Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1996, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1996, Blaðsíða 7
Hin milda móðir Guðs, hin miskunnsama ig alhreina, full náðar, hver var líklegri til ið heyra bænir mannanna en hún? Getið ir um Maríu-stúkur í kirkjum og á dögum irynjólfs biskups minnist Torfí prófastur ’ónsson í Gaulverjabæ á „norðurstúku, forð- ím Maríustúku“ í Skálholtsdómkirkju. En í )á stúku gekk Brynjólfur biskup „baeði kvöld )g morgna með margvíslegum föstum, bind- ndi og táraföllum, svo hann kynni þar ná- cvæmlegar, svo sem í nokkrum secessu og ifviknum stað, að tala hjartanlega við sinn jóða guð og náðarríka föður“. - Biskupasög- ir Jóns prófasts Halldórssonar n.B. Á miðöldum var kennt um óflekkaðan jetnað Maríu, algjöran hreinleika og að hún lefði orðið uppnumin til himna í líkaman- im. Þessar kenningar voru trú miðalda- nanna. Þó svo væri voru kenningamar um óflekkaðan getnað Maríu og að hún hefði verið uppnumin ekki staðfestar af kirkjunni fyrr en sú fyrri 1854 og sú síðari 1950. í kaþólskum fræðum er talið að Maríulog- ian hafí aldrei verið iðkuð og Maríudýrkun- in aldrei verið svo afdráttarlaus eins og á árunum frá 1854 til síðari hluta 20. aldar. Ástæðan er talin hafa verið andsvar við skynsemishyggju og raunhyggju 18. og 19. aldar, lausn úr viðjum hins þrönga og dauða heims vúlgær-efnishyggju og þeirra and- legu þrengsla sem af henni leiddi. Einnig segir i þessum fræðum, að afhelg- un skynsemishyggjunnar og allur sá and- kristni áróður, sem afhelguninni fylgdi hafí verið bein árás á grundvallar trúaratriði kirkjunnar, þá helgu leyndardóma og þann skilning að „mínar hugsanir eru ekki yðar hugsanir og yðar hugsanir em ekki mínar hugsanir“ - Jesaja 52:6-7 - en með afhelg- uninni fylgdi sá þröngi og frumstæði skiln- ingur, sem afneitaði náð og miskunn Maríu Guðsmóður. Því er skiljanlegt hversu viðbrögð og andsvar kirkjunnar var afdráttarlaust, ekki síst hvað varðaði Guðsmóðurina, þann brunn miskunnar og mildi, sem hafði um aldir verið tákn hinnar eilífu móður og nán- asta hjálparvon hijáðra manna og kvenna. Aukin Maríudýrkun var samfara aukinni þátttöku kvenna og opinberum afskiptum þeirra af þjóðfélagsmálum. Aukin Maríu- dýrkun varð til þess „að auka virðingu kvenna og efla jafnrétti þeirra til jafns við karla, og engin hreyfíng hefur stutt frekar að stefnu kirkjunnar til þess frelsis allra manna og kvenna". Yfírlýsing Píusar IX páfa frá 8. desem- ber 1854 um óflekkaðan getnað Maríu - Ineffabilis Deus var heiti páfabréfsins - er eitt af trúfræðilegum snilldarverkum kaþólskrar guðfræði. Forsenda staðhæfíng- arinnar um óflekkaðan getnað er sú að „hin blessaða mær“ hafí verið algjörlega óflekkuð og hrein af erfðasyndinni. Hrein- leiki Maríu af allri synd byggir á kenningu kirkjunnar um hinn algjöra hreinleika henn- ar sem var forsenda þess að hún varð móð- ir Guðs. Þann 1. nóvember 1950 gaf Píus páfi XII út páfabréf þar sem segir: „samkvæmt algjöru hefðarvaldi drottins vors Jesú Krists, og hinna blessuðu postula Péturs og Páls og voru hefðarvaldi, kunngjörum vér, yfirlýsum og útlistum sem dogmu - ótvíræða og óafturkallanlega kennisetningu - að: „Hin óflekkaða móðir Guðs, María, eilíflega meyja, hafí eftir jarðneskt líf sitt, verið uppnumin, í líkama og sál til dýrðar- ríkis himnanna." Samkvæmt kenningum kaþólsku kirkj- unnar nú á dögum og á fyrri öldum, þar með hér á landi í 550 ár og nú á dögum meðal hins kaþólska safnaðar, „þá skipar María