Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1996, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1996, Blaðsíða 15
SÓLIN hvarf skyndilega bak við hæðirnar í norðri. Sveitalestin mjakaðist áfram eftir lestar- teinunum sem hlykkjuðust eftir ávölum hæðum og ásum. Út- hverfi Cassino sáust ógreini- lega í flarska í rökkurmóð- unni. Trén tóku á sig sérkenni- legar myndir eftir því sem birtan þvarr, og kræklóttar greinamar strukust við Iestarþakið. Langt í austri, á toppi Monte Miletto-fjallsins, léku geislar hinnar hnígandi sólar, en aðeins stutta stund því loftið dökknaði meir og meir. Samferðafólkinu hafði fækkað eftir því sem á daginn leið. Margir höfðu farið úr lestinni í Arce og fáir komið í staðinn. Ungu mennimir þrír með svörtu hattana minntu óþyrmilega mikið á félagana sem voru á myndinni á Krímsóda-flöskunum í gamla daga. Þeir höfðu verið með lestinni mestalla leiðina. Það hafði nú ekki farið mikið fyrir þeim blessuðum. Þeir ræddu saman í hálfum hljóðum, milli þess sem þeir létu barðastóra hattana slúta yfir andlitið og hölluðu sér aftur í sætunum og hlustuðu á Regndropana, opus 28 eftir Chopin. Mjög sér- stakt í glampandi Ítalíusólinni og brennandi hitanum sem var um hádegið, enda loftræsting- in ekki upp á marga fiska, en hún skánaði mikið þegar degi fór að halla. Fyrstu stjömurn- ar kviknuðu á dökkbláum himni. Þetta voru ekki íslenskar stjömur, þessar voru daufari og sem í mistri reyndu þær að ná í gegn, en megnuðu það ekki nema að litlu leyti. Síðan kom myrkrið eins og hendi væri veifað, án nokkurs undirbúnings, án nokkurra norður- ljósa. Allt hvarf. Stöku sinnum sáust þó ljós inni á milli ttjánna. ítalska nóttin færðist yfir við tónlist félaganna þriggja með hattana, en nú hlustuðu á Military Pólonaise opus 40 á svo lágum nótum að varla heyrðist. Þegar lag- inu lauk, aðeins hið endalausa og taktfasta hljóð lestarinnar sem leið áfram inn í myrka nóttina. Stundum ber spenningurinn manninn ofur- liði svo að hann getur ekki sofið. Stundum þurfa menn ekki að sofa á ferðalögum. Það væri hægt að missa af einhverju. Jafnvel þótt úti sé svartasta nótt. Þetta eru öðruvísi nætur en á íslandi. Þær nætur eru vart byrjaðar þegar þær enda. Jafnvel í svartasta skammdeg- inu hafa menn þetta á tilfinningunni. Á Ítalíu er þessu öðruvísi farið. Nóttin byrjar og hún er þangað til ailt í einu að sólin stekkur upp á himininn. Allt hrekkur við. Fuglamir hefja upp þann söng sem þeir snögghættu þegar myrkrið skall á. Trén bærast í morgungolunni eftir lognkyrra nótt. Sólin er enn í einhvetju mistri, léttar þokuslæður líða með fjöllunum í vestri. Umhverfið tekur á sig ævintýralegan blæ, dalirnir, hæðimar fjöllin og trén renna saman í eitt. Maddaloni að baki og senn birt- ist hafið. Acerra, síðasti viðkomustaðurinn. Þykkt myrkur umlykur brautarstöðina. Ys og þys. Verkamenn að störfum. Óróleiki í loftinu og langur tími líður áður en haldið er af stað. Aftur er lestin orðin full af fólki. Háværar raddir rísa og hníga í takt við gamalkunnug hljóð þegar lestin fer aftur á stað. Senn birtist hafið. Sjá Napoli og dey síðan, sagði einhver, einhvern tíma einhvers staðar. Borgin færist nær, hún teygir sig langt upp í sveitina. Upp undir fjöllin. Napler á hæðunum sjö. Margt eiga borgirnar Lissabon og Napoli sameigin- legt. Sorrento-hæðimar, næstum því enda- tausar, en fallegar í hinni sérkennilegu birtu hins nýja dags. Birtu sem virðist koma upp úr jörðinni eða af himni og breiðist um efsta hluta Napoleons-vatnsveitunnar á háu stöplun- um. Gullnir geislar sólarinnar sveiflast í grein- um tijánna og inn um glugga lestarinnar, á svefndrukkin andlit samferðamannanna sem horfa á borgina fjarrænum augum, meðan lest- in á