Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1989, Side 35
Karin
inu sinni var stúlka á Krákubæjarkrá sem hét
Karin.
Hún gekk alein um beina því kona veitinga-
mannsins vafraði oftast um í leit að lyklunum
sínum. Og margir sóttu Krákubæjarkrá, bæði
Höfundur: Alexander L.
Kielland
Myndskreyting: Hallgrímur
Helgason
fólk úr nágrenninu sem hittist þegar dimma
tók á haustkvöldum og drakk kaffipúns í
veitingastofunni eins og gerist og gengur
án nokkurs sérstaks tilefnis, og ferðamenn
og vegfarendur sem þrömmuðu inn veður-
barðir og bláir af kulda til að fá sér eitt-
hvað heitt svo þeir hefðu það af til næstu
krár.
En Karin annaði þessu öllu þótt hún
væri hljóðlát og virtist aldrei þurfa að flýta
sér.
Hún var lítil og grönn — ung að árum —
alvarleg og þögul svo farandsalar höfðu af
henni litla skemmtun. En siðprúðu-íólki, sem
stunaði krána og kunni að meta að kaffið
var borið fram með hraði og rjúkandi heitt,
þótti því vænna um Karinu. Óg þegar hún
smeygði sér milli gestanna með bakkann
sinn voru menn venju fremur snöggir að
víkja þunglamalegum, vaðmálsklæddum
kroppnum til hliðar og rýma fyrir henni.
Samræðurnar hljóðnuðu andartak því eng-
inn gat látið vera að horfa á eftir henni;
hún var svo falleg.
Augu hennar voru þessi stóru gráu, sem
í senn virðast horfa á mann og stara á eitt-
hvað langt — langt í fjarska, og augabrún-
imar voru bogadregnar og sveigðust eins
og í spurn.
Aðkomumenn héldu því að hún skildi
ekki alveg hvers þeir óskuðu. En hún skildi
það mætavel og varð aldrei neitt á. Hún
var bara dálítið öðru vísi en fólk er flest,
engu líkara en hún leitaði einhvers í fjar-
lægð — eða hlustaði — eða biði — eða léti
sig dreyma.
Það var vestanátt og vindinn bar yfir
láglendið. Hann hafði bylt löngum, þungum
öldum yfír Norðursjóinn; saltur og rakur
af brimi og löðri hafði hánn ætt innyfir
ströndina. En í háum sanddyngjunum, vöxn-
um löngu melgresi, varð hann þurr og sand-
blandinn og dálítið þrekaður; og þegar hann
fór yfir Krákubæjarkrá stóðst það á endum
að hann næði að ýta upp hliðunum á hesta-
skýlinu.
En upp ruku þau og vindurinn fyllti
gímaldið og þrengdi sér inn um eldhús-
dyrnar sem stóðu í hálfa gátt. Og að lokum
varð þrýstingurinn svo mikill að hliðin and-
spæms hrukku einnig upp; og nú æddi vest-
anvindurinn sigri hrósandi gegnum skýlið,
sveiflaði ljóskerinu sem hékk í loftinu; reif
húfuna af hestasveininum svo hún skoppaði
út í myrkrið, blés bakleppunum yfir hausinn
á hestunum, feykti hvítri hænu niður af
prikinu og ofan í vatnstrogið. Og haninn
upphóf háreysti mikla og vinnumaðurinn
blótaði og hænurnar gögguðu og í eldhúsinu
var fólk að kafna í reyk og hestarnir urðu
órólegir og spörkuðu svo gneistar flugu úr
tjóðursteinunum; jafnvel endurnar, sem
höfðu þjappað sér saman í nánd við jöturn-
ar til að verða fyrstar að ná í korn sem færi
í súginn, tóku að garga. Og vindurinn hvein
í öllu með dómadagshávaða þar til tveir
menn komu út úr veitingastofunni — og
með neistana úr löngum tóbakspípunum
fjúkandi í skeggið studdu þeir baki við hlið-
in og þvinguðu þau aftur.
Eftir þessi afrek kastaði vindurinn sér
niður í lyngið, geystist eftir djúpum skurðun-
um og tók þéttingsfast í þóstvagninn sem
hann rakst á um hálfa mílu vegar frá kránni.
