Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1996, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1996, Blaðsíða 5
ríki Norðurlanda í eitt, fékk engan hljóm- grunn hjá norrænum stjómmálaforingjum. Og svo þegar svartan ófriðarbakka er að draga á loft yfir Evrópu, kveður skáldið Sjá- landsströnd, snýr heim til ættjarðarinnar og sest að í sveit á Austurlandi. Þetta er stórbrotin saga sem stendur í magnaðri andhverfu við frægðargöngu Gunnars og það afrek hans að ryðja sér til rúms í dönskum bókmenntaheimi, blásnauður bóndasonur frá íslandi, og öðlast Evrópu- frægð. Þrátt fyrir sigra sína á bókmennta- sviðinu er Gunnar á vissan hátt tragísk hetja, einförull útlagi frá föðurlandi jafnt sem móð- urmáli. Og landar hans voru tvíbentir gagn- vart honum meðan hann bjó erlendis, líkt og jafnan er um þá sem afla sér orðstírs í útlönd- um. Öðrum þræði mikluðust þeir af frægð Gunnars, í hinu orðinu álösuðu þeir honum fyrir að skrifa á dönsku og sýndu verkum hans löngum undarlegt tómlæti. Þannig var ekkert þýtt af bókum Gunnars á íslensku í hálfan annan áratug, frá 1922 til 38, ein- mitt þau ár sem frægð hans reis hæst á meginlandinu. Eftir heimkomuna var tekið að þýða bæk- ur Gunnars skipulega og gefa út í bókafé- lagi sem til þess var myndað og kallað Land- náma. Þær bækur hlutu þó ekki verulega útbreiðslu, enda var Landnáma lokaður bóka- klúbbur og tók rúm tuttugu ár að ljúka útgáf- unni. Það var ekki fyrr en Almenna bókafé- lagið gaf út skáldsögur hans í átta stórum bindum 1960-63 sem rit Gunnars urðu þorra manna aðgengileg. Og loks kom svo hjá sama forlagi þýðing höfundarins sjálfs á flestum sögum sínum; er sú útgáfa í nítján bindum alls. Á efri árum umritaði hann eldri sögur sínar á íslensku og vann að því sleitulaust af mikilli elju þar til hann andaðist, liðlega hálfníræður. Það verk hlaut að vera honum örðugt og ekki alltaf þakkað af þeim sem kynnst höfðu sögunum í þýðingum annarra. Um það er til vitnisburður frá höfundi þessar- ar greinar sem ungur hreifst af Fjallkirkj- unni í íslenskum búningi Halldórs Laxness líkt og margir aðrir. En Gunnar endurritaði bækur sínar til að undirstrika að hann væri íslenskur höfundur. Auðvitað var það óger- legt öldruðum manni að færa þessi gömlu verk sín í þann íslenska búning sem þau fengu ekki frá hendi hans þegar þau komu úr aflin- um forðum. En hann sagði sjálfur eitt sinn að í rauninni sé ekki hægt að bera virðingu fyrir neinu, nema því að ætla sér hið ómögu- lega. Það ætlaði hann sér jafnt í lífi sínu og list. Höfðingjasetur hans á Skriðuklaustri í einmanalegri tign sinni er minnisvarði um þann stórhug. Hrwninn heimur í Danmörku hafði Gunnar verið mjög af- kastamikill, gaf um langt skeið út bók á ári og stundum meira. Endurnýjuð kynni af landi og þjóð hugðu menn að myndu verða þessum rammíslenska höfundi hvatning og innblástur svo að nýtt blómaskeið rynni upp á ferli hans. „Það eru óskir vorar að það land, sem vakað hefur í vitund hans og kallar hann nú heim á hádegi ævinnar til meiri starfa, megi verða honum sá vinur og sú ráðning fagurra drauma sem hann sjálfur var landi þessu í fjarlægðinni." Svo lauk formála Hall- dórs Laxness að Aðventu sem út var gefin í þýðingu