Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1996, Blaðsíða 27

Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1996, Blaðsíða 27
JÓHANNESARRIDDARAR endurreisa veggi Jerúsalemsborgar. KROSSFERÐIR OG RIDDARA- REGLURNAR FORNU EFTIR HEIMI STEINSSON Einhverjg gfdrifaríkutu ræóu sögunnar hélt Úrban páfi í nóvember 1095 því hún hrinti af staó styrjöld- um milli kristinna manna og múslima í Austurlöndum nær sem stóóu í tvær aldir. Þessar styrjaldir hafa verió nefndar „krossferóir" og höfóu gífurleg áhrif á þróun í Evrópu um langan aldur. HAUSTIÐ 1995 voru liðin nákvæmlega 900 ár frá því að Úrban páfi 2. flutti eina örlagaríkustu ræðu ver- aldarsögunnar á kirlq'u- þingi í Clermont í Frakk- landi. Ræðan var haldin hinn 26. nóvember 1095. Var það því nýlega, að 9 alda afmælisdagur ræðunnar gekk um garð. Þar af leiðandi er engan veginn út í hött að minnast krossferða og riddarareglnanna um þessar mundir, enda ber 9 alda afmæli fyrstu krossferðarinnar upp á næstu árin, eins og hér mun sýnt verða. Ræða Úrbans páfa á umræddu kirkjuþingi hafði í för með sér hvorki meira né minna en tveggja alda styijöld milli kristinna manna í Evrópu og múslima í Austurlöndum nær. Þessi styijöld, sem gengur undir samheitinu „kross- ferðir“, hafði að sínu leyti gífurleg áhrif á sögulega þróun í Evrópu langt fram eftir öld- um. Færa má rök fyrir því, að þeirra áhrifa gæti enn þann dag í dag. Á kirkjuþinginu í Clermont voru ekki aðeins nærstaddir 13 kaþólskir erkibiskupar, 225 biskupar og 400 ábótar, heldur einnig kristnir riddarar í þúsundatali. Þeir hlustuðu með at- hygli á páfa, er hann sendi út brennandi ákall sitt „ ... um þær miklu hörmungar, erfiðleika og kúgun, sem hijáir, þrúgar og þjakar kristna menn í Jerúsalem, Antíokkíu og annars staðar í Austurlöndum. Heiðingjar hafa tekið Landið helga herskildi. Bræður, því boða ég yður. Berist ekki á banaspjót innbyrðis, heldur snúið bökum saman með trúbræðrum ykkar gegn aðkomuþjóðunum. Gangið undir merki Krists í óvígum her kristinna manna. Þið munuð annaðhvort koma heim sem sigurvegarar eða ávinna ykkur eilífa sigursælu með dýru blóði ykkar. Hrópið hvarvetna einum munni herópið: Til Jerúsalem! Farið af stað og frelsið Jerúsal- em, ef ykkur er annt um sálarheill ykkar. Þá munuð þið öðlast fyrirgefningu allra ykkar synda; því að Guð vill það!“ Ræðan var haldin á torgi undir berum himni, og hinn mikli herskari riddara, sem safnazt höfðu saman á torginu, tók nú undir við páfa og hrópaði einum rómi: „Guð vill það, Guð vill það!“ Síðan þyrptust menn saman um ræðustól páfa og veittu úr höndum þjóna hans viðtöku vígðum krossi úr rauðu klæði, en af þeim krossi drógu þau tíðindi, sem í vændum voru nafn sitt - krossferðir - . Loks krupu riddaramir á kné og sóru þess dýran eið að leggja ekki niður vopn fyrr en þeir hefðu frels- að hina Heilögu Gröf Krists úr höndum músl- ima og komið Landinu helga undir stjóm kris- tinna manna. II Aðdragandi þessa viðburðar var langur og fjölskrúðugur. Til að gera langa sögu stutta skal eftirfarandi dregið fram: Löndin fyrir botni Miðjarðarhafs vom fyrstu heimkynni kristninnar í veröldinni. Kristnin var upp runn- in í Gyðingalandi, Palestínu, eða „Landinu helga,“ eins og það var nefnt. Heilög ritning segir sjálf, að í Antíokkíu á Sýrlandi væra lærisveinar Jesú fyrst kallaðir „kristnir". Þessi lönd vora rótgróin menningarsvæði aftan úr öldum og er stundir liðu fram fléttaðist krist- inn dómur saman við aðra menningararfleifð þeirra. Þegar Rómaveldi á 4. öld skiptist í Aust- og Vest-Rómverska ríkið, urðu þessi fomu kristnu menningarlönd að veigamiklum uppistöðum Aust-Rómverska ríkisins og horn- steinum kristins dóms. Á 7. öld hófust Arabar undir forystu spá- mannsins Múhameðs handa um að leggja und- ir sig lönd Aiist-Rómverska ríkisins og fleiri hluta heims. í þeim svifum komust hin fornu kristnu Austurlönd í hendur múslimum. Var þá mikill harmur að mönnum kveðinn víða