Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1989, Síða 31
landinu, og útsjónin svona — og sólskin þar
allan daginn. Og svo húsbændurnir. í raun-
inni skein sólin ekki skærar á Ljósahvol
sjálfan en í hugi allra sem þar áttu heima.
Og Ljósahvolsá rann ekki friðsamlegar nið-
ur dalinn, ofan frá fossinum, kvíslaðist ekki
gætilegar beggja megin klettanna og veik
ekki ánægjulegar úr vegi fyrir þeim en heim-
ilisfólkið á Ljósahvoli gerði hvert fyrir öðru.
Og fjöllin í Ljósadal voru engu ánægðari
yfir sólskininu en fólkið á Ljósahvoli. And-
lega útsýnið á Ljósahvoli var yfir höfuð
engu minna en sjálft útsýnið frá bænum,
andlegi sjóndeildarhringurinn engu þrengri.
Menn mundu ekki eftir að dalurinn hefði
nokkurn tíma litið öðru vísi út, mundu ekki
eftir að útsjónin hafði ekki alltaf verið jafn
fögur, fjöllin hefðu ekki alltaf verið jafntign-
arleg hvort sem sólskin var eða regn — ef
til vill enn tignarlegri í regni, nei, eiginlega
voru þau lang tignarlegust þegar mikið
hafði rignt og sólin skein á þau. Já, ef þau
voru þá ekki tignarleg, dökkblá í sólskininu!
Menn mundu ekki eftir að sólin hefði nokkru
sinni skinið skærar en þá. Og hún hafði oft
skinið svo skært — íjarska oft; það hafði
nefnilega oft komið rigning í Ljósadal.
Hún hafði skinið svona skært í Ljósadal,
sjálfsagt öld eftir öld og áreiðanlega ár eft-
ir ár og mörgum sinnum á ári.
En andlegi sjóndeildarhringurinn á Ljósa-
hvoli hafði ekki alltaf verið jafn víður, sú
útsjón ekki alltaf jafn fögur. Nei, siður en
svo. Það hafði lengst af legið sama svæf-
andi þokan, sömu lamandi deyfðarfjötrarnir
yfir hugum allra á Ljósahvoli eins og allra
annarra dalbúa. Og það var meira að segja
ekki nema eitt ár síðan útsýnið ,fór að breyt-
ast, síðan ofurlítið fór að rýmka um sjón-
deildarhringinn.
Hjónin á Ljósahvoli höfðu átt þrjú börn,
eina dóttur, sem Þórdís hét, og tvo syni.
Og annan þeirra höfðu þau misst — hann
hafði dáið um vorið árinu áður.
Dauði þessa sonar hafði í rauninni ger-
breytt foreldrum hans og systkinum.
Móðir hans hafði vakað yfir honum í leg-
unni. Dag eftir dag og nótt eftir nótt gerði
hún ekkert annað en að annast hann.
Það er sagt um ástina að hún sé því
heitari því meira sem henni er fórnað — og
að minnsta kosti á það ekki síst við um
móðurástina. —
Systir hans hafði ávallt verið mjög þung-
iynd og sjúkdómur bróðurins jók enn meir
á þunglyndi hennar.
Henni fannst sólargeislarnir oftast vekja
sig heldur snemma á morgnana: hún var
alltaf of þreytt að fara svo snemma á fætur.
Einn morgun vaknaði hún og leit út um
gluggann. Sólin skein ekki nú, eins og vant
var, inn í herbergi hennar. Geislarnir höfðu
orðið of seinir. Þeir voru að reyna að vekja
steinana frammi í dalnum með hressandi
yl, en tókst það ekki! Hún leit aftur út um
gluggann — leit yfir dalinn — en hvað nú
var bjart uppi í Ljósahvammi — upp á fjöll-
in. — Jú, fjöllin voru vöknuð, en ekki farin
að klæða sig. — Og svo fóru þau að klæða
sig.
„Hvar er sokkabandið mitt, mamma?
spurði Bæjarfjallið.
„Hérna!“ sagði Sólin, — hún spennti
sokkabandinu um fótinn á því, glitofnu
geislabandi.
Þórdísi langaði á fætur. Hún vildi ekki
sjá meira af náttúrunni í gegnum gler. —
Og svo klæddi hún sig.
Hún gekk upp með ánni, upp í Ljósa-
hvamm, sleit upp nokkrar týsfjólur við og
við á leiðinni, lyktaði af þeim, fleygði þeim
burt og sleit upp aðrar nýjar, þangað til
hún kom í hvamminn. Þar settist hún nið-
ur. Nei, hún gat ekki legið kyrr í þessu bless-
aða veðri. Svo gekk hún að fossinum. í stað
þess að niðurinn væri svæfandi í hvammin-
um var hann hressandi og lífgandi á gil-
barminum.
