Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1996, Blaðsíða 22

Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1996, Blaðsíða 22
SÓREY- einstaklega fallegur lítill bær á Norður-Sjálandi um 70 km VSV frá Kaupmanna- höfn. Bærinn stendur við Só- reyjarvatn þar sem beyki- skógurinn teygir sig fram á vatnsbakkann og fuglar eiga sér griðland í háu sefi. Bærinn á sér sögu. Þegar á 12. öld var stofnað þí diktínaklaustur, sem stóð þó aðeins skamma hríð, en árið 1161 stofnaði Absalon erkibisk- up þar Cisterciensklaustur, sem nokkrum árum seinna var orðið eitt ríkasta klaustur í Danmörku með 30 munkum og hið mesta stórveldi, auðugt bæði af löndum og lausum aurum. Það var því eftir nokkru að slægjast fyrir Kristján konung þriðja, þegar hann lagði klaustrið undir sig á 16. öld, eða í þann mund, að lútersk kirkja var borin til sigurs í Danmörku og að fullu höggvið á tengslin við Róm. Fyrst eftir siðbreytinguna gerði Kristján konungur þriðji Sóreyjarklaustur að gæslu- stað ýmissa þeirra, sem ekki var talið rétt að hafa á faralds fæti. Talið er víst, að þegar Kristófer Hvítfeld sjóliðsforingi lét handtaka Ögmund Pálsson Skálholtsbiskup árið 1541 og flytja hann til Danmerkur hafi verið farið með hann til Sóreyjar - sumir segja þá enn á lífi, en hafi síðan látist skömmu síðar. Þannig greinir danski sagnfræðingurinn og biskupinn Erich Pontoppidan frá ævilokum Ögmundar bisk- ups í kirkjusögu sinni, sem kom út í Kaup- mannahöfn árið 1747. Hann getur þess jafn- framt, að Ögmundur hafi verið grafinn í kirkj- unni í Sórey og á legsteini hans hafi staðið þessi grafskrift: „Hic fepultus est Augmund- us Episcopus." í afskrift af bréfabók Gissurar Einarsson- ar, fyrsta lúterska biskupsins á íslandi, segir hins vegar, að Ögmundur biskup hafi látist í hafí hinn 13. júlí - og því aðeins fengið kirkjuleg í Sórey. En hvort nú heldur, að Ögmundur biskup kom til Sóreyjar lifandi eða látinn, þá hefur hann svo sannarlega greitt Kristjáni konungi þriðja útför sína og stein, því að konungur lagði undir sig allar jarðir hans fjörutíu að tölu. Svo er það víst ekki fyrr en á 19. öld, að Sórey kemur aftur við sögu íslands, en þá átti „listaskáldið góða“ Jónas Hallgrímsson (1807-1845) mörg spor til Sóreyjar eftir að hann kynntist Jóhannesi Steenstrup (1813- 1897) náttúrufræðingi, sem var mikill ísland- svinur, sér í lagi eftir að hann hafði ferðast til íslands í rannsóknarskyni og kynnst landi og þjóð. Jónas dvaldi stundum langdvölum hjá Steenstrup, sem á sínum tíma var einn fremsti náttúrufræðingur Dana. Á árunum 1841-1846 var hann lektor við akademíuna í Sórey og var Jónas alltaf velkominn á heim- ili hans þar. Auk þess að vera gistivinur Steenstrups virðist Jónas á Sóreyjarárum sínum hafa átt sakir meðan Steenstrup er að ferðast með konungssyni um Skotl. og Færeyjar - þú spyrð mig um þá Ingemann og Hauch. H. er allra elskulegasti maður, hann er hár og grannur og ólánlega vaxinn, allra manna svartastur, blakkur og suðrænn í andliti og sérstaklega fallega ljótur, eins og þú þekkir, með fjarska stórt nef og efra tanngarð og allra manna stóreygðastur og úteygð- astur, og