Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1989, Page 48

Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1989, Page 48
I I i; ; íé>» I II ■ 1,,'mM| 1.HBBDT ■ r Frá Leningrad. Við Rauða torgið. Nýjar leiðir að opnast til Sovétríkjanna 1990 Tallinn, Ríga, Gudauri og Nord Kap frá Helsinki Járntjaldið er að lyftast og árið 1990 verða nýjar Rússlands- ferðir í boði. Hingað til hefur ferðaval verið takmarkað inn í þetta geysistóra land. En Hels- inki er að opna „Rússlands- hliðið“ til lítt þekktra áfanga- staða, með flugi, rútu, lest eða skipi. Á dagskrá eru 3.-4. daga ferðir til Leningrad. Fimm daga lestarferðir til Moskvu. Þriggja daga skipsferð til Tall- inn, höfúðborgar Eistlands. Til Rígu, höfuðborgar Lettlands. Gudauri í miðjum Kákasusfjöll- um og sex daga rútuferð til Nord Kap. Leningrad er ein fyrsta heims- borgin, sem byggð var samkvæmt skipulagi. Undir vernd Péturs og Páls virkis var grundvöllur lagður að heilagri Pétursborg og borgin er heimsþekkt sem „eitt stórt listaverk". Stærsta listaverkið er Vetrarhöllin sjálf, sem geymir að auki tvær og hálfa milljón ein- stakra listaverka. Nevsky Pro- spekt er líflegt verslunarstræti með mörgum veitingahúsum. Og hijómleikar og leiksýningar í Len- ingrad eru vinsælar. Ailir þekkja Rauða torgið og Kreml í Moskvu, jafnvel þeir sem aldrei hafa komíð þangað. Flestir hafa líka heyrt um Boíshoi-leikhúsið, Moskvu- sirkusinn og Moskvusöfnin sem geyma aiþjóðleg menninga- rauðæfi. . Litla virkisborgin Götumálari í Tallinn. Sovetrikin koma til með að heilla ferðamenn til sín á nýju ári. Þyrluflug á skíðasvæði í Kákasusfjöllum. Ferðir til MoskVu og Leningrad hafa verið á dagskrá. En Tallinn, höfuðborg Eistlands er lítt þekkt. „Lítil borg, sem líkist stóru virki“, var lýsing á Tailinn, þegar hún birtist fyrst á heimskortinu 1154. Tallinn geymir sögu Eistiendinga, sem spannar 1000 ár. í efri hluta Taliinn stendur Toompea-kastalí og hin stórbrotna dómkirkja, sem ber skjaldarmerki í tréristu á veggjum sínum. Ráðhúsið frá 14. öld, er í neðri borgarhluta. Efst á ráðhústurni gnæfir Gamli Tómas, vemdari Tallinn. Tallinn er al- þjóðleg hafnarborg og viðskipta- og ferðaþjónustumiðja Eistlands. Tallinnbúar eyða frídögum sínum í Kadriorg-garðinum og íþrótta- . , .. Á hreindýraslóðúm í Lapplandi. svæðinu Pirita. Kappróðrar 22. Ólympíuleikanna voru haldnir í Pirita. Borgin geymir enn and- rúmsloft gamla tímans. Hægt er að rölta um litlar, þröngar götur án þess að villast - heimsækja hin mörgu kaffihús og njóta þjóðlegr- ar gestrisni. Litla París Eystrasaltsins Ríga, hafnar- og höfuðborg Lettlands við ármynni Daugava er líka áhugaverður áfangi. Borg- in telur yfir 800 þúsund íbúa. Skráð saga hennar nær aftur til 1201. Fjölmargar miðaldabygg- ingar hafa varðveist í öngstrætum gamla borgarhlutans. Merkust er dómkirkjan með sínum litríku, steindu gluggum og einu stórkost- legasta orgelverki í heimi. Stærsti strandbær í Sovétríkjunum, Jur- mala er 10 km frá Ríga. Inni í sandöldunum rís hið glæsilega veitingahús, Juras Pearl (sjávar- perlan) -með forsal í líkingu við þilfar á skipi. Lettland fyrri