Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1989, Side 47
Strætisvagninn litskrúðugi sem ekur um Rarotonga.
Rarotonga í Cook-eyjaklasanum, séð úr lofti.
einkennist af litlum, skrautlegum
einbýlishúsum. „Blúnduhús" kall-
aði hún dóttir mín þau! Allir eiga
báta og sigla. Strendur eru hver
með sín sérkenni, ólíkan sand og
kletta. Og úti við sjóinn blakta
„fjaðragrösin“, sem frumbyggjar
trúðu að geymdu sálir framlið-
inna. Ég yfirgaf frænku mína og
Auckland með söknuði.
Á Fiji-eyjum eru aðeins 100 ár
síðan íbúarnir voru mannætur.
Við mæðgur erum vel í holdum
og ég neita því ekki, að hrollur
fór um okkur við rannsakandi
augnaráð! Elddansinn dunar þar
í hverri viku. Snemma á morgn-
ana er byijað að kynda og um
kvöldið er dansað undir trumbu-
slætti - á hvítglóandi steinum! Á
siglingu til „Fjársjóðaeyju" og
„Brúðkaupseyju" björguðu arm-
böndin mér. Anna, dóttir mín,
trúði ekki sínum eigin augum,
þegar ég sat eins og Stjáni blái í
miklum sjó úti fyrir Fiji-eyjum -
og kastaði ekki upp! Ég verð að
trúa, þegar ferðaveiki læknast á
elliárum. Svo mjög gaf á, að við
töldum Kyrrahaf ekki réttnefni.
Hafið ætti að heita „Ókyrrahaf".
Þjóðsagan á Rarotonga um
komu fyrstu hvítu mannanna
hafði mikil áhrif á mig. Sagt er
að barnslega einlægt fólkið hafi
fagnað þeim af mikilli hrifningu.
„Hvernig getum við orðið svona
hvít og falleg?" spurði það. „Það
er enginn vandi,“ var svarið.
Þórunn innan um fjaðragrösin, sem „geyma sálir framliðinna" í
Auckland.
„Kyndið eld í skúta, látið fólkið
ganga inn, byrgið fyrir munnann
og hleypið engum út, hvað sem
heyrist og hvað sem á gengur,
fyrr en við erum farnir“! Allir vildu
verða hvítir og höfðingjarnir
gengu fyrstir í eldinn. Viðbrögð
fólksins voru eins og hjá sak-
lausu, auðtrúa barni, sem á erfitt
með að gleyma, ef það er svikið.
Sú hugsun læddist að, hvort sag-
an sé uppruni skrítlunnar um trú-
boðana í pottinum!
Á Rarotonga er fallegasta fólk-
ið á Suðurhafseyjum og bestu
dansararnir. Fegurð Rarotonga
gagntók okkur strax fyrsta morg-
uninn. Hvítur sandur. Blátær sjór
innan hvítra kóralrifa. Litrík blóm
í villtum breiðum minntu á ótelj-
andi Hawai-kransa. Ólýsanleg
náttúrufegurð, veðurbiíða og
brosandi mannlíf töfraði okkur.
Og síðan hefur Rarotonga ekki
sleppt tökum af okkur. Ég trúi
því núna að maður skilji eftir hluta
af sjálfum sér á ósnortinni Suður-
hafseyju.
Við vorum eina viku á Raro-
tonga. Tíminn leið alltof fljótt, þó
að við fengjum einn aukadag með
því að fara yfir hádegisbauginn.
Við syntum í blátæru lóni innan
um hvít kóralrif. Flökkuðum með
ævintýralegum strætisvagni eða
leigðum skellinöðrur. Dönsuðum
með eyjaskeggjum og lifðum á
gómsætum ávöxtum. Og ég
gleymdi öllu - tíma og rúmi -
hef sjaldan hvílst jafnvel. Þessi
undurfagra litla eyja er sögð vera
eins og Tahiti á dögum Gauguins,
áður en hvítum mönnum tókst að
spilla henni. Eftir Rarotonga
fannst mér mannlífið á Tahiti
fremur hart og kalt.
Að vera þátttakandi í guðs-
þjónustu á Rarotonga gleymist
aldrei. Ótrúlegustu hljóðfæri óma
og allir kirkjugestir syngja af til-
finningahita. Veggirnir eru að
springa af tónlist. Það er ekki
hægt annað en hrífast með. Hefði
aldrei getað ímyndað mér að ég
færi að kiappa saman höndum og
dansa - í algleymi! í góðu sam-
komulagi tilbiðja allir sama guð,
en trúboðar frá flestum kirkju-
deildum hafa komið til eyjanna.