æðsta sess í hópi dýrlinganna, þann sess, sem Guð fékk henni í frelsunarsög- unni. Hún er „theotokos“ - móðir Guðs - og Frelsarans, sú dóttir sem faðirinn elskar heitast og helgidómur Heilags anda ... Hún er fremsta fyrirmynd okkar í trú og kærleika. Hún er allt sem hún er vegna Krists." í Biblíunni má lesa sér til hvernig mynd þessarar konu er, sem Guð valdi hjálpræð- isáformi sínu. Fyrsta konan féllst á fortölur höggormsins. Með því að játast móðurhlut- verki sínu, játast María lífinu sem vegur upp fráfall Evu, sem játaðist dauðanum. Eva var í upphafí syndlaus og María var syndlaus í upphafí tilveru sinnar, „eins og hún væri mótuð af Heilögum anda og gerð að nýrri sköpun" - Lumen gentium - „Mar- ía boðar því lokadýrð allrar kirkjunnar. Hún er þegar brúðurin í dýrð sinni án minnsta „bletts eða hrukku" ... ævinlega ósnortin mey“. Sá, sem hefur öllum fremur stuðlað að Maríudýrkun nú á dögum er Jóhannes Páll II páfí. í „Veritas splendor" segir: „María er móðir miskunnarinnar, vegna þess að sonur hennar Jesús Kristur, var sendur af föðumum sem opinberun miskunnar Guðs. Kristur kom ekki til þess að dæma, heldur til þess að fýrirgefa. María er einnig móðir miskunnarinnar vegna þess að Kristur trúir henni fyrir kirkj- unni og öllu mannkyni. Við krossinn tekur hún við Jóhannesi sem syni sínum og þegar hún biður föðurinn fyrirgefningar ásamt Kristi fyrir þá sem vita ekki hvað þeir gera. María reynir og skynjar dýrð og ást Guðs, sem lýkur upp hjarta hennar og verður hæf til þess að umvefja allt mannkyn. Þannig verður María móðir hvers og eins, móðirin sem veitir okkur guðlega miskunn ...“ Jó- hannes Páll páfí II hefur að áliti sumra kaþólskra guðfræðinga gengið langt í Mar- íudýrkun, en þrátt fýrir það er ekki um dýrkun guðlegrar veru að ræða. María og aðrir heilagir eru ekki dýrkaðir sem guð, þeir eru samkvæmt kenningum meðaigang- arar Guðs og manna. Heilög þrenning er utlistuð samkvæmt upphaflegum útlistun- um. Maríudýrkunin er bundin af þeirri kenn- ingu að „hún sé allt sem hún er vegna Krists". í riti Catharinu Brooms: Kaþólskur siður - Þorlákssjóður 1995 - segir: „Enda þótt allir kaþólskir menn séu sammála um þýð- ingu Maríu og beri mikla virðingu fyrir henni, leiðir ekki sjálfkrafa af því að allir kaþólskir menn hafi sömu persónulegu afstöðuna til hennar og t.d. Jóhannes Páll II páfí.“ í útgáfu Ungers af Maríusögu frá 1871 eru um 200 jarteinasögur um Maríu. Talið er að allar þekktustu jarteinasögur frá meginlandi Evr ópu og Bretlandseyjum hafí bor- ist hingað og verið þýddar á síðari hluta miðalda. Þetta sýnir að kaþólsk kirkja mið- alda var fyrst og fremst alþjóðleg stofnun eða yfír- þjóðleg. Sögur sem eiga sér sögusvið suður í Evrópu virðast hafa mótað og snert með- vitund manna hér á landi og á öðrum breiddargráðum. Kenndin og trú- in á heimana tvo sem jafn raunveru- lega mönnum eðlileg og sjálfsögð staðreynd, hvort heldur hér á landi eða á Frakklandi. Aftur á móti spretta hér upp margar jar- teinasögur um innlenda biskupa, en þær eru dýrmætar heimildir um trúarlegan raun- heim þjóðarinnar og ekki síður um daglegt líf og háttemi manna hér á landi á fyrri öldum. Það ber að hafa í huga að þótt talsverð- ar skráðar heimildir séu til í formi jarteina- bóka, þar sem segir frá undrum og krafta- verkum og uppfylling áheita, þá hefur sams- konar reynsla átt sér stað þúsundföld við það skráða. Skráðar heimildir, kvæði og Íistaverk era aðeins smábrot þess sem skráð eða unnið var og hvað þá allt