Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1989, Side 44

Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1989, Side 44
Götumynd frá Góu. Ferðamannaþorpin hverfa inn í pálmaskóginn við ströndina. breyttir og smakkast vel. En matseld í Góu er viðbrugðið. Þar fléttast portúgalskar hefðir í ind- verska þjóðarrétti. í kvöldsiglingu með gamalli fiskiskútu, er stólum komið fyrir á þilfari og drykkjarföng fram- reidd. Og síðan hefst þjóðdansa- sýning undir rökkurhimni. Eld- rauð sól er að síga í hafið og hver stjarnan að kvikna af ann- arri. Allt í kring eru fiskibátar að koma úr róðri. Bátsveijar veifa og kalla glaðlega til okkar. Bát- arnir eru drekkhlaðnir - af mann- fólki - ekki síður en fiski! Það glitrar á hreistur fiskana í botni bátanna og karlar á öllum aldri hanga utan á borðstokkum. Ind- veijar, aldir uþp í 900 milljón manna þjóðfélagi, kunna best við sig í þrengslum. Ferðamenn gleyma sér við óvenjulegt og fag- urt sjónarspil. Og litlu luktarljósin blikka út um allan sjó, frá stafni fiskibátanna. Góabúar eru mjög lífsglaðir. Og við hver árstíðaskipti eru há- tíðahöld. Þeir dansa og syngja, hvort sem það trúarhátíð Jóhann- esar skírara, uppskeruhátíð eða undirbúningur fyrir monsúnregn- ið. Á aðventu er sviðsettur eins- konar kabarett, sem gerir góðlát- legt grín að stjórnmálamönnum og hefðarfólki eins og vera ber! Hápunktur jólahátíðahalda er nautaat á kirkjutorgi! Hvert fótmál í Góu er stikað með krossum og helgiskrínum. Gamla Góa, höfuðborgin, er safn af kirkjum, sem geyma gullslegin listaverk. Dómkirkjan Se’ er sú élsta og stærsta í Austurlöndum og var 100 ár í byggingu! Klaust- ur heilags Cajetan er eftirlíking af Péturskirkjunni í Róm og svona mætti lengi telja. Góa var „hin gullna Góa“ eða „Róm Austurs- ins“ og hún geymir líka musteri o g moskur. í trúarlegum bygging- um frá 18. öld, blandast öíl trúar- brögðin saman í byggingarstíl, sérkennandi fyrir Góu. Sjá má kirkjulega framhlið, fallegan „lampaturn" og serkneskar boga- hvelfingar á sama musteri! 0g Góa geymir mesta aðdrátt- arafl fyrir ferðamenn í öllu Ind- landi, ef hið undurfagra hvíta .marmaramusteri „Taj Mahal“ er undanskilið. Árlega hópast hingað pílagrímar þúsundum saman til að kijúpa fyrir framan jarðneskar leifar heilags Fransis Xavier. Ótrúlegt og óskiljanlegt að horfa á órotinn líkama manns sem dó árið 1554! Dýrlingurinn liggur í geysifögru silfurskríni til hliðar við háaltarið í „Basilíu hins góða Jesús“ - með krosslagðar hendur á bijósti, krýndur gullkórónu. Líkaminn er að vísu rýr, en menn voru miklu minni áður fyrr. Portúgalski trúboðinn boðaði að líkami sinn myndi ekki rýrna. Hann dó í Kína og bað um að Góa er friðsæll hvíldarstaður. líkami sinn yrði fluttur til Góu. Tíunda hvert ár er helgiskrín heil- ags Fransis borið um götur Góu. I hliðarkapellu eru nærmyndir af dýrlingnum og undirskriftir þekktra vísindamanna og páfans, sem vitna um að engin efni hafi verið notuð til að varðveita líkam- ann. Orðin: „Ó þér vantrúuðu, sem verðið að sjá til að skilja“ koma upp í hugann. Ef augun blekkja ekki, þá er hér vissulega um kraftaverk að ræða. En trúarbrögð geta verið hræðileg! Safnið sem geymir „Sati-steininn“ sýnir svo mikla hrolivekju, að ég skelf í brennandi sóiinni. í hjónavígslu gáfu ind- verskar konur hönd sína til „sólar og tungls" - sóru þess eið að fylgja eiginmanni sínum í gegnum líf og dauða. Skaitbúnar gengu þær í bálið eða var varpað í það. Ekkja átti enga lífsvon í indversku þjóðfélagi. Hún var byrði, sem ættingjar losuðu sig við í gegnum trúna. Við bálið var spilað hátt og sungið - guði til dýrðar - til að yfirgnæfa sársaukaveinin. í logandi sólarlagi skijáfa pálmablöð eins og risastórir pappírsblævængir. Hlýr andvari ber ferska sjávarlykt. Ungir Ind- veijar leika sér í brimgarðinum, viðbragðssnöggir og grannir eins og hlébarðar. Sumir sitja á virkis- veggnum og horfa á sígandi sól eða renna út færi. Úti við sjón- deildarhring kvikna fiskibátalukt- ir hver af annarri. Kona, vafinn litríkum sarí, líður fram án fóta- taks, án