Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq

Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1989, Qupperneq 32

Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1989, Qupperneq 32
Mannerheim marskálknr forseti Finnlands og leiðtogi í vetrarstríðinu fyrir 50 árum Mannerheim, maðuinn sem varð leiðtogi Finna 73 ára gamall á ein- hveríum erfíðustu tímum í sögu þjóðarinnar. 7 3 ára varð Mannerheim marskálkur leiðtogi Finna í baráttu þeirra við ofureflið í vetrarstríðinu 1939 gegn Rússum. Og forseti Finnlands var hann kjörinn 1944. Hér er rifjuð upp saga þessa merka baráttumanns, sem hlaut sitt hernaðarlega uppeldi m.a. í Rússlandi, þar sem hann var í langan tíma og viðburðaríkan. Eftir SVEIN ÁSGEIRSSON egar Gustaf Mannerheim fæddist, árið 1867, var Finnland stórfurstadæmi innan rússneska ríkisins, en bjó þó að eigin lögum, sem gilt höfðu 1809 er Svíar urðu að láta það af hendi. Það var ekki fyrr en líða tók á 19. öldina að rússnesks ofríkis tók verulega að gæta í Finnlandi. Mannerheim innritaðist í finnska herskólann 1882, er hann var 15 ára, og segir svo frá því í endurminningum sínum: „Þar með var ég hinn fyrsti af þrem kynslóðum Manner- heim-ættarinnar, sem valdi sér hermennsku að ævistarfi, en á 18. öld gerðu það nær allir karlmenn í minni ætt.“ En hver var hans ætt? Henrik Marhein, ættfaðirinn, var af hollenzku bergi brotinn og kom frá Þýzkalandi til Svíþjóðar á stór- veldistímum sænska ríkisins. Ættin var öðl- uð 1693 og tók upp nafnið Mannerheim. Finnland tilheyrði þá Svíþjóð sem og 18. öldina alla, og þangað lágu leiðir margra Mannerheima. Langafí Gustafs varð eftir í Finnlandi 1809 er allt Finnland féll undir Rússland, en sumir afkomendur hans flutt- ust síðar tii Svíþjóðar, þannig að náin fjöl- skyldutengsl héldust milli landanna í þess- ari_ ætt. í finnska herskólanum ríkti vinnuharka og jámharður agi og fyrir hvert brot á reglu- gerð skólans var nemendum stranglega refs- að og yfirleitt með frelsisskerðingu. Er Gustaf Mannerheim hafði verið þrjú ár í skólanum tók nýr hershöfðingi við, sem yfirmaður skólans, og sá var enn strangari en hinn, sem verið hafði. Fyrir smáyfirsjón að sögn hans sjálfs var Mannerheim bannað að fara út fyrir lóð skólans í heilt misseri. Hann ákvað að bijóta bannið á páskum og fékk stuttorða tilkynningu tveim dögum síðar þess efnis, að honum væri vikið úr skóla. Hann sagði síðar, að þetta hefði ver- ið eitt af þeim þrem skiptum, sem sér hefði verið sýnt mest óréttlæti um ævina. Brott- vikningin hefði sært metnað hans, en jafn- framt orðið honum hvatning. Hann kunni því vel að meta það og taldi sig hafa feng- ið uppreisn æru þegar það féll í hlut skóla- stjórans, sem rak hann úr skóla, að útnefna hann heiðursfélaga Hersveinaklúbbsins 32 árum síðar, 1918. í RÚSSNESKUM HERBÚNINGI Eftir brottvikninguna ákvað Mannerheim að stefna að því að fá inngöngu í Nikolaj- evska riddaraliðsskólann í Pétursborg. •Þangað lá krókótt leið og eitt af skilyrðun- um var stúdentspróf, sem hann tók ári eft- ir að hann kvaddi herskólann og hlaut mjög góðan vitnisburð. Tvítugur að aldri klæddist hann síðan keisaralegum rússneskum her- mannabúningi og hóf nám við téðan skóla. Tveimur árum síðar útskrifaðist hann úr riddaraliðsskólanum, sem einn af hinum efstu meðal hundrað nemenda skólans. Eft- ir árs þjónustu í riddaraliðssveit í Póllandi var hann fluttur til riddaraliðssveitar lífvarð- ar keisarans í Pétursborg. Æðsti yfirboðari sveitarinnar var keisaradrottningin, Maria Feodorovna, en skírnarnafn hannar var Dagmar og hún var dóttir Kristjáns 9. Dana- konungs. Hún tók einu sinni á ári á móti öllum liðsforingjum sveitarinnar ásamt manni sínum, Alexander 3. Þeir voru einnig boðnir til margs konar hátíðarhalda, við- hafnarmikilia móttaka og stórfenglegra dansleikja. Hinar björtu hliðar voru margar, en skuggahliðin, sérstaklega hvað Mnner- heim snerti, var sú, að launin voru svo lág, að ógerningur var að lifa af þeim. Hann átti því við talsverða flárhagserfiðleika að etja mitt í allri dýrðinni fyrstu árin. En eft- ir að hann kvæntist Anastasíu Arapov 