Magnúsar Ásgeirssonar til að fagna heimkomu Gunnars. Hversu sem landið heilsaði Gunnari hlaut hann brátt að reyna að þjóðin var breytt. Þjóðlífið var í uppnámi. Ofurþungi heimsat- burðanna var slíkur að þeir drógu hugann frá þeirri einbeitingu sem nauðsynleg er til skáldskapar. Og það var vænlegra róman- tísku skáldi að horfa á sögusviðið úr fjarlægð en lifa með það fyrir augunum. Þetta er ef til vill ein skýring þess hversu seint Gunnari sóttist sagnagerðin eftir að heim var komið. Bilið á milli hins íslenska sagnaheims sem hann hafði smíðað sér sem rithöfundur er- lendis og þeirrar íslensku samtíðar sem blasti við honum heimkomnum var hreinlega of breitt, það varð ekki brúað. Þegar Gunnar flutti með konu sinni í Fljótsdal vorið 1939 var hann byijaður á all- stórri skáldsögu, Heiðaharmi, og var það fyrsta saga höfundarins sem frumsamin var á íslensku. Hann lauk við bókina „á meðan við vorum að byggja yfír okkur, og var hvor- ugt auðgert", sagði hann síðar í Fylgibréfi með Landnámuútgáfu Heiðaharms, 1952. Sagan kom upphaflega út árið 1940. Heiðaharmur átti að vera upphaf sagna- bálks sem skyldi heita Lægð yfir íslandi, segir höfundurinn. „Áður sögunni væri að fullu lokið var heimur sá, er hún var við tengd, hruninn til grunna og ósýnt um endur- reisn ... Viðhorfið var gerbreytt. Þótti mér því óvænlegt að halda þá þegar í horfið með sögu, er ekki varð séð fyrir endann á. Hafði ég þá og ýmsu öðru að sinna." Á DANMERKURÁRUNUM. Gunnar og Franzisca meft soninn Gunnar. Vissulega hafði Gunnar öðru að sinna á Skriðuklaustri sem tók tíma frá að semja nýjan skáldskap. Samt eru það umskiptin frá hans fyrra lífi sem hljóta að hafa truflað hann mest. Úr fjölmiðladyn og fyrirlestrasöl- um meginlandsins kemur hann í fásinni aust- fírskrar sveitar, skilinn frá fósturlandi sínu, sem nú var hernumið, og það af liðssveitum frá því landi sem hann hafði bundið tryggð við og veitt hafði honum mikinn frama. Eft- ir það sem á undan var gengið hlaut hemám Danmerkur og Noregs, sú grimmd sem nas- istar beittu hinar norrænu bræðraþjóðir og allur sá djöfulskapur sem stríðið leysti úr læðingi að verða Gunnari reiðarslag og draga úr sköpunarþrótti hans. Sveinn Skorri segir það einhveija mestu ráðgátuna í öllu höfundarverki Gunnars Gunnarssonar að hann skyldi nánast þagna sem höfundur eftir heimkomuna, miðað við fyrri afköst. Á eftir Heiðaharmi liðu tólf ár þar til framhaldið kom, Sálumessa (1952); þá höfðu sögurnar fengið undirtitilinn Urðar- fjötur. Loks kom svo stutt skáldsaga, Brim- henda 1954. Engin þessara þriggja sagna hefur öðlast viðurkenningu á borð við þekkt- ustu verk höfundar frá Danmerkurárunum. En í ljósi heimkomu skáldsins er ástæða til að skoða þessar síðustu skáldsögur Gunnars sér á parti og athuga í hvaða samhengi þær standa við fyrri verk hans. I rauninni jafnast þær fullvel á við fyrri bækur hans. Og þegar þær eru athugaðar kemur í ljós að þær eru eðlileg lok á skáldsagnaritun höfundarins. Landnómoglandauðn Því hefur oft verið lýst hvernig fyrri heims- styijöldin skók heim Gunnars skálds til grunna. Hann var þá búinn að skrifa sína rómantísku ættarsögu um Borgarfólkið og festa sig með henni í sessi í dönskum bók- menntaheimi. Eftir