Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1996, Blaðsíða 28

Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1996, Blaðsíða 28
Austurlönd nær. Með fyrstu krossferðinni voru yfirráð Vesturlandabúa í þessum heims- hluta tryggð til nokkurrar frambúðar. Múslim- ar héldu hins vegar uppi öflugu viðnámi og heijuðu á hin kristnu Austurlönd hvenær sem færi gafst. Næstu tvær aldimar gerðu Evrópu- menn því út eigi færri en fjóra stórheri, stund- um undir forystu konunga og keisara, í austur- veg í því skyni að styrkja yfirráð kristinna manna á þessum slóðum. Meginkro'ssferðimar urðu þannig 5 talsins, auk margra smærri herhlaupa. IV Tuttugu árom eftir að krossfarar unnu Jerúsalem komu nokkrir franskir riddarar á fund patríarkans í borginni, en hann fór með æðstu kirkjuvöld á þessum slóðum, og unnu tvöfalt heit í hans viðurvist. Annars vegar hétu þeir að halda hinar almennu reglur krist- inna munka, þ.e. um skírlífi, fátækt og hlýðni. Hins vegar sóru þeir að veija Landið helga með vopnum og vernda pílagríma, er þangað kæmu. Þetta varð upphaf kristinnar riddara- reglu, er fékk nafnið Musterisherrarnir, af því að þeir settust að þar innan marka Jerú- salemsborgar sem musteri Salomons hafði staðið forðum. Kjörorð Musterisherranna var síðar alkunnugt og sungið af kristnum mönn- um víða um Vesturlönd: „Non nobis, sed nomini Domini gloria", ekki okkur, heldur nafni Drottins sé dýrðin. Þjóðhöfðingjar og aðrir velunnarar auðguðu regluna með stór- gjöfum. Með tímanum urðu Musterisherram- ir 20.000 að tölu og þekktir fyrir kjark sinn og kærleiksþjónustu. Smám saman varð regl- an stórauðug og komst yfir jarðeignir víðs vegar um Vesturlönd, einkum þó í Frakk- landi þar sem reglan átti meira en 10.000 herragarða. Þegar stundir liðu fram ráku Musterisherramir verzlun með vörur frá Austurlöndum og fluttu pílagríma sjóleiðis austur yfír hafið. Ófundlaust varð veldi Must- erisherranna ekki, eins og síðar átti eftir að koma fram. Samtímis þessu varð önnur kristin riddara- regla til í Landinu helga. Þeir nefndust Jó- hannesarriddarar og hófu feril sinn með þvi að byggja gistiheimili og sjúkrahús í Jerúsal- em og helga hvort tveggja Jóhannesi skír- ara. Síðar byggðu þeir fjölmörg öflug virki í Sýrlandi til vemdar kristnum mönnum. Líkt og Musterisherramir eignuðust Jóhannesar- riddarar smám saman regluhús víðs vegar um Vesturlönd og urðu auðugir og voldugir. Þrátt fyrir allan þennan viðbúnað, fóro kristnir menn smám saman halloka í Austur- löndum nær. Múslimar sóttu á, og hvert virk- ið af öðru féll þeim í hendur. Árið 1291 unnu múslimar Akka, síðasta vígi krossfara, og var krossferðum þar með lokið, en Land- ið helga ofurselt herskörum spámannsins Múhameðs allt fram á 20. öld. V Með falli Landsins helga í hendur múslima var tilverurétti riddarareglnanna tveggja, Musterisherranna og Jóhannesarriddaranna, stefnt í fyllstu tvísýnu. Þessi tilvistarkreppa varð Musterisherrunum til falls. Páfinn í Róm og Filippus Frakkakonungur, sem kallaður var hinn fríði, blésu tii ofsókna gegn Muster- isherrunum. Voro þeir ákærðir fyrir