Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1996, Blaðsíða 2
FAGRA VERÖLD OG DÓMÍNÓ
I BORGARLEIKHUSINU
ÆFINGAR á tveimur íslenskum
leikritum standa nú sem hæst
hjá Leikfélagi Reykjavíkur,
Dómínó eftir Jökul Jakobs-
son, sem frumsýnt verður á litla sviði
Borgarleikhússins 9. janúar næstkom-
andi, og Fögru veröld eftir Karl Ágúst
Úlfsson og Gunnar Reyni Sveinsson, sem
frumsýnt verður á stóra sviðinu 11. jan-
úar, á aldarafmæli Leikfélagsins.
Síðarnefnda verkið, sem er nýtt af nál-
inni, er byggt á ljóðum Tómasar Guð-
mundssonar, textinn er eftir Karl Ágúst
en Gunnar Reynir sér um tónlistina. Sögu-
sviðið er Reykjavík snemma á fjórða ára-
tug aldarinnar en verkið fjallar um hóp
fólks af ólíkum toga - eins konar þver-
snið þjóðfélagsins, svo sem segir í kynn-
ingu. „Miðdepill atburðarásarinnar er
kaffihús. Þangað rekast flestar persónur
leiksins og eiga spjall saman, en hinir
miklu atburðir gerast annars staðar í
bænum. Þetta eru miklir umbrotatímar,
atvinnuleysi, heimskreppa og ört vaxandi
borgarmenning,“ segir ennfremur en þess
má geta að einn af karakterunum er Tóm-
as Guðmundsson, sem er þó einatt í bak-
grunni.
Leikendur i Fögru veröld eru Ásta
Arnardóttir, Árni Pétur Guðjónsson,
Björn Ingi Hilmarsson, Ellert A. Ingi-
mundarson, Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir,
Helga Braga Jónsdóttir, Hinrik Ólafsson,
Jóhanna Jónas, Jón Hjartarson, Kjartan
Guðjónsson, Margrét Helga Jóhannsdótt-
ir, María EUingsen, Pétur Einarsson, Sól-
ey Elíasdóttir, Theodór Júlíusson, Þór-
hallur Gunnarsson og fleiri. Söngstjóri
er Jóhanna V. Þórhallsdóttir, lýsingu ann-
ast Lárus Björnsson, leikmynd og búning-
ar eru eftir Sigurjón Jóhannsson og leik-
stjóri er Brynja Benediktsdóttir.
Rammar afmaelishaldló fnn
Jökull Jakobsson rammar afmælishald
Leikfélags Reykjavíkur inn, Dómínó er
fyrsta verkið sem frumsýnt verður á árinu
og Sumarið 37 hið siðasta. Leikfélagið
frumflutti flest leikrita Jökuls og var
Dómínó frumflutt á Listahátfð i Reykjavík
1972. í kynningu segir að margir telji
Dóminó vera eitt besta leikrit Jökuls, en
það „er á margan hátt dularfullt, í senn
einfalt og flókið - sýnir okkur ráðvillt
fólk í þjóðfélagi allsnægta.“
Leikarar í Dómínó eru Eggert Þorleifs-
son, Egill Ólafsson, Guðrún Asmundsdótt-
ir, Halldóra Geirharðsdóttir, Hanna María
Karlsdóttir og Margrét Ólafsdóttir. Lýs-
ingu hannar Ogmundur Þór Jóhannesson,
leikmynd og búningar eru eftir Stíg Stein-
þórsson og leikstjóri er Kristín Jóhannes-
dóttir.
Þótt Leikfélag Reykjavíkur bjóði ekki
upp á jólaleikrit að þessu sinni verður
sitthvað á seyði í Borgarleikhúsinu um
LEIKENDUR í Dómínó eftir Jökul Jakobsson.
MorgunblaÖió/Golli
HÓPURINN sem leikur f Fögru veröld eftir Karl Ágúst Úlfsson og Gunnar Reyni
Sveinsson.
hátíðirnar. Svanurinn eftir Elizabeth
Egloff verður sýndur á litla sviðinu laug-
ardaginn 28. desember, sunnudaginn 29.
desember og föstudaginn 3. janúar, Stone
Free eftir Jim Cartwright verður sýnt á
stóra sviðinu föstudaginn 27. desember,
laugardaginn 28. desember og mánudag-
inn 30. desember, Bar Par eftir sama
höfund verður sýnt á Leynibarnum 27.
desember og 28. desember og Trúðaskól-
inn eftir Friedrich Karl Waechter verður
sýndur á stóra sviðinu 29. desember.