sinni þægilegu ferð nálgast áfangastað. Það er víða fólk á ferli. Afkomendur miðlungs- lýðs og ónytjunga sem aðeins gátu sungið og etið ijómaís. Fráleitt rétt, en Mussolini sagði þetta nú samt um íbúana og hló þegar Napoli var næstum lögð í rúst af bandamönnum. En hann hló ekki lengi. Og alls ekki þegar hann hafði verið hengdur upp á fótunum í þeirri fögru borg Milano. Að sögn þeirra sem það sáu, fór ekki mikið fyrir honum þá og leiðtoga- svipurinn var víðs fjarri. Svona eru örlög mín, sagði hann eitt sinn á hátindi frægðar sinnar, frá dufti til valda og frá völdum til dufts. En stríð og eldur hafa ekki bugað Napolibúa. Vesuvius dregur athyglina til sín, grænt er fjallið hið neðra. Dökkt og dulmagnað hið efra. Satt er það, fagurt er fjallið en fegurri er borgin. Magnþrungin f mikilleik sínum. Og lestin er komin á áfangastað. Á stöðinni er faðmað og kysst, talað, faðmað og kysst. Sé- reinkenni íbúanna sunnan Voltumo-fljótsins. Samferðafólkið yfirgefur letsina og hverfur út í hádegissólina bjarta og heita. Krimsóda-pilt- arnir virtust hafa gufað upp með sína Regn- dropa opus 28 eftir Chopin í farteskinu og eflaust verk fleiri tónskálda. Konur á óræðum aldri þjóta hjá á léttum bifhjólum. Bláir, rauð- ir og gulir kjólar sem kenndir eru við sumar- ið, fiaksast til í golunni. Leigubíllinn, með sín brennheitu leðursæti og sveittan bílstjóra, líður FISKIMENN á Capri. SPOR DAVÍÐS Á CAPRI EFTIR ÞORSTEIN ÞORSTEINSSON * Fiskikofar og knæpur. 1 hitamollunni sitjg sjómennirn- ir í skuggg bátanna. Var þetta staóurinn, þar sem Katarina skenkti skáldinu sitt Capri~vín, og þau dönsuðu við tóna frá gítarspili og mandólínleik? að sækja en upp skal farið. Umferðarmerki gefa til kynna að bannað sé að flauta. Myndin á merkinu er af lúðri sem þverstrik er yfir. Útsýnið verður stórkostlegra eftir því sem hærra er komið og þegar trén verða ekki eins þétt við veginn sést ofan í dalkvosina á milli kettahöfðanna tveggja á báðum endum eyjar- innar. Hópur bama kemur syngjandi niður götuna ásamt kennara sínum. Þau halda öll á gulum blómum sem þau hafa tínt í götukatnin- um á leið sinni að ofan. Enn eru nunnunar komnar á stjá og ætla upp eins og aðrir. Einn piltanna í hópi bamanna víkur sér að einni nunnunni og gefur henni blómvöndinn sinn. Hefur efalaust fengið blessunarorð að launum því hann talar við hana í smástund áður en hann hleypur á eftir hinum sem eru að hverfa fyrir bugðu á veginum. Úti við hafsbrún sést stórt skemmtiferðaskip á siglingu inn flóann. En sægur smábáta lónar austur með eynni þétt með hamraveggnum, í silfurtærri vík handan klettanna. Eitt af undrum veraldar. Þangað er för þessara smábáta beint með ferðamenn, alla daga allt sumarið þegar gefur á sjóinn. Á hellisins boga slær í ljósbláum loga, sem lyftist frá Poseidons glóð, kvað skáldið svo snilldarlega þegar það var hér á ferð end- ur fyrir löngu. Bjargbrúninni er náð. Þar uppi hátt yfir allri byggð, veitingahúsið E1 Mare með marglita sólstóla og blómaker þar sem stór gul fiðrildi flögra kringum rósimar. Og líða síðan fram af brúninni, út í endalaust tóm- ið fyrir neðan. Hvft marmarastyttan af Caes- ari Augustusi, sem horfir hvössum augum yfir eyjuna og út á hafið. Hægri hönd styttunnar beinist fram og út fyrir brúnina, líkt og hún sé að blessa þá sem koma til eyjarinnar utan af hafinu. Það fer þytur um tijágróðurinn efst á eynni, þó er sjórinn spegilsléttur svo langt út sem sést. Götuslóðinn, sem liggur eftir þess- um gróðri, endar í litlu dalverpi eða kvos með bröttum brekkum. Það er farið niður margar tröppur. Tréhandrið til að styðja sig við eru víða í brekkunni. Þar sem brattast er hefur viðurinn eyðst eftir strok þúsund handa. Hversu margir hafa hingað komið