Hún leit alira snöggvast í kringum sig,
niður í gilið, niður eftir dalnum, heim að
bænum og aftur niður í gilið. Hvað fossinn
var tignarlegur núna, langtignarlegastur af
öllu í dalnum! Fossúðinn huldi næstum því
hamravegginn hinum megin, alveg eins og
þunglyndisúðinn huldi hennar eigin hugsan-
ir. Svo féll steinn niður af gilbarminum.
Úðamökkurinn leystist sundur og þarna
sást í — kolsvartan hamravegginn. — En
steininn sá hún ekki. Hann var kominn nið-
ur í hringiðu fossins.
Skyldi þunglyndismökkur hennar leysast
svona í sundur? — Og skyldi það verða
steinn sem rýfur hann? — Hugsanir hennar
urðu enn þunglyndislegri, enn óljósari. í
þessu indæla góðviðri, á þessum undur-
bjarta vormorgni gat hún ekki um annað
hugsað en kvöld, um vorkvöld eins og hún
mundi það fegurst, að sólin væri að setjast,
væri að kveðja hana og þegar að því kæmi
að hún settist þá hyrfi hún eins fljótt sjónum
hennar og steinninn áðan. En svo tók hún
eftir því að það var ekkert líkt með sólinni
og steininum. Hún hafði ekki séð steininn
nema í því hann rauf úðann. Og svo hafði
steinninn hrapað! En sólin hrapaði ekki!
Hún stóð upp, gekk beint niður með foss-
inum og raulaði þessar vísur:
Fögur hnígur langdegissólin í sæ,
svefni bregður döggin í grátmildum blæ,
vomæturdöggin og vekur sofna rós;
vorsólin hnigin og hvergi sést ljós;.
því biður hún blómið að vakna.
Ó, vaktu, góða rós, svo ég vaki ekki ein;
veistu, að alla fuglana dreymir á grein?
Vorblærinn sefur og veit ekki af mér;
vaktu, góða rós, ég skal sofa með þér
í staðinn um all’ okkar ævi.
„Hvað dreymir alla fuglana, döggin mín góð?“
„Þá dreymir að ég sofni við straumsins vögguljóð.
Nú sofa þeir og vit’ ekki hve sorgin liggur þungt
á syrgjandans hjarta - því það er svo ungt,
en heimurinn - hann er svo gamall."
Svo fellur vorsins dögg í faðm hennar hljótt,
og fleiri vorsins döggvar, þá kyrrðsælu nótt;-
og ótal vorsins döggvar vökva fugla-grein.
Þá vakna þeir allir. Nei, sko! Þama er ein
dögg á hveiju einasta auga.
Þegar hún kom heim var bróðir hennar
dáinn.
En nú var sólskin í hugum allra á Ljósa-
hvoli. Svona hafði þá heimilið breyst á einu
ári.
Og nýir straumar frá höfuðborginni höfðu
borið þessar breytingar á bárum sínum upp
í Ljósadal. En þær höfðu aðeins komið að
Ljósahvoli.
Foreldrarnir voru fyrst framan af óhugg-
andi út af missi sonar síns. Þórdísi hafði
áður fundist það einhver svölun að bjóða
sorginni byrginn. Hana hafði langað til að
kafa sorgardjúpið til botns — og koma aldr-
ei upp framar.
En breytingin hafði lagt brú yfir djúpið
og það var varla hætt við að Þórdís mundi
hrökkva fram af.
En mikið var talað um þetta í Ljósadal,
og öllum fórust orð í sömu áttina. öllum
kom saman um málið og allstaðar vakti það
mótspyrnu eins og allur sannleikur gerir,
því fleiri því meira sem um hann er vert.
„Ekki nema það þó! Hvað mennirnir geta
verið vitlausir! Eins og verur frá öðrum
hnetti séu að reyna til að komast í samband
við mennina. „Hnu! Ekki nema það þó! É’ld
maður hafi sína trú og deyi upp á það,
held é’. Ja, sín er nú kvur ekki sinn vitleys-
an!“
Svona töluðu húsfreyjurnar.
En sóknarpresturinn taldi það óguðlegt.
„Ekki skaltu leita frétta af framliðnum,
segir sú guðlega innblásna bók, mínir elsk-
anlegir. Og svoleiðis ber okkur aumum
mannkindum að breyta.“
Og allir karlmenn í sókninni sögðu það
sama, því þetta hafði presturinn sagt.
En faðirinn gat ómögulega skilið, hvers
vegna ekki mætti, ef unnt væri, fá sönnun
fyrir því að allt væri ekki búið þegar þessu
lífi lyki. — Og móðirjn skildi enn síður hver
hefði rétt eða réttara sagt hver hefði leyfi
til að fara óvirðingarorðum um það sem
dýrmætast væri að fá sannað. Hún gat
ekki skilið hvers vegna hún mætti ekki
óáreitt reyna að komast eftir hvernig barn-
inu sínu, sem hún hafði elskað eins heitt
og nokkur móðir getur elskað bamið sitt
fórnað því allri þeirri ást sem hún átti, hvers
vegna hún mætti ekki vita hvernig því liði.