í GAMLA DAGA
- OG í DAG
LEIKLIST
Jólin hcnnar ömmu
FURÐULEIKHÚSIÐ
eftír Margrétí Kr. Pétursdóttur. Leikarar:
Margrét Kr. Pétursdóttír, Eggert Kaaber og
Ólöf Sverrisdóttír. Leiksljóri: Gunnar Gunn-
steinsson. Leikmynd: Kristin Björgvinsdóttir.
Tónlist og undirleikur: Valgeir Skagfjörð.
Búningar og förðun: hópurinn. Smáraskóli, 18.
desember.
FURÐULEIKHÚSIÐ frumsýndi bama-
leikritið Jólin hennar ömmu eftir Margréti
Kr. Pétursdóttur í Möguleikhúsinu við
Hlemm 8. desember, en hefur síðan ferðast
með sýninguna á milli gmnnskóla í Reykja-
vík og nágrenni. Eins og nafnið gefur til
kynna er hér um jólaleikrit að ræða og
segir frá því þegar amma Sigríður var ung
og hélt upp til fjalla til að bjarga vini sínum
Ólafí sem Grýla hafði numið á brott því
hann hafði verið óþekkur. Sigríður hittir
Steklqarstaur jólasvein, sem vísar henni á
helli Grýlu, og ekki einungis tekst henni
að bjarga vini sínum heldur einnig að telja
þeim Grýlu og Stekkjarstaur hughvarf varð-
andi hegðan sína á jólunum. Hún kennir
þeim um Jesú og fyrirgefninguna og sann-
færir Stekkjarstaur um að það sé miklu
betra að vera góður og láta gott af sér leiða,
en að hrekkja og stríða eins og hinir ís-
lensku jólasveinar voru þekktir fyrir í gamla
daga. Kannski tekst henni ekki alveg að
uppræta eðli Grýlu, en eitthvað mildast
kerlingin þó.
Jólin hennar Ömmu er eitt af þremur
jólaleikritum fyrir börn sem grunnskólum
er boðið til sýninga nú á aðventunni. Hin
tvö eru Jólaleikur Tíu fingra leikhússins
og Hvar er Stekkjarstaur? sem Möguleik-
húsið sýnir. Öll eru þessi leikrit skemmti-
lega skrifuð og eiga það sameiginlegt að
i þeim öllum er reynt að samræma hinar
gömlu jólasögur - bæði söguna um ís-
lensku jólasveinana og jólaguðspjall Bibl-
íunnar - við nútímann. Með öðrum orðum,
þá er reynt að útskýra fyrir börnunum
hvar rætur jólasiðanna liggja, hver boð-
skapur jólanna er, svo og léttvægari hluti
eins og hvernig stendur á því að jólasvein-
arnir íslensku hættu að klæðast íslenskum
fatnaði í sauðalitunum og skrýðast rauðum
jólabúningi. Reyndar eru margir athyglis-
verðir snertipunktar með sýningu Furðu-
leikhússins og sýningu Möguleikhússins.
Til dæmis sú staðreynd að í báðum sýning-
unum er „hetjan" stelpa sem heldur á fjöll
til að bjarga vini sínum, i öðru tilvikinu,
og til að telja jólasveinana af því að fara
MENNING/
LISTIR
í NÆSTU VIKU
MYNDLIST
Ásmundarsafn - Sigtúni
Mótunarárin í list Ásmundar Sveinssonar.
Kjarvalsstaðir - Flókagötu
Sýn. á aðföngum safnsins sl. 5 ár. Sýn. á
verkum Kjarvals til 22. desember.
Listasafn íslands
Sýn. „Á vængjum vinnunnar" til 19. jan.
Gallerí List - Skipholt 50b
Guðrún Indriðad. sýnir út mán.
Listhús 39 - Strandgötu 39 Hf.
Samsýningin „Dýr-Gripir“ til 24. des.
Galleri Hornið - Hafnarstræti 15
Ella Magg sýnir til 30. des.
