veðrahaminn á hlið Næsti bær á leið minni, ef allt hefði verið með felldu, voru Refsstaðir. Hvorki rakst ég þar á túngirðingu, hús af neinu tagi né heldur nokkur önnur kennileiti, Sama sagan endurtók sig um næsta bæ, Sigmundar- staði, sem einnig áttu þó að réttu lagi að verða á vegi mínum; og þriðji bærinn, Stóri- Ás, hlaut vissulega að verða á vegi mínurn, ef nokkurt vit ætti að vera í þessu brölti mínu. Áfram hélt ég án þess að hafa nokk- urn minnsta pata af þessum bæjum á slóð minni né heldur í nánd við hana. Tilslökunarlaus blindbylur af háaustri lék sér kampakátur að þessu ýlustrái, sem stóð - JT Gilsbakki í Hvítársíðu. Þangað var greinarhöfundurinn sendur, þegar hann lenti í þrekrauninni. Gamall sveitasími og skilti sem vísaði á landssímastöð. þarna bísperrt upp úr hjarnbreiðunni. í slíku gjörningaveðri sem þessu er eiginlega ekk- ert ráðrúm til að hugsa, allt snýst um það eitt að bijótast áfram. Eitt hafði ég þó ríkt í huga: að Barnafossbrú mætti ég til að reyna af fremsta mætti að þreifa uppi, að öðrum kosti væri taflstaðan vonlaus með öllu. Þau 75 ár, sem liðin eru, síðan þessi símaferð var farin, hef ég stundum stytt mér stundir við að rifja upp viðburði þessa skammdegisdags, sem lét gamminn geysa á eftirminnilegan hátt. Mörgum áratugum síðar en þessi svein- stauli var hylltur af sortabyl Oksins las hann kafla í ævisögu séra Árna Þórarinsson- ar, VI. bindi, kaflinn nefnist: „Ég hugsa aldrei um veginn." Þessi þáttur Árna prests segir frá dreng, sem hjá honum var í Miklholti. Ekki reiddi sveinn þessi vitið í þverbakspoka. Árni prest- ur var eitt sinn á ferð frá Miklholti að Skóg- arnesi og þessi piltungi var leiðsögumaður hans. Árni segir: „Þetta var á jólaföstu í helmyrkri. Logn var á og lausamjöll á jörð. Það er hættulegt veðurfar sunnan á Snæ- fellsnesi. Þá getur hann rokið upp á auga- bragði með manndrápsbyl af norðri. Og þarna var engin leið að rata, ef hann dytti á með rokbyl. Ég segi við drenginn, þegar við komum niður fyrir Miklholtskletta: „Heldurðu þú ratir nú, ef hann gerir vont veður?! „Eins og ég rati ekki,“ svarar strákur. En það var auðfundið, að hann hugsaði ekkert um veginn. Hann samkjaftaði aldrei alla leiðina. Ég var að þagga niður í stráknum öðru hveiju: „Þegiðu nú og hugsaðu heldur um veg- inn!“ Strákur svarar: „Ég hugsa aldrei um veginn." „Hvar erum við núna?“ „En á flóanum milli Miklholts og Skógar- ness.““ Þessi fylgdarsveinn Árna prests Þórarins- sonar lét svo „dæluna ganga og linnir ekki“ fyrr en hann rekur sig á gaflhlaðið í Skógar- nesi, en þangað var ferðinni heitið. Og eftir þetta var Árni klerkur oftlega með þessum sama peyja á ferð í þreifandi myrkri. „Það kom aldrei fyrir, að hann hitti ekki á punktinn, sem hann ætlaði á, hugsunar- laust. Hann sagði oft við mig: „Ég get ekki villzt. Ég hugsa aldrei um veginn, sem ég er að fara, heldur staðinn, sem ég ætla á. Ég hugsa aldrei nokkurn tíma um veginn. Ég horfi bara í huganum á staðinn, sem ég ætla mér að komast á.““ Sízt vil ég gjöra mig sekan um þá firru að bera ratvísi nn'na saman við snilli snæ- fellska drengsins, sem ekki gat villzt. En það er þó mála sannast, að ég hitti vafninga- laust á Barnafossbrúna, af því að ég beitti að þessu sinni nákvæmlega sömu aðferð og leiðsögumaður Árna prests við hafði og taldi óbrigðula: „Ég horfði í huganum á staðinn, sem ég ætlaði mér að komast á.“ Og nú hófst þriðji áfangi ferðarinnar og sá langskemmsti: frá Barnafossbrú að Gils- bakka. Þangað hafði ég komið nokkrum sinnum að hausti og vori og þá ríðandi eft- ir glöggum götum, er þangað lágu. Nú horfði málið allt öðruvísi við. Ég vissi að sönnu nokkurn veginn „punktinn", sem miða þurfti á til að hitta bæinn. Hallmundar- hraun tekúr við sem kunnugt er, þ‘égar komið er yfir Barnafossbrú úr þessari átt. Það er bót í máli, að þar urðu þau veðra- skil, að fannburðurinn náði sér þar ekki á skrið. Hraunið var snjólaust að kalla. En nú var dagur kominn að kvöldi og dottið á „helmyrkur" skammdegisins. Ég hafði veð- urofsann í bakið, því að nú hafði ég breytt um stefnu. Skömmu eftir að ég lagði á hraunið, vippaði