hvers konar upplognar sakir. Með þeim ósköpum hófst harmsaga, sem engir síðari tíma sagn- fræðingar geta skýrt á annan veg en þann, að undirrótin hafi verið ágirnd og valdafíkn páfans og Frakkakonungs, sem báðir lögðu hug á hinn mikla auð Musterisherranna og vildu hnekkja veldi þeirra. Árið 1310 voru Musterisherrarnir brenndir í stórhópum í París og víðar, og leið regla þeirra undir lok að svo búnu. Jóhannesarriddararnir fóru á allt annan og betri veg út úr endalokum krossferða. Ljóst var, að hinni kristnu Vestur-Evrópu var það gagnlegt að hafa öflugt varnarlið við Miðjarðarhaf til að stemma stigu við herhlaupi múslima vestur á bóginn. Þetta verkefni, sem í sjálfu sér hefði getað verið í beggja höndum, Musterisherranna og Jó- hannesarriddaranna, varð nú hlutskipti hinna síðarnefndu. Eftir lok krossferða settust Jóhannesar- riddaramir um stundar sakir að á eynni Kýpur, en litlu síðar unnu þeir eyjuna Ró- dos, og sátu þeir þar næstu tvær aldirnar. Á Ródos komu Jóhannesarriddararnir upp her- stöð og flota, sem heijaði með góðum ár- angri á tyrknesk skip og jafnvel á hafnir Tyrkja. Árið 1522 settist Tyrkjasoldán um Ródos og hrakti Jóhannesarriddarana þaðan. Voru þeir nú á flækingi í 7 ár, en tóku sér að svo búnu bólfestu á eynni Möltu og réðu henni allt fram til ársins 1798, er Napóleon mikli Frakkakeisari hernam eyna. VI Jóhannesarriddaramir á Möltu eða „Möltu- riddararnir", eins og þeir löngum eru nefnd- RIDDARARNIR hörfa frá Ródos. umsvo sem pentudúkum og sykurumslögum. Áður en skilið er við fána, hlýt ég að nefna annað eftirminnilegt fyrirbæri, sem gat víða að líta á skjaldarmerkjum og herklæðum Mölturiddaranna, sem þama var hvarvetna að sjá. Það var danski fáninn, já, segi og skrifa danski fáninn einfaldur og óbreyttur og sjálfum sér líkur. Danskir starfsbræður mínir höfðu gaman af þessu og sögðu, að víða stæði veldi Danakonungs! Skýringin á þessu fyrirbæri er einföld: Danski fáninn er upphaflega fáni krossridd- ara. Hluti hinna fomu krossriddara settist að norður í Þýskalandi eftir lok krossferða og tók sér nafnið þýzku ríddaramir eða Tevt- ónsku riddararnir. Þessir riddarar gengu til liðs við Valdimar sigursæla Danakonung, er hann heijaði á heiðingja um Eystrasaltslönd á 13. öld. Konungur tók við krossfánanum og gerði hann að sínum, og eignuðust Danir síðan hina hugþekku helgisögu um það, að danski fáninn félli af himnum ofan í orrustu við Vindur. Frá danska fánanum eru komnir aðrir krossfánar Norðurlanda, þ.á m. hinn íslenzki, sem þannig á rætur sínar að rekja til fána hinna fomu Musterisherra og Jóhann- esarriddara, sem enn getur að líta á Möltu, eins og fyrr greinir. Aðalfundurinn, sem ég sat á Möltu, fór fram í mikilli ráðstefnumiðstöð við höfnina í Valetta. Miðstöðin er til húsa í fornum byggingum Mölturiddaranna, en þeim er einkar vel við haldið og þær búnar hvers konar nútímaþægindum. Hádegisverður var jafnan etinn í geysimiklum sal, er fyrr meir var sjúkrahús Mölturiddaranna, en þeir héldu fast við hinn forna sið Jóhannesarbræðranna að veita sjúkum aðhlynningu. Var okkur sagt, að þarna hefði