Undir Pari - Smiðjustíg 3
Björg Pjetursdóttir sýnir til 4. jan.
Ófeigur - Skólavörðustíg 5
Frank Reitenspiess sýnir til 23. des.
Mokka - Skólavörðustíg
Ari Alexander Ergis sýnir til 6. jan.
Gallerí Smíðar & Skart - Skólavörðustig
Englaveisla, samsýning til 20. des.
Sólon íslandus - við Bankastræti
Cheo Cruz sýnir til 6. jan.
Gallerí Fold - Laugavegi 118
Jólasýning fram yfir hátíðirnar.
Önnur hæð - Laugavegi 37
Lawrence Weiner sýnir til áramóta.
Listþjónustan - Hverfisgötu 105
Gunnar Öm sýnir til 23. des.
Gallerí Listakot - Laugavegi 70
13 listakonur sýna verk sín.
Galleríkeðjan - Sýnirými
Sýn. t des.: fsýniboxi: Lýður Sigiuðsson. í barmi:
Vilhjálmur Vilhjálmsson. Berandi: Gera Lyn
Stytzel. Hlust: 5514348: Haraldur Jónsson.
Gallerí Allra handa - Akureyri
Samsýn. 39 listamanna til 5. jan.
TONLIST
Laugardagur 21. desember
Jólaóratórfa Bachs í Akureyrarkirkju.
Sunnudagur 22. desember
Dómkórinn og Skólakór Kársness halda sam-
eiginlega jólatónleika í Hallgrimskirkju kl.
22. Kammersveit Reykjavíkur ! Áskirkju kl.
17.
LEIKLIST
Þjóðleikhúsið
Villiöndin frums. 26. des.
Leitt hún skyldi vera skækja fös. 27. des.
í hvítu myrkri sun. 29. des.
Þrek og tár lau. 4. jan.
Kennarar óskast fim. 2. jan.
Borgarleikhúsið
Trúðaskólinn sun 29. des.
Svanurinn lau. 28. des.
BarPar fös. 27. des.
Stone Free fös. 27. des.
Loftkastalinn
Áfram Latibær lau. 28. des.
Á sama tíma að ári sun. 29. des.
Sirkus Skara Skrípó lau. 28. des.
Hermóður og Háðvör
Birtingur lau. 4. jan.
Leikfélag Akureyrar
Undir berum himni sun. 29. des.
Upplýsingar um listviðburði sem óskað er
eftir að birtar verði t þessum dálki verða að
hafa borist bréflega fyrir kl. 16 á miðviku-
dögum merktar: Morgunblaðið, Menn-
ing/listir, Kringlunni 1,103 Rvík. Myndsend-
in 5691181.
í verkfall, í hinu tilvikinu. Það er athyglis-
vert og skemmtilegt hversu algengar kven-
hetjurnar eru orðnar í barnabókmenntum
nútímans.
Jólin hennar ömmu er vel heppnuð barna-
sýning. Valgeir Skagfjörð hefur samið lög
og texta fyrir sýninguna og tekst sérlega
vel upp; lögin eru §örug og grípandi og
lífga mikið upp á sýninguna í heild. Leikar-
ar eru þau Margrét Kr. Pétursdóttir, sem
leikur ömmu Sigríði unga og gamla, Egg-
ert Kaaber sem leikur Stekkjarstaur og
Ölöf Sverrisdóttir sem leikur Grýlu. Öll
skila þau sínum hlutverkum með sóma og
náðu vel til barnanna. Leikstjóri er Gunnar
Gunnsteinsson og hefur hann ásamt öðrum
viðkomandi náð að skapa fína jólasýningu
sem öll börn geta haft gaman af og nokk-
um fróðleik. Eina atriðið sem telja má að
hafí farið nokkuð fyrir ofan garð og neðan
hjá hinum ungu áhorfendum var söngur
ömmu um jólaguðspjallið - þar er textinn
allt of tyrfínn fyrir ung eyru. En þá er
bara að vona að börnin sjái líka sýningu
Tíu fíngra leikhússins, því þar er einmitt
jólaguðspjallið fært í „nútímalegan búning"
og sagan af fæðingu Jesú sögð á máli bam-
anna.
Soffía Auður Birgisdóttir
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/IISTIR 21. DESEMBER 1996