Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1989, Side 45

Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1989, Side 45
Menn verða ósköp smáir í saman- burði við slík tröll! Og Ramses ann- ar horfir áfram yfir fljótið helga, með eigin- konu sína, Nefertitis hina fögru milli fóta sér! ABU SIMBEL - eitt af sjö undrum veraldar í Aswan blakta seglin eins og hvítir fuglar úti á Níl. Strákarnir eru eins og hluti af skútunni og umhverfi Níiar. ABU Simbel hofið var í heims- fréttum fyrir nokkrum árum. Við byggingu Nílarstíflu hækk- aði yfirborð Nasser-vatns og 3000 ára hof sólguðsins var að hverfa undir yfírborðið! I ör- væntingu leituðu Egyptar til Sameinuðu þjóðanna. En hvernig átti að bjarga hofí, meitluðu inni fjalli? Bestu sér- fræðingar í heimi voru kvaddir til. Og hofið var skorið í 36.000 hluta, flutt á öruggan stað og púslað saman aftur! Allur heim- urinn fylgdist með verkamönn- unum, sem börðust við tíma- leysi og hækkandi vatnsborð. Og nútímatækni framkvæmdi hið ómögulega - flutti fjall! Heimsbyggðin eignaðist aftur veraldarundrið Abu Simbel. Og Aswan, vetrar-orlofsstaður firæga fólksins, er alltaf að verða vinsælli hjá hinum al- menna ferðamanni. Svarti leiðsögumaðurinn frá Núbíu, söguprófessor að mennt, gerist æ daufari, því nær sem dregur Aswan. „Ég á svo erfitt með að horfa á vatnið, sem gleypti bernskuþorpið mitt,“ segir hann. „Vatnið flæddi yfir 48 þorp. Stjórnin byggði ný þorp fyrir ætt- ingja mína. En þau eru svo svip- laus og landslagið öðruvísi. Steinninn minn og pálmalundur- inn horfin að eilífu. Eg get aldrei snúið heim aftur. Ég og mitt fólk verðum alltaf rótlaus.“ Og mér verður hugsað til hinna fáu bænda, sem andvígir eru Laxárst- íflu. Hvað væri hún á móti Nílarst- íflu pg Nasser-vatni? „Á svölunum, með glas í hendi, í miðri kyrrðinni er næði til að skipuleggja hið fullkomna morð,“ sagði Agata Christie í bók sinni „Dauðinn á Níl“. Á gamla Cat- aract-hótelinu kaus hún að dvelja á veturna og skrifaði hér sínar bestu bækur. Ég sit á klettasvöl- unum og horfi niður á Níl. Hvít segl svífa hljóðlaust yfir ána eins og hvít fiðrildi. Myndrænir kletta- stallar Filaeyju taka á sig kynjablæ í fagurbleiku sólarlagi. Eru leyndar höggmyndir í klettun- um? Þarna vörpuðu þeir fegurstu stúlkunni fyrir björg í árlegri fórn til sólguðsins. Og fegurðardísin áleit sig drottins útvöldu og var hamingjusöm! Undarlegt hvað Níl seiðir! I skósiðum skikkjum standa karl- arnir við skúturnar og bíða. En ekki lengi. Við hoppum niður í skútuna - misjafnlega liðug! Ýtt er úr vör, segl slást til og hjóllið- ugur strákur vindur sig upp siglu- tréð, lyftir akkeri, hleypur að stýri, ýtir frá klettasnös - alls staðar nálægur, eins og hluti af skútunni og þeirri undrafegurð sem við okkur blasir. Aswan hverfur á bak við Fílaeyju. Hvítt musteri kemur í augsýn. Minnis- varði Aga Khan! Á hverjum morgni leggur ekkja hans rauða rós á altarið. Ef rósir eru ekki fáanlegar í Egyptalandi, er flogið með þær í einkaþotu! Við göngum um Blómaeyju - tijágarð með sjaldgæfum hitabeltisgróðri. Að- eins sölumenn á ferðamannaslóð- um trufla. Síðar smýgur skútan milli smáeyja. Gróður, hvítir fugl- ar og flóðhestur að ausa yfir sig vatni renna inn á sjónarsvið. 