„Fjandinn hafi það, hvað honum liggur
alltaf á að komast til Krákubæjarkrár,"
urraði Andrés póstekill og danglaði í sveitta
hestana.
Því þetta var víst í tuttugasta skipti sem
póstfulltrúinn hafði rennt niður rúðunni til
að hrópa eitthvað upp til hans. í fyrstu var
það vingjarnlegt boð um kaffipúns á kránni;
en smám saman varð grynnra á því góða
og rúðunni var skellt niður um leið og út
flugu nokkrar stuttarlegar athugasemdir
bæði um hest og ekil sem Andrés voru síst
í mun að heyra.
Meðan þessu fór fram strauk vindurinn
yfir grundina og andvarpaði svo langdregið
og annarlega í þurrum lyngskúfunum. Tungl
var fullt en himinninn alskýjaður svo tungl-
ið náði aðeins að senda gráhvítan bjarma út
í nóttina.
Að baki krárinnar lá mómýrin í skugga
með svarta móhrauka og djúpar hættulegar
grafir. Og á milli lyngþúfnanna bugðaðist
grasræma eins og vegur — en þarna lá
enginn vegur því hún endaði á barmi mó-
grafar sem var bæði stærri og dýpri en
hinar.
En í grasræmunni lá refurinn margflatur
og beið færis og hérinn hoppaði léttur á
fæti yfir lyngið.
Það var auðvelt fyrir refinn að reikna
út að hérinn myndi ekki hlaupa stóran hring
svo síðla kvölds. Hann rak mjótt trýnið
varlega upp og gerði áætlun; og á meðan
hann læddist til baka undan vindinum til
að finna góðan stað, þaðan sem hann gæti
séð hvar hérinn lyki hringnum og legðist
niður, hugleiddi hann sjálfumglaður hversu
refirnir yrðu stöðugt vitrari og hérarnir
sífellt heimskari og heimskari.
Á kránni var óvenju mikið að gera því
tveir farandsalar höfðu pantað hérasteik;
þar að auki var kráareigandinn á uppboði
á Týsstað og frúin sinnti sjaldan öðru en
eldhússtörfunum. En nú hittist svo óheppi-
lega á að málafærslumaðurinn þurfti að ná
tali af veitingamanninum, en þar sem hann
var ekki heima varð frúin að taka við ítarleg-
um skilaboðum og afar áríðandi bréfi — og
þetta gerði hana alveg ringlaða.
Við ofninn stóð aðkomumaður í sjóklæð-
um og beið eftir flösku af sódavatni; tveir
fiskkaupmenn höfðu pantað koníak með
kaffinu þrisvkr sinnum; vinnumaður krár-
eigandans var með tóma lukt og beið eftir
kerti og langur, drumslegur bóndi fylgdi
Karinu áhyggjufullur með augunum; hann
átti eftir að fá 63 aura til baka af krónu.
En Karin gekk fram og aftur án þess að
flana að neinu og án þess að láta truflast.
Þó var harla ólíklegt að henni tækist að
henda reiður á öllu saman. Stór augun og
spyijandi augabrúnirnar vitnuðu um spennu
og eftirvæntingu; litlu, fíngerðu höfðinu
hélt hún stífu og kyrru — eins og til að
ruglast ekki í því sem hún þurfti að sinna.
Blái hvunndagskjóllinn hennar var orðinn
of þröngur svo hálsmálið skarst inn í hörund-
ið og myndaði eilitla fellingu í háls hennar
neðan við hárið.
„Sveitastelpurnar hérna eru svo ljósar á
hörund,“ sagði annar fiskkaupmaðurinn;
jeir voru ungir og töluðu um Karinu eins
og jieir sem vit hafa á.
Ut við gluggann sat maður sem leit á
klukkuna og sagði: „Pósturinn er snemma
á ferðinni í kvöld.“
Það glamraði í stéttinni úti fyrir; hliðin
á hestaskýlinu flugu upp á gátt og vindur-
inn rykkti í allar hurðir og sló reyk niður
í ofnana.
Karin smaug fram í eldhúsið um leið og
krárdyrnar opnuðust. Póstfulltrúinn gekk
inn og bauð gott kvöld.