í sína píla- grímsferð? Staðið hér á þessu litla hringlaga torgi með hátt grindverkið í kring. Beint fyrir neðan er sjórinn þakinn litlum bátum sem virð- ast hverfa inn í bergið á einhvem undarlegan hátt. Á hellinum bláa undir berginu háa / eru brimsorfnar musterisdyr. Hefur skáldið staðið hér í þessum sporum og kveðið þau hljóð sem munu lifa meðan bækur verða lesnar. Lognaldan gjálfrar við klettana fyrir neðan. En það er aðeins úr hin- um risastóru skeljum, sem seldar eru sem minjagripir úr bát við hellisopið, að heyra má, ef vel ef hlustað á þungan brimgnýinn þar sem aldan kastast á björgin. Ólgandi sogið þeytir þara og öðmm sjávargróðri hátt upp eftir klett- unum. En þá em allir ferðamenn löngu famir og sírenumar á sundinu bláa em hættar og syngja um ævintýri þeirra er gist hafa hina undurfögm klettaey. Höfundur er arferlis- frasðingur fugla og veðurspómaður ó Akureyri og gefur út veðurspó þar í hverri viku. áfram gegnum borgina. Borg nýja og gamla tímans, borg gamalla og nýrra kirkna. Kastal- inn við höfnina. Og hið bláa haf sem býður í áframhaldandi ferðalag. Skipið heitir Freccia Doro. Það er hvítt og rautt. Blátt i botninn og skíðin, sem em undir skipinu, em líka blá. Innan lítillar stundar er haldið út í blámóðuna. Við vitann hjá innsiglingunni stendur ungt par í faðmlögum og sinnir því engu þótt myndavél- ar ferðamanna frá mörgum löndum séu á lofti. Framundan blikandi hafið og Capri. Við Miðjarðarhafið himinblátt / horfir borg- in í vesturátt, kvað skáldið frá Fagraskógi forðum daga. Skipið kemur varla við sjóinn og skíðin kljúfa iygnan Napoli-flóann. Borgin við rætur eldfjallsins fjarlægist og hverfur fyrr en varir. Fólkið hefur komið sér fyrir í sætun- um. Ein röðin er þéttsetin nunnum. Sumar em ungar og glaðlegar á svipinn og hvíslast á. En þær eldri horfa þóttafullum augum á sam- ferðamennina og sjá eflaust horn og hala á þeim flestum, og ekki góðar fyrirmyndir fyrir þær yngri. Yfir skipinu þreyta máfamir kapp- flug, en verða að játa sig sigraða. Brátt verða fáir eftir, og að lokum sést aðeins einn og einn á stangli. Mistrið hylur sýn til landsins að mestu, en klettaeyjan færist nær og verður hærri, líkt og hún rísi upp úr hafinu. Björgin em svo ljós á litinn að það má auðveldlega fá ofbirtu í augun þegar sólin endurkastast af þeim. Húsin era hvít og standa í hlíðinni og upp eftir eynni. Þau em líka á bjargbrúninni. Baka til er sjálfur bærinn með bogadregna glugga. Brosandi andlit bamanna á hafnar- garðinum. Höfnin er ekki stór, en íjöldi smá- báta stendur uppi í sandfjömnni neðan aðalgöt- unnar. Fiskikofar og knæpur. Net liggja yfir um stefni flestra bátanna. í hitamollunni sitja sjómennimir í skugga bátanna. Þeir yngri gjóa augunum til ungu nunnanna sem enn em að hvíslast á. Þóttasvipurinn á þeim eldri hefur aðeins mildast, og allar fara þær rakleitt inn á hótel Marioritu sem er spölkom ofan hafnar- innar. Það má segja að hótelið sé að mestu hulið gróðri því vafningsviðurinn nær upp á miðja veggina. Rauðar em rósirnar í beðunum beggja megin við innganginn. En bláar sólhlíf- ar yfir borðunum á svæðinu fyrir framan. Lágvær tónlist og syngjandi smáfuglar í tiján- um, og umferðargnýr af götunni fyrir framan. Samt svo kyrrt og hljótt. Var þetta staðurinn, þar sem Katarína skenkti skáldinu sitt Capri- vín, og þau dönsuðu við tóna frá gít- arspili og mandólínleik? Það gæti verið en engin sól- brennd og svarthærð mær 'Jl syngur nú fyrir * utan dyr fiski- kofanna á kletta- eynni. Það er á brattan Myndina teiknaöi Ríkaröur Jónsson. DAVÍÐ Stefánsson skáld í Ítalíuferð sinni LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 21. DESEMBER 1996 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.