Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1989, Side 37
grein. „Animation" er upprunnið úr grísku
og þýðir að „gefa líf“. Orðið „lífgun" hefur
verið notað hér en ekki finnst mér það vera
góð þýðing, gaman væri að heyra frá íslensku-
mönnum hugmyndir um íslenska þýðingu á
orðinu „animation“. Þangað til nota ég orðið
teiknimynd.
Sú aðferð sem er algengust og fólk þekkir
helst eru glæruteiknimyndir og mun ég fjalla
um þá aðferð hér. Teiknimyndagerð er í eðli
sínu tímafrek þolinmæðis- og nákvæmnis-
vinna, sem gerir mikla listrænar kröfur til
allra sem koma við sögu. Og þó margt megi
gera í dýrum tölvum eins og „Paintbox" og
ýmsum öði-um tækjum vill sú framleiðsla oft
verða vélræn og stöðnuð, en auðvitað er út-
koman alltaf í samræmi við listræna hæfi-
leika og metnað stjórnandans og þeirra sem
vinna með honum, hinsvegar hafa tölvurnar
komið við sögu í teiknimyndagerð sem tæki
til að spara vinnu á ýmsum stigum teikni-
vinnu og myndatöku, en það má ekki gleyma
því að tölvan er bara vél. Eins og áður sagði
er teiknimyndagerð tímafrek vinna, samanber
að 1 sek. á kvikmyndafilmu er 24 rammar og
í teiknimynd eru venjulega notaðir 2 rammar
fyrir hveija teikningu (sjálfur nota ég 3) en
2 rammar á teikningu þýðir að fyrir hveija
sek. í myndinni þarf að teikna 12 teikningar,
eða 720 á mínútu og um 3.600 fyrir 5 mínút-
ur og þó oft megi fækka teikningum með
ýmsum ráðum og nota sömu teikningar oftar
er um gífurlegt magn af teikningum að ræða,
jafnvel í einföldustu teiknimyndum. Stjórn-
andi verksins vinnur í bytjun handrit og það
fer eftir lengd myndarinnar og hversu marg-
ir teiknarar koma við sögu hvað nákvæmt
handritið þarf að vera.
Þær myndir sem ég hef gert hingað til
hafa verið stuttar og ég hef teiknað þær sjálf-
ur eftir frekar einföldu hugmyndah'andriti
sem hefur síðan tekið breytingum eftir þörfum
jafnóðum og ég hef unnið teikningarnar.
í handritinu er myndinni skipt í kafla (sen-
ur), stjórnandinn ákveður lengd kaflanna og
myndbyggingu, hreyfingu myndavélar og
bakgrunna, einnig þarf að huga að hljóði því
oft er hljóð tekið upp áður og teiknað eftir
tónbandinu, þetta er sérstaklega gert þegar
persónur myndarinnar tala sjálfar eða ef
hreyfing á að vera í takt við tónlist, t.d. ef
persónur myndarinnar dansa. Stjórnandinn
skapar persónur myndarinnar og ákveður
teiknistíl oft í samvinnu með aðal-teiknurum.
Hann velur þá teiknara sem eiga að vinna
verkið, en í lengri myndum er fjöldi teiknara
kallaður til og vinnur þá hver ákveðna kafla
eða sér um að teikna vissar persónur.
Oft eru gerðar teiknimyndir með persónum
sköpuðum af listamanni sem kemur ekkert
nálægt teiknimyndagerðinni, t.d. myndir um
Smáfólkið (Peanuts) eftir Charles M. Schulz
og fyrir nokkru var sýnd í sjónvarpinu þýsk
teiknimynd um hrekkjalómana Max og Mo-
ritz, þá teiknuðu listamennirnir í stíl Wilhelms
Busch sem skapaði þá félaga um miðja síðustu
öld.
í lengri myndum eru aðalteiknarar gjarnan
kallaðir „lykilteiknarar" (keyanimators) og
aðstoðarteiknarar „milliteiknarar" (inbet-
weeners). Þetta þýðir að t.d. ef hreyfing frá
A-B krefst 25 teikninga þá teiknar aðalteikn-
arinn teikningu A og B og kannski teikningu
í miðri hreyfingu, síðan tekur aðstoðarteikn-
arinn við og teiknar þær 22 sem vantar.