Eftir guðsþjónustu faðmast allir
og óska hver öðrum alls hins
besta. Prestarnir á Rarotonga
bera ábyrgð á unglingunum. Laun
þeirra fara eftir hegðun ungling-
anna! En ekki held ég að þeir
hafi misst hempuna, þar sem lítið
er um félagsleg vandamál, þjófn-
aði eða glæpi. Eitthvað er þó
drukkið.
Allir viðkomustaðir féllu _ í
skuggann fyrir Rarotonga. Ég
vona að mannlíf þar megi haldast
óspillt, þó ferðamönnum fjölgi.
Ábyrgð ferðamanna er mikil að
spilla ekki fögru mannlífi. Við
erum ekki einu Islendingarnir sem
hafa heimsótt Rarotonga. Eftir
heimkomuna fréttum við af ís-
lendingi, sem leitaði til töfralækna
á eyjunni. En töframáttur náði
ekki að lækna. mann, sem var
heltekinn af krabbameini. Og bein
óþekkta íslendingsins hvíla í mold
Rarotonga. Mér finnst furðulegt
að hafa heimþrá til fjarlægrar
eyju, sem ég get ekkl ímyndað
mér að ég eigi eftir að sjá aftur.
Oddný Sv. Björgvins
óvart er ég frétti að hann væri
einn af stjórnendum safnaðarins
og einnig kom mér á óvart að
hann væri búinn að ráða mig sem
„heiðursmeðlim“ í hljómsveit safn-
aðarins og fyrsta messan væri eft-
ir þijá daga.
Þetta var skemmtUeg nýbreytni
fyrir heiðingjann frá Islandi og ég
æfði stíft gítarspil og sálmasöng í
þrjá daga og mætti svo til messu.
Kirkjan var nær fullsetin og eini
hvíti maðurinn fyrir utan mig
reyndist vera hinn glaðlyndi írski
prestur, séra O’Connor.
Ekki hef ég verið viðstaddur
margar messur og engri líkri
þessu. Allt andrúmsloft í kirkjunni
var sérstaklega fijálst og óþving-
að. I miðri messu fór séra O’Conn-
or að segja brandara og söfnuður-
inn veltist um af hlátri. Hann flutti
mjög beinskeytta og vel útfærða
ræðu sem fjallaði meðal annars
um fóstureyðingar og ábyrgð
mannsins gagnvart öllu lífi. Tón-
listin reyndjst öll mjög lífleg og
taktföst. Þegar líða tók á messu
bauð hann „ísmanninn” velkomin
og söfnuðurinn stóð upp og klapp-
aði í viðurkenningarskyni.
Bróðir Clark og Alí
Á könnunarferð minni næsta
dag heyri ég allt í einu kallað rámri
karlmannsrödd „Iceman”. Ég sný
mér við og upp á svölum hrörlegs
húss sé ég dálítið skuggalegan
mann sem bendir mér að koma og
tala við sig. Er hann sá að ég hik-
aði eitthvað baetir hann við: „Ég
þekki Wilfred vin þinn og ég sá
þig í kirkjunni í gær.“ Hann var
ekki beint snyrtilega til fara og
augun glóðu af augljósum ástæð-
um.
Það kemur í Ijós að þetta er
bareigandinn . sjálfur, „Brother
Clark”, og oft. á tíðum eini við-
skiptavinurinn líka. Við nánari
kynni reynist þessi rámi romm-
þambari hinn skemmtilegasti ná-
ungi og með enn ómengaðra
hjartalag en Puncheon-romm.
Ég þigg einn bjór og þá ber að
einn besta viðskiptavin hans
„muslimann" Ali. Hann segist vera
hönnuður og sé að byggja mosku
til dýrðar guði sínum Allah. Þegar
hann er byijaður á þriðja romm-
glasinu spyr ég hann varfærnis-
lega hvort „muslimum” sé ekki
meinað að drekka áfengi. Hann
lítur á mig hrærðum augum og
játar fyrir mér að öll mótstaða
gegn Bakkusi sé því miður von-
laus. Hann virðist niðurbrotinn og
þjáður af synd og skömm. Allt í
einu lemur hann kröftuglega í
borðið og hrópar: „Allah minn, ég
veit að ég er breyskur maður en
það fær mig enginn til þess að éta
svínakjöt." Eg leit í romrnvot augu
hans og sá að honum leið strax
betur.