Eða var nokkuð líklegra en það að dreng-
urinn hennar, sem hafði þótt vænst um
hana af öllum á jörðinni, mundi þrá það
heitast, langa lang mest til þess af öllu, að
láta hana vita að fegurstu orðin, sem hún
hafði sagt honum þegar hún talaði við hann
um kærleika guðs, væru sannleikur? Og
fyrst hann þráði þetta svona heitt, hvers
vegna mátti hann það ekki fyrir mönnum?
Hann hafði þó ekkert unnið til saka.
Nei, þau gátu ekki með nokkru lifandi
móti skilið það.
Dag eftir dag höfðu tilraunirnar orðið
árangurslausar. En á þriðja mánuði höfðu
þær kastað þessu ljósi yfir heimilið sem nú
var yfir því, rýmkað svo um andlega útsýn-
ið, víkkað svo sjóndeildarhringinn, að hvergi
bar skugga á.
Og þegar sólin skín á Ljósahvol og sjón-
deildarhringurinn víkkar alltaf meir og meir,
þá leggst úðaþoka frammi í fossgilinu yfir
kolsvartan hamravegginn eins og hún ætli
að svæfa hann 4000 ára svefni.
En hinir dalbúarnir þurfa ekki að tefja
sig á því að skoða útsjónina á Ljósahvoli
þeir láta sér nægja að lítilsvirða hana þvi
þarna frammi í dalnum, þar sem sólin skín
allan daginn, búa mennirnir í — jarðhúsum.
INGÓLFUR GUÐBRANDSSON
Við miðbaug
Hvasst er augnaráð þitt, sól, undir miðbaug. Þú starir á mig beint niður
stingur geislum þínum eins og sverðsoddum gegnum heiðblátt hvolfið og flettir mig klæðum Minning
afhjúpar mig. Enn man ég votar varir þínar,
Meðan allt snýst í hring er vindurinn lék í hári þér
í kringum þig strengleika vorsins,
snýst ég um mig sjálfan safírblá augun
eins og vindhani á burst í leit að skugga en .finn engan um sumarnótt. Ég gleymi aldrei glampanum
hvergi hlíf né skjól. í augum þér,
Funinn magnar þorstann þegar þú hlóst silfurhlátri,
og lostann. bergmál hjartans
Máttur þinn um bjartan morgun.
ógnvekjandi nærir og tærir í senn Ég orti þér ódauðleg ljóð,
alls ráðandi er enginn sá.
eins og Guð og ástin. Hvíslaði orð
Sóll á hvítan pappír,
Af geislum þínum sprettur það líf sem þú elur og deyðir. sem hvarf út í buskann.
Leitin
Hún er tvíræð og hál þessi hamingjuleit
og hverful sú ósk sem í btjósti þér bjó.
Hve snauður er auður í ríks manns reit, ef röngu hann beitir á lífsins sjó.
Þótt halli þér bára, hræðast ei skalt, hlátur og grátur, skúr eða skin. Gengi er valt, þó að flest sé þér falt þú finnur að lokum dauðann, þinn vin.
Höfundur er kórstjóri og ferðamálafrömuður. Ljóðin eru úr nýrri bók um ævi Ingólfs, sem hann hefur skráð ásamt Sveini
Guðjónssyni blaöamanni.
ARI GÍSLI BRAGASON
Síðasta
tárið
Lagðist á grúfu
síðasta tárið á koddanum.
Bara að þú kæmir
og kysstir enni mitt.
Leit til lofts
sá birtuna, óttaðist loga
kertisins.
Bara að þú kæmir
og bærir eld að kveiknum.
Lokaði augunum
sá stjörnur í myrkrinu.
Bara að þú kæmir
og kysstir augnlok mín.
Höfundur rekur Listamannahúsið í
Hafnarstræti í Reykjavík. Kvæðið er úr
nýrri bók, í stjörnumyrkri, sem hann
stendur að ásamt Hauki Halldórssyni
teiknara.
JÓHÖNNA
KRISTJÓNSDÓTTIR
NeffDubceks
Þetta glaða nef
hefur speglað frelsisþrá
heillar þjóðar,
steypiregn komu ofan
og stomar blésu
og buldu á því nefi
en það féll ekki
því það hafði í sér sannfæringu.
Nú hefur nefið glatað gleði sinni
það er ekki til lengur
þeir klipptu það af í Kreml.
Ljóðið var birt í jólalesbók 1968 en þá
höfðu frelsisöflin f Tékkóslóvakíu vefið hala
klippt.
GUÐRÚN
GUÐLAUGSDÓTTIR
Skafmiðinn
Eg er fimmtíu krónum fátækari
en finn þó ekki
til iðrunar
Eitt andartak átti ég
andstutta spennu
óvissunnar.
LESBÓK MOKGUNBLAÐSINS 19. DESEMBER 1989 31