Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1996, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1996, Blaðsíða 6
Leitin aó sannieikanum Gunnar Gunnarsson þurfti að geta skyggt sitt íslenska söguefni úr fjarlægð. Þess vegna gat hann ekki lýst inngöngu þjóðarinnar í nútímann eftir að hann kom heim. Meðan þjóðfélagið steypti stömpum á stíðsárunum sat hann að búi sínu á Skriðuklaustri og í greinum hans á þessum árum sést að honum geðjast engan veginn að þeim hamförum og er gagnrýninn á samtíð sína. Hann hafði ekki lokið Sálumessu þegar hann fluttist frá Klaustri 1948, gaf jörðina ríkinu og settist að við Laugardalinn í Reykjavík. Sagan lenti, eins og Heiðaharmur, í „búferlum og bygg- ingu“, sagði höfundur í áðumefndu fylgibréfi með Landnámuútgáfu Heiðaharms 1952, sem að framan var vitnað til, sama ár og Sálu- messa kom út. Það er táknrænt að umrótið truflaði ritun sagnanna af Bjargsfólki. í við- tali löngu síðar (Félagsbréf AB 1963) ræðir Gunnar þetta verk, segist þar hafa þegar við heimkomuna verið með efnið í „þriðju sögu“ Urðarfjöturs tilbúið í huganum. „En þá sögu skrifaði ég aldrei. Hlutimir fóm að gerast í kringum mig og það var óhugsandi að halda áfram sögunni eins og ég hafði hugsað mér hana. Hún hefði orðið ósönn.“ Hér ber að sama brunni um ástæðu þess að hann felldi niður sögu Bjargsfólks eftir Sálumessu. Þar fyrir utan kunna dræmar undirtektir lesenda og gagnrýnenda að hafa dregið úr áhuga hans. I eftirmála að Fjand- vinum, sögusafni í Landnámuútgáfunni 1954, getur hann þess að ekkert blað nema Tíminn hafi talið Sálumessu umtalsverða, þangað til ári eftir útkomu bókarinnar, að hennar var getið í tveim tímaritum. Slíku fálæti hafði Gunnar Gunnarsson ekki átt að venjast. En hann hafði ekki sagt sitt síðasta orð sem sagnaskáld. Það gerði hann í stuttu sög- unni Brimhendu, 1954. Þetta er sagan um torfskurðarmanninn Sesar Karlsson, óbrotinn alþýðumann sem er „viðtengdur jarðskorp- unni“. Hann lifír lífí sínu umleikinn „sónötu hafsins“, eins og sagan heitir í danskri gerð höfundar. Hann hefur alist upp við brimhljóð- ið. Sjávarþorpið Grýtubakki er hér sögusvið, en fyrirmyndin er augljóslega Eyrarbakki þar sem brimsúgurinn, „hljóðið“ myndar umgjörð um líf fólksins. Hafið seiðir Sesar ungan en skelfír hann einnig. Hann sækir sjóinn ungur en spákona les honum þau örlög að hafið muni heimta hann til sín. Sesar hræðist þetta, hættir sjósókn en tekur að rista torf. En dag nokkum þegar hann vinnur við það starf gerist eitthvað, skammorfið snýst í hendi hans og torfljárinn stingst á kaf. „Hann hafði komið við taug. Titringur fór um grassvörð- inn og skjálftinn ágerðist, þar til Sesari var naumast stætt á fjórum fótum, hvað þá tveim.“ Jörðin varpar manninum af sér í fang sjávar, Sesar Karlsson hverfur inn inn í hljóm hafsins, brimhenduna: Aflvana rölti skurðarmaðurinn skamm- heppni ofan á fjörubakkann og lagði af stað með sjónum heim á leið. Undravert, að vera hér á ferli eftir að veröldin var liðin undir lok. Enda skipti það engum togum, að hann var algerlega á valdi höfuðskepnanna. Sem hver önnur ögn sogaðist hann hátt í loft upp eða öllu heldur skrúfaðist, hærra og hærra, þetta var eins og í draumi. Loksins var draumurinn fullger! Draumur sá er hann var vanur að vakna af. Brimhenda er býsna tyrfín að stílshætti og hefur því aldrei notið mikillar hylli. En þegar í hana er rýnt sjáum við að hún er í senn rammger smíð, hnitmiðuð og tilfinn- ingarík og hinn besti vitnisburður um lífssýn hins roskna og reynda höfundar síns. í raun er hún verðugur endapunktur á ritferli hans, og engu við að bæta. „Veröldin var liðin undir lok.