um Vesturlönd. Þó leiddi þetta ekki á þeim tíma til stórstyijaldar milli austurs og vesturs. Ara- bar vora vígreifir og vel skipulagðir, en Vestur- landabúar um þessar mundir tvístraðir og til lítils færir. Þá fór og á þann veg, að Arabar sýndu kristnum mönnum í Landinu helga vin- semd og virðingu og buðu pílagríma af Vestur- löndum velkomna, högnuðust enda af viðskipt- um við þá. Fór svo fram um ijögurra alda bil, að friður ríkti með kristnum mönnum og mú- slimum, vopnaður friður vissulega eða „kalt stríð“, en a.m.k. engin meiri háttar vopnavið- skipti. Þegar á leið, klofnaði veldi Araba í mörg íslömsk ríki, er börðust sin á milli. Um sama leyti uxu áhrif tyrkneskra seldsjúka í Litlu Asíu og Austurlöndum nær. Tyrkir vora mú- slimar og miklir áhugamenn um trú sína. Var nú kreppt að kristnum pílagrímum í Landinu helga, og ferðir þangað urðu ótryggar eða jafnvel óframkvæmanlegar með öllu. Einnig sóttu Tyrkir mjög að veldi keisarans í Mikla- garði eða Konstantínópel, en hann réð fyrir því, sem eftir var af Áust-Rómverska ríkinu. Árið 1071 unnu Tyrkir allsheijarsigur yfír hetjum Miklagarðskeisara og lögðu undir sig alla Litlu Asíu. 'Stóð kristnum mönnum nú mikil ógn af Tyrkjum og ítrekað skoraði Mikla- garðskeisari á páfa að efna til herferðar kris- tinna Vesturlandabúa gegn þessum vágestum. Um sömu mundir efldust ýmis ríki á Vest- urlöndum. Þar var og komin fram ný stétt aðalsmanna, riddarar, sem vissulega vora mi- slitt fé, en sem sameinaðir reyndust vera einn voldugasti herafli, er þá var uppi um heims- byggðina. Allt varð þetta til þess að setja af stað þær hræringar, er náðu tímabundnu hámarki með áður nefndri ræðu Úrbans páfa 2. og hrundu síðan krossferðum af stað. m Árið 1096 fóru margir predikarar um lönd og áréttuðu boðskap Úrbans páfa 2. Einn þeirra, Pétur einbúi, safnaði um sig herskara fátækra förumanna. Lögðu þeir af stað fót- gangandi í austurveg, en komust aldrei nema til Litlu Asíu, þar sem þeim var tvístrað og tortímt af Tyrkjum. Árið eftir lagði hinn eiginlegi krossriddara- her af stað. Ekki er vitað með vissu hve margir þeir voru, en sagnfræðingar gizka á að riddararnir hafið verið 10.000. Fjöldi fót- gönguliða og annarra fylgdarmanna slóst í förina, samtals áætlað um 60.000 manns. Vorið 1097 kom krossfaraherinn til Mikla- garðs. Þaðan fluttist liðið yfir Bospórassund og hóf nú reið sína um Litlu Asíu, lagði land- ið undir sig og kom þar aftur á kristnum yfirráðum Miklagarðsmanna. Þegar haustaði bar krossfara að Antíokkíu á Sýrlandi - en þar höfðu sem fyrr greinir lærisveinar Jesú fyrst verið nefndir kristnir - og settist herinn um borgina. Antíokkía var á þessum tíma auðug verzlunarborg og sérlega vel víggirt. Ekki kom til mála, að krossfarar færu fram- hjá borginni og létu hana eftir í höndum múslima, sem þá hefðu getað gert útrás síðar og komið riddarahernum í opna skjöldu. Var því setið um borgina langt fram á árið 1098, og féll hún um síðir í hendur krossföram. Mikill fjöldi krossriddara týndi lífi í orrustun- um um Antíokkíu, og dvaldist hernum nú í Sýrlandi fram í ársbyijun 1099. Að lokinni langri hvíld var förinni síðan fram haldið, og 7. júní sama ár settist krossfaraherinn um borgina helgu, Jerúsalem. Umsátrið um Jerúsalem entist í einn mánuð og átta daga. Um hádegisbil 15. júlí 1099 brutust krossfarar inn í borgina og næstu tvo daga lögðu þeir hana undir sig með oddi og egg. Meðan á umsátrinu stóð, höfðu múslimar meðal annars svívirt krossinn og önnur krist- in helgitákn uppi á borgarmúrum Jerúsalem í augsýn krossfaranna. Voru nú engin grið gefin, en borgarbúar brytjaðir niður án mann- greinarálits. Fjöldamorðin í Jerúsalem eru meðal grimmilegustu hermdarverka veraldar- sögunnar. 1 kjölfar þessara sigurvinninga stofnuðu kristnir menn ríki í Palestínu og víðar um LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 21. DESEMBER 1996 2T

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.