í fyrsta sinni í veraldar- sögunni verið til að dreifa hvílurúmum fyrir hvern sjúkling, en áður lágu þeir allir meira og minna í einni kös. Víst er um það, að vel hlýtur að hafa farið um sjúka menn í þessum vistlegu og rúmgóðu húsakynnum. í Dómkirkjunni í Valetta dvaldi ég stundarkorn. Þar er gólfið alþakið legstein- um Mölturiddaranna, en húsinu skipt niður í stúkur, þar sem hver riddarahópur hafði sitt sérstaka athvarf, franskir riddarar hér, enskir riddarar þar o.s.frv. Víða gat að líta áletrunina „virtutibus dignus“ eða „dyggð- um prýddur". Þannig minntust hinir gömlu Mölturiddarar hver annars - og vildu láta minnast sín. VIII Spyija má, hvernig öll sú forna arfleifð, sem hér hefur stuttlega verið rakin, tengist nútímamönnum. Svarið gæti verið marg- þætt. Baráttuþrek, seigla og dirfska krossfaranna er hveijum dugandi manni til fyrirmyndar. Sama máli gegnir um dreng- skap þeirra, samheldni og umhyggju fyrir meðbræðrum sínum. Musterisherrarnir vernduðu pílagríma. Jóhannesarriddararnir önnuðust sjúka menn. Hvort tveggja er göfug arfleifð og gegn. Ofstæki þessara manna allra og grimmd við óvini er hins vegar hverj- um þeim til viðvörunar sem varðveita vill hófstillingu sína. Síðast en ekki sízt er saga krossferðanna svo stórbrotinn kapítuli í sögu mannkynsins, að fróðlegt er að forvitnast um sögu þá yfír- leitt. í reynd tengjumst við henni af því að við erum Vesturlandabúar og um er að ræða okkar sögu, en einnig af öðrum ástæðum: Krossferðimar opnuðu Evrópumönnum nýja sýn til Austurlanda. Þaðan bárust margháttuð fræði, er legið höfðu í gleymsku á Vesturlönd- um. Þekking mannanna jókst og efldist. Menn- ingararfleifðin varð dýpri, breiðari og litskrúð- ugri en nokkru sinni fyrr. Þessa menningarar- fleifð rækjum við á marga vegu. Megi hún verða hveijum og einum til göfgunar. Höfundur er staðorhaldari og prestur á Þingvöllum BÚNAÐUR Mölturlddara á safni í Valetta á Möltu. ir, komu upp miklu veldi á þessari litlu Mið- jarðarhafseyju og á nágrannaeyjunni Gozo. Enn þann dag í dag telja Möltubúar valda- tíma Jóhannesarriddaranna hafa verið mesta blómaskeiðið í sögu eyjarinnar. Á Ródos höfðu Jóhannesarriddaramir grundvallað flotaveldi og óx það enn til muna eftir að þeir settust að á Möltu. Þar og á nágrannaeyjunum eru hafnir góðar, og víg- girtu Mölturiddaramir þær eftir föngum. Þar á meðal lét stórmeistari reglunnar La Val- ette byggja virkið Valetta laust eftir miðja 16. öld, en þar er nú höfuðborg Möltu. í skjóli sjóveldis Mölturiddaranna efldust verzl- un og viðskipti á Miðjarðarhafinu, og íbúar Möltu nutu í ríkum mæli góðs af auknu ör- yggi í samgöngum. Tyrkir voru þó engan veginn af baki dottn- ir. Einnig þeir efldu flota sinn og gerðu skip út í víking á Miðjarðarhafi. Þrívegis á 16. öld gerðu þeir innrás á Möltu og nærliggj- andi smáeyjar. í tvö fyrri skiptin hrundu Mölturiddararnir innrásunum auðveldlega. Þriðja innrásin hófst 18. maí 1565. Gengu þá 48.000 Tyrkir á land á eyjunum. Til varn- ar voru 400 riddarar og 7.400 heimamenn. Bjuggust þeir fyrir í virkjum sínum og sátu þar af sér langvinna stórskotahríð Tyrkja. Virkin féllu ekki, og smám saman gekk á vistir tyrkneska innrásarhersins. Um síðir kom liðsafli til hjálpar frá Sikiley og réðist að Tyrkjum. Létu Tyrkir þá undan síga og hörfuðu frá eyjunum, komu þangað aldrei framar. 