1 einni víkinni hefur fiskirhaður byggt hús úr pappakössum. Og krakkar, sem busla í Níl, búa í aflóga bát á bakkanum. í núbíska þorpinu eru húsin skærblá og gul. Tindrandi svört augu mæta vatnsbláum augum hvítrar konu. Andlitin eru svo dökk að sólarbirtan nægir vart til að festa þau á filmu. Á fram- hliðum margra húsa er málaður svartur steinn, sem sýnir að húsr- áðandi hefur farið í pílagrímsferð til Mekka og séð„Kaaba“ steininn helga. Athygli alheims beindist að menningu Núbíumanna, þegar hundrað þúsund manns misstu heimaþorp sín og rótfestu. Verið er að færa tungumál þeirra í letur og núbísk þorp að verða eins vin- sæl og indíánaþorp í Vesturheimi. Eftirsóttustú minjagripir í Aswan eru handiðnaður Núbíumanna. Núbíuþorpunum var ekki bjarg- að, en þjóðir heims lögðu 42 millj- ónir Bandaríkjadala í að flytja Abu Simbel á öruggan stað. Það var Ramses annar, konungur Egypta sem reisti hofið, til að sýna Núbíu að vald hans væri ekki af þessum heimi. Hvergi gafst betri staður en við upptök Helgiblær hvílir yfir úlfalda, hirði og bjarmanum í austri. Þeir eru skrautlegir skóburst- arinn og dyravörðurinn í gamla Cataract-hótelinu, enda er það bókað með ársfyrirvara um jól- in. Nílar fyrir slíkt trúarhof. í Aswan mætast Norðrið og Suðrið í alda- langri baráttu Egyptar vildu ná gulli Núbíu, en Núbíubúar vildu ná til Nílar. Mikið í húfi að hofið yrði nógu áhrifamikið og tignar- legt! Hálftíma þotuflug er frá Aswan til Abu Simbel. Fyrst yfir Nílarst- íflu - hið geysistóra mannvirki, sem tvöfaldaði raforku Egypta, jók ræktun um 30% og bjargar Egyptum frá hungursneyð um ókomin ár. Steinsteypan ein hefði nægt í 17 risapýramída! Stálið í 15 Eiffel-turna! Virkjunin varð pólitískt deilumál milli stórveld- anna. Það kom í hlut Rússa að virkja Níl. Og minnisvarðinn - Lótusblómið - minnir á góða sam- vinnu Rússa og Egypta. Síðar slitnaði upp úr vináttunni. Stöðugt er flogið yfir Nasser- vatni, stærsta vatnsforðabúri heims. í Abu Simbel er 42 gráðu hiti og mangosafi er svalandi í skuggsælum pálmalundi á meðan hofið blasir við fyrstu sýn. Tutt- ugu metra háar styttur gnæfa yfir mannlega smæð. Hver sem hingað kemur, hlýtur að fyllast lotningu á trúarhita Forn-Egypta. Og enn er Abu Simbel trúarstað- ur. Núbíumenn sem misstu heim- ili sín, finna fróun í að gráta við hofið. Mikil helgi hvílir yfir hofinu og margir ferðamenn óska að dvelja hér lengur. Ferðamanna- bær er að byggjast upp í tengslum við Abu Simbel, sem er tilbeðið frá öllum heimshornum. Og tvisv- ar á ári birtist sólarundrið, þegar sólargeislar ná inn í helgidóm hofsins og lýsa upp altarið eins og ljósörvar af himni. Og enn standa tröllauknar styttur í guð- alíki og horfa yfir til fljótsins helga. Hvað eru 42 milljónir Bandaríkjadala fyrir svo stórbrot- inn trúarstað! Oddný Sv. Björgvins LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 19. DESEMBER 1989 45

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.