samt sem áður þarf ekki nema að líta á hann til að sjá að hann er fluggáfað- ur, hann er svq mikill ákafamaður í tali að hann varla kemur öllum orðunum út og blæs þá eins og móður hestur. Honum mættu tveir harmar í vetur, hann missti dóttur sína og konan hans skrifaði novelle. Ingem. er allra mesti spilagosi, stuttur og stubbaralegur, með mikið hár og úfið sem hefur verið bjart, en er nú farið að grána: hann hefur breitt andlit flatt og lágt nef og mikið enni, lítil grá, lífleg og skýrleg augu, hann er afar fljót- mæltur og verður svo hvað úr öðru að það er oft illt að fylgja honum: hann er fyndinn og smáertinn og ófús að tala um skáldskap." En nú skal ekki í bili meira sagt frá Sórey og skáldunum þar - heldur minnt á, að til- efni þessarar greinar er gamla altaristaflan í Prestsbakkakirkju á Síðu, sem komin var á sinn stað í kirkjunni þegar hún var vígð hinn 21. aprí! 1859, sem þá var skírdagur og jafnframt sumardagurinn fyrsti. Áltaristaflan virðist ekki hafa notið mikill- ar hylli hjá forráðamönnum safnaðarins og í úttekt kirkjunnar úr hendi byggingarmeist- arans, þar sem kirkju og búnaði er annars ágætlega lýst, er ekki fninnst á hana. í næstu visitasíum prófasta og biskupa geymir þögn- in hana ein, þar til loks séra Bjarni Einars- son prófastur á Mýrum í Álftaveri rýfur þögn- ina hinn 17. ágúst 1895 þegar hann visiterar Prestsbakkakirkju og kemst svo að orði í visitasíu sinni, að „altaristöflu vanti í kirkj- una því að sú töflumynd, sem í henni er, er bæði lítil og þar að auki hreinasta skrýpa- mynd“. Þessi skoðun prófastsins hefur sennilega orðið hvati þess, að á fimmtíu ára afmæli kirkjunnar, árið 1909, er henni keypt ný alt- aristafla. Svo er þó fyrir að þakka, að eldri töflunni er ekki kastað, og mun sóknarprest- urinn séra Magnús Bjarnarson hafa látið hengja hana upp á kórgafl kirkjunnar hægra megin við nýju töfluna, þar sem hún hefur átt sinn sess síðan. Enginn virðist velta því fyrir sér hver hafi málað töfluna - og gildir þar hið sama um lærða sem leika. Eftir að höfundur þessara orða gerðist sóknarpestur austur á Síðu og tók að þjóna Prestsbakkakirkju stóð ég oft fyrir framan þessa altaristöflu og virti fyrir mér stíl henn- ar, staðráðinn í því að kanna hver hún væri þessi Lucie Marie, sem hana hafði málað. Rannsókn dróst samt úr hömlu. Svo er það vorið 1992, að Kjartan Ólafs- son sagnfræðingur og fyrrverandi ritstjóri hringir og segist eiga sérstakt erindi að flytja. Ljósm. Þjóðminjasafn íslands. GAMLA altaristaflan í Prestsbakkakirkju, gjöf Lucie Marie Ingemann. FRA SOREY TIL SIÐU EFTIR SIGURJÓN EINARSSON Lucie Marie var máiari en í Sórey á Sjálandi var bara íitió á hana sem eiginkonu skáldsins Ingemanns. A heimili þeirra komu bæói Bertel Thorvaldsen og Jónas Hallgrímsson. Hún gaf af ókunnri ástæóu eina af altaristöflum sínum kirkjunni _____á Prestsbakka á Síóu. Myndin var flutt til_ Vestmannaeyja, þaóan á land vió Dyrhólaey og síóasta áfangann á hesti. ákaflega góð skipti við „elítuna" í Sórey og var hann í miklu vinfengi við skáldin B.S. Ingemann og Carsten Hauch, sem báðir kenndu við Sóreyjarakademíuna auk