Fyrsta lieimsókn mín í
klaustur og klausturskóla
Vegna framandi fæðis tókst mér
að ná í heiftarlega „ferðamanna-
veiki" og fannst mér um tíma að
ég væri að geispa golunni. Eftir
ömurlegan dag fann ég mér til
tnikillar undrunar að mér leið
skyndilega betur á leið minni til
læknis. Eg hafði ætlað að heim-
sækja mágkonu Wilfreds vinar
míns sem er nunna og kennari í
klausturskóla. Systir Martha hafði
frétt af komu minni og vildi endi-
lega bera augum þennan föla
„ísrnann”. Það voru blendnar til-
finningar sem bærðust í bijósti
mér þegar ég gekk í fyrsta skipti
inn um dyr á klaustri með Wilfred
og Gloríu og þremur yndislegum
börnum þeirra, Tudor, Arianne og
Ava-Marie.
Ég hafði alltaf ímyndað mér að
allar nunnur væru bæði bældar og
hundleiðinlegar, en ég komst brátt
um raun um allt annað. Systir
Martha og hinar nunnurnar komu
og heilsuðu mér svo glaðlega og
innilega að ég gat ekki annað en
undrast og skammast mín. Þær
vildu vita hvernig mér liði og sögðu
mér að þær hefðu beðið fyrir mér.
Ég þakkaði fyrir mig og sþurði
þær hvenær það hefði verið og
fékk þá að vita að það hefði verið
á sama tíma og ég var á leið til
læknis. Stundum getur maður ekki
annað en hneigt höfuðið og stein-
haldið kjafti. Stúlkurnar virtust
vera á grunnskólaaldri og höfðu
sett saman söngdagskrá mér til
heiðurs.
Þetta var fjörugasti söngur og
hljóðfærasláttur og sungu bæði
stúlkurnar og nunnurnar af mikilli
innlifun og lífsgleði. Allt í einu
dettur einni nunnunni í hug hvort
„ísmaðurinn" geti spilað eitthvað
og sungð fyrir þær. Nú voru góð
ráð dýr því að ég kunni lítið af
trúarlegri tónlist. Þegar þær sjá
spurningarrnerki í svip mínum seg-
ir ein þeirra: „Spilaðu bara eitt-
hvað sem þér finnst gaman að“
og þegar ég byija að kyija gamla
Það er ekki amalegt að geta sökkt sér ofan í jólabækurnar á ströndinni!
Elvis-lagið Don’t be Cruel byija
stúlkurnar að skríkja og stappa
niður fótunum og syngja með full-
um hálsi. Að skilnaði eru mér færð-
ar góðar gjafir og brátt er yndis-
legt kvöld á enda.
Aðfangadagskvöld
Eftir kvöldmat tek ég gítar í
hönd og fer lauslega yf ir söngdag-
skrá kvöldsins. Kirkjan er fullsetin
og ég tek mér stöðu hjá fétögum
mínum í hljómsveitinni. Ræðan hjá
O’Connor er skýr og beinskeytt
að vanda og söngurinn miklu
líflegri og taktfastari en ég hef
áður heyrt á aðfangadagskvöldi.
Wilfred er kominn í ræðustól og
flytur hugvekju. Skyndilega beinir
hann máli sínu til mín og biður
mig að koma upp að altari og segja
eitthvað við söfnuðinn á ísleiisku.
Hikandi geng ég upp að altari og
lít yfir mannskapinn og læt það
fyrsta flakka sem gömlum rokkara
dettur í hug: „Eru ekki allir í
stuði“ og fólkið klappar. Ég óska
síðan öllum gleðilegra jóla á móð-
urmálinu.
Eftir tveggja tíma messu, sem
hvergi var dauður punktur í, ganga
allir út og óska hver öðrum gleði-
legra jóla. Allt í einu greini ég
kunnuglega rödd: „Ieeman my fri-
end“ og ég lít í glaðleg og romm-
vöt augu um leið og ég er faðmað-
ur af miklum innileik.
Ferðalok
Eftir þriggja vikna gestrisni
Wilfreds vinar míns og fjölskyldu
hans rennur upp síðasti dagur
heimsóknar minnar. Ut um glugga
Boeing-þotunnar fjarlægist litla
eyjan meir og meir. Á þvi augna-
bliki skynjar „ísmaðurinn” að þó
að hann hverfi á brott þó hefur
hann skilið eftir hluta af sjálfum
sér.
Hann mun hverfa aftur til eyj-
unnar fögru, því hann verður ekki
heill maður aftur fyrr en hann
hefur endurheimt þann hluta sem
hann skildi eftir á hinni fögru Tri-
nidad.
Þórhallur Már Sigmundsson
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 19. DESEMBER 1989 47