Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1996, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1996, Blaðsíða 8
KKUR hafði verið boðið í ferðalag til Vestur-Þýskalands og það var raunar ekki í frásögur fær- andi nerna þetta var á dögum kalda stríðsins og þróaðar höfðu verið margs- konar aðferðir við að taka fólk af lífi. Tímarn- ir voru notaðir til undinnála á milli ríkja og milli einstaklinga. Segja má að þeir einu sem losnuðu við undirmálin hafi verið þeir sem slógu grasið eða drógu fiskinn. Þeim var þetta allt tóm hebreska og er enn, enda hafa engir gengið fram til að skýra tilgang- inn með sendistöðvum og dulmálslyklum svo dæmi séu tekin, hvað þá manndrápum sem litu út eins og slys eða sjálfsmorð. Mönnum var ekki rótt á þessum árum. Samt tókum við boðum í önnur lönd, bæði austan og vestan járntjalds og nutum sæmilegrar gisti- vináttu hjá pólitískum erkióvinum okkar. Við unnum báðir á dagblöðum á þessum tíma. Hann var nýlega orðinn ritstjóri á vinstra sinnuðu blaði, sem lagði stefnuna svona mitt á milli Alþýðuflokksins og Al- þýðubandalagsins, en var þó íhaldssamt í fiestum málum, nema þeim sem að talið var að skiptu engu máli. Þar stóð blaðið fast fyrir, þóttist boða stefnu flokks síns og gat orðið ásýndum eins og heilagur Frans frá Assisi, sem gaf fuglum. Félagi minn hafði gengið hratt upp metorðastigann og endað sem ritstjóri svona fyrsta kastið, en flestir bjuggust við því að hann væri eyrnamerktur til frekari trúnaðar innan flokksins. Nú gekk hann í störf ritstjóra sem enn var á blaðinu, en mátti ekki skrifa í það lengur frá eigin btjósti eða samkvæmt fyrirsögn, heldur birta þar þýðingar eftir sig um svarta kynstofna í Afríku. Á fundi í miðstjóm flokksins hafði verið samþykkt að hann gengi erinda vinstri manna of purkunarlaust og hefði komið upp Mynd: Árni Elfar. I LOK hverrar ferðar, og væri hann ekki með fjöiskyldu sinni, hleyptu þeir honum til kvenna á Alexanderplatz. Þar var hann myndaður í bólinu hjá þriflegum gleðikonum flokksins. ALEXANDERPLATZ SMASAGA EFTIR INDRIÐA G. ÞORSTEINSSON Slompaóur íslendingur finnur meira til sín en alls- -------7-------:-------------------------------------- gáður Islendingur. Unnió var eftir þeirri forskrift vió -----------------------------------------7------------ veisluboróin í Austur-Berlín. Þar fannst Islendingum aó þeir væru orónir brýnir þátttakendur í togstreitu heimsveldanna og kalda stríóió snerti þá meira en aðra sveitamenn og sakleysingja í heiminum. í kringum sig hópi sveitamanna, sem nýflutt- ir voru í bæinn og einstöku flóttamanni úr herbúðum Alþýðubandalagsins. Þótt þetta þýddi aukningu á flokksfélögum fannst þeim í miðstjórninni sem blaðið hefði hneigst of mikið til vinstri við bjástur ritstjórans við að koma upp sæmilegri vinstri sveit í flokkn- um. Þess vegna taldi miðstjórnin best fara á því að ýta starfandi ritstjóra til hliðar og fá nýjan í staðinn, sem skildi að flokkurinn þarfnaðist víðsýnis í stefnumörkun. Félagi minn hafði verið tvo mánuði á blaðinu þegar við lögðum í ferðalagið. Eftir þann tíma fannst miðstjórn auðséð að hún hefði ráðið réttan mann í ritstjórastarfið. Fyrri ritstjóri hafði nú enn meiri tíma til að sinna sínu fólki í flokknum. í þýðingum sínum var hann staddur í svörtustu Afríku sem áður enda var það vinsælt lesefni meðal vinstra fólks um þessar mundir. Auk þess var honum boðið að heimsækja Sovétríkin, sem hann þáði á stundinni. Hann var hvort sem er ekkert vant við látinn heima fyrir. Þetta barst svona í gegnum hugann á meðan við biðum eftir farangrinum í Ham- borg, en þangað var flugfélagið farið að fljúga beint um þessar mundir. Sjálfur vann ég á stærra blaði en félagi minn og undi vel mínum hag. Við vorum báðir giftir og áttum börn. Afengi í útlöndum var ekki keppikefli í augum okkar eins og svo margra sem ferðuðust á þessum árum og við vorum ekki staddir þar í Evrópu sem boðið var upp á kvenfólk og leynilegar myndatökur sem var hámark gestrisninnar austan járn- tjalds. Annars voru þetta undarlegir tímar og síður en svo að gestrisnin almennt ljóm- aði af þeim. Hins vegar var okkur blaða- mönnum boðið víða vega. Eitt haustið var kannski hópur okkar staddur á gestapöllum við Hlið hins himneska friðar í Peking að reyna að koma auga á Mao á hliðsvölunum hægra megin við okkur. Hann stóð þar í hópi pótentáta, sem báru sig til eins og þeir væru á Kremlarmúrum. Við vissum ekki þá, en við lásum um það seinna, að leiðtoginn, hinn mikli og alvitri Mao þurfti minnst tuttugu ungar stúlkur í sæng til sín að kvöldi. Það fór svo sem ekki öll orkan í Kínverska alþýðulýðveldið. Okkur var stefnt til Bonn í fyrstu til fund- ar við suma af þeim mönnum sem þökkuð var framför og efling þýska lýðveldisins. Þaðan áttum við að fara vítt um Vestur- Þýskaland til að skoða verksmiðjur og land- búnaðarstöðvar áður en við kæmum aftur til Hamborgar. Þetta gátu orðið strangar gönguferðir um stóra framleiðslusali en við kviðum engu. Við vorum vanir stórum fram- leiðslusölum frá austantjaldsríkjunum. Um þessar mundir var eins og þjóðir kepptust við að byggja og sýna þessa stóru sali. Ég vissi ekki vel hvaða þýðingu þeir höfðu aðra en þá að þreyta mátti þar stórar göngur. Stolt eigendanna var ótvírætt. Einn salur þeirra var kannski hinn mikli salur á stóru svæði. Hann var þjóðsöngur og fabrikka í senn handa væntanlegum kreppum til að mola niður. Þær urðu að hafa fóður annars urðu engar kreppur. Kommúnistaríkin lögðu mikið upp úr verksmiðjum í löngum sölum. Loksins urðu þær of langar og þar sem kreppur höfðu verið afnumdar hjá þeim eins og fleiri ósiðir kapítalista, sprakk efnahag- skerfið í loft upp. Við höfðum ekki spurnir af kreppuleysinu og vandamálum af því sprottnum á dögum þessa ferðalags. Það kom ekki til sögu fyrr en einum þrjátíu árum síðar. Þá var félagi minn búinn að hvíla sofinn ti! jafnlengdar af því við komumst ekki báðir heim úr þess- ari ferð. Einhverjir kunna að segja að það haft verið sorglegt. Hvað? Á ég kannski að yppta öxlum? Hverju á að svara þegar svona asnalega er spurt? Hvern varðar í raun um það hvað mér fannst á þessum dögum? Og ég fer ekki að upplýsa neinn um það núna, þegar félagi minn er orðinn dauf minning í huga barna sinna. Hans var auk þess varla minnst í flokknum lengur, sem setti hann til metorða til bjargar frá vinstri villu. Þau metorð stóðu einungis skamman tíma, því þegar félagi minn átti ekki afturkvæmt úr ferðalagi sínu nenntu menn annað hvort ekki þessari baráttu, eða þeim buðust grænni lendur í pólitikinni, sem var heldur sjald- gæft á þeim tímum, en varð hentugt seinna, þegar mikið var um bandalög. Nema gamli ritstjórinn fékk aftur sín fyrri störf og flokk- urinn gerði samkomulag við flesta vinstri hópa sem voru á lausu næstu þrjátíu árin og sat í nokkrum ríkisstjórnum. Félagi minn hafði einmitt orð á því við mig í þessu ferðalagi hve pólitískt gengi manna gat verið valt. Helst þurftu kandídat- arnir að vera meinlausir að gáfum, með tak- markaða vitund um umhverfi sitt en því meiri vitund um eigið ágæti. Sumir voru hreinir gallagripir, drykkfelldir og kvensam- ir úr hófi, aðgangsharðir og frekir, svo stuðn- ingsmenn þeirra vissu ekki hvort sjálfsálit þeirra eða stuðningurinn yrði fyrr til að koma þeim á pall. Yfirleitt dagaði þá uppi í einhveiju fulltrúastarfí ef þeir gátu ekki stolið hlutafélagi sér til framdráttar. Sumir þessara kandídata flokkanna lentu seinni hluta ævinnar á hælum, þar sem þeir börðu höfði við stein. En, sagði félagi minn og varð svolítið undirfurðulegur, séu þetta dugandi menn, sem ekki sjá sjálfir fyrir ófarnaði sínum, kemur ef til vill þriðji aðili með sérstakar aðgerðir og öllum að óvörum og ryður braut- ina fyrir æskilegan kandídat, þótt sá náungi hafí ekki hugmynd um að verið sé að hjálpa honum á framabrautinni. Þetta gerist iðulega og í vaxandi mæli með eflingu leyniþjónustu voldugra ríkja fyrir austan og vestan. Búlg- ^ arar drápu nýlega mann á götu í London , með því að stinga hann í fót með regnhlífar- broddi. Eiturefnið var svo óþekkt að læknar I áttuðu sig ekki á hvað var að manninum fyrr en hann var látinn. Þessi maður hafði annast útvarp til heimalandsins, Búlgaríu, og ekki annað vitað en hann væri mesti meinleysingi. En ríkið vildi ekki láta hann tala í útlöndum. Ég benti félaga mínum á, að samkvæmt kenningunni um launverkin væri hann sjálf- ur hættulega staddur. Hann rak upp skelli- j; hlátur. Á Islandi, nei, sagði hann þegar hláturhryðjunum linnti. Ég benti honum á að merkilegt væri hvað íslensk pólitík bög- r glaðist fyrir brjóstinu á helstu andstæðing- unum í kalda stríðinu. Landið væri statt þar í Norður-Atlantshafi, sem teldist æski- legt aðsetur hvers konar varðstöðu. Sjálfur þekkti hann til þess pólitíska ofsa, sem ríkti gegn veru varnarliðs Natóríkja. Við værum hluti af bijóstvörn Vesturlanda í kalda stríð- inu og mættum vera stolt af sem þjóð. Samt hefði tekist að gera varnir landsins [■ að pólitísku bitbeini og baráttan gegn vörn- J inni nyti fjárstuðnings frá Sovétríkjunum k og yrði fyrir hrópum og hundgá þaðan, eins og í smalamennsku í gamla daga. Sam- kvæmt þessum smalahljóðum frá Sovét, sem heyrðust misjafnlega um alla Vestur-Evr- ópu, studdu nokkrir íslendingar bandalag kommúnista og nasista í byrjun seinna stríðs. Nú hefur það verið gert að barnalær- dómi að sá stuðningur hafi verið veittur af föðurlandsást. Barnalærdómurinn um varn- , ir landsins hefur þegar verið undirbúinn j með bókmenntalegum hrópum og hundgá, v þeirri hæstu kenndri við atóm. Mönnum var \ hreinlega ekki sjálfrátt. Þannig eyddum við dögunum í Vestur- Þýskalandi hvenær sem færi gafst fyrir hin- um löngu sölum. Við höfðum fáar fréttir að heiman þessa sumardaga. Það ríkti sam- steypustjórn og hafði ríkt lengi. Þegar engin pólitísk rök dugðu til að fella hana töluðu menn um hvað hún væri leiðinleg og þar 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 21. DESEMBER 1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.