1892 voru þær áhyggjur úr sögunni í bili. Stærsti viðburðurinn meðan Mannerheim var í lífverði keisarans var að sjálfsögðu hin stórkostlega krýningarhátíð í Moskvu 1896. Þá voru þau krýnd Nikulás 2. og Alexandra, drottning hans. Mannerheim sagði síðar, að krýningin hefði verið erfið- asta athöfn, sem hann hefði nokkurn tíma tekið þátt í. Hann var einn hinna fjögurra útvöldu liðsforingja úr lífverðinum, sem áttu að standa heiðursvörð í Upsenski-dómkirkju ásamt æðstu virðingarmönnum ríkisins. Þar stóðu þeir hreyfingarlausir í fimm klukku- stundir með þungt sverð í annarri hendi. Að krýningunni lokinni hófst svo skrúð- ganga í áttina til keisarahallarinnar. Keisar- inn gekk í krýningarskikkju úr safalaskinni með gullbryddingum og með kórónu á höfði undir tjaldhimni, sem herforingjar báru uþpi. En fyrir framan hann gengu tveir útvaldir riddaralífverðir og sá, sem gekk keisaranum á hægri hönd, var Gustaf Mann- erheim. Það var glæsimennska hans og óaðfinn- anleg framkoma, sem réð vali hans í þetta hlutverk, og þetta var í fyrsta sinn, sem hann vakti athygli opinberlega. Yfirborðskennt Líf Tveimur dögum eftir íýálfa krýningarat- höfnina var riddaralífvörðurinn skyndilega kvaddur út og varð að ríða á harða stökki gegnum alla Moskvuborg. Hræðilegur at- burður hafði gerzt. Á æfingavelli í útjaðri borgarinnar var almenningi úthlutað litlum minjagripum í tilefni krýningarinnar og ein- hveijar veitingar voru einnig boðnar, en troðningurinn varð svo mikill, að pallar hrundu, alger glundroði ríkti og um 2.000 manns biðu bana. Þetta hörmulega slys þótti illur fyrirboði og menn líktu því við flugeldasýninguna við brúðkaup Lúðvíks síðar 16. Frakkakonungs og Maríu Antoin- ette, en hún kostaði fiölda mannslífa. Vera Mannerheims í riddaralífverðinum var að sjálfsögðu aðeins áfangi á væntan- legri framabraut hans á sviði hermennsk- unnar. En fyrir mann á hans aldri, vel gef- inn og glæsilegan, var þetta ævintýralegt, en um leið yfirborðskennt líf. Þó ber þess að gæta, að Pétursborg var ein mesta menn- ingarborg heimsins á þessum tíma og dvöl hans við þær aðstæður, sem hann bjó við, veitti honum tækifæri til margs konar menntunar og þjálfunar og þegar litið er til baka mega menn varast að blanda inn í þá tíma hlutum, sem þá voru óorðnir og allsendis ófyrirsjáanlegir. Árið 1903 sótti Mannerheim um stöðu við liðsforingjaskóla riddaraliðsins í Péturs- borg. Hann fékk eftirsótta foringjastöðu, sem tiltölulega mikið fijálslyndi fylgdi, sem og réttindi og laun hersveitarforingja. En í febrúar 1904 brauzt rússnesk-jap- anska stríðið út. Það setti Mannerheim í allmikinn vanda. Fyrir atvinnuhermann var þátttaka í stríði mikilvæg, bæði til að öðl- ast reynslu og þekkingu og um leið til að- hækka í tign og afla sér frama. Hann var í hinum keisaralega, rússneska her og hafði tvímælalaust skyldum að gegna sem slíkur, en hins vegar var svo komið í Finnlandi, að ofríki Rússa var orðið svo mikið að jaðr- aði við ógnarstjórn, svo að farið var þar að líta á Rússa sem óvini. Og að sjálfsögðu var ættfólk Mannerheims algjörlega mót- fallið því af mörgum ástæðum, að hann færi til vígstöðvanna. Eftir miklar vanga- veltur ákvað Mannerheim þó nokkrum mán- uðum síðar að gefa sig fram, sem sjálf- boðaliða, en hann var á engan hátt þvingað- ur til þess. En það er svo oft þegar dæma skal um persónulegar ákvarðanir, sem aðrir taka, að ástæðurnar eru tíðum margþættari en almennar, rökréttar ályktanir gefa til kynna. Mannerheim var ýmislegt mótdrægt í lífinu um þessar mundir þrátt fyrir ytra pijál. Hann var orðinn leiður á lífinu í Pét- ursborg, hann átti í fjárhagsörðugleikum 'og hjónaband hans var í endanlegri upp- lausn. ÓSIGUR OG UPPHEFÐ Eftir 14 ára dvöl í Pétursborg hélt Mann- erheim áleiðis til Mansjúríu í október 1905 og kom til Mukden 20. nóvember. í byijun marz var háð þar ein mesta orrusta, sem fram að þeim tíma hafði verið háð í mann- kynssögunni. Japanir fóru með sigur af hólmi og því var almennt fagnað í Finn- I landi. En Mannerheim sigraði einnig á sinn

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.