Öll teiknivinnan er unnin á teiknipappír eða
„transparentpappír“ sem er gataður og festur
á sérstaka pinna svo teikningarnar passi allt-
af saman og hreyfingin verði eðlileg, teiknar-
inn vinnur á ljósaborði og getur þannig séð
breytingarnar sem verða á teikningunum en
þannig gerist þetta, mynd B er örlítið öðruv-
ísi en mynd A og þannig koll af kolli og þeg-
ar teikningarnar eru festar á samskonar pinna
undir kvikmyndatökuvélinni og myndaðar,
virkar það eins og teikningarnar hreyfist, en
í því er galdurinn fólginn.
Um leið og teiknararnir teikna hreyfingarn-
ar eru gerðar prufur á því hvort hreyfingin
er eðlileg, þetta er kallað „line test“ og er
ýmist þannig að teikningarnar eru kvikmyn-
daðar og negatíva filman skoðuð, eða með
NAC quick action recorder en það er tölva
sem les teikningarnar með myndbandstökuvél
og sýnir teiknaranum á skjá þar sem hann
getur gengið úr skugga um hvort hreyfingin
er eðlileg áður en lengra er haldið.
Á meðan þessi vinna fer fram eru aðrir
listamenn að teikna bakgrunna.
Eins og nafnið bendir til er bakgrunnurinn
lega haft svartan, eða hvað? Glærurnar eru
síðan málaðar og er það oftast gert á bak-
hliðina, þó er í sumum tilfellum málað á fram-
hliðina. Stjórnandinn og teiknarinn ákveða
litina og er reynt að velja liti sem skera sig
frá bakgrunninum.
Að öllu þessu loknu er farið yfir allar teikn-
ingar og bakgrunna og athugað hvort nokk-
urs staðar leynist gallar eða mistök og ef
allt er í lagi er loks komið að myndatöku
eftir margra vikna og í lengri myndum margra
ára teiknivinnu oft fleiri hundruð listamanna.
Myndataka, Klipping Og
Hljóð
Við kvikmyndatökuna er notaður svokall-
aður tökustandur þar sem neðst er bretti með
glerplötu yfir, brettið er hægt að hreyfa í
allar áttir og er þessum hreyfingum stýrt
með hjálp tölvu, fyrir ofan er síðan kvik-
myndatökuvél og er hægt að færa hana upp
og niður eftir því hvort um er að ræða nær-
mynd eða fjærmynd.
Myndatakan er mikið nákvæmnisverk, oft
þarf að víxla glærum á alla vegu og vinna
með margar glærur í einu eða fara afturábak
og taka langa kafla í mörgum hlutum.
í teiknimyndum skiptir hljóðið miklu máli
og eru ýmsir „hljóðeffektar" óspart notaðir
til undirstrika hreyfingar og atburðarás, þetta
er hægt að sjá með því að skoða teiknimynd
og sleppa hljóðinu.
í fyrri myndinni sem ég gerði í Ungveija-
landi, en hún heitir „Hinn eini sanni tónn“,
nota ég hljóð og tónlist ekki aðeins til að
undirstrika hreyfingarnar, heldur byggist
hugmyndin á hljóðinu og það er því jafn nauð-
synlegt og teikningarnar til að hugmyndin
komist til skila.
ÍSLENSKAR TEIKNIMYNDIR
Það er ekki fyrr en um 1970 sem fyrstu
íslensku teiknimyndirnar eru gerðar en það-
eru auglýsingar í sjónvarpið sem þá er þriggja
ára. Ég hef síðan þá unnið nokkuð við gerð
auglýsingateiknimynda.
1975 hlaut ég starfslaun listamanna í 6
mánuði og hóf vinnu við teiknimynd um
Þrymskviðu.
Hálft ár dugði ekki og næstu 5 árin fór
mestur hluti frítíma míns í þetta verk.
1979 fékk ég styrk úr Kvikmyndasjóði sem
þá úthlutaði í fyrsta sinn,. Sá styrkur ásamt
ómetanlegri hjálp vina og og kunningja varð
til þess að Þrymskviða, 15 mín. löng og fyrsta
íslenska teiknimyndin, var frumsýnd 1980,
52 árum eftir að Mikki Mús fæddist.
Síðan hefur lítið gerst, Kvikmyndasjóður
hefur að vísu styrkt íslenskar teiknimyndlr,
þær hafa ekki verið margar og oft hefur mér
fundist þeir styrkir frekar ómarkvissir og
ekki beint hugsaðir til að efla þá litlu við-
leitni sem á sér stað í teiknimyndagerð hér
á landi, og stundum hafa þessir styrkir ekki
skilað neinu.