það komu kreppusögurn- ar þijár, Ströndin, Vargur í véum og Sælir eru einfaldir. íslendingum sem þá voru í óða önn að byggja upp nútímaþjóðfélag fullir bjartsýni hugnaðist lítt bölhyggja þessa landa síns í Danmörku. Leið hans út úr svartnætt- inu lá heim að eigin uppruna og upp úr því verður Fjallkirkjan til. Og eftir þá sjálfskönn- un kemur svo könnun á því hvemig þjóðin sem ól hann varð til. Þetta eru sögulegu skáldsögurnar sem höfundurinn kallaði einu nafni Landnám og áttu að spanna nokkrar aldir íslandssögunnar, _en varð aldrei lokið eins og ætlunin var. I beinu framhaldi af þeim bálki kemur Heiðaharmur. Raunar hugsaði höfundurinn þá sögu í fyrstu sem þátt í Landnámsbálkinum. Heiðaharmur gerist á síðustu áratugum nítjándu aldar í sveit sem bersýnilega á sér fyrirmynd í heiðabyggðunum upp af Vopna- fírði, æskustöðvum höfundar þegar hann flutti af landi brott til að gerast rithöfundur. í baksýn eru harðindi, Vesturfarir og upp- blástur sem sverfa að byggðinni. Brandur á Bjargi berst við að halda heiðinni í byggð. Hann er ein af tragískum hetjum i verkum Gunnars. Hvert býlið af öðru fer í eyði, fátæk- ur bóndi verður úti þegar hann reynir að afla börnum sínum viðurværis, landið eyðist, þeir sem eftir standa lenda í vörn. Brandur á Bjargi er hetja Heiðaharms að því leyti að hann er ímynd hins staðfasta karlmennis sem berst gegn ofurefli breyting- anna. Hann er sams konar bændahöfðingi og sjá má í mörgum eldri sagna Gunnars, þrautseigur, einþykkur, heilsteyptur, með rætur djúpt í jörðu. Honum er lýst með vel- þóknun, enda þótt ljóst sé að barátta hans er unnin fyrir gýg. En í rauninni er aðalper- sóna Heiðaharms - og Sálumessu líka - Bergþóra dóttir hans sem nefnd er Bjarg- föst. Heiðaharmur hefst á að segja frá henni: Bergþóra var fædd á neyðar og náðþrota tímum, náðþrota ográðþrota. Fólkið streymdi úr landinu unnvörpum. Eldjöll höfðu opnast og spúið glóandi hraunleðju og kolgrárri ösku, en úr Dumbshafi norðan og Tröllabotn- um rak að landi helfrosta hafíssins undir sólgullnum jakaseglum. íshrönglið fyllti firð- ina og umlukti eyju vora frá vestri til aust- urs skjallhvítum skörum langt á sjó fram. Þetta er gott dæmi um stíl Gunnars á ís- lensku, samanrekinn, stundum lotulangan, settan stuðlum, líkt og höggvinn úr bergi. En þessi stíll venst vel eftir að komið er inn úr skelinni. Bergþóra í Heiðaharmi er frá unga aldri eftirlæti jafnt föður síns sem sveitunga. Fermingardagurinn hennar verður hátíðis- dagur. Þegar hún vex úr grasi eyðist heiðin, systkinin leita annað, ein systirin verður húsfreyja á höfuðbóli lengra niðri í dalnum, önnur giftist listamanni og fer með honum úr landi, sonurinn er andvígur sjónarmiðum föður síns og leitar burt. Bergþóra — Bjarg- föst - er kyrr. Hún er kvengerð staðfestan, og í lýsingu hennar kemur hið dulmagnaða samband fólks og lands skýrast fram. Það er hún sem tryggir framhald ættarinnar á heiðinni. Samt er Bjargföst engin dularfull jarðardís, heldur kona sem stendur föstum fótum í veruleikanum. Þessi saga, eins og aðrar sögur Gunnars, á sér rammar rætur í grónu samfélagi. Þetta er harmsaga, eins og nafnið bendir til. Samt lýsir hún líka innilegu samlífi fólks og lands. Bergþóra