annað sem ekki var skráð og gekk manna á milli munn- lega? Codexinn var dýr og menn skráðu það allra nauðsynlegasta, lög, máldaga og sagna- bálka, en munnleg geymd var enn drýgri varðveislustaður hvað magn áhrærir og mikið af því efni barst mann fram af manni. Minni kynslóðanna var trútt. Og hvað um „aUt skrif og omament og bílætin"? Maríu líkneskjur vora líklega í flest- öllum kirkjum, siðaskiptamenn vora diýgstir í eyðileggingu þeirra, þeir virðast hafa geng- ið berserksgang í að eyðileggja listaverk, bækur og í stuldi dýrra gripa. Þessi barbar- ismi stóð í nokkra áratugi og gott betur. En tryggðin við drottins heilaga og Maríu guðs- móður lifði áfram í meðvitund þjóðarinnar. Messudagar helgaðir dýrlingum héldust fram eftir öldum, þótt afnumdir væra í öðram , löndum konungdæmisins. 1 Og hvað um Credo - Pater noster og '■ Ave María? Hvað um Maríubænir og kvæði sem gengu manna í milli og vora skráð löngu, löngu eftir siðaskipt- in? Eftir þeim vísum og brotum sem til era, virðast áköll og tilbeiðsla Maríu guðsmóður hafa verið iðkuð á örlagastundum og ekki síður hversdagslega. Heilög María - Ave Maria gratia plena - var þjóðinni nákomnust af öUum heilögum. Svo var í ka- þólskri tíð á íslandi. „Hún var móðir vor allra“ og er. - Jóhannes Páll páfí H. var Höfundurinn er rithöf- undur. Greinin er birt í tilefni af útkomu Mariukvers, sagna og kvæóa af heilagri Guðsmóöur fró fyrri tíö. MARÍUMYND frá um 1350 eftir óþekktan málara frá Siena á ítalfu. KRISTJÁN BJÖRNSSON LJÓSÁ JÓLANÓTT í kvöldmyrkri leið sína tfölskylda fann og færðist að samastað sínum. Nærri, á völlunum, Betlehem brann í bjarma af lausnara mínum. Skalf hvorki landið né skelfdist hjörð, skjól var í fæðingu Guðs á jörð. FJárhirðar auðmjúkir fengu að sjá forystulamb okkar manna. Saklaust í heiminn kom sælu að tjá, syndina greina og banna. Býðst mér að hlýða þeim boðskap nú, blessun að þiggja í von og trú. Ljós af þeim atburði lýsir um geim, lán er að fylgja því miði. Jólabarn færi mér jólin mín heim. Jesú minn, kom þú í friði. Ária að morgni og enn um kvöld, ætíð þinn kærleikur hafi völd. Höfundurinn er sóknarprestur ó Hvammstanga. JÓHANNA HALLDÓRSDÓTTIR JÓLA- KVEÐJA Á jólum viltu stríð og erjur jafna og jesúbarni þínu leyfa að dafna, þú fínnur hvernig Ijósið færist nær og friðsældin í hjarta þínu slær. Sorgin þín vill líka fá að sveima og sárt er það að mega engu gleyma. I vissu þeirri getur þú þó vaknað að vont er það að geta einskis saknað. Trúðu því að einhver þerri tárin og tíminn breiði hulu yfír sárin, gættu þess að allir gengnir vinir gá að okkur alveg eins og hinir. Og friðarljósið vill þér boðskap færa að íjötra hvorki aðra eða særa, ef miðlað getur kærieik yfír myrkur hve mikilhæfur er þinn innri styrkur. Gættu að þeim sem aðrir framhjá ganga og gerðu stutta sögu jafnan langa, en hörfa burt ef áttu ekki hjarta sem heyrir þegar bræður okkar kvarta. Von er öllum þjóðum mikils virði von um byr og aðeins minni byrði. Því skyldu þær þá vilja fara í stríð og sturla þannig allan heimsins lýð? Oss var gert að lifa saman öll við allsnægtir í jarðarinnar höll. Nægir þér það ekki að hafa nóg og njóta þess að eiga innri ró? Nótt á jólum, fönnin hvít og ný nálægðin við kærleik djúp og hlý, Ijóssins barn þú getur ennþá lært að lifa eins og jesúbarnið kært. Höfundurinn býr i Austurhlið í A.-Húnavatnssýslu. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 21. DESEMBER 1996 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.