1985 hittist hópur listamanna frá öllutn
Norðurlöndunum sem fæst við teiknimynda-
gerð í Stokkhólmi og stofnaði hópinn Norður-
ljósin (Nordic Light).
Þessi hópur hittist á hveiju ári og skoðar
hvað gerst hefur í hveiju landi á þessu sviði.
í ágúst sl. var komið saman í Dröbak
skammt frá Osló og þar sýndi ég aðra mynd-
ina sem ég gerði í Ungveijalandi og var það
eina framlag okkar.
Þessi tengsl við aðra sem starfa á þessu
sviði bæði á Norðurlöndum og í Ungveija-
landi hafa verið mér mikils virði því fáir fást
við teiknimyndagerð hér á landi.
Erfitt er að segja til um hvað gerist á
næstunni í teiknimyndagerð á íslandi. Ekkert
er gert af auglýsingum og lítill áhugi virðist
vera á að nota þennan miðil til kennslu eða
upplýsinga, sjónvarpið hefur ekki áhuga á
íslenskum teiknimyndum, þar ríkir það við-
horf að teiknimyndir séu fyrir börn og fyrir
þau má engu til kosta og fyrst hægt er að
kaupa erlent efni í stórum skömmtuin hver-
vegna þá að láta búa til eða kaupa íslenskt?
Ur nógu er að moða ef erlendir aðilar verða
ekki fyrri til, við eigum bæði okkar íslend-
inga sögur, þjóðsögur og annað efni, en í
þennan efnivið eru útlendingar nú þegar farn-
ir að kroppa. Og ef við þykjumst eiga meiri
rétt á þessum sögum en aðrir er eins gott
að sýna það í verki, og því fyrr því betra.
Höfundur er grafískur hönnuður og kennari við
MHÍ
Nótt ein á himnum. Atriði úr teiknimynd eftir greinnrhöfund.
Eitt atriði úr teiknimvndinni ..Hinn
sá grunnur sem hreyfingin fer fram á og
þess vegna eru hreyfingarnar að lokum færð-
ar yfir á glærur til að grunnurinn sjáist.
Fjöldi bakgrunna fer eftir lengd myndarinnar
og hvað hún er margir kaflar.
Þegar um er að ræða hreyfingu áfram eða
afturábak er það bakgrunnurinn sem hreyf-
ist; ef persóna hleypur frá vinstri til hægri,
hreyfist bakgrunnurinn frá hægri til vinstri,
og þá er oft nauðsynlegt að teikna langa
bakgrunna. Einfaldasti bakgrunnur gæti ver-
ið bein lína sem táknar sjóndeildarhring.
Þegar teikningarnar eru gerðar gera teikn-
ararnir tökuáætlun, þeir skrá á sérstakt blað
á hvað marga ramma á að kvikmynda hveija
teikningu, allar hreyfingar bakgrunns og
kvikmyndatökuvélar, hvort blanda eigi saman
mismunandi köflum eða klippa þá saman.
Eftir þessari tökuáætlun fer síðan kvik-
myndatökumaðurinn og veit þá alltaf hvar
hann er staddur samkvæmt teljara á vélinni
og tölum í tökuáætlun, en það er nauðsynlegt
þegar myndataka getur tekið marga daga eða
vikur.
Stundum nota teiknararnir margar glærur
hveija ofan annarri, t.d. gætu verið 3 persón-
ur í kafla og ef ein færi síðan í burt en hinar
væru eftir þarf að setja auða glæru í staðinn
því glærurnar breyta litnum á bakgrunninum.
Þegar teiknarinn hefur lokið við að teikna
allar hreyfingar og prufur sýna að þær eru
í lagi eru teikningarnar færðar yfir á glærur.
Aðstoðarfólkið fær teikningarnar í hendur,
þær eru festar á samskonar pinna og teiknar-
inn notaði, glærur lagðar ofaná og teikningin
dregin með tússi á glæruna og farið nákvæm-
lega eftir fyrirmyndinni sem er undir.
Þetta er oftast gert með svörtu en oft
þurfa hlutar af hverri teikningu að vera i lit,
t.d. þurfti að teikna hluta af öllum teikningun-
um í seinni myndinni minni í gulu, en það
var geislabaugur á engli sem ég gat ómögu-
LESBÓK MORGUNBLA^SINS 19. DESfiMBER 1989 37