alda er sýnd í smækkaðri mynd á útiminjasafni í Jugla. Þar má skoða gamalt þorp með járn- smiðju, krá, kirkju og fleira. Ríga er oft nefnd „Litla París Eystrasaltsins", tískufrömuðir, listamenn og málarar safnast þangað. í gamla bænum eru þægi- legar kaffistofur, svipaðar kaffi- húsum í París. Reynið til dæmis Trispadomit kresli (þrettán stóla), Palete (pallíetan) eða Lasite. Vin- sælustu veitingahúsin eru Pie Kristapa (með afbragðs fæði) og Put Vejni við hliðina á dómkirkj- unni. Sigulda, Gaudeamus og Leningrad í miðbænum eru líka vinsæl. Gleymið ekki að prófa heilsudrykkinn „Riga Balsam“. Hann er sagður lækna 45 ólíkleg- ustu sjúkdóma! Skíðasvæði í Kákasusfj öllum í miðjum Kákasusfjöllum er bærinn Gudauri, um 120 km frá Tbilisi, höfuðborg Georgíu. Gud- auri liggur i 2.000 metra hæð, umkringdur yfir 3.000 metra háum fjallstindum, þar á meðal Ebrus, hæsta fjall Kákasus. Gud- auri-hóteiið er alþjóðleg íþrótta- miðstöð, sem sérhæfir sig í vetrar- íþróttum. Gestum eru boðin vest- ræn þægindi - sundlaug, gufubað og heilsurækt - og þjóðleg gest- risni. Þetta fyrsta flokks hótel, með 122 herbergi, er rekið af starfsfólki, sem talar mörg tungu- mái og er í samvinnu við aust- urríska ráðgjafa. Við arineld fá gestir tækifæri til að smakka staðarvín. Skíðasvæðið er fyrir byijendur upp i miðlungs skíðafólk. Opnar, tijálausar brautir gefa útsýni yfir í ósnortin skíðasvæði, en þangað er þyrluflug með þá sem vilja reyna meira á sig. Snjóskilyrði í Gudauri eru með því besta sem völ er á. Öruggur skíðasnjór frá desember fram í apríl. Fullt af púðursnjó og sólskini! Engin hætta á snjóflóðum á lyftusvæð- inu. Fjórar austurrískar stólalyft- ur ganga upp í fjallið frá hótel- inu. Dags- eða háifsdagsferðir eru í boði með þyrluflugi frá hótelinu. I eins dags skíðaferð eru innifald- ar fjórar ferðir niður brekkur, með kannski 5.000 metra hæðar- mun! Á eigin vegum í Rússlandi Snemma árs 1988 var nýr bílvegur opnaður til Eystrasalts fyrir bílstjóra á eigin vegum. Veg- urinn liggur frá Tallinn til Ríga og þaðan um höfuðborg Litháens yfir til Minsk í Hvíta-Rússlandi. Þaðan er hægt að aka til Brest á pólsku landamærunum eða stefna í austur til Moskvu. Áhugaverðir viðkomustaðir til Leningrad eru: Vitebsk, heimabær Marc Chagail og hinn aldagamli klausturbær Pskov. Opnað hefur verið hjói- hýsaþorp fyrir ferðamenn á tjald- svæðinu í Ólgino, 19 km frá Len- ingrad. Sex daga rútuferð yfir fallegustu hluta Lapplands til Hvítahafsins og til nyrsta höfða Evrópu, Nord Kap er líka í boði. Nauðsynleg skjöl fyrir bílstjóra á eigin vegum í Rússlandi: Vega- bréf, alþjóðlegt Ökuskírteini, al- þjóðlegt skráningarskírteini, beiðni frá Intourist, leyfisbréf til að nota bílaleigu- eða lánsbíl, bílinn verður að vera merktur við- komandi landi, mælt er með tryggingu frá sovéska trygging- arfélaginu Ingostrakh. Annað tryggingarfélag Sætir ekki tjón á bíl innan Sovétríkjanna. Og ferða- menn verða að semja sig að gild- andi ökureglum á sovésku land- svæði. Upplýsingar: Finnsov tours, Eerikinkatu 3, 00100 Helsinki, Finnland. 48

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.