Þetta var hávaxinn, fallegur maður,
dökkeygður með svart, hrokkið skegg og
lítið, hrokkinhært höfuð. Síð, íburðarmikil
skikkjan, saumuð úr dýrlegu rauðu klæði
konungsins af Danmörku, var prýdd breið-
um kraga úr hrokknu hundsskinni um axl-
irnar.
Dauf birtan frá olíulömpunum tveimur,
sem héngu yfir afgreiðsluborðinu, virtist
safnast ástfangin um rauða litinn sem stakk
svo mjög í stúf við allt hið gráa og svarta
sem fyrir var í kránni. Og hávaxna mann-
veran með litla krokkinhærða höfuðið,
breiða kragann og síðu, purpurarauðu fell-
ingarnar varð ímynd fegurðar og glæsileika
þar sem hún gekk gegnum lágreista, reyk-
mettaða veitingastofuna.
Karin kom í skyndi utan úr eldhúsinu
með bakkann sinn; hún laut höfði til að
skýla andlitinu meðan hún hraðaði sér frá
einum gesti til annars.
Hérasteikinni skákaði hún beint fyrir
framan fiskkaupmennina, því næst færði
hún farandsölunum tveimur, sem sátu í
stofu innar af veitingastofunni, flösku af
sódavatni. Að því búnu afhenti hún bóndan-
um áhyggjufulla tólgarkerti — og um leið
og hún skaust aftur fram í eldhúsið stakk
hún 63 aurum í lófann á aðkomumanninum
við ofninn.
Kona veitingamannsins var alveg í öngum
sínum; hún hafði að vísu fundið lyklana sína
af tilviljun, en rétt á eftir týndi hún bréfi
málafærslumannsins. Og nú ríkti alger ring-
ulreið á kránni, enginn hafði fengið það sem
hann hafði beðið um, allir æptu hver upp í
annan, farandsalarnir hringdu borðbjöllunni
án afláts, fiskkaupmennirnir hlógu sig mátt-
lausa að héranum, sem lá og glennti sig á
fatinu fyrir framan þá, en bóndinn áhyggju-
fulli potaði í öxlina á frúnni með tólgarkert-
inu; hann óttaðist um aurana sína 63. Og
í öllu þessu vonlausa öngþveiti var Karin
horfin sporlaust.
Andrés póstekill sat á bukknum; vinnu-
maður kráreigandans var tilbúinn að opna
hliðin; ferðamennirnir tveir, sem biðu í vagn-
inum, urðu óþolinmóðir og hestarnir líka
þótt þeir hefðu ekkert að hlakka til — og
vindurinn þaut með hrikti og ýlfri gegnum
'skýlið.
Loks birtist póstfulltrúinn, sá sem beðið
var eftir. Hann hélt á stóru skikkjunni sinni
á handleggnum þegar hann gekk að vagnin-
um og baðst lítillega afsökunar á töfinni.
Luktin lýsti beint framah í hann; honum
virtist vera mjög heitt og það sagði hann
líka brosandi um leið og hánn brá sér í
skikkjuna og steig upp á bukkinn.
Hliðin opnuðust og póstvagninn skrölti
af stað. Andrés lét hestana fara á hæga-
gangi því nú lá ekkert á. Öðru hveiju gjó-
aði hann augunum á póstfulltrúann við hlið
sér; hann sat enn og brosti með sjálfum sér
meðan vindurinn rykkti í hár hans.
Andrés póstekill brosti líka á sinn hátt;
hann var farinn að skilja hvernig í öllu lá.
Vindurinn fylgdi í kjölfar vagnsins að
næstu beygju, hélt síðan stefnunni út á
heiðina svo að hvein og andvarpaði lang-
dregið og annarlega í lyngskúfunum. Refur-
inn var kominn í viðbragðsstöðu. Allt var
nákvæmlega skipulagt. Það gat ekki liðið á
löngu áður en hérinn birtist.
Karin var nú komin á sinn stað í kránni
og ringulreiðinni linnti smám saman. Bónd-
inn áhyggjufulli losnaði við tólgarkertið og
fékk aurana sína 63, og farandsalarnir
höfðu ráðist á steikina.
Frúin sífraði lítils háttar en hún var ekki
vön að atyrða Karinu; ekki nokkur lifandi
sál gat fengið af sér að skamma Karinu.
Sjá næstu síðu
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 19. DESEMBER 1989 35