svipbrigða. Slæðuþytur hennar ber með sér óm kynsystra um aldir. Og hún sendir dulúðugt augnaráð tii vestrænnar konu, sem er mótuð af ís og eldi Norð- ursins. En staðbundinn vindur ber hveija árölduna á fætur annarri upp á strönd. Og sólin hrapar í hafið. Oddný Sv. Björgvins Upplýsingar: Mörg flugfélög eru með áætlunarflug til Ind- lands, fi'á London og Kaup- mannahöfii. Og frá Bombay er daglegt ílug til Góu. Skrifstofa Ferðamálaráðs Indlands ásamt Air India: 7 Cork Street, WIX 2AB, London. Sími: 01-437- 3677/8 (01-205-6795). Jól ferðamannsins Og ennþá eru jól. Stærsta hátíð ársins. Frí frá hversdags- leika og starfi. En oft skygir undirbúningur og jólahald á til- gang jólanna og margir snúa dauðþreyttir til vinnu eftir hátí- ðina. Margir flýja því jólin heima. Nota jólafríið til að ferð- ast og hvíla sig. Og ferðaþjón- usta víða um heim heillar ferða- menn um jól. Já, jafiivel svo mjög að jólin ná yfir allt árið á mörgum ferðamannastöðum! Þjóðlöndin rífast um jólasvein- inn! Finnar voru á undan okkur að eigna sér hann í auglýsingum. „Jólasveinninn kemur á hreindýra- sleða yfir _heimskautsbauginn,“ segja þeir. í Lapplandi er jóla- sveinabær, sem ferðamenn geta heimsótt allt árið. Árið um kring berast bréf til finnska jólasveinsins frá börnum alls staðar að úr heim- inum. Svíar eru með jólasveina- skemmtigarð, seni hægt að heim- sækja að sumrinu. Hinn glerfíni jólasveinn Bandaríkjanna (í kvik- myndastíl) býr í Klettafjöllum og á þar heimili sitt. Ótrúleg hugmyndaauðgi liggur að baki minjagripum í jólasveina- bæjunum. Á Norðurlöndum eru jólasveinar oftast góðlátiegir karlar í rauðum klæðum, hálfgerðir dvergar eða tröll. Norrænir jóla- munir eru yfirleitt handunnir, litríkir og mótaðir af ævintýrasögn- um. í kaþólskum 'löndum á meginl- andinu er jólasveinninn ímynd trú- ardýrlings. 1 minjagripabúðum þar finnast útskornar jötur, ímynd vitr- inganna, María með Jesúbarnið og handunnir englar. En ekkert þjóðland á 13 hrekkj- ótta jólakarla eins og við íslending- ar. Handunnu jólasveinarnir okkar, Grýla og Leppalúði vekja mikla Ferðamenn að tína jóla- skraut afjóla- trénu í þýska ferðamanna- bænum Rothenborg — á miðjum sumardegi! Á ferð með finnska jóla- sveininum og hreindýrinu hans. hrifningu hjá útlendingum, ef sag- an er sögð sem að baki býr. Já, jólamunir hafa náð svo föstum sessi í minjagripabúðum að margar sér- hæfðar jólaversianir hafa sprottið upp á ferðamannastöðum. Það er skrítið að sjá skreytt jólatré í búð- arglugga á heitum júlídegi og hlusta á „Heims um ból“ hjá Vínar- drengjakórnum! Jólabúðin í hinni þýsku Rothenborg hefur náð svo miklum vinsældum að bærinn hefur fengið viðurnefnið „Jólabær“! Og borgirnar keppast um að vera með vinsælustu jólamarkaðina í desem- ber. í tengslum við þjóðsagnir, ævin- týri og trúmál jólanna, skapar ferðaþjónusta víða um heim ævin- týraheim um jól. í austurrísku Ölp- unum ganga bændur milli fjalla- þorpa, klæddir sem vitringarnir frá Austurlöndum. í breskum köstul- um (hótelum) eru leikin jólaævin- týri með tilheyrandi draugagangi! Á norrænum slóðum þjóta ferða- menn yfir snjóbreiður, í hreindýra- sleðum með klingjandi jólabjöllur. í heitari löndum eru trúarlegar skrúðgöngur yfir á kirkjutorg, þar sem jólasýning er sviðsett. Og fjár- húsjatan, María og Jesúbarnið sjást víða — leikin í íburðarmiklum tón- leikahöllum — eða sem jólaskreyt- ing í anddyrum hótela. Besti árstíminn í heitari löndum er oft um jólaleytið. Góaströndin í Indlandi og Aswan í Egyptalandi eru meðal eftirsóttra dvalarstaða um jól. Margir kjósa hvít jól eða menningaijól og þá eru Salzborg og Vínarborg ofariega á blaði. Hið fagra jólaguðspjall um ferðalag Maríu til Betlehem greinir frá einu merkasta ferðalagi mannkyns. Fögur menningarverðmæti eru allt- af að skapast út frá jólaguðspjall- inu, í tónum, málverkum, tréskurði og rituðu máli. Megi hinn sanni jólaandi vitja ykkar allra — hvort sem þið eruð á ferðalagi — eða ferðist í huganum með Maríu til Betlehem. Oddný Sv. Björgvins

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.