giftist Oddi á Gili, og hjúskaparhamingju þeirra er fal- lega lýst. Þótt yfír þau dynji harmar þar sem er sviplegur dauði tveggja bama þeirra, láta þau ekki bugast. Þegar sonur Brands fæst ekki til að taka við Bjargi flyst Bergþóra þangað með manni sínum. Urðarfjötur heitir skeifumynduð stórgrýt- isurð sem liggur umhverfís engjar og haga Bjargs. Hún er í senn skjól og fjötur. Nafn- ið sem Gunnar valdi sögum sínum um Bjargsfólkið við útkomu Sálumessu er auð- vitað táknrænt. Þessi byggð er í fjötrum fortíðar. Þegar Heiðaharmi lýkur er ný öld að renna upp, í frásögninni er skírskotað til sögu- legra atvika, Búastríðsins sem háð var und- ir aldamót. Þessar skírskotanir era ennþá gleggri í Sálumessu. Hún hefst svo að Brand- ur deyr, en hann vildi ekki láta jarðsetja sig í heimagrafreitnum á Bjargi. Bergþóra og Oddur búa þar óhvikul, en smám saman verða tákn nýja timans áþreifanlegri. Unga fólkið leitar í kaupstaðinn, félagshreyfíngar berast í byggðina. Talsmaður þeirra er Þorbjöm Jónsson, áður vinnumaður á Bjargi, nú lýðhá- skólagenginn erlendis. En eftirminnilegust er harmsaga séra Björgvins bróður Odds og Hjálmu konu hans sem bugast undir byrði lífsins. Sálumessa er annars miklu sundur- lausari en Heiðaharmur og stendur illa án stuðnings. Henni lýkur við veikindi og frá- fall Odds fyrir aldur fram. Sögunni lýkur eins og hún hófst, með andláti og útför bónd- ans á Bjargi, en í þetta sinn fær hann leg í landi jarðarinnar. Þetta er sálumessa jrfír bóndanum á heiðinni, - en Bjargföst stendur stöðug yfir moldum jafnt föður sem eigin- manns. Ný kynslóð er að vaxa úr grasi. Það má sjá að Sálumessu lýkur árið 1912. Og þá var vissulega ný öld gengin yfir ís- land. Gunnar Gunnarsson ætlaði sér að lýsa henni í þriðja bindi Urðarfjöturs. Hvers vegna kom það aidrei? Var það vegna þess að nú varð að ijalla um tíma sem hann hafði sjálf- ur ekki lifað á íslandi - en þó var hans eig- in tími? Það gerðist einmitt árið 1912 að Gunnar náði fótfestu sem rithöfundur í Dan- mörku með Ormari Örlygssyni, upphafsbindi Borgarættarinnar. Þau ár sem í hönd fóra var hann að festa sig í sessi í dönskum bók- menntaheimi og glímdi við allt aðrar hug- myndir og vandamál en þær sem fylltu huga jafnaldra hans heima á föðurlandinu, þótt jafnan sækti hann yrkisefni sin og sögusvið þangað. Eiginlega samtíðarsögu samdi Gunn- ar þó ekki eftir Sælir era einfaldir 1920, - nema hina sérstæðu og skemmtilegu sögu um skáldið Jaka Sonarson og draugana sem hann vakti upp óviljandi, Vikivaka, 1932. Hún gerist einmitt á Fokstöðum, sem era sagðir eiga sér fyrirmynd í Arnarvatni, heið- aijörð upp af Vopnafírði, eins og þau býli sem era sögusvið Heiðaharms og Sálumessu. En annars er Vikivaki allt annars eðlis en þær sögur og algerlega sér á parti meðal sagna höfundarins. ^ Vinátta Jónasarfrá Hriftu og Gunnarsfékk bráóan enda þegar skáldid gagnrýndi opinber- lega þá pólitísku refsiabgerö Jónasar og samherja hans í menntamálarádi ab stórlcekka skáldalaun Halldórs Laxness en þab varþáttur í menning- arstríbi Jónasar vib kommúnista á þessum árum. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 21. DESEMBER 1996 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.