200 árum síðar skrifaði franski rit- höfundurinn Voltaire: „Ekkert er betur þekkt í sögunni en umsátur Tyrkja um Möltu.“ Svo gott órð höfðu Mölturiddaramir getið sér við vamir eyjanna. Sex árum eftir umsátrið brutu Vesturlandabúar flota Tyrkja á bak aftur í orrustunni við Lepanto. Var veldi Tyrkja á Miðjarðarhafí nú hnekkt til fram- búðar og Mölturiddararnir undu þaðan í frá við frið um meira en tveggja alda bil. VII Ég átti því láni að fagna að heimsækja Möltu nokkra daga í fyrrasumar, en þar var þá haldinn aðalfundur Sambands evrópskra útvarps- og sjónvarpsstöðva. Nokkur tími gafst til að litast um, og hreifst ég mjög af hinni miklu arfleifð Mölturiddaranna, sem þarna getur hvarvetna að líta. Það fyrsta, sem fyrir mig bar var átt- hyrndi krossinn, Möltukrossinn, eins og hann gjarnan er nefndur, en hann er hinn sami og krossinn, sem Góðtemplarareglan hefur að tákni. Möltukrossinn blasti við þegar á flugvellinum í Catania á Sikiley, málaður hvítur á rauðum grunni á stéli og vængjum flugvéla Möltuflugfélagsins. Sama kross gat hvarvetna að líta á Möltu og nágrannaeyjun- um, á byggingum og minnismerkjum, fánum og veifum, en einnig á hversdagslegustu hlut- JÓNAS GÍSLASON LJÓSRÁKIN Ég var myrkfælinn sem barn. Er ég lá aleinn í rúminu í hálfdimmu herbergi - dyrnar voru lokaðar - greip mig stundum ótti. Ég fann svitann spretta og fékk hálfgjörða martröð. Þá kallaði ég á þá, er ég treysti bezt: Mamma! Pabbi! Jesú! Þá var dyrunum lokið upp og Ijósrák framan úr stofu barst inn í herbergið. Mamma og pabbi komu inn, kysstu mig á kinnina og sögðu blíðlega. Allt í lagi, vinur! Við heyrum til þín og vökum yfir þér! Svo fóru þau fram aftur, dyrunum var lokað og ég lá aftur einn. Þó var allt breytt. Ég var ekki einn. Mamma og pabbi vöktu yfír mér og Jesús heyrði bæn mína! Allur ótti hvarf, friður og ró fylltu hjartað, og allt varð aftur gotti Eg var umvafínn elsku ástvina og átti frelsara, er ég gat ætíð treyst. Stundum fínnst oss myrkrið umlykja oss á alla vegu. Vér verðum gripin vonleysi og óttinn nær tökum á oss. Gott er þá að vita, að Guð heyrir andvörp vor, hughreystir oss og umvefur kærleika. Kristur segir: Ég kalla á þig með nafni! Þú ert minn! Ljós Guðs lýsir inn í myrkan heim. Mitt í vonleysi veraldar eigum vér von. Friður Guðs kemur til vor. Kristur vill vitja þín í dag og fylla þig friði sínum, um leið og hann segir: Óttast þú eigi! Ég vaki yfír þér. Þú ert minn! Þetta er friðarorðið er mætir þér í dag. Ljósgeisli Guðs, er kom í Kristi eyðir ekki myrkrinu, en minnir oss á, að vér erum aldrei ein, þurfum aldrei að vera myrkfælin. Jesús þráði að eyða ótta vorum og angist. Friðurinn fylgir vissu þess, að vér erum vinir Jesú. Höfundurinn er vígslubiskup. 28 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 21. DESEMBER 1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.