“ Kannski hefur Gunnari Gunnars- syni fundist sú veröld endanlega liðin undir lok, sem skáldskapur hans var sprottinn úr, um það bil sem hann samdi Brimhendu á nöprustu árum kalda stríðsins. En ný veröld var að rísa úr öskunni og það beið yngri höfunda að gera henni skil. Gunnar sneri sér nú að því að skila verkum sínum í hendur þjóðinni í eigin íslenskum búningi. I elli sinni sagði hann í viðtali að allt starf sitt hefði verið leit að sannleika, líkt og ástríða Benedikts í Aðventu að elta uppi eftirlegukindur á öræfum. Þótt Gunnari skáldi hafí ekki fremur en öðrum mönnum tekist að höndla allan sannleikann, standa verk hans eftir sem vörður á þeim fjallvegum sem hann lagði jafnan ótrauður á. Þau eru djúp skáldverk og umfram allt sönn, í þeim er hvorki sýndarmennska né loddarabrögð af neinu tagi. Þau munu halda gildi sínu fyrir þann heila kjarna sem í þeim er fólg- inn, þá glímu við rök mannlegrar tilveru sem þau lýsa. Höfundur er bókmenntafræóingur. MARÍA, Jesúbarnið og vitringarnir, málverk eftir Roger van der Weiden frá um 1450. Hefðbundin túlkun á fæðingaratburðinum, en sviðsetningin er evrópskt 15. aldar umhverfi. AVE MARIA EFTIR SIGLAUG BRYNLEIFSSON Hér á landi virðist Maríudýrkun hafa verió almenn eins og heimildir votta í skrám um Maríulíkneski og Maríusaltara. Hin milda móóur Guós, hin miskunnsama og alhreina, full náóar, hver var líklegri til aó heyra bænir mannanna en hún? MARÍUDÝRKUN var mikill þáttur kristnihalds hér á landi þau 550 ár sem kaþólskur sið- ur var ráðandi. Maríudýrkun lagð- ist engan veginn af við siðaskiptin. Lútherskir prestar ortu Maríukvæði og sá biskup í lútherskum sið sem bar af öðrum um vöndugleika í kirkju- stjórn og var meðal lærðustu guðfræðinga síns tíma orti að því ýmsir álitu kvæði til heilagrar Maríu á latínu: „Ad beatam virgi- nem..." Dr. Jón Þorkelsson hefur þýtt nokkrar vísur úr „Maríuvísum". „Þú drottning gáfum glæst, þess guðs, sem mestur er... “ og „Þú vegsemd helg og há“ og „Eg bið þig blessuð mær..." Þessi upphafsstef votta viðhorf Brynjólfs biskups Sveinssonar til heilagrar Maríu. Kaþólskir siðir og trúarleg viðmiðun þorra þjóðarinnar af kaþólskum uppruna var viðloða hér á landi allt fram á rétttrún- aðaröld - píetisma - og ýmsir siðir allt fram undir okkar daga. Þótt Guðbrandur biskup ynni að því að uppræta „pápísku“, þá dugði það lítt. Eitt helsta „hirðskáld" hans, Einar Sigpirðsson, orti óð til Maríu Guðsmóður. Þótt lengi eimdi eftir af hálf- kaþólskum viðhorfum á 17. og jafnvel 18. öld, þá náðu lúthersk trúarviðhorf jafnframt þeim hæðum á 17. öld með Passíusálmum Hallgríms Péturssonar, að trúarleg meðvit- und markaðist af þeim til frambúðar. Píetisminn hafði sín áhrif, en upplýsingin fyrir og eftir aldamótin 1800 rýrði áhrifa- mátt kirkjunnar og síðan tekur áhrifa rómantísku stefnunnar að gæta, með forn- aldardýrkun og vaxandi kennd fyrir sér- stöðu þjóðemisins. Skáldskapurinn verður veraldlegri og skáld 19. aldar, þau sem vin- sælust voru, ortu í þeim anda, raunsæis- stefnan verður áhrifamikil síðast á öldinni. Það er ekki fyrr en með nýrómantíkinni eftir aldamótin síðustu að tónsins úr Maríu- kvæðum miðalda tekur að gæta beint og óbeint. Stefán frá Hvítadal gerist kaþólskur og Halldór Laxness gerist kaþólskur og þar örlar á þessum tón um tíma. Þegar Maríu-saga var skráð eða frum- drög hennar sett saman, var það á þeim öldum sem Maríudýrkun jókst í Evrópu. Hér á landi virðist Maríudýrkun hafa verið JAN van Eyck (1390-1441): María með barnið. Hin fátæka guðsmóðir sem ól barn sitt í jötu er hér sett inn f ríkuleg, evrópsk yfirstéttarhúsakynni. almenn eins og heimildir votta í skrám um Maríulíkneski og Maríusaltara og skriftir. Það er líklegt að líkneski eða myndir hafi prýtt flestar kirkjur og bænhús og sögur og kvæði um Maríu eru trúlega brot mikils magns sagna og kvæða. Viðhorfið til Maríu Guðsmóður kemur glöggt fram í Lilju Ey- steins Ásgrímssonar: „María - Ert þú móð- ir skýrust - María - Lifír þú sæmd í hári - María - Ert þú af miskunn dýrust og María - Græð þú meinin stóru - María - Dreif þú smyrsl á sárin ... “ og áfram: „María, vertu mér í hjarta, mildin sjálf, því að gjarnan vildi eg, blessuð þér, ef mætti eg meira margfaldaðan lofsöng gjalda ... “ 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 21. DESEMBER 1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.