snöggur sviptivindur mér ' niður í hraunsprungu, þar sem ég stóð í jökulköldu uppsprettuvatni upp í mitt læri. Engin vandkvæði voru á að skreiðast upp úr þessu tæra baðvatni. Brátt var lagt á brattann og var ég vongóður um að þreifa uppi Gilsbakkabæ. Loks, er ég hafði á tilfinningunni, að nú hlyti ég að vera kominn nógu hátt upp, dokaði ég við stundarkorn og tók að rýna út í svartnættið. Allt í einu eygi ég ljós í glugga. Gáfan (ratvísin) hafði brugðið sér eitthvað frá í bili, því að nú var ég staddur fyrir vestan gil. Þeirri ástúð og þeim alúðarvið- tökum, sem ég mætti hjá frændliði mínu á Gilsbakka, verður ekki með orðum lýst. Ekki leið á löngu, eftir að inn var komið, unz ég hafði klætt mig úr hverri spjör og var dubbaður upp í hlýjan klæðnað af heima- piltum. Ég komst að því, þegar ég fór úr hlífðaijakkanum, að Okið og Austri höfðu í góðlátlegu samstarfi gert mér voldugan snjóstakk, sem þau í góðvild sinni höfðu smokrað að mér milli laga. Næsta morgun árla rumskaði símasend- illinn frá Stóra-Kroppi, hvíldur vel og endur- nærður eftir djúpan og væran nætursvefn, í gestarúmi á Gilsbakka, svo ágætu að sam- boðið hefði verið hveijum þjóðhöfðingja. Einhver virtist opna hurð og fika sig mjúk- um skrefum inn í herbergið og hverfa aftur út á jafn hljóðlátan hátt að vörmu spori. Eða var þarna aðeins draumvera á sveimi? Eða voru þetta ef til vill svefnórar? En ráðn- ingin á þessu dularfulla fyrirbrigði lá ljós fyrir, þegar sendillinn hafði strokið stírur úr augum og hugðist tína á sig spjarirnar. Vosklæðin, sem hann hafði smeygt sér úr kvöldið áður, þegar hann kom hrakinn utan úr sortanum, lágu nú þarna kyrfilega á stól við rúmið, snyrtilega samanbrotin, þurr, hrein og hlý. Ekki er sendillinn í minnsta vafa um það, að öllum öðrum en honum muni þykja þessi atburður fánýtari en svo, að eyðandi sé vart að honum orðum; barna- skapur í mesta máta að vera að rifja upp og festa á blöð svona hégóma. Hitt er svo allt annað mál, að þau 75 ár, sem liðin eru, síðan þetta átti sér stað, og sú ástúð öll og hugulsemi, sem umvafði símasendilinn á þessu annálaða mannúðar- og menningar- heimili, Gilsbakka á Hvítársíðu, festi rætur í innsta hugskoti hans og hefur yljað honum margsinnis síðan um hjartarætur. Og ljósið, sem brosti til hans úr glugganum á Gils- bakkabæ og leiddi hann út úr „helmyrkri 'skammdegisins" inn ,í upptendraðan bæ göfugra mannvina, það ljós „logar enn“. Með Byljum Fer Batnandi Veður Segir Spakmælið Að morgni hins 11. desember hafði veðr- ið lægt ofsa sinn, 'rétt eins og það hefði oftekið sig á óðagotinu í gær og í nótt. Ferðaveður var því hið ákjósanlegasta, stilla og rifagangfæri. Símasendillinn sá sér nú leik á borði. Lagði ekki lykkju á leið sína niður á Barnafossbrú, heldur beindi ferð sinni hiklaust frá Gilsbakka að Bjarnastöð- um á Hvítársíðu. Þar á bæ hitti hann úti við Jón son Páls bónda Helgasonar, er þar bjó áratugi sæmdarbúi ásamt konu sinni Þorbjörgu Pálsdóttur. Þau hjón afi og amma Páls veðurfræðings Bergþórssonar í móður- ætt hans. Jón Pálsson mun hafa grunað, að þessum förusveini væri mikið í mun að komast sem fyrst og að komast sem lengst, tók hann góðfúslega upp í bátkænu og feijaði hann yfir Hvítá. í þá daga þótti það ekki tíðindum sæta í Borgarfirði, þótt maður sæist fótgangandi að vetrarlagi og bæri hratt yfir. íþróttir (alveg sérstaklega hraður gangur og hlaup) var talin einhver allrabezta berkla- vörnin á þessu tímaskeiði, og var því metn- aður ungra manna margra að efla þol sitt og fimi í þessari grein. Með þetta í huga tók það skamman tíma að skálma frá Bjarnastaðaferju til Stóra-Kropps fyrir símasendilinn. Af sjúklingnum, Böðvari Böðvarssyni í Hafnarfirði, eru þau tíðindi helzt, að hann læknaðist fljótt af kaunum sínum. Hann lifði eftir þetta í áratugi, að því að bezt er vitað við góða heilsu, og voru þeir bræður, Guð- mundur og Böðvar, taldir heiðurs- og sóma- menn miklir. Höfundur er fyrrum kennari á Laugarvatni. * LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 19. DESEMBER 1989 29

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.