þess sem þeir voru einhver þekktustu skáld Dana á þessum árum. Jónas kemst svo að orði í einu bréfa sinna til Páls Melsteds yngra, að það sé „mikið þægilegt að vera boðinn og velkominn hjá þeim báðum hvenær á degi sem vera skal“. Sögu akademíunnar í Sórey, sem á Jónas- arárunum var starfsvettvangur þessara þriggja Dana, sem nefndir hafa verið, má rekja allt til þess, að Friðrik konungur II stofnaði þar skóla á „rústum" klaustursins árið 1586, en síðan hefur þar verið „lærður" skóli allt til þessa dags, raunar með nokkrum hléum. Hléin í skólastarfinu má oftast rekja til eldsvoða, sem afar oft hafa hijáð þessa merku stofnun, síðast árið 1813, þegar eldt- ungumar eyddu ekki aðeins byggingum held- ur líka merku bókasafni og fágætum skjölum. Eftir eldsvoðann var Sóreyjarskólinn end- urbyggður og þegar hann tók aftur til starfa árið 1822 var Bernhard Severin Ingemann (1789-1862) ráðinn þar lektor. Hann var þá orðinn eitt af höfuðskáldum rómantísku stefnunnar í Danmörku. Ingemann orti bæði ljóð og sálma, en var einnig kunnur fýrir ritun sögulegra leikrita og skáldsagna. Nokkrir sálma hans hafa verið þýddir á ís- lensku, en þeirra þekktastur er sálmurinn Fögur er foldin í þýðingu Matthíasar Joch- umssonar. Sá sálmur er enn þann dag í dag vinsæll jólasálmur og sunginn á jólunum í mörgum íslenskum kirkjum. En tilefni þessarar samantektar er þó ekki að rekja sögu Sóreyjar eða segja frá skáldun- um, sem þar settu svip á lítinn bæ og Jónas Hallgrímsson lýsir svo eftirminnilega í bréfi sínu til Páls Melsteds skrifuðu í Kaupmanna- höfn hinn 5. júlí 1844. Ekki er hægt að stilla sig um að birta ofurlítinn kafla úr þessu bréfí, svo einstakri mynd sem það bregður upp bæði af mönnum og tíðaranda. „Ég er kominn frá Saurum eins og þú sérð, en ekki er það samt nema um stundar- í Þjóðskjalasafni íslands hafði hann sem oft- ar hitt Sigríði Guðmundsdóttur frá Vík í Mýrdal, sem undanfarin ár hefur verið ötul við að kanna skaftfellsk skjöl. Bað hún nú Kjartan að flytja mér þá frétt, að hún hefði á safninu rekist á skjöl varðandi Prestsbakka- kirkju, þar sem þess væri getið hver hefði málað gömlu altaristöfluna. Brá ég nú skjótt við og tók að kanna málin og naut enn aðstoðar Sigríðar Guð- mundsdóttur, sem sendi mér ljósrit af skjölum og bréfum varðandi byggingu Prestsbakka- kirkju. Bréfið, sem Sigríður vakti fyrst athygli á er frá Trampe greifa, stiftamtmanni yfir ís- landi, til sýslumannsins í Skaftafellssýslu, dagsett hinn 26. júlí 1856. í bréfinu talar stiftamtmaður um kirkjuvið og annað efni til hinnar væntanlegu kirkju á Prestsbakka. Efni þetta var sent frá Kaupmannahöfn til Vestmannaeyja og í flutningum er m.a. altar- istafla máluð af etatsráðsfrú Ingemann í Sórey, gjöf hennar til kirkjunnar. Er nú auðvelt að rekja leið töflunnar, sem Lucie Marie málaði í Sórey 1854, en þaðan lá svo leið hennar til Vestmannaeyja um Kaupmannahöfn með póstskipinu Sölöven. Frá Vestmannaeyjum er hún svo flutt að Dyrhólaey í júnímánuði 1857 og